Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 5S. MINNINGAR JONIVAR HALLDÓRSSON + Jón ívar Hall- dórsson skip- stjóri fæddist á Ak- ureyri hinn 13. maí 1951. Hann lést á hafi úti undan ströndum Chile hinn 6. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Hjördís Jóns- dóttir, f. 1932 og Halldór Kristjáns- son, f. 1923. Systkini hans eru fimm; Kristján Halldórs- son, f. 1950; Sólveig &________ Halldórsdóttir, f. 1954; Harpa Halldórsdóttir, f. 1959; Halla Halldórsdóttir, f. 1966 og Hjördís Halldórsdóttir, f. 1972. Jón Ivar giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Sólveigu Hjalta- dóttur, f. 1950, hinn 26. júlí 1969. Börn þeirra eru fjögur. 1) Heiðar Jónsson, f. 1971, kona hans er Lovísa Sveinsdóttir, f. 1972 og eiga þau einn son Alexander Heiðarsson, f. 2000. 2) Guðmundur Heimir Jónsson, f. 1974, kona hans er Valgerður María Gunnarsdóttir, f. 1969 og á hún einn son Hannes Daða Haraldsson, f. 1990. 3) Helga Berglind Jónsdóttir, f. 1976, hún á einn son Gabríel Goða Casar- es, f. 1998. 4) Hjört- ur Jónsson, f. 1980. Jón Ivar ólst upp á Akureyri. Hann var skipstjórnarmaður á skipum Útgerðarféiags Akureyr- inga og Samherja lengstan hluta starfsævi sinnar en síðustu fimm ár starfaði hann hjá Friosur, dótturfVrirtæki Granda í Chile. Jón Ivar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jæja pabbi, þá ertu farinn. Við sem áttum eftir að gera svo mikið saman og þú sem áttir eftir að kenna okkur svo margt. Það verður erfitt að geta ekki leitað til þín því það var alltaf svo gott. En við mun- um þau ráð sem þú gafst okkur þó við höfum ekki alltaf farið eftir þeim. Orð þín eru minning okkar. Þú varst alltaf ákveðinn í að gera úr okkur menn - og vittu til, þér hefur vonandi tekist það. Við bræð- urnir viðurkennum að eiga okkar þátt í því að hárið á þér þynntist hraðar en gengur og gerist og von- um að þú þurfir ekki lengur að hafa áhyggjur af okkur, því við viljum uppfylla væntingar þínar. Nú höfum við tekið þig í sátt þó við skiljum ekki hvers vegna þú varst tekinn frá okkur svona ungur. Sorgin Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir, og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmsár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregarár. Hún telur blöðin, sem falla. Og hún er þögul og ávallt ein og á ekki samleið með neinum. Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein, Og sífellt leitar að einum. (Tómas Guðm.) Elsku pabbi, við vitum að þér líð- ur vel þar sem þú ert. Þínir synir, Heiðar, Guðmundur Heimir og Hjörtur. Elskulegur sonur okkar og bróð- ir verður borinn til moldar í dag. Við kveðjum hann með sorg í hjarta. Reikult er rótlaust þangið, rekst það um viðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flup yfir hafið með fögnuði og vængjagný, - hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem horfði á hópinn, var hnípið allan þann dag. Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. (Jóhann Sigurjónsson.) Foreldrar, systkini og fjölskyldur. í dag er til grafar borinn víking- ur, Jón fvar Halidórsson. Hann lætur eftir sig eiginkonu Sólveigu Hjartardóttur og fjögur uppkomin börn Heiðar, Guðmund, Helgu og Hjört. Vorið 1995 var Jón ráðinn til samstarfs við okkur í Friosur í Suð- ur-Chile. Verkefni hans í fyrstu var verk- efnisstjóri og kennari innfæddra ÞORVARÐUR HALLDÓRSSON + Þorvarður Hall- dórsson fæddist 29. ágúst 1955. Hann lést á heimifi sfnu 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór H. Þor- varðarson, f. 31. des- ember 1919, og Guð- rún ívarsddttir, f. 19. október 1918, d. 18. nóvember 1986. Bróðir Þorvarðar er fvar Snorri Halldórs- son, sambýliskona hans Jóhanna Krist- ín Atladóttir. Barnsmóðir og fyrrverandi eig- inkona Þorvarðar er Anna Guð- rún Kristjánsdóttir og sonur þeirra Vilhjálmur Hólmar Þor- varðarson, f. 5. nóvember 1979. Sambýliskona Vilhjálms er Erla Ingvarsdóttir. Sambýliskona Þorvarðar seinni árin var Ulrike Brilling. Útför Þorvarðar fór fram frá Blöndudskirkju 14. október. Elsku Þorvarður, þín er sárt saknað á mínu heimili. Okkar kynni voru sorglega stutt - og erfið. Þú varst mér góður vinur. Vinum er eiginlegt að tala saman með þögn- inni. Ekki skiptir máli að segja eitthvað, heldur að þurfa aldrei að segja það og vinur er sá sem gefur okkur frjálsræði og olnboga- rými til að vera eins og við erum. Ég elska þig ekki aðeins fyrir það sem þú hefur gert úr sjálfum þér, heldur fyrir það sem þú gerir úr mér. Ástin mín, ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Ef við hittumst aldrei aftur finnst mér sem allt æv- intýri tilverunnar hafi verð réttlætt með því að hafa hitt þig. Héðan í frá mun ég trúa á ást við fyrstu sýn. Ég bið Guð að styrkja aðstand- endur og vini í