Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJIJDAGUR 17. OKTÓBER 2000
VÍÐSKÍPTÍ
MORGUNBLAÐIÐ
Félag kvenna í atvinnurekstri
Þóra Guðmunds-
dóttir hlaut viður-
kenningu ársins
PÓRA Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri og eigandi flugfé-
lagsins Atlanta, hlaut viðurkenn-
ingu Félags kvenna í atvinnu-
rekstri, en viðurkenningin var
afhent á laugardag. Er þetta í ann-
að skipti sem FKA-viðurkenningin
er afhent en fyrsti handhafi þeirra
var Hilary Rodham Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna.
Þakkarblómvöndur FKA kom í
hlut Báru Sigurjónsdóttur, eig-
anda verslunarinnar Hjá Báru,
sem fulltrúa þeirra kvenna sem
hafa rutt og varðað brautina fyrir
þær sem á eftir hafa komið.
Hvatningarblómvönd FKA hlaut
Lára Vilbergsdóttir í Randalín-
Handverkshúsi á Egilsstöðum.
Hún hefur undanfarin átta ár unn-
Þóra Guðmundsdóttir tók við viðurkenningunni úr hendi Jónínu Bjart-
marz, formanns Fólags kvenna í atvinnurekstri.
Persónuvemd
f viðskiptum og stjórnsýslu
Ráðstefna Staðlaráðs íslands og Skýrslutæknifélags íslands
Hótel Loftleiðum - fimmtudaginn 19. október kl. 13.00
Hver verða áhrif tilskipunar ESB og nýrra laga
um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga?
Óvist er að vinnuaðferðir og verklag við meðhöndlun upplýsinga sem hafa tíðkast hér á landi eigi framtið fyrir sér. i þvi sambandi
mætti nefna viðtæka notkun kennitölunnar. islensk fyrirtæki og stjómsýsla starfa í fjölþjóðlegu umhverfi sem af sögulegum ástæðum
er tortrygg/ð gagnvart skráningu persónuupplýsinga. Kröfur ESB ásamt nýrri islenskri löggjöf um persónuvemd og meðferð persónu-
upplýsinga gera nauðsynlegt að brugðist só við nú þegar. Markmið ráðstefnunnar Persónuvemd í viðskiptum og stjómsýslu er að
vekja athygli fyrirtækja og stofnana á kröfum ESB og nýjum lögum
um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. ___ __ __ _
< * »»*
':.í:- =
Dagskrá ráðstefnu
13.00 Innritun fundargesta
13.15 Setning ráðstefnu
Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra.
Þátttökugjald 11.800 kr.
Þátttöku berað tilkynna i sima 520 7150 eða með tölvupósti
til sky@sky.is í síðasta lagi miðvikudaginn 18. október.
13.25 Áhrif tilskipunar ESB á fyrirtæki og viöskiptaUf
Nick Mansfield, aðalráðgjafi Shell Services Internaiional um öryggi
upplýsinga og rafræn viðskipti og formaður vinnuhóps, CEN/ISSS Privacy
Standardization initiative.
14.15 Persónuvemd - stjómsýsluhlutverk og stefna í Ijósi nýrra laga
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar
Páll Hreinsson, stjórnarformaður Persónuverndar
og lagaprófessor við Háskóla íslands.
14.35 Kaffihlé
15.00 ÍST BS 7799 - væntanlegur ísienskur staðall
um öryggi upplýsinga
Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika ehf.
15.30 Þýðing og áhrif nýrra lagareglna um persónuvernd
og meðferð persónulegra upplýsinga fyrir íslensk
fyrirtæki og stofnanir - skoðun lögmanns
Hlynur Halldórsson, héraðsdómslögmaður.
16.00 Með og á móti - rökræður um notkun kennitölunnar
Tekist á um notkun íslensku kennitölunnar.
Er kennitalan ómissandi í stjórnsýslunni og íslensku
viðskiptalífi? Er notkun hennar á einhvern hátt vafasöm?
Hallgrímur Snorrason, Hagstofustjóri, Friðrik Sigurðsson, formaður
Staðlaráðs íslands og forstjóri Tölvumynda, Pétur Hauksson, formaður
Mannverndar, Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika og
Úlfar Erlingsson, forstöðumaður gagnaöryggis hjá íslenskri erfðagreiningu
16.40 Samantekt og ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri
Jóhann Gunnarsson,ritari Ráðgjafanefndar forsætis-
og fjármálaráðuneyta um upplýsinga- og tölvumál.
STAÐLARÁÐ
ÍSLANDS
ið að uppbyggingu atvinnutæki-
færa á Héraði og rutt nýjár braut-
ir í hönnun og hugviti.
Félag kvenna í atvinnurekstri
var stofnað af tæplega 300 konum
hinn 9. apríl 1999 með stuðningi
iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta.
Félagskonur eru um 500 talsins í
dag. Þær eiga allar og reka eigið
fyrirtæki, einar eða með öðrum, á
öllum sviðum atvinnulífsins. For-
sendan fyrir stofnun FKA er að
starfskraftar kvenna sem sjálf-
stæðra atvinnurekenda er vannýtt
auðlind fyrir efnahagslífið og er
markmið félagsins að efla sam-
stöðu og samstarf kvenna sem
stunda atvinnurekstur með það
fyrir augum að efla og fjölga kven-
fyrirtækjum, að því er fram kemur
í frétt.
FBA spáir vaxandi
verðbólgu á næstu
misserum
Spáir 5,5%
verðbólgu
á næsta ári
FBA gerir ráð fyrir því að verðbólga
aukist á ný á næstu misserum og
verði á næsta ári meiri en á þessu ári.
Þannig spáir bankinn því að verð-
bólgan í ár mælist 5,2% en 5,5% á
næsta ári. FBA gerir ráð fyrir því að
verðbólga næstu missera verði í
auknum mæli drifin af undirliggjandi
kostnaðarverðbólgu og því að laun
