Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 1
*mmiH*feÍfe STOFNAÐ 1913 238. TBL. 88. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTOBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Litill árangur náðist á fyrsta degi leiðtogafundar fsraela og Palestínumanna Reynt til þrautar að ná samkomulagi Sbarm el-Sheikh. Reuters, AFP. ÍSRAELAR og Palestínumenn sögðu að lítill árangur hefði náðst á leiðtogafundi þeirra í Egyptalandi í gær og blóðug átök blossuðu upp að nýju milli ísraelskra hermanna og palestínskra mótmælenda á Vestur- bakkanum og Gaza. Fundinum var haldið áfram fram eftir nóttu og reynt til þrautar að ná samkomulagi sem gæti bundið enda á blóðsúthell- ingarnar. „Þetta er flókið og við vitum ekki hvað gerist," sagði Ehud Barak, for- sætisráðherra Israels, skömmu áð- ur en hann snæddi kvöldverð með hinum leiðtogunum á fundarstaðn- um, Sharm el-Sheik við Rauðahaf. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ætlaði að fara aftur til Bandaríkj- anna í gærkvöld en frestaði heim- ferðinni um óákveðinn tíma. Shlomo Ben-Ami, starfandi utanríkisráð- herra ísraels, sagði að viðræðunum yrði haldið áfram langt fram eftir nóttu ef nauðsyn krefði. „Viðræðurnar hafa gengið erfið- lega en enn eru helmings líkur á því að samkomulag náist vegna þess að hinn kosturinn er svo skelfilegur," sagði evrópskur stjórnarerindreki. Leystist upp í hávaðarifrildi Utanríkisráðherrar ísraels, Bandaríkjanna og Egyptalands, að- alsamningamaður Palestínumanna og fleiri embættismenn komu saman til að reyna að leggja drög að yfir- lýsingu um hvernig binda ætti enda á átökin en fundinum lauk án nokk- urs árangurs. Palestínskur embætt- ismaður sagði að deilt hefði verið um „öll atriði" fundarefnisins. ísraelskur heimildarmaður sagði að Palestínumenn hefðu viljað að í yfirlýsingunni yrðu átökin rakin til „ögrandi" ferðar ísraelska hægri- mannsins Ariels Sharons á helga staði múslíma og gyðinga í Jerúsal- em 28. september. Fundurinn leyst- ist þá upp í hávaðarifrildi milli Ben- Amis og Saebs Erekats, aðalsamn- ingamanns Palestínumanna. „Þið morðingjar!" er Erekat sagð- ur hafa hrópað að Ben-Ami, Madel- eine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Terje Rod-Lar- sen, sendimanni Sameinuðu þjóð- anna. „Þið hafið tekið alla palest- ínsku þjóðina í gíslingu. Þetta er óaðgengilegt." Andrúmsloftið var einnig þrúg- andi þegar leiðtogarnir snæddu há- degisverð í boði Hosnis Mubaraks, forseta Egyptalands. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sat gegnt Ehud Barak, forsætisráðherra ísra- els, og hermt er að þeir hafi ekki yrt hvor á annan. Þegar þeir mættust á gangi fundarstaðarins létu þeir sem þeir sæju ekki hvor annan, að sögn ísraelskra heimildarmanna. Palestínsku samningamennirnir höfnuðu tillögu Clintons um að hann gæfi út almenna yfirlýsingu um við- ræðurnar og kröfðust þess að greint yrði ítarlega frá því hvað hefði verið samþykkt og hvað ekki. Bill Clinton ræddi þrisvar við Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, og Bill Clinton Bandaríkjaforsetí á leiðtogafundinum í Sharm el-Sheik í Egyptalandi. Við borðið si(j;t einnig Dennis Ross, sendimaður Bandaríkjastjórnar (t.v.), Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands (3. frá hægri) og fleiri embættismenn. Barak og jafnoft við Arafat. ísra- elskir og palestínskir embættis- menn sögðu að leiðtogafundinum kynni að verða haldið áfram í dag. P.J. Crowley, talsmaður þjóðarör- yggisráðs Bandaríkjanna, sagði að Clinton gæti verið á fundarstaðnum þar til síðdegis í dag en ef hann yrði þar lengur myndi hann missa af minningarathöfn í Bandaríkjunum á morgun um sautján bandaríska sjó- liða sem biðu bana í sprengjuárás á bandarískt herskip í höfn jemensku borgarinnar Aden í vikunni sem leið. Clinton sagði yið setningu leið- togafundarins að ísraelar og Palest- ínumenn yrðu að hætta að karpa um hverjir ættu sök á átökunum og ein- beita sér að framtíðinni. Hann sagði að markmið fundarins væri að binda enda á blóðsúthellingarnar, ná sam- komulagi um hlutlausa rannsókn á átökunum og koma friðarviðræðun- um á skrið að nýju. Arafat krefst þess að hafin verði alþjóðleg rannsókn á tildrögum átakanna. Barak ljær aðeins máls á því að skipuð verði nefnd undir for- ystu Bandaríkjanna til að afla upp- lýsinga um átökin. ísraelskur heimildarmaður sagði að einnig væri deilt um þá kröfu Pal- estínumanna að ísraelar kölluðu hersveitir sínar af átakasvæðunum áður en Palestínumenn gerðu ráð- stafanir til þess að binda enda á blóðsúthellingarnar. Fundinn sitja Abdullah Jórdaníu- Reuters Palestínumaður hleypur frá ísraelskum hermönnum sem hleyptu af byssum til að stöðva mdtmæli á Gaza í gær. konungur, Javier Solana, æðsti embættismaður Evrópusambands- ins í