Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Umfjöllun um leik Sinfóníu-
hljómsveitar Islands
Kaldir tónar
að mati Wash-
ington Post
BANDARÍSKA dagblaðið Washing-
ton Post birti í lok síðustu viku um-
fjöllun um leik Sinfóníuhljómsveitar
Islands í Kennedy Center í Wash-
ington, en að mati gagnrýnanda
blaðsins, sem m.a. minntist á tak-
markaðan fjölda áheyrenda í saln-
um, skorti hljómsveitina nokkuð á að
ná að hrífa áheyrendur með sér.
I umfjöllun blaðsins var Sinfón-
íuhljómsveitin sögð öguð og áhuga-
söm en mistæk. „Undir stjóm Rico
Saccani . . . einkenndist leikur tón-
listarmannanna af áþreifanlegum
átökum og virtust þeir staðráðnir í
að hafa mikil áhrif á áheyrendur.
Leikur þeirra var í heildina oft svo
ákafur að áheyrendur kunna að hafa
óskað eftir tónlistarköflum er leiknir
væru mjög veikt og af minni hraða
og að fleiri kyrrðarstundir væri að
finna í leik hljómsveitarinnar. Vissir
kaflar verkanna voru kraftmiklir og
þar var ítónun tréblásturshljóðfæra-
leikara, í bland við horna- og
strengjaleikara, upplífgandi, en er á
heildina er litið var hljómur sveitar-
innar hins vegar oft og tíðum þum og
skorti jafnvægi."
Gagnrýnandi Washington Post
fjallar því næst um einleik hálfís-
lenska fiðluleikarans Judith Ingólfs-
son og segir flutning hennar og
hljómsveitarinnar á „Konsert fyrir
fiðlu og hljómsveit" eftir Aram
Khatsatúrían hafa verið þreytandi,
en þó á stundum áhrifamikinn.
„Ingólfsson var fullfær um að
valda þessari þrúgandi og stífu tón-
list ... en tónlist Khatsatúríans
skortir alla andgift. . . Það er ekki
erfitt að ná fram spennu í tónlist
hans og Ingólfsson náði við og við
þeim áhrifum; það er hins vegar svo
gott sem ómögulegt að láta þessa
tónlist snerta við áheyrendum. Hér
var flutningurinn álíka kuldalegur
og marmari, og hefði Largó úr Són-
Morgunblaðið/Einar Falur
Hluti Sinfóníuhljómsveitar leikur í Sinfóníu númer 1 í e-moll eftir Sibelius á sviði Kennedy Center í Washington.
ötu í C-dúr eftir Johann Sebastian
Bach ekki verið flutt á heillegan og
hlutlægan máta hefðu hæfileikar
Ingólfsson og fegurð hljóðfæris
hennar vel getað farið fram hjá
áheyrendum."
Icerapp 2000 „línulegur
straumur hugmynda"
Verk íslenska tónskáldsins Atla
Heimis Sveinssonar var einnig tekið
til umfjöllunar og Atli Heimir sagður
hafa menntað sig víða um heim í
tónlistarfræðum.
„Icerapp 2000 gerir sér ekki upp
neinn alvarleika eða dýpt, heldur er
um línulegan straum hugmynda að
ræða og ná sumar þeirra í gegn
leikninni er þeim er öllum ætluð.
Tónskáldið nefnir John Cage í
verkaskránni, en þessi tónlist er
þróaðri og samin á meðvitaðri hátt
en verk Cage. Tilvísunin kann að
vísa til þess anda sem verk tón-
skáldsins voru samin í, en slíkt ber
ekki vott um tilhlýðilega virðingu
þar sem verk þetta er áhyggjulaust
og... uppfullt af einkahúmor."
í heildina telur gagnrýnandi
Washington Post leik Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar of kraftmikinn. I Sin-
fóníu númer eitt eftir Jean Sibelius
hafi kraftmiklir kaflar verksins verið
hækkaðir um eitt tO tvö skor, hrað-
inn verið meiri en gengur og gerist
og lokakaflann skort þá spennu sem
venjulega einkenni verk Sibeliusar.
I lokaorðum blaðsins segir að
hljómsveitin hafi þegar eytt orkunni
sem einkenna átti lokakafla Sibelius-
ar í tilraunir sínar til að valda hug-
hrifum meðal áheyrenda.