þessari miklu sorg. Ragnheiður Ósk. skipstjóra fyrirtækisins á notkun flottrolls til veiða þannig að þeir myndu nálgast aflabrögð íslenskra skipstjóra fyrirtækisins. I stuttu máli þá kom Jón sá og sigraði, á fáeinum mánuðum hafði Jón náð frábærum árangri með þá tvo chilensku skipstjóra sem hann starfaði með, bæði með sinni löngu reynslu, alkunnu nákvæmni og ekki síst þolinmæði. Þessi fyrsti samningur Jóns við Friosur sem aðeins var sex mánuð- ir var því framlengdur árið eftir og kom Jón þá niður eftir til Chile með Sólveigu konu sinni og tveimur yngstu börnum sínum Helgu og Hirti. Fljótt varð Jón algerlega ómiss- andi flota Friosur og einn okkar besti skipstjóri vegna hæfni hans til að stýra skipi sínu til farsældar við verstu skilyrði en eiginleiki Jóns að snúa mótbárum með sér var aðdá- unarverður, það virtist sem hann hefði endalaust þor og elju til að snúa sínum að því er virtist verstu veiðiferðum upp í árangursríkar veiðiferðir á síðustu dögum túrsins. Einnig passaði Jón ávallt upp á að keyra ekki mönnum né búnaði út þannig að það kæmi niður á rekstri skipsins og stóð ávallt við hlið sinna manna ef honum fannst halla á þeirra hlut og vann þá í að fá slíkt íeiðrétt. Sérhlífni Jóns til sjálfs síns var þó engin en hefði mátt vera meiri og kom það oftar en einu sinni fyrir að undirritaður þurfti að krefja Jón um að taka sér veikindafrí vegna bakeymsla. Það er óbætanlegt að missa svo góðan vin sem Jón og samstarfsfé- laga og veit ég að hans er sárt sakn- að af sínum gömlu skipsfélögum. Megi Jón vera kominn á betri stað og Guð hjálpa fjölskyldu og eftirlifandi foreldrum að komast í gegnum sorgina við svo skyndilegt fráfall Jóns okkar. Grímur Olafur Eiríksson, útgerðarstjóri Friosur SA. Mér þyngdi fyrir brjósti og ég fann fyrir máttleysi þegar ég frétti af sviplegu andláti vinar míns Jóns ívars Halldórssonar skipstjóra Friosur VIII. Það þjóta í gegnum höfuð mér þúsund minningar um atburði og viðburði sem við höfum upplifað saman á undanförnum árum. Ég man eftir brottförum þegar ég leysti landfestar Friosur VIII, hlustandi á Rolling Stones úr brúnni syngja „Lýsings blúsinn" okkar og Jón kalla til mín að hann yrði kominn innan fárra daga með fullt skip. Jón, þú verður að fyrirgefa mér að ég geti ekkiverið viðstaddur „brottför" þína á íslandi né skipsfé- lagar þínir. Ég vil þakka þér inni- lega fyrir alla þá hluti sem þú kenndir mér og þakka þér þann stuðning sem þú sýndir mér í mín- um erfiðleikum undanfarið. Elsku vinur Jón, farðu með friði og megi Jesús Kristur taka við þér, hlúa að þér og hafa þig að eilífu sér við hlið, megir þú hvílast í friði, kæri vinur. Jorge Garcia, Friosur. ^ÍC GARÐHEIMAR BLOMAUL'!) ¦ SIMI 540 3320 ?TJXIJTXTTIIIIIlxr; Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 ÍlIIIIIIIIXIIIII t Sambýlismaðurinn minn, bróðir okkar og vi- nur, ÁSGEIR PÁLL ÚLFARSSON frá Seyðisf irði, Amtmannsstíg 6, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans, Kópa- vogi, föstudaginn 13. október. Ellen H. Sighvatsson, Ágústa Guðrún Sigfúsdóttir, Valdís Vífilsdóttir, Brynja X. Vífilsdóttir, Guðrún Eva Úlfarsdóttir, Karl Úlfarsson, Ágústa Edwald, Steindór Úlfarsson, Margrét Úlfarsdóttir, Emelía Dóra Petersen, Jón O. Edwald, Sigrfður Jónsdóttir, Guðbjartur I. Gunnarsson, Vagner Petersen. t Ástkær dóttir mín, systir okkar, mágkona og móðursystir, RAGNA KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR kennari, Blöndubakka 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 12. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. október kl. 15.00. Kristín Guðmundsdóttir, Ásgerður Þórðardóttir, Gunnar Karlsson, Guðlaug Þórðardóttir, Þórður Vikingur, Guðlaug, Guðmundur Birgir, Kristín Þórunn, Þórður Hjalti og Gunnar Karl. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR PÁLSSON, lést á heimili sínu, Furuvöllum 9, Egilsstöðum, mánudaginn 9. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Rúnar Olsen, Sigurbjörg Ásta Guðmundsdóttir, Friðrik Ingvarsson, Sigríður Kristjana Guðmundsdóttir, Anna Stefanía Guðmundsdóttir, barnabörn og fjölskylda. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÚLFAR HARALDSSON, Álfaskeiði 92, Hafnarfirði, lést á Landspitalanum Fossvogi að morgni sunnudagsins 15. október. Ragnheiður Kristinsdóttir, Ásta Úlfarsdóttir, Kristinn Þ. Sigurðsson, Þórunn Úlfarsdóttir, Haraldur Þór Ólason, Ásgeir Úlfarsson, ína Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þegar andlát ber að höndum Onnumst aila þætti útfararinnar. Vesturhlfð 2 Fossvogi Sími551 1266 www.utfor.is Við Utfararstofu kirkjugarð anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins ^^pAií^ með þjonustu a||an IpSST' sólarhrinsinn- Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.