Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGÚR Ýl. OKTÓBER 2000 45 UMRÆÐAN ¦ Skýra orkustefnu í stað handahófs HUGMYNDIN um álverksmiðju á Reyð- arfírði fékk á sig brot- sjó á dögunum með ummælum forstjóra ál- sviðs Norsk Hydro um veika innviði á Austur- landi til að rísa undir risaálveri. Heimsókn forystu Norsk Hydro hingað til lands nýver- ið breytti þar engu um. Þótt iðnaðarráðherra og stjórnarformaður Reyðaráls reyni að bera sig vel hefur óvissan um byggingu álverksmiðju í Reyðar- firði verið rækilega undirstrikuð. Nú hefur Norðurál bæst í hópinn á biðstofu Landsvir- kjunar og biður um rafmagn fyrir 300 þúsund tonna álbræðslu. Næsta ár fer í mat á umhverfisáhrifum ál- verksmiðju og virkjana á Austur- landi. Útkoman úr því ferli er í meira lagi óviss. Staða íslands í Kyótó-ferlinu er einnig í þoku. Spurningin nú á að snúast um það, hvort íslendingar eigi yfirleitt að binda meira af takmörkuðum orku- 4 sér við langskólanám. Það er ekki þannig uppalið fólk sem við þurfum á alþingi, en því miður fer ekki verkamaður, sem harla litla skóla- göngu hefur fengið og sífellt verið barinn niður með aumum kjörum, á alþingi, en þar færi einhver sem væri í tengslum við lítilmagnann í þjóðfélaginu. Eg efast ekki um að Pétur Blöndal þekkir ógrynni af öldruðu fólki sem hefur það ágætt. Fólk sem hefur erft eignir og fær útgreitt úr banka, ráðherra, sendi- herra og guð má vita hverskonar lífeyrissjóðum. En Pétur Blöndal má vita það og ekki ætla ég að rukka hann fyrir að upplýsa hann, að móðir mín var í Sókn á sínum tíma er hún var að reyna að vinna úti frá heimili og 5 börnum og fær greitt úr þeim lífeyrissjóði 7.866 kr. á mánuði. Háttvirtur Pétur Blöndal hefði sloppið við allar skammir frá mér ef ég hefði ekki heyrt til hans í fréttum sjónvarpsins í kvöld og gjörsamlega ofboðið er hann hélt því fram að allir, já fyrst sagði hann allir eða 100% en dró svo í land og sagði 90% (eða hvert heim- ili á landinu, hans orð) væru óreglufólk sem til trygginganna sæktu sér bætur. Hvernig má það vera að háttvirtur Pétur Blöndai geti leyft sér að bera slíkan óhróð- ur uppá fólk og hafa engar sann- annir um málið, engar tölur sem byggðar eru á rannsóknum eða öðrum athugunum. Ekki fannst mér taka betra við er háttvirtur Davíð Oddson var að verja fram- komu háttvirts Péturs Blöndal með þeim orðum að hann hafi ekki feng- ið að tala út, ég sá ekki betur en stjórnandinn hefði gjörsamlega misst stjórn á viðtalinu vegna þess að háttvirtur Pétur Blöndal var óstöðvandi og sagði oftar en einu sinni af hverju ekki mætti tala um óreglu 90% bótaþega Trygginga- stofnunar. Mér finnst það mjög þarft verk stjórnarandstöðunnar að láta fara fram mjög ítarlega rannsókn á því hve stór sá hópur er sem er með lágan lífeyrissjóð og hvað margir af bótaþegum Tryggingastofunar séu í óreglu (það er þá gustukaverk að senda _þetta fólk á kostnað ríkisins til SÁA). Ef vantar fólk til að vinna að þessum rannsóknum skal ég með glöðu geði bjóða mig fram kauplaust til að fá nákvæmar tölur í þessu máli. Mér finnst aldraðir eiga þann rétt að ekki sé talað svona um þá án allra sannana eða aðra sem á einhvern hátt eiga um sárt að binda. Höfundur er rithöfundur. lindum sínum í þunga- iðnaði eins og álfram- leiðslu og láta eins og við séum einir í heim- inum þegar loftslags- málin eru annars veg- ar. Takmarkaðar orkulindir Ríkisstjórnin og for- ysta Landsvirkjunar lætur skammtímasjón- armið ráða ferðinni í