Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ * uyragiens Ferdinand I TMINK PEPPERMINT PATTV ANP MARCIE LIKE ME, BUT I PON'T KNOU) UHY.. I UII5H I COULP A5K TMEM... IT'S ALL RIGHT TO A5K somow WHY THEY HATE VOU, 5UT Y0U SH0ULP NEVER A5K 50ME50PV U)HY THEY LIKE VOU.. f C Ég held að Betu beisku og Möggu líki við mig, en ég veit ekki hvers vegna.. Bara að ég gæti spurt þær... Það er í lagi að spyrja einhverja hvort þeim líki illa viö mann, en þú ættir aldrei að spyrja hvers vegna þeim llkar vel við þig. Hvað er þetta? Það er erfiðari spuming BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 íþróttir og stjórnmál Frá Eddu Júlíu Þráinsdóttur: MERKILEG heimildarmynd um síldveiðar Norðmanna við Island og hrun síldarstofnsins fær gamla síld- arstúlku til að hugsa. Þarna rifjaðist upp þrældómurinn og harkan sem fylgdi síldarævintýrinu. Eftir hrun síldarstofnsins varð stöðnun í þjóðfé- laginu, fólk gafst upp á að vinna 16- 18 klst. á sólarhring og tók að flytja úr landi, jafnvel alla leið til Ástralíu. Ég og þáverandi eiginmaður minn Freysteinn Þorbergsson kynntum okkur þann kost, en Freysteinn hafði þá lengi haft hug á að koma heimsmeistaraeinvígi í skák til landsins þar sem Róbert Fischer ætti að keppa við rússneskan meist- ara. Það var því ákveðið að vera hér áfram í von um betri tíð. 1972 tókst Freysteini að gefa íslensku þjóðinni kost á HM-einvíginu. Freysteinn var á þeim tíma sá íslendingur sem hvað víðforlastur var íslendinga og sá sem talaði mörg erlend tungumál. Hann hafði keppt á sjö ólympíumót- um í skák fyrir Islands hönd og áður komið stórmótum til landsins eins og t.d. Stúdentamótinu 1957 í gegnum FIDE. Með HM-einvíginu í skák 1972 komu ný lífsviðhorf, ný tæki- færi, nýir straumar, nýjar vonir, ný sambönd og nýjai’ framfarir inn í ís- lenskt þjóðfélag. Nafn Freysteins hefur þó ekki verið viðurkennt á Is- landi í sambandi við einvígið, þótt enginn annar íslendingur hafi setið þing FIDE á þessum tíma. Frey- steinn tilkynnti þáverandi forsætis- ráðherra,Ölafi Jóhannessyni, að hann gæfi íslensku þjóðinni alla vinnu sína í sambandi við einvígið. Sú gjöf var 15 ára þrotlaus vinna og kostaði blóð, svita og tár en var ekki meira metin en svo að þjóðinni var ekki einu sinni sagt frá henni. En gjöf er gjöf, hvort sem hún er þegin með þökkum, eða hrifsuð til sín með hundshaus og afhent öðrum. Ólafur hafði þó kjark til að halda einvígið, en það voru ekki margir sem höfðu það, samanber atkvæðagreiðslu Al- þingis á fjárveitingu til einvígisins. A Alþjóðaþingi FIDE sátu 72 fulltrúar á þessum tíma frá jafnmörgum lönd- um, frammámenn í sínum þjóðlönd- um og sumir þjóðhöfðingjar. Á bak við hvern fulltrúa eru skáksambönd og verk Freysteins því kunn víða um heim. Það er niðrandi fyrir íslenska þjóð að lifa við slík ósannindi ára- tugum saman og andstætt lýðræð- inu. Ein lygi leiðir af sér aðra lygi og síðan koll af kolli. Árangurinn má sjá í svokallaðri heímildarmynd „Það kom lítið rafmagn" sem sýnd var í sjónvarpinu í lok síðasta árs. Þar var ekki minnst á þann sem þýddi meiri hlutann af verkfræðiritinu Lobben og gerði útreikningana í sambandi við virkjanirnar. Hef skrifað bæði RUV og formanni útvarpsráðs og óskað eftir leiðréttingu en hef ekki fengið svar. Fyrir Freystein var það enginn endapunktur eða lokatakmark að koma HM-einvíginu til landsins, heldur upphafið að framsækni ís- lendinga til áhrifa á gang heimsmála og þá sérstaklega á gang heimsfrið- armála sem áttu hug hans. Á tímum kalda stríðsins var einvígið stórvið- burður á hinum pólitíska himni stjórnmálanna. Þegar leiðtogafund- ur Nixons og Pompidou var haldinn í Reykjavík 1973 fór Freysteinn suður á Keflavíkurflugvöll til að gefa Nixon og fylgdarliði hans bók sem heitir „Welcome to Iceland Mr. president". Það var George Schultz sem var þá að mig minnir ráðherra og í fylgdar- liði forsetans sem tók við bókunum og ræddi við Freystein. I þessari bók setti Freysteinn fram tvær tillögur, sem lítil lóð á vogarskál heimsfriðar. Báðar þessar tillögur voru notaðar af Bandaríkjastjórn. Forseti Islands herra Ólafur Ragnar Grímsson fór til Bandaríkjanna 1997 og hitti þá George Schultz. Kom fram í útvarps- viðtali við forseta okkar að Schultz hefði minnst á íslending og sagt sér merkilegar fréttir sem hann hefði ekki heyrt áður og mundi hann ræða við ríkisstjórnina þegar heim kæmi. Síðan líður tíminn og ekkert hef ég heyrt um hver átti þarna hlut að máli. Vissulega gæti verið um fleiri íslendina að ræða en Freystein, en ég veit ekki um annan Islending sem slík þögn ríkir um, um jafn einstök verk og Freysteinn lét af hendi rakna. Eg vil óska þjóðinni þeirrar gæfu og geta leiðrétt þetta mál, því það væri henni til sóma. Ekki ætti það að kosta peninga þar sem Freysteinn gaf þjóðinni alla vinnu sína og ekki ætti svo löngu látinn maður að skyggja á núverandi vald- hafa. Ég vil svo óska hinum glæsilegu ólympíuförum íslendinga til ham- ingju með árangurinn og vona að ís- lensk stjórnvöld vinni með þeim en ekki á móti ef þeir vilja vinna þjóð sinni meira gagn. EDDA JÚLÍA ÞRÁINSDÓTTIR, Flatahrauni 16b, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt f upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. 9\ctú€^s\^ .- Gœðavara Gjafavara - matar- og kaffislell. Allir verðflokkar. Heimsfræyir liönniidir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Lnugtivegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.