Mennskan er lykillinn
að hamingjunni
Morgunblaðið/Golli
„Þorkell Sigurbjörnsson hefur skapad sannfærandi verk.“
TONLIST
íslenskanperan
STÚLKAN í VITANUM
Ópera eftir Þorkel Sigurbjörnsson
og Böðvar Guðmundsson.
Flytjendur: Guðríður Þóra Gísla-
dóttir, Ivar Helgason og Bergþór
Pálsson. Kór og hljómsveit
Tónmenntaskóla Reykjavíkur.
Hljómsveitarstjóri Þorkell
Sigurbjörnsson.
Sunnudagurinn 15. október, 2000.
ÞAÐ má í raun heita nokkuð ein-
kennilegt, að ekki hafi verið samið
meira af óperum fyrir böm. Þorkell
Sigurbjömsson samdi á símum tíma
óperumar „Apaspil“ og „Rabba raf-
magnsheila" og báðar, að munað
verði, með tilstuðlan Barnamúsík-
skólans og vöktu þessar ópemr
mikla athygli og hafa t.d. sum lögin
úr Apaspili notið vinsælda og verið
sungin af barnakórum. Nú er það
sagan hans Jónasar Hallgrímssonar,
um Stúlkuna í tuminum, sem þeir fé-
lagar Þorkell Sigurbjörnsson og
Böðvar Guðmundsson nota sem
uppistöðu í óperunni og nefna
„Stúlkuna í vitanum". Sagan er færð
til nútímans og í stað stúlkunnar sem
flýr undan víkingum upp í gamlan og
yfirgefinn draugaturn er stúlkan
búsett í vitahúsi, sem foreldrar
hennar hafa keypt af hégómaskap en
hafa svo ekki tíma til að vera heima
við, svo að stúlkan er ein, umlukt
brimhljóði og stormgný og er slegin
ótta. Hún fer upp á loft vitans og
lendir þar í klóm óhræsis, sem í sögu
Jónasar er ugla. Að öðm leyti er
fylgt sögu Jónasar og endalokin era
þau sömu, nema hvað turninn hryn-
ur og hverfur við dauða uglunnar.
Nútíminn í ópemnni birtist í notk-
un á sjónvarpi og GSM-símum.
Stúlkan er ein heima, því foreldram-
ir koma ekki heim vegna mikillar
vinnu og ævintýrið er sama baráttan
milli hins illa og spillta og mennsk-
unnar í sinni bestu mynd. Stúlkan
var á framsýningunni sungin og leik-
in af Guðríði Þóra Gísladóttur og
fóst henni það vel og söng hún af ör-
yggi. Pilturinn var leikinn og sung-
inn af ívari Helgasyni og var hann
sérlega sannfærandi sem undirlægja
óhræsisins en saman áttu Guðríður
og ívar vel flutt samsöngsatriði í 2.
atriði annars þáttar, þar sem piltur-
inn segir sögu sína og þau leggja á
ráðin um að íyrirkoma óhræsinu.
Bergþór er frábært óhræsi, þó
nær því að vera spilltur nætursvall-
ari en óvættur og var bæði leikur
hans og söngur á köflum gamansam-
ur og á þann hátt ekki eins ógnvæn-
legur og ómannlegur og uglan í sögu
Jónasar. Það er munur á að taka
uglu af lífí eða mann, þótt vondur sé,
og því er aftaka óhræsisins ef til vill
einum of hasarfengin.
Skuggabaldrar og Skragguvaldar
era fluttir af söng- og leikhóp frá
Tónmenntaskólanum í Reykjavík,
sem heldur upp á hálfrar aldar af-
mæli sitt með þessari sýningu, með
tilstyrk frá Fræðslumiðstöð,
Reykjavík - menningarborg árið
2000 og íslensku óperanni. Krakk-
arnir skiluðu sínu sérlega vel, bæði í
söng og leik. Leikstjórinn Hlín Agn-
arsdóttir hefur skapað heilsteypta
sýningu, þótt sum hópatriðin séu
ekki nægilega sannfærandi. Leik-
myndin er sérlega vel gerð og sama
má segja um búningana (Hulda
Kristín Magnúsdóttir). Samskipan
leikmyndar (Stígur Steinþórsson) og
lýsingar (Jóhann Bjarni Pálmason)
var mjög sannfærandi, einkum í upp-
hafi óperannar.