orkumálum. Látið er sem orkulindir lands- Hjörleifur manna séu óþrjótandi Guttormsson og því sé allt í lagi að binda sífellt meira af þeim í hefðbundnum þungaiðnaði. Breytt viðhorf til náttúruverndar og umhverfismála eru ekki tekin alvar- lega á þeim bæ. Umhverfisráðu- neytinu er áfram haldið í bónda- beygju. Rammaáætlunin svonefnda er augljóslega bara upp á punt. I stað þess að staldra við og móta vit- ræna orku- og umhverfistefnu til frambúðar er látið vaða á súðum. Vegna umhverfissjónarmiða er óráðlegt að gera ráð fyrir að meira en 20-25 teravattstundir raforku geti verið til ráðstöfunar hérlendis á fyrri hluta 21. aldar að meðtöldum þeim 7 teravattstundum sem nú eru framleiddar. Meini menn eitthvað með tali um vetnissamfélag og geri ráð fyrir hóflegum vexti raforku til almennra nota veitir ekki af þessu svigrúmi. Eftir sem áður verður vandasamt verk að samræma slíka orkuöflun umhverfissjónarmiðum. Hugmyndir stjórnvalda um að binda 10-15 teravattstundir í hefð- bundinni stóriðju næsta áratuginn ganga bæði gegn umhverfisvernd og hugmyndunum um vetnissamfé- Stóriðja Álverksmiðjur, segir Hjörleifur Guttorms- son, leysa ekki vanda landsbyggðarinnar. lag. Meirihluti raforkuframleiðsl- unnar er þegar bundinn álmarkaði og það hlutfall stefnir í að verða 80% eða meira samkvæmt stefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar. Slíkt væri mikið óráð. 'Frekari samningaviðræðum um stóriðju ætti að slá á frest, að minnsta kosti þar til langsæ orkustefna hefur ver- ið mótuð og staða íslands innan loftslagssamningsins liggur skýrt fyrir. Fjárfestar og félagslegar aðgerðir Það er mikill barnaskapur að halda að Norsk Hydro eða aðrir fjárfestar muni standa að félagsleg- um aðgerðum á Austurlandi til að búa syæðið undir að taka við risaál- veri. í stað þess að iðnaðarráðherra tæki alvarlega ummælf Eivinds Reiten, forstjóra álsviðs Norsk Hydro, brást hún við með því að gera því skóna að ekki væri mark á honum takandi, menn yrðu að bíða eftir aðalforstjóranum! Þetta ber því miður ekki vott um mikla þekk- ingu á innviðum alþjóðlegra stórfyr- irtækja. Eivind Reiten sagði í raun ekki annað en það sem blasa ætti við hverjum manni. Austurland er ekki svæði sem hentar fyrir 400 þúsund tonna álver, hvað þá stærra. Verði samt í það ráðist mun það hafa mjög alvarleg áhrif á það atvinnulíf sem fyrir er og þróunarkosti á öðrum sviðum. Það er kaldhæðnislegt að menn þurfi að heyra slík varnaðar- orð fyrst frá útlendingi sem upp- lýsir jafnframt að íslenskir viðmæl- endur hans hafi af þessu alls engar áhyggjur! íslenskir þátttakendur í þessum blindingjaleik láta sem fyrr stjórnast af óskhyggjunni einni saman. Oðru sinni kaupa menn til dæmis dýru verði skýrslur af Nýsi hf., þai- sem Sigfús Jónsson, stjórn- armaður í Landsvirkjun, situr beggja vegna borðs, eins og skýrsluómyndin frá í fyrravetur hafi ekki verið nóg. Svipuðu máli gegnir um forráðamenn sveitarféíaga á svæðinu, sem áfram leggja allt sitt í eina körfu og hamast við að telja fólki trú um að verksmiðjan sé á næsta leiti. Hvernig standa þeir hinir sömu að vígi gagnvart íbúum Austurlands ef annað kemur á dag- inn? Umhverfismat í óvissu Óvissa er um niðurstöður í mati á umhverfisáhrifum sem nú er unnið að, annars vegar á vegum Reyðaráls vegna 420 þúsund tonna álverk- smiðju og rafskautaverksmiðju, hins vegar af Landsvirkjun vegna Kárahnjúkavirkjunar með öllu sem henni tengist. Aætlanir fyrirtækj- anna gera ráð fyrir að