Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 ÞRIÐJUDAGUK 17 ÓBER 2000 MINNINGAR FRÉTTIR ÁRNI , SIG URJÓNSSON + Árni Sigurjóns- son fæddist í Vestmannaeyjum 27. september 1925. Hann lést á heimili sínu 1. október síð- astliðinn og fór útfór hans fram frá Hall- grímskirkju 10. október. í kvæði sínu „Höfð- ingi smiðjunnar" fjallar .JJavíð Stefánsson um stálsmiðinn sem geng- ur til skyldustarfa sinna af viti og skap- andi mætti og „meitlar og mótar í stálið sinn mannsdóm - sín krafta- verk“. „Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins“. Við þá sorgarfrétt að heyra að Ámi Sigurjónsson væri fallinn frá hugsaði ég til þessa kvæðis sem í óeiginlegri merkingu á við alla þá menn sem móta h'fshlaup sitt og annarra og skila lífshlutverki sínu óaðfinnanlega. Það þufti ekki löng kynni af Arna Siguijónssyni til að meta hann af verðleikum sínum og persónu. Þau góðu kynni sem tókust með okkur er ^ utanríkisráðuneytið flutti í sambýli við lögregluna í Reykja- vík árið 1972 þróuðust yfir rúmlega aldar- fjórðung í samveru í lögreglustöðinni og í sendiráðum í samvinnu um ýmis verkefni. Spjall yfir kaffíbolla með Arna eða að snæða með honum hádegis verð varð aldrei hvers- dagslegur viðburður, því Arna var einkar lag- ið með sínum hæverska og skemmtilega hætti að gæða þær stundir innsýni í reynsluheim sinn og miðla öðrum þekkingu til gagns. Hann varð því mér og mörg- um starfsfélögum mínum kær og þar varð skarð fyrir skildi, að öðrum ólöstuðum, er hann fyrir aldui's sakir lét af störfum sínum í útlendingaeft- irhtinu. Til þeÚTa starfa gekk hann í forystu. Það hrukku sjálfsagt stjörn- ur á stundum af því stáli er hann sló, í því erfiða starfi, en þau störf vann hann af öryggi og drengskap. Við hjónin vottum fjölskyldu Árna innilega samúð okkar við fráfall hans. Helgi Ágústsson sendiherra. + Elskulegur eiginmaður minn, SIGURÐUR ÓSKAR JÓNSSON bakarameistari, lést aðfaranótt mánudagsins 16. október. Anna Kristín Linnet, börn, tengdabörn, 7 barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA SIGFÚSDÓTTIR, Bjargi við Mývatn, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu, Akureyri, fimmtudaginn 5. október, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju föstudaginn 20. október kl. 15.00. Jón lllugason, Guðrún Þórarinsdóttir, Sólveig Ólöf lllugadóttir, Birkir Fanndal Haraldsson, Hólmfríður Ásdís lllugadóttir, Sigurður Guðbrandsson, Finnur Sigfús lllugason, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 13. október. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 20. október kl. 15.00. Margrét Ingimarsdóttir, Örn Daníelsson, Jóhann Sigurðsson, Svanfríður Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum öllu því góða fólki er vottaði okkur samúð og veitti aðstoð við andlát og útför okkar kæru, ÞORBJARGAR STEFANÍU JÓNASDÓTTUR, Eyrarvegi 5, Grundarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Vífilsstaða- spítala fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Jens Hansen, Kolbrún Þorvaldsdóttir, Jónas Þorvaldsson, barnabörn og systkini. Ráðstefna FÍB um olíugjald í stað þungaskatts á dfsilbfla Þungaskattskerfíð stuðlar að óhag- kvæmni og mengun ísland er eina landið í Evrópu sem enn inn- heimtir þungaskatt af dísilbílum en ekki olíu- gjald. Það hefur leitt til þess að hér er hæg endurnýjun vörubíla og mun færri dísil- fólksbílar en í öðrum löndum, að því er fram kom á ráðstefnu um málið. MIKLAR framfarir hafa á síðustu árum orðið í framleiðslu dísil- hreyfla, bílarnir eru sparneytnari en bensínbílar og menga minna, en Islendingar taka þá ekki í notk- un í sama mæli og nágrannaþjóð- irnar þar sem skattlagningin vinn- ur á móti því. Ljóst er að erfitt verður fyrir ríkið að ná sömu tekjum til vegagerðar með olíu- gjaldi og það nú innheimtir í þungaskatti af dísilbflum. Kom þetta meðal annars fram á ráð- stefnu Félags íslenskra