Tónlist Þorkels er með þeim hætti
að hún fellur sérlega vel að efni
verksins, þar sem skiptast á effekt-
ar, eins og t.d. brimhljóðið og storm-
urinn í upphafi, lagræn tilþrif, og
dramatísk hljómtaka, svo sem eins
og þegar átökin og spennan magnast
undir lokin. Víða má heyra þekkt
stefbrot gamalla sönglaga, sem ofin
era saman. á .skemmtilegan máta.
Besta atriði óperunnar er annað at-
riði annars þáttar. Hljómsveit Tón-
menntaskólans lék í heild mjög vel
undir stjórn höfundar og var t.d.
nokkuð langt hljómsveitaratriði, þar
sem kórinn dansaði, mjög vel flutt af
hljómsveitinni. Ópera er margslung-
ið fyrirbæri, þar sem ofið er saman í
eina heild mynd, leik, söng og hljóð-
færaleik, sem allt þarf að lúta þeirri
gerð, sem textahöfundur og tónskáld
bindur verkið í, sem fær svo endan;
legt form í útfærslu tónlistarinnar. I
þessu samstarfi hefur Þorkell Sigur-
björnsson skapað sannfærandi verk
og þótt textinn sé á köflum léttvægur
býr hann yfir siðfræðilegum ábend-
ingum varðandi foreldravandamálið,
tilgangsleysi fjölmiðlaglápsins,
gleðisnautt skemmtanahald og það
sem mikilvægast er, að maður er
manns gaman og að mennskan er
lykillinn að hamingjunni.
Jón Ásgeirsson
101 Reykja-
vík seld til
Faber &
Faber
RÉTTINDASTOFA Eddu hf. hefur
gengið frá sölu á skáldsögu Hall-
gríms Helgasonar, 101 Reykjavík,
til breska útgáfufyrirtækisins Fab-
er and Faber.
Faber and Faber var stofnað ár-
ið 1925 og er eitt virtasta bók-
menntaforlag hins enskumælandi
heims. Það hefur um langa hríð
sett sterkan svip á breskar bók-
menntir en meðal útgáfustjóra
þess fyrr á tíð er skáldið T.S. Elli-
ot.
Skáldsagan 101 Reykjavík hefur
nú verið seld til sjö landa. Fyrir
tveimur vikum var gengið frá
samningum við franskt forlag um
útgáfu á bókinni, hún er komin út í
Svíþjóð, var gefin út í Finnlandi í
síðustu viku og var Hallgrími boðið
þangað af því tilefni. Þá hefur rétt-
urinn verið seldur til Þýskalands
og Rúmeníu, auk þess sem hún er
væntanleg í Danmörku.
Þá hefur kvikmynd verið gerð
eftir sögunni, svo sem kunnugt er.
títgáfusljóri Faber and Faber,
Walter Donahue, var gestur á Bók-
menntahátíðinni í Reykjavík á dög-
unum og er samningurinn gerður í
framhaldi af heimsókn hans. Áður
hefur Faber and Faber tryggt sér
útgáfuréttinn á Slóð fiðrildanna
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Meðal
annarra höfunda er koma út undir
merkjum Faber and Faber eru
Kazuo Ishiguro, Milan Kundera og
Paul Auster, auk írska Nóbels-
skáldsins Seamus Heany.
Réttindastofa Eddu fer með
samninga- og kynningarmál fyrir
hönd þeirra höfunda sem koma út
á vegum Máls og menningar,
Vöku-Helgafells og Forlagsins.
Edda verður með stærsta bás sem
íslenskt útgáfufyrirtæki hefur ver-
ið með á bókasýningunni í Frank-
furt, sem hefst á miðvikudaginn,
og hafa nú þegar verið bókaðir
fundir með yfir áttatíu for-
leggjurum frá ýmsum heimshorn-
um þar sem þeim verða kynnt verk
eftir hátt í sjötíu íslenska höfunda,
segir í frétt frá Eddu.