matsskýrsl- um verði skilað til Skipulagsstofn- unar í byrjun árs 2001 og úrskurður Skipulagsstofnunar, eftir að leitað hefur verið formlegra athugasemda frá almenningi, liggi fyrir næsta vor. Margir hafa dregið í efa að þessar tímaáætlanir standist, meðal annars í ljósi athugasemda við matsáætlan- irnar á síðasta sumri. Þannig taldi Hafrannsóknastofnun sig ekki geta lokið sínum þætti nema til kæmi rannsókn á ýmsum mikilvægum þáttum í sjó í Reyðarfirði sem nái a.m.k. yfir heilan ársferil. Svipuðu máli gegnir um ýmislegt er snýr að mati á virkjunarhugmyndunum. Ég tel ólíklegt að fyrir liggi endanleg niðurstaða mats á umhverfisáhrif- um fyrr en kemur fram á árið 2002 og tímasetningar Noral-verkefnis- ins muni riðlast, einnig af þeim sök- um. Ummæli ráðamanna Norsk Hydro benda til, að þeir vilji skyggnast í alla kima málsins áður , en fyrirtækið geri upp hug sinn um þátttöku í áliðnaði hérlendis. Ógæfulegur darraðardans Eftir að fyrir liggur áhugi Norð- uráls á mikilli stækkun verksmiðj- unnar í Hvalfirði mun hefjast gamalkunnur darraðardans, þar sem meðal þátttakenda verða tals- menn sveitarfélaga, þingmenn og ýmsir meintir hagsmunaaðilar eystra og vestra. Iðnaðarráðherra hefur þegar sagt að erfitt verði að þóknast öllum og Landsvirkjun not- ar tækifærið til að þrýsta á unr- gamlar og nýjar virkjunarhug- myndir. Kæmi ekki á óvart að Kvíslaveita 6, Norðlingaöldumiðlun og jafnvel Skaftárveita um Langa- sjó verði nefnd til sögunnar. Allt getur þetta orðið efni í skrautlega umræðu í aðdraganda alþingiskosn- inga 2003. Nú þarf yfirvegaða stefnumörkun Þessum stóriðjukór á að vísa frá á þeim augljósu forsendum, að fyrst verði að liggja fyrir skýr stefna um það, hvernig menn ætla að nýta orkulindir landsmanna til heilla i fyrirsjáanlegri framtíð og samræma nýtingu og náttúruvernd. Þau sem N hafa verið kvödd til vinnu að rammaáætlun undir kjörorðunum Maður - Nýting - Náttúra eiga á því skýlausa kröfu að fá að vinna verk sín ótrufluð af þrýstingi og skammtímaviðhorfum. Álverksmiðjur leysa ekki vanda landsbyggðarinnar. Þar verða að koma til viðhorf sem taka mið af sjálfbærri þróun og stuðningur stjórnvalda við frumkvæði og að- gerðir heimamanna á sem flestum sviðum. Tálvonir um lausnir í formi risafyrirtækja eru verri en engar og til þess eins fallnar að magna þann vanda sem við er að fást. Höfiindur er fv. þingnmður. Stúdentavænn Sókrates HINN 8. september sl. var öðrum áfanga Sókratesar, mennta- áætlunar Evrópu- sambandsins, form- lega ýtt úr vör hér á landi með viðhöfn í Háskóla íslands. Með þessu var verið að tryggJa áframhaldandi þátttöku okkar íslend- inga í þróun mennta- mála í Evrópu í gegn- um erlent samstarf. Sókrates-áætlunin fel- ur í sér fjölbreytt námstækifæri á öllum skólastigum, allt frá leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til háskólastigsins og fullorðins- fræðslu. Auk námsmanna eru þátt- takendur í Sókratesi kennarar og aðrir aðilar innan sem utan mennt- astofnana. Stúdentaskipti Erasmus er sá þáttur Sókratesar sem háskólastúdentar nýta sér einna mest. Erasmus gefur stúd- entum tækifæri til að stunda hluta af háskólanámi sínu í öðru Evrópu- landi og fá styrk fyrir ferðakostnaði og uppihaldi. Stúdentaskipti á veg- um Sókratesar hafa þann kost að færa stúdentum fjölbreyttara námsval, aukna tungumálakunnáttu og kynni af menningu annarra þjóða. Þar að auki hefur það sýnt sig að með þátttöku í stúdentaskipt- um hafa atvinnumöguleikar stúd- enta aukist, ekki síst á erlendum vinnumarkaði. Sókrates á ferð Á þessu ári standa þrenn evrópsk stúdentasamtök (AEGEE-Europe, ESN - Erasmus Student Network og ESIB - The National Unions of Students in Europe) fyiir sameigin- legu kynningarátaki á Sókrates-áætluninni undir yfirskriftinni „Sókrates á ferð". 