bifreiða- eigenda um olíugjald.og þunga- skatt sem haldin var í Reykjavík. Þungaskattskerfið er erfitt í framkvæmd og mikið hefur verið um undanskot, að því er fram kom hjá Jóni Guðmundssyni, starfs- manni fjármálaráðuneytisins, á ráðstefnunni. Ráðuneytið hefur lengi viljað kerfið feigt. Umræðan hófst fyrir átta árum og á árinu 1995 samþykkti Alþingi að taka upp olíugjald. Gjaldið átti að nema 38,50 kr. og að gasolíulítrinn myndi þá kosta um það bil 70 krónur eða svipað og 98 okt. bens- ín. Þetta var samþykkt þrátt fyrir að fyrir lægi að kostnaður við kerfið yrði verulegur, eða 160 milljónir króna, og kostnaður við eftirlit næmi um 8% af skatttekj- unum. Síðar var framkvæmd laganna frestað, gerðar ýmsar breytingar á áformunum og að lokum var ákveðið að taka upp fyrra þunga- skattskerfi en gerðar ýmsar um- bætur á því, sérstaklega inn- heimtu og eftirliti. Fram kom hjá Jóni Guðmunds- syni að ísland væri eina Evrópu- þjóðin sem innheimti þungaskatt, flestar þjóðirnar hefðu tekið upp olíugjald. Hann sagði að olíu- gjaldskerfið hefði ýmsa kosti, nefndi að undanskot væru erfiðari, gjaldendur greiddu skattinn jafn óðum og þeir tækju olíu og skuldir hlæðust ekki upp, skattlagning bensíns og dísilolíu væri með lík- um hætti, mjög fáir skilaaðilar og álagningarferillinn mun einfaldari en í þungaskattskerfinu. Á móti nefndi hann að dreifingarkerfi ol- íufélaganna yrði umfangsmeira og dýrara og verktakar þyrftu að fjárfesta í tönkum. Nú lítur út fyrir að gera eigi enn eina tilraunina til að koma á olíu- gjaldi því fjármálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða þungaskattinn og á nefndin sér- staklega að athuga möguleikana á að taka upp olíugjald. Að sögn Jóns er starf nefndarinnar á frumstigi en henni er gert að skila af sér í lok mars næstkomandi. Loks kom fram hjá Jóni Guð- mundssyni að tekjur af þunga- skatti hefðu tvöfaldast frá árinu 1995, eða úr 2 milljörðum í um 4 milljarða kr. á ári. Hann lét í ljós þá skoðun að erfitt yrði að ná þeim tekjum með olíugjaldi. Almennt væri talað um að verð á dísilolíu með skatti þyrfti að vera svipað eða lægra en verð á blýlausu bens- íni. Fram kom hjá fulltrúa olíufélag- anna, Ólafi Jónssyni, starfsmanni Skeljungs, að til þess að olíugjald- ið skilaði sömu tekjum og þunga- skatturinn þyrfti gjaldið að vera 42,93 kr. á lítra og það hefði í för með sér að verð á dísilolíulítranum færi í 103 krónur. Það sagði Ólafur að gengi ekki. Dísilfólksbílar ekki valkostur hér Miklar framfarir hafa verið í smíði dísilhreyfla á undanförnum árum og hefur það leitt til þess að dísilbílar eru í mikilli sókn á mark- aðnum. Fram kom í erindi Ásgeirs Þorsteinssonar, frá Fræðslumið- stöð bílgreina, að dísilvélar væru meira að segja farnar að keppa við bensínvélar í sportbfla. Dísilvél- arnar eyða mun minna eldsneyti en bensínvélar og menga auk þess mun minna. Þórður H. Ólafsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði að losun gróðurhúsaloftteg- unda frá samgöngutækjum hefði aukist mjög á síðustu árum og myndi gera það á næstu árum ef ekkert yrði að gert. Taldi hann að olíugjald gæti stuðlað að notkun minni dísilbíla og það myndi draga úr mengun. Árni Jóhannsson, frá Samtök- um iðnaðarins, lagði áherslu á að gjaldtaka væri veigamikill þáttur í samkeppnisskilyrðum fyrirtækja. Hvergi þekktist skattur eins og ís- lenski þungaskatturinn, allar ná- grannaþjóðirnir hefðu tekið upp olíugjald. Vakti hann athygli á að endurnýjun væri hæg í vörubíla- flotanum. Vegna mikilla framfara í gerð dísilbfla væru nýjustu bflarn- ir sparneytnari og menguðu minna en þeir eldri. Vakti hann at- hygli á því að Evrópusambandið væri sífellt að herða kröfur um mengunarvarnir og væri nú að boða breytta gjaldtöku. Það kæmi illa við gömlu olíuhákana á Islandi. Lagði Arni áherslu á mikilvægi þess að fylgja alþjóðlegri þróun og taka upp olíugjald. Það væri nauð- synlegur undirbúningur að endur- nýjun gamals og úrelts bílaflota. Eyrún Ingadóttir, frá Samtök- um landflutningamanna, sagði að ótvírætt hagræði væri af olíu- gjaldi. Menn gætu dregið sjálfir úr skattgreiðslum með því að spara eldsneyti, tfl dæmis með betra við- haldi bílanna eða endurnýjun. 