Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Landsráðstefna um Staðardagskrá 21 Ólafsvík - Um 70 marms sóttu ráð- stefnu sem haldin var í Olafsvík 12. og 13. október um verkefnið Stað- ardagskrá 21. Þetta var landsráð- stefna sem var haldin á vegum ís- lenska staðardagskrárverkefnisins í samvinnu við Snæfellsbæ. Var ráðstefnunni valinn staður með til- liti til þess að Snæfellsbær hefur verið í fararbroddi meðal íslenskra sveitarfélaga í framkvæmd verk- efnisins undir verkstjórn Guðlaugs Bergmann. Hlaut Snæfellsbær á sínum tíma verðlaun fyrir það. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um grænt bókhald og umhverfis- skýrslur sveitarfélaga. Ráðstefnu- stjóri var Sigríður Stefánsdóttir. Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, flutti ávarp en aðalfyrirlesari ráðstefn- unnar var Durita Brattenberg frá Færeyjum sem hefur stýrt nor- rænu verkefni um umhverfisáætl- anir fyrir fámenn sveitarfélög. Ráðstefnugestir komu víðsvegar af landinu og luku lofsorði á fram- kvæmd hennar og umgjörð alla. Fundað var í félagsheimilinu á Klifi og þar eru aðstæður allar hinar glæsilegustu. Að kvöldi fyrri dags var stutt skemmtidagskrá og í lok ráðstefnunnar var boðið að sérlegu glæsilegu sjávarréttaborði sem var í boði sjávarútvegsfyrirtækja í Snæfellsbæ. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri íslenskrar staðardagskrár, sagði að öll framganga bæjaryfirvalda í Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Stefán Gfslason, verkefhissrjóri Staðardagskrár 21, Duríta Brattaberg frá Færeyjum, sem var aðalfyrirlesari ráðstefhunnar, Guðlaugur Berg- mann, umsjónarmaður og verkstjón Staðardagskrár í Snæfellsbæ, og lengst til hægri er Hugi Ólafsson, formaður stýrihóps um Staðardagskrá. Snæfellsbæ varðandi Staðardag- skrá 21 væri til mikillar fyrirmynd- ar. Askorun til stjórnvalda Ráðstefnan sendi frá sér yfirlýs- ingu, svokallaða „Ólafsvíkuryfírlýs- ingu", og einnig áskorun til stjórn- valda: „Þátttakendur í Ólafsvíkur- ráðstefnunni um Staðardagskrá 21 á íslandi 12.-13; október 2000 skora á ríkisstjórn íslands að tryggja sveitarfélögum fjármagn og tekju- stofna til að gera þeim kleift að sinna þeim skyldum sem ríkisvaldið tók á sig fyrir þeirra hönd á heims- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992." Safnahúsið á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Sæmundur Rögnvaldsson sagnfræðingur. Góð aðsókn í sumar Húsavík - Mikið hefur verið um að vera í Safnahúsi Suður-Þingeyinga á Húsavík allt þetta ár. Fyrir utan hefðbundna starfsemi hafa ýmis dagskráratriði í tengslum við afmæl- isár Húsavíkurkaupstaðar farið þar fram. I sumar var m.a sett upp Ijós- myndasýningin „Svipmyndir úr sögu Húsavíkur á 20 öld" en sýning þessi var unnin sérstaklega í tilefni tíma- mótanna. Þá má nefna að önnur sérsýning var í sumar í tilefni kristnitökuafmælis en það var sýn- ing á kirkjumunum úr Þingeyjar- prófastsdæmi. Var sú sýning unnin í samvinnu afmælisnefndar prófasts- dæmisins, Safnahússins og Þjóð- minjasafns Islands. I september voru haldnir djazz- tónleikar og nú fyrir skömmu flutti Sæmundur Rögnvaldsson sagnfræð- ingur fyrirlestur um sögu Húsavíkur en hann vinnur nú að ritun fjórða og fimmta bindis ritverksins. Munu þau bindi koma út á næsta ári og mun þá ljúka miklu verki sem staðið hefur lengi. Að sögn Guðna Halldórssonar for- stöðumanns hefur aðsókn að Safna- húsinu verið góð í ár, bæði heima- manna sem og ferðamanna. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Unnið við gulrótnaupptöku fgarðyrkjustöðinni Hvammi I. Uppskeru græn- metis að Ijúka Hrunamannahreppi - Garðyrkju- bændur hér í Hrunamannahreppi eru um þessar mundir að ljúka uppskerustörfum á útiræktuðu grænmeti. Segja garðyrkjubændur að þetta hafi verið gott uppskeruár og eru miklar birgðir komnar í kæligeymslur af mörgum tegund- um grænmetis. Gífurleg vinna er við uppskeru- störfin, allt kál þarf t.d. að skera með hníf. Nemendur í 10. bekk Flúðaskóla hafa um helgar unnið með garðyrkjubændum og starfs- liði þeirra við kálskurð og aflað með þyí peninga í ferðasjóð. Er- lendis er farið að taka upp kál með vélum en þá þolir það ekki eins vel geymslu. Gulrófur og gulrætur er hægt að taka upp með vélum og er gert hérlendis. Góð sala á grænmeti Sala á grænmeti hefur verið góð og segja bændurnir að þeir njóti góðs af vaxandi áróðri um hollustu grænmetis. Dregið hefur þó úr sölu á kínakáli og veldur þar mestu aukin sala á hinu margumtalaða jöklasalati, en það er einmitt sú tegund sem grunur er um að salm- onellusíkill hafi borist með til landsins. I þessari sveit er