50 fulltrúar stúdenta frá 29 Evrópulöndum standa að fjölbreyttum kynningum á Sókra- tesi og er undirrituð ein þeirra. Markmiðið er að efla stúdentaskipti enn frekar og kynna stúd- entum, sem og öðrum, frekari menntunar- möguleika á vegum Fanney Karlsdóttir Sókratesar. Sköpum frekari tækifæri Menntun Stúdentaskipti á vegum Sókratesar, segir Fanney Karlsdóttir, bjóða stúdentum m.a. fjölbreyttara náms- framboð, aukna tungumálakunnáttu og kynni af menningu annarra þjóða. Það er vonandi að kennarar og annað starfsfólk menntastofnana gerir sér grein fyrir þessum tæki- færum, bæði fyrir sig sjálfa og nemendurna. Auk þess er óskandi að sem flestir þeirra taki þátt í að greiða leið nemenda fyrir þátttöku í Sókratesi. Því miður er það svo að enn gefst takmörkuðum fjölda há- skólastúdenta tækifæri til að taka þátt i stúdentaskiptum og er það háð bæði námsgreinum og háskól- um. Háskólar og aðiir skólar hér- lendis geta hins vegar skapað skil- yrði fyrir frekari þátttöku í Sókrates-áætluninni. Erlendir nemar og kennarar Stúdentaskipti í gegnum Erasmus kveða á um jafnvægi í fjölda skiptistúdenta á milli háskóia og þannig hafa háskólar á íslandi átt því láni að fagna að taka á móti fjölda erlendra skiptistúdenta á ári hverju. Þetta eru nemar sem marg- ir hverjir koma með aðrar hug- myndir og viðhorf inn í skólastarfið og geta opnað augu okkar fyrir öðruvísi áherslum og fjölbreytileika sem bæta háskólastarfið. Að sama skapi greiðir Sókrates leið fyrir komu erlendra gestakennara sem stuðla að fjölbreyttara framboði námskeiða og geta miðlað af sér- þekkingu sinni til nemenda. Koma erlendra gestakennara hefur einnig hvatt til miðlunar á reynslu í kennslumálum og ýtt undir umræðu um kennslumál og kennslutækni. Aukin þjónusta við erlenda nema Undanfarin ár hefur 'stærstur hluti íslenskra Erasmusnema verið skráður í nám við Háskóia íslands og þangað sækja einnig flestir er- lendir skiptistúdentar. í byrjun fóru mun fleiri íslenskir stúdentar utan en þeir erlendu nemar sem hingað komu. Fjöldi erlendra nema við Háskóla íslands hefur hins veg- ar stóraukist á allra síðustu árum. Stúdentaráð Háskóla íslands hefur tekið virkan þátt í því að gera Há- skólann alþjóðlegri og hefur að undanförnu aukið þjónustu við er- lenda nema til muna. Þjónustan er einnig til þess fallin að láta íslenska nemendur njóta góðs af veru er- lendra nema við skólann, m.a. með því að greiða leið fyrir samskiptum íslenskra og erlendra nema og þjálfun þeirra í erlendu tungumáli. Fjölþjóðleg menntabraut Það er Ijóst að menntabrautin err orðin fjölþjóðleg. Sókrates-áætlunin er liður í þessari þróun og gerir menntunina auðugri og eftirsóknar- verðari. Ég hvet stúdenta og alla aðra til að kynna sér þá fjölbreyttu menntunarmöguleika sem standa opnir með Sókrates-áætluninni. Höfundur er alþjððafulltrúi Stúdentaráðs og kynningarfulltrúi hásktilastúdenta fyrir Stikratesáætl- un Evrtipusambandsins. SÉRMERKTAR HÚFUR OG HANDKLÆÐI HAUST- TILB0Ð! \ 1 Fáið sendan Myndsaumur Hellisgata 17,220 Hafnarfjörður, sfmi 565 0122, fax 565 0488. Netverslun: www.myndsaumur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.