01- íugjald myndi hins vegar breyta mjög rekstrarskilyrðum einstakra stétta innan samtakanna, svo sem eigenda fólksflutningabifreiða, leigubflstjóra og eigenda krana- bfla. Lagði hún áherslu á að koma yrði til móts við þessa hópa. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sagði að þunga- skatturinn væri ranglátur skattur gagnvart fólksbflum. Hann mis- munaði dísilbflum gagnvart bens- ínbílum og dísilbílum innbyrðis. Ekki væri hægt að gera hann rétt- látan í núverandi kerfi. Það leiddi til þess að dísilfólksbílar væru ekki valkostur hér á landi þótt þeii' væru nýtnari á eldsneyti en bens- ínbflar og menguðu minna. Víða í Evrópuríkjum væri reynt að stuðla að fjölgun dísilbíla af um- hverfisástæðum með því að inn- heimta lægra gjald af dísilolíu en bensíni. Hvatti Runólfur mjög til þess að olíugjald yrði tekið upp. Sagði að það myndi gera dísilfólksbíla að eðlilegum og nútíma valkosti. Lita þarf meirihluta gasolíunnar Ljóst er að taka verður upp al- veg nýtt innheimtu- og eftirlits- kerfi ef olíugjald verður tekið upp í stað þungaskatts á dísilbíla. Mik- ill meirihluti gasolíunnar verður áfram seldur til annarra notenda en þeirra sem nú greiða þunga- skatt. Bætt verður sérstökum lit- arefnum út í þá olíu sem seld verð- ur án olíugjalds til þess að unnt verði að hafa eftirlit með notkun hennar og draga úr misnotkun. Ól- afur Jónsson frá Skeljungi sagði að olíufélögin yrðu að halda ol- íunni aðskildri í dreifikerfum sín- um til að tryggja að lituð og ólituð olía gæti ekki blandast saman. Hann sagði að á síðasta ári hefðu um 120 milljónir lítra af gas- olíu farið á farartæki á landi. Þar af hefðu 95 milljónir lítra farið á þungaskattsskyld tæki en 25 millj- ónir á vinnuvélar og önnur ógjald- skyld tæki. Auk þess væri önnur gaslíunotkun, til dæmis til sjávar- útvegs, um 365 milljón lítrar. Því væri 80% af gasolíunni gjaldfrjáls og hana þyrfti alla að lita. Þetta gerði aðstöðuna öðruvísi á íslandi en í mörgum öðrum löndum. Olíufélögin voru sökuð um það á fundinum að hafa komið í veg fyrir upptöku olíugjalds á sínum tíma. Runólfur, framkvæmdastjóri FIB, sagði að olíureikningur lands- manna myndi stórlækka við aukna notkun dísilolíu á bíla og kvaðst hann vona að það væri ekki ástæð- an fyrir andstöðu ákveðinna aðila við upptöku gjaldsins. Ólafur sagði að afstaða félaganna hefði á sínum tíma verið sú að ekki væri hægt að réttlæta upptöku olíugjalds með litun vegna þess mikla kostnaðar sem það fæli í sér. Það væri hins vegar ekki þeirra að ákveða þetta og þau væru ávallt reiðubúin til að taka þátt í umræðu og ^stefnu- mörkun um málið. Lagði Ólafur á það áherslu í lok máls síns að hver sem niðurstaðan yrði myndi kostnaðurinn að lokum lenda á neytendum, nema ríkissjóður kæmi þar til sögunnar. Að lokum upplýsti Greg J. Thorne, frá Rohm & Haas, sem meðal annars selur efni og tæki til litunar olíu, fundarmenn um fyrir- komulag litunar. Taldi hann að lit- arefnið myndi kosta Islendinga um 7,5 milljónir kr. á ári, eða 2,5 aura á lítra. Fram kom hjá Ólafi Jónssyni að kostnaðurinn væri mun meiri en næmi kostnaðinum við sjálft litarefnið, en kerfið réð- ist að sjálfsögðu af þeim kröfum sem löggjafinn gerði. Kostnaður- inn hefði á sínum tíma verið áætl- aður 2 krónur á hvern lítra en hann tók fram að kostnaðurinn hefði ekki verið endurmetinn ný- lega. Hann lagði áherslu á að ekki væri vandamál að hækka verðið á dísilolíu til að innheimta þennan skatt, hins vegar félli kostnaður- inn til við þá lítra sem ekki ætti að greiða skatt af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.