ræktað grænmeti í tæplega hundrað hekt- urum lands auk þess sem kartöflu- rækt er allmikil og gróðurhúsaaf- urðir eru ræktaðar í húsum sem eru á annan tug hektara. í tilefni af mikilli umræðu um verðlag á íslensku grænmeti, sagði Georg Ottósson, garðyrkjubóndi á Jörva og formaður Sölufélags garðyrkjubænda, gaf samband garðyrkjubænda út yfirlýsingu í byrjun árs um að hækka ekki verð á grænmeti næstu tvö árin og af- urðasölufyrirækin samþykktu þetta. Staðreyndin er sú að verð á grænmeti hefur ekki hækkað á þessu ári þrátt fyrir hækkað verð- bólgustig segir Georg. Nýr hótelstjóri í Stykkishólmi Stykkishólmi - Hótelstjóraskipti urðu á Fosshóteli í Stykkishólmi í vikunni. Þá tók við starfi Björk Sverrisdóttir af Sæþóri Þorbergs- syni. Björk kemur ásamt fjölskyldu sinni úr Grindavík. Hún er mat- reiðslumeistari og hefur starfað við hótelið við Bláa lónið. Hún segir að sér lítist vel á starfið. Að hennar sögn er vel bókað á hótel- ið um helgar næstu vikur. Þar er mest um að ræða starfsmannaferðir frá höfuðborgarsvæðinu. Virku dag- arnir eru dauður tími yfir veturinn og er ýmislegt reynt tO að auka nýt- inguna þá daga. Er þetta vandi sem blasir við öllum heilsárshótelum á landsbyggðinni. Hún segir að ákveð- ið sé að skerða þjónustu hótelsins í vetur og verður nú lokað í hádeginu. Það hefur engan veginn borgað sig að hafa þá opið. Ef um hópa er að ræða er auðvelt að verða við þeirra óskum og bjóða upp á mat í hádeg- inu. Fosshótelakeðjan tók hótelið á leigu vorið 1999. í framhaldi af þeim samningi sem þá var undirritaður Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Björk Sverrisdóttir úr Grinda- vík hefur tekið við starfi hótel- stjóra í Stykkishólmi. Hótelið er heilsárshótel og er rekið af Fosshótelum. réðust eigendur hótelsins í miklar endurbætur á hótelinu í vetur. Hót- elherbergi öll voru endurnýjuð og m.a. var húsið lagfært að utan og málað. Kostnaður við endurbæturn- ar var um 40 milljónir króna. Sýning á ýmsum lundaafbrigðum Athygli vakti þessi lundapysja með fjaðraskúf á höfðinu. Vestmannaeyjum - Nýverið hélt Náttúrugripasafhið í Vestmanna- eyjum sýningu á lundaafbrigðum. Nokkuð algengt er að lundi finnist í hinum ýmsum litaafbrigðum á hverju sumri hér við ísiand og ekki óeðlilegt þar sem lundastofninn er langstærsti fuglastofninn á ísland, að sögn Kristjáns Egilssonar, safn- varðar á Náttúrugripasafhinu. Veiðimenn hafa nefnt fuglana ýmsum nöfhum, t.d. hefur veiðst alhvítur lundi, sem nefndur er Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Alhvítur lundi sem nefndur hef- ur verið lundakóngur. lundakóngur, Iundadrottningin er brún á bakið, pysjudrottningin er lík henni. Þá var á sýningunni dökkbrúnn/svartur lundi sem nefndur hefur verið því skemmti- lega nafni sótari. Einnig var á sýn- ingunni grár lundi, nefhdur grá- silfri, ásamt ýmsum öðrum af- brigðum. Sérstaka athygli vakti þd lundapysja sem var með fjaðraskúf á höfðinu og ekki óeðlilegt að segja að þar hafi farið soldáninn í hópnum. Fyrsti áfangi Borgarfjarðarhrings Ljósleiðari lagður að Hvanneyri Reykholti - Landssíminn er nú að hefja framkvæmdir við lagningu á ljósleiðarastreng frá símstöð í Borg- arnesi, yfir Borgarfjarðarbrúna, að Hvanneyri. Þetta er fyrsti áfangi endurnýjunar á gamla stofnlínukerf- inu á milli símstöðva í Borgarfirði. Tilgangur með þessum fram- kvæmdum er að auka flutningsgetu og öryggi fjarskiptasambanda um uppsveitir Borgarfjarðar, og mun þessi lögn að Hvanneyri opna mögu- leika fyrir afkastamikinn gagna- flutning. Ljósleiðarinn verður lagður í röri eftir Borgarfjarðarbrúnni að Seleyri en þaðan verður hann plægð- ur niður beinustu leið að Hvanneyri. Framkvæmdaleyfi hefur fengist frá Skipulags- og byggingarnefnd Borgarfjarðarsveitar að fyrsta áfanga og hefur landeigendum á þeirri leið sem strengurinn verður lagður, verið kynnt lega strengsins í landi þeirra. Að sögn Ólafs Þ. Stephensen, for- stöðumanns upplýsinga- og kynning- armála hjá Landssímanum, hafa ekki verið teknar endanlegar ákvarðanir um framhald á lagningu ljósleiðara áfram frá Hvanneyri, en væntanlega verði byrjað á öðrum áfanga næsta sumar. Fyrirhugað er jafnframt að leggja ljósleiðara á milli húsa Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og segir Ólafur að aðrir þéttbýliskjarnar á svæðinu ættu einnig að eiga möguleika á slíkum lausnum í framtíðinni ef eftirspurn gefur tilefni til. Ljósleiðari verður lagður frá Hvanneyri um Borgar- fjarðardali í gegnum allar helstu símstöðvarnar og mun hann koma aftur niður á aðalljósleiðarahringinn við Hreðavatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.