utanríkismálum, og Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, auk Arafats, Baraks, Clintons og Mubaraks. Ekkert lát á átökunum Meðan leiðtogarnir sátu á rökstól- um blossuðu upp átök að nýju á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. ísraelskir hermenn skutu palest- ínskan lögreglumann til bana á Gaza og 14 ára palestínskur drengur var skotinn til bana í Betlehem. Atökin hafa kostað 102 manns líf- ið síðustu 19 daga, þar af 95 araba. ¦ Það endar med málamidlun/30 Flokkur Milosevic fellstá þjóðstjörn Belgrad. Reuters, AFP. STUÐNINGSMENN Vojislavs Kostunica, forseta Júgóslavíu, náðu í gær samkomulagi við bandamenn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta, um að mynda þjóðstjórn sem á að vera við völd í Serbíu fram að þingkosningum 23. desember. „Sósíalistaflokkur Serbíu [flokkur Milosevie] hefur samþykkt að mynda stjórn með öllum stjórnmálaflokkum landsins," sagði Zoran Andjelkovic, framkvæmdastjóri flokksins. Zoran Djindjic, leiðtogi bandalags stuðningsmanna Kostunica, DOS, kvaðst vera ánægður með samkomu- lagið. „Við teljum að þetta dragi úr spennunni í landinu," sagði hann. Vuk Draskovic, leiðtogi Serb- nesku endurnýjunarhreyfingarinnar (SPO), sem á ekki aðild að DOS, sagði að Kostunica og Milan Milut- inovic Serbíuforseti, dyggur stuðn- ingsmaður Milosevic, væru „ábyrgð- armenn" samkomulagsins. Samkvæmt samkomulaginu verð- ur forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar úr flokki Milosevic og skipaðir verða tveir aðstoðarforsæt- isráðheiTar, einn úr DOS og annar úr flokki Draskovic. Þá er gert ráð fyrir því að allar mikilvægar ákvarðanir verði háðar samþykki allra stjórnmálaflokkanna og fjögur ráðuneyti - innanríkis-, fjármála-, dómsmála- og fjölmiðla- ráðuneytin - verði undir sameigin- legri stjórn. Milosevic saksóttur í Serbíu? Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur ákært Slobodan Milosevic fyr- ir stríðsglæpi í Kosovo en einn af helstu bandamönnum Kostunica, Zarko Korac, spáði því í gær að for- setinn fyrrverandi yrði sóttur til saka í Serbíu fyrir kosningasvik og fleiri lögbrot. Stjórn Clintons undirbýr uppboð á farsímarásum BILL Clinton Bandaríkjaforseti gaf í gær embættismönnum fyrirmæli um að endurskoða tilhögun á skipt- ingu farsímarása með það að markmiði að boðinn verði upp stór hluti þeirra rása sem ýmsar opinber- ar stofnanir og einkafyrirtæki ráða nú yfir, að sögn The New York Tim- es. Er gert ráð fyrir að haustið 2002 muni fara fram geysilega umfangs- mikið uppboð á leyfum fyrir svo- nefnda þriðju kynslóð farsíma fyrir símfyrirtæki sem hyggjast bjóða háhraða netþjónustu. Reglur um uppboðið eiga að vera tilbúnar næsta sumar. Stofnanir vestra eins og varnar- málaráðuneytið og lögreglan munu fá fjárhagslega aðstoð við að skipta um rásir og nota í staðinn vannýttar rásir sem ekki eru taldar verða gagnlegar fyrir nýjar gerðir farsíma. Einkafyrirtækin munu einnig fá bætur fyrir að skipta yfir á aðrar rásir. „Mikilvægt er að nýta vel tímann," sagði í yfirlýsingu frá Clinton forseta í gær. „Ef Bandaríkin bregða ekki skjótt við og úthluta rásum á þessu sviði er hætta á að þjóðin geti misst markaðshlutdeild í atvinnugreinum 21. aldar. Ef okkur tekst þetta vel mun það eiga sinn þátt í að tryggja framhald á hagvexti, sköpun nýrra hátæknistarfa og nýrrar og spenn- andi þjónustu með aðstoð Netsins og fjarskiptanna." í grein The New York Times segir að embættismenn minnist þess ekki að forseti hafi fyrr haft afskipti af ákvörðunum í sambandi við úthlutun fjarskiptarása. Á hinn bóginn séu þau eðlileg með tilliti til þess hve mikilvægar rásirnar séu orðnar fyrir efnahaginn. „Fjarskiptarásir eru orðnar helsta verðmæti nýja hag- kerfisins, jafnmikilvæg og olía og kol voru í tíð iðnbyltingarinnar," segir í grein blaðsins. Stjórnir nokkurra Evrópuríkja hafa þegar boðið upp rásir og ríkis- sjóðir þeirra hagnast um tugmillj- arða dollara. Talið er að eftirmaður Clintons á forsetastóli muni taka undir með honum og knýja á um uppstokkun vegna þess að sumar af rásunum sem á að skipta á ný verða senn ofhlaðnar vegna þess hve notk- unin eykst ört. „Frekari seinkun á því að útveguð verði nægilega mörg farsímaleyfi fyrir háhraðaþjónustu minnkar lfk- urnar á að bandarísk fyrirtæki taki forystuna í að þróa tækni og þjón- ustu á sviði fjarskipta," segir í nýrri skýrslu ráðgjafanefndar Clintons á sviði efnahagsmála. Bandarískir embættismenn hafa einnig bent á að á síðustu fimm árum hafi upplýs- ingatæknin staðið undir nær þriðj- ungi af hagvexti í landinu. En þeir benda á að hægi á þróun breiðbands- tækninnar geti það dregið úr vextin- um og gert nýja fjarskiptaþjónustu dýrari en í samkeppnislöndum. MORQUNBLMm 17. OKTÖBER 2000 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.