Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 47 UMRÆÐAN Heimsganga kvenna gegn örbirgð og ofbeldi í DAG, þriðjudaginn 17. október, eru saman komnar í New York konur víðs vegar að úr heiminum til að fylgja eftir kröfum þeirra fjölmörgu sem krefjast þess að Sameinuðu þjóðirnar og þær þjóð- ir, sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum, hefji raunhæfar að- gerðir til að vinna gegn fátækt og ofbeldi í heiminum. Snemma í morgun lagði hópur 159 hjólandi kvenna af stað frá Bronx-hverfi áleiðis til aðalskrif- stofu Sameinuðu þjóðanna. I far- teskinu hafa þær yfír þrjár miHjónir undirskrifta. Þar á meðal eru nöfn þeirra íslendinga, kvenna og karla, sem safnað var hér á landi í sumar. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, mun taka á móti hópnum og nokkrar konur hafa verið valdar sem fulltrúar hópsins. Þær munu sitja fund þar sem aðalritaranum verða afhentir undirskriftalistarnir. Hvernig er þetta til komið? Þetta byrjaði í Kanada í júnímán- uði 1995 en þá tóku nokkur hundruð konur sig til og gengu í tíu daga um sveitir landsins undir formerkjunum María S. Gunnarsdóttir „gegn fátækt". Þetta uppátæki vakti mikla athygli og þegar hóp- urinn kom til Québec söfnuðust 15 þúsund manns út á götu til taka undir kröfur þeirra. Á kvennaráðstefn- unni í Beijing kom upp hugmynd um alþjóð- lega kvennagöngu árið 2000. Hún var rædd á málþingi frönskumæl- andi kvenna og vakti mikla hrifningu. í októ- ber 1998 komu saman 200 konur frá 60 lönd- um og hófu að setja saman stefnuskrá að- gerðanna. Það plagg hefur þróast í meðfórum og teJjum við nú að stór hópur fólks muni finna hjá sér þörf til að ganga með okkur. Ástæður til að ganga I hvernig heimi búum við? Við bú- um í heimi, þar sem ennþá viðgengst djúpstætt og óréttlætanlegt misrétti milli kvenna og karla, milli þjóða í norðri og þjóða í suðri, milli þjóða í austri og vestri og innan sömu þjóð- ar milli ríkra og fátækra, milli yngri kynslóðar og eidri borgara, milli þéttbýlis og dreifbýlis, milli manna og náttúru. Við búum í heimi mikilla tækniframfara, þar sem gífurleg Siðlaust réttarástand EG FÆ ekki varist þeirri hugsun, að eitt- hvað sé athugavert við réttarástand sem leyf- ir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sann- anlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsis- sviptingarinnar. Þetta gerðist í síðustu viku, þegar Hæstiréttur synjaði þekktum sak- borningi, Kio Briggs, um bætur. í lögum eru, svo sem sjálfsagt er, heimildir til að svipta menn frelsi til bráðabirgða í þágu rannsóknar á afbrotum, þó að engin sök hafi á þá sannast, enda Réttarfar Það er aldrei hægt, seg- ir Jón Steinar Gunn- Jón Steinar Gunnlaugsson laugsson, að réttlæta siðferðislega slíka nið- urstöðu. séu þá uppfyllt lögmælt skilyrði. Hagsmunir ríkisins af því að upp- lýsa afbrot eru taldir réttlæta slíka heimild. Við viðurkennum hins veg- ar, að engum manni megi refsa, m.a. með frelsissviptingum, nema sannað sé að hann hafi brotið refsi- lög og þau heimili refsinguna. Þeg- ar við leyfum frelsissviptingar til bráðabirgða í rannsóknarþágu, þ.e.a.s. gæsluvarðhald, erum við að taka þá hagsmuni að upplýsa sakir fram yfir þá hagsmuni að ekki megi fangelsa menn nema þeir hafi sann- anlega til þess unnið. Þetta er nauð- synlegt að gera, í því skyni að halda uppi lögum og reglu í landinu. Ef á hinn bóginn ekki tekst að sanna sök á þann, sem sviptur hef- ur verið frelsi, telst hann saklaus. Frá þeirri niðurstöðu má ekki veita afslætti. Þá hefur saklaus maður verið látinn sæta frels- issviptingu um lengri eða skemmri tíma, í tilviki Kio Briggs um nær 9 mánaða skeið. Það er í sjálfu sér döp- ur niðurstaða, að eðli- leg réttarframkvæmd skuli í sumum tilvikum þurfa að leiða slíkt af sér. Það er þó óhjá- kvæmilegt. Það er hins vegar með öllu siðlaust réttarkerfi, sem í ofanálag segir við manninn: Það er ekki nóg með að þú skulir hafa þurft að sitja inni í 9 mánuði, án þess að hafa til þess unnið, held- ur verður þú sjálfur að bera af því kostnaðinn og miskann. Þú færð engar bætur fyrir. Það blasir auð- vitað við, að sá aðili sem átti þá hagsmuni sem leyfðu frelsissvipt- inguna, þ.e.a.s. ríkisvaldið í þágu al- mennings, ætti að bera kostnaðinn. Það er aldrei hægt að réttlæta siðferðislega slíka niðurstöðu sem þessa með hugleiðingum um, að maðurinn kunni að hafa verið sek- ur, þrátt fyrir sýknudóminn, eða að hann hafi „átt þátt í því" að vera sviptur frelsi með því að svara spurningum rannsóknarmanna á torkennilegan hátt. Fyrir slíku kunna að vera alls kyns ástæður. Þá og því aðeins að það sannist á manninn að hafa vísvitandi viljað afvegaleiða rannsóknarmenn í því skyni að verða sviptur frelsi, ætti að synja honum um bætur. Efíst menn um réttmæti þess sem hér hefur verið sagt vegna for- dóma um þennan tiltekna mann, ættu þeir að setja sig í þau spor að verða sjálfir sviptir frelsi í þágu rannsóknar á broti sem þeir hafa ekki framið. Þá finna þeir rétta svarið. Höfundw er hæstaréttarlögmaður. Fátækt Milljarðar jarðarbúa eru atvinnulausir, segir María S. Gunnars- dóttir, og án lágmarks- viðurværis. aukning hefur orðið á framleiðslu iðnaðar- og landbúnaðarvara og bylting hefur orðið í samskiptum. En efnahagskerfi þessa heims, sem snýst um einkavæðingu, er mjög ómanneskjulegt og milljarðar jarð- arbúa eru atvinnulausir og án lág- marksviðurværis. Það er mótsagna- kennt að í samfélagi sem sífellt verður ríkara eru stöðugt fátækari einstaklingar. Ganga og útifundur í Reykjavík Hinn 24. október verða liðin 25 ár frá hinum svokallaða kvennafrídegi þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu til að vekja athygli á vinnuframlagi kvenna. Verið er að undirbúa göngu og útifund í Reykja- vík á þeim degi. 23 frjáls félagasam- tök og stéttarfélög munu standa að „Heimsgöngu kvenna gegn örbirgð og ofbeldi" í Reykjavík. Safnast verður saman á Hlemmi kl.17.30 og gengið niður Laugaveg að Ingólfs- torgi, þar sem haldinn verður úti- fundur. Ekki er ætlunin að halda minningarathöfn um kvennafrídag- inn þótt hans sé minnst, heldur von- umst við til þess að þessi dagur sýni að okkur hafi eitthvað miðað á síð- asta aldarfjórðungi og konur og karlar sjái ástæðu til að sameinast undir kröfunum: Gegn örbirgð og of- beldi. Höfundur er bókasafnsfræðingur. BATMAN ER MÆTTUR MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA www.nordiccomic. com Amerísku heilsudýnurnar ftym-sNö JARNAGALLERI Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Collection PHYTO SOYA JURTA ÖSTROGEN Fæst í apótekum »«-.»-«# HEILSAN AÐ BILA EÐA BILUÐ? Verkir o.fl. Kynning á yfirdýnum með stillanlegu tifandi segulsviði. í Þingsal nr. 8, Hótel Loftleiðum Miðvikudagskvöldið 18. október kl. 21.00 Tvíblindar vísindarannsóknir staðfesta mjög góð áhrif stillaniegra segulsviðsbylgna. Einföld í notkun! Með hjálp lítillar tölvu, stillir þú á þá tíðni segulbylgna, sem þú vilt fá í hvert sinn sem þú hvílir þig eða sefur. Tifandi segulsvið getur hugsanlega bcett úr hjá þér og aukið vellíðan þína. Uppl. í síma 4834840, netpóstur: natthagi@centrum.is AV/S Sími: 533 1090 Fax: 533 1091 E-mail: avis@avis.is Dugguvogur10 TILBOÐ Þú borgar fyrir 2 daga en færð 3 Afcrahe>$\t Blóðbankinn verður með blóðsöfnun og skráningu nýrra blóðgjafa á Akranesi þriðjudaginn 17.október í Safnaðarheimilinu Vinaminni klukkan 10:00-18:00. Blóðgjöf er lífgjöf. CájBLÓÐBANKINN ^ - gefðu með hjartanu! t J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.