Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sigurður Einarsson, forstjóri Isfélags Vestmannaeyja, borinn til grafar.
Morgunblaðið/Guðrún Sigurgeirsdóttir
Kristinn Pálsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, borinn til grafar.
Bornir til grafar í Eyjum
KRISTINN Pálsson, útgerðarmað-
ur í Vestmannaeyjum, og Sigurður
Einarsson, útgerðarmaður og for-
stjóri ísfélags Vestmannaeyja,
voru bornir til grafar í Vestmanna-
eyjum á laugardag. Séra Kristján
Björnsson jarðsöng Kristin og sá
um að jarðsyngja Sigurð ásamt
séra Kjartani Erni Sigurbjörns-
syni, presti í Landakotssjúkrahúsi.
Kór Landakirkju söng í báðum
athöfnum og var organisti Guð-
mundur H. Guðjónsson. Ingibjörg
Marteinsdóttir var einsöngvari í
báðum athöfnum. Kistur Kristins
og Sigurðar voru bornar úr
kirkjunni alla leið austur í kirkju-
garðinn. Útvegsbændur í Vest-
mannaeyjum, félagar úr Akoges,
menn úr skipshöfnum útgerðanna,
ættingjar, vinir og aðrir samstarfs-
menn skiptust á um að bera kistur
þeirra. Við útför Sigurðar stóðu fé-
lagar yngsta sonar hans, Kristins,
úr fimmta flokki í fótbolta og sjötta
flokki í handbolta íþróttabanda-
lags Vestmannaeyja, heiðursvörð.
Hinir látnu voru báðir þekktir
athafnamenn og voru báðar athafn-
irnar mjög fjölsóttar.
Norrænt hús tekið í
notkun í New York
Tillaga að matsáætlun Búðarhálsvirkjunar
500 ársverk skapast
við framkvæmdirnar
FORSETI íslands Ólafur Ragnar
Grímsson mun ásamt Karli 16. Gústaf
Svíakonungi, Benediktu prinsessu
frá Danmörku og Maríu Louise
prinsessu frá Noregi taka þátt í við-
hafnardagskrá vegna vígslu Norræns
húss - Scandinavia House í New
York í dag, þriðjudaginn 17. október.
Húsið sem stendur miðsvæðis á
Manhattan við Park Avenue verður
miðstöð fyrir starfsemi American
Scandinavian Foundation í Banda-
ríkjunum og er byggt með stuðningi
norrænna ríkisstjóma, fyrirtækja og
einstaklinga austan hafs og vestan. I
byggingunni verður fjölþætt aðstaða
til kynningar á norrænni menningu,
tónhstarflutnings og viðskiptafunda.
Þá mun bókasafn hússins verða
kennt við Halldór Laxness.
Forseti íslands Ólafur Ragnar
Grímsson heldur síðan aðalræðuna á
hátíðarkvöldverði American Scand-
inavian Foundation að kvöldi mið-
vikudagsins 18. október. Kristján
NEYÐARLÍNUNNI var tilkynnt
um eldsvoða í fjölbýlishúsi við
Tungusel 4 í Breiðholti síðdegis á
sunnudaginn. Þegar slökkvilið og
sjúkrabílar komu á staðinn reyndist
um gabb að ræða. Enginn eldur var í
húsinu heldur hafði drukkinn maður
blekkt slökkviliðið með þessum
hætti. Símtalið var rakið og handtók
lögregla manninn, sem var staddur
skammt frá húsinu.
Skömmu áður mun hann hafa gert
árangurslausar tilraunir til að fá
Tómas Ragnarsson, yfirlæknir við
Mount Sinai háskólasjúkrahúsið í
New York, er forseti samtakanna.
Fimmtudaginn 19. október verður
forseti Islands Ólafur Ragnar Gríms-
son ásamt Karli Svíakonungi, Bene-
diktu prinsessu frá Danmörku og
Maríu Louise prinsessu frá Noregi
viðstaddur hátíðlega opnun sýningar-
innar „Vikings: The North-Atlantic
Saga“ í American Museum of Natur-
al History í New York, fjölsóttasta
safni Bandaríkjanna. Sýningin kem-
ur til New York frá Smith-
sonian-stofnuninni í Washington.
í ferð sinni til New York mun for-
seti íslands einnig opna ljósmynda-
sýningu Páls Stefánssonar í Amer-
ican Museum of Natural History
miðvikudaginn 18. október og vera
viðstaddur kynningu OZ á nýjum
tölvuleik sem fyrirtækið hefur styrkt
og framleitt í félagi við Ericsson í Sví-
þjóð í tilefni af þúsund ára afrnæli
landafunda í vestri.
íbúa hússins til að hleypa sér inn í
stigagang hússins. Þegar honum var
neitað hringdi hann í hefndarskyni í
neyðarlínuna og tilkynnti eldsvoða í
húsinu. Maðurinn var talsvert ölvað-
ur og færði lögreglan hann í fanga-
geymslur. Hann gekkst við broti
sínu og var sleppt úr haldi. Viðurlög
við því að gefa vísvitandi rangar til-
kynningar sem eru fallnar til að
vekja ótta um líf, heilbrigði eða vel-
ferð manna varða sektum eða fang-
elsi allt að þremur árum.
LANDSVIRKJUN hefur lagt fram
tillögu að matsáætlun fyrir Búðar-
hálsvirkjun, sem reisa á við Búðar-
háls í Tungnaá. Er gert ráð fyrir
að virkjunin nýti um 40 metra fall á
milli Hrauneyjafossstöðvar og
Sultartanga og að afl hennar verði
allt að 120 megavött. Aukin orku-
vinnslugeta raforkukerfisins er
áætluð allt að 520 gígavattstundir á
ári.
Landsvirkjun ráðgerir einnig að
reisa 220 kV háspennulínu, sk.
Búðarhálslínu 1, frá tengivirki við
Búðarhálsvirkjun að tengivirki við
Sultartangastöð, eða um 18 km
leið. Hefur fyrirtækið falið Hönnun
hf. að annast mat á umhverfisáhrif-
um framkvæmdanna.
Leyfi fyrir framkvæmdum á
borð við þessar er háð mati á um-
hverfisáhrifum, skv. lögum nr. 106/
2000, og ber þess vegna að leggja
fram tillögu að matsáætlun hið
fyrsta eftir að meginþættir fram-
kvæmdarinnar eru orðnir nægilega
ljósir.
Tillagan að matsáætlun verður
nú kynnt umsagnaraðilum, almenn-
ingi og félagasamtökum sem láta
sig málið varða.
Framkvæmdir
tækju um þrjú ár
í tillögu Landsvirkjunar kemur
fram að gert sé ráð fyrir að fram-
kvæmdir við virkjun og lagningu
lína taki um þrjú ár. Ákvörðun um
upphaf framkvæmda sé hins vegar
háð eftirspurn eftir raforku.
Á byggingartíma Búðarháls-
virkjunar er fjöldi starfsmanna
áætlaður allt að 300 manns og að
fjöldi ársverka í heild verði um 500.
Eftir að virkjun kemst í fullan
gang, verður stöðin hins vegar að
jafnaði mannlaus.
Með byggingu Búðarhálsvirkjun-
ar er verið að virkja síðasta virkj-
anlega fallið (auk Vatnsfellsvirkj-
unar) á milli Búrfellsvirkjunar og
Þórisvatns. Með virkjuninni er ver-
ið að nýta enn frekar vatnsmiðlanir
og veitur sem fyrir eru á Þjórsár-
og Tungnaársvæðinu.
Um virkjunarsvæðið þarf að
leggja vegi og brúa þarf Tungnaá
og leggja veg að stöðvarhúsi vænt-
anlegrar virkjunar. Þá er gert ráð
fyrir stíflun Köldukvíslar og einnig
frái-ennsli Tungnaár frá Hraun-
eyjafossstöð, rétt austan við ármót
þeirra við Þóristungur. Við þessa
framkvæmd myndast uppistöðulón,
svonefnt Sporöldulón. Er áætlað að
leiða vatnið í göngum gegnum Búð-
arháls að stöðvarhúsi við Sultar-
tangalón.
Blekkti neyðarlínuna
Þjónusta númer eitt!
Til sölu Landrover Freelander
1.8i nýskráður 19.05. 1999
svartur, ekinn 25.000, álfelgur.
Ásett verð 2.200.000. Ath skipti
á ódýrari. Nánari upplýsingar
hjá
Bílaþingi Heklu.sími 569 5660.
Opnunartimar: Mánud. - föstud. kl. 9-18
laugardagar kl. 10-14
BÍLAMNGáEKLU
A/iwrr oiH ( nolvJi/tf bílurytl
Laugavegi 174.105 Reykjavík, sími 569-5500
v.rww.Mt8}hiny.i& • www.hitp»hing.t&»vwv.t.hilplhing.i&
Starfsmannafélag rrkisstofnana leggur fram kröfur
Vill kaupmáttartrygg-
ingu á samningstímanum
LAUNAMÁLARÁÐ og trúnaðar-
mannaráð Starfsmannafélags rík-
isstofnana hafa gengið frá kröfu-
gerð SFR fyrir komandi
kjarasamninga. Sett er efst á blað
að stefna að því að byrjunarlaun
verði ekki undir 112 þúsund krón-
um.
Viðræður eru hafnar við samn-
inganefnd ríkisins. Þeim er skipt
niður þannig, að heildarsamtökin,
BSRB, byrja viðræðurnar um
réttindamál, og í framhaldi af því
taka við viðræður SFR við ríkis-
valdið um sérmál félagsins og um
launaliði.
Með síðustu kjarasamningum
var tekið upp nýtt launakerfi.
SFR telur mikilvægt að samn-
ingsaðilar taki fyrir reynsluna af
kerfinu og með hvaða hætti vinnu-
staðasamningar verði endurnýj-
aðir, segir í frétt frá félaginu.
Launatafla verði
endurskoðuð
Auk kröfunnar um að stefnt
skuli að hækkun byrjunarlauna
upp í 112 þúsund krónur er stefnt
að því í kröfugerð SFR að kaup-
máttur verði aukinn og tryggður
á samningstímanum og núverandi
launatafla verði endurskoðuð með
tilliti til uppbyggingar á töflunni
og lengdar. Sérstaklega verði tek-
inn fyrir launamunur milli karla
og kvenna og munur milli stofn-
ana og einstakra starfsstétta.
Framlag til starfsnáms og sí-
menntunar verði aukið. Starfs-
mönnum verði tryggður aðgangur
að símenntun og símenntunin
verði sjálfsagður hluti af vinn-
unni. Greidd verði 2% í séreigna-
lífeyrissjóð fyrir starfsmenn.
Gengið frá sératriðum sem taka
til sértækra mála. Sérstaklega
verði endurskoðaðir kaflarnir um
hvíldartíma og vaktavinnu í kjara-
samningnum og vinnutími verði
styttur án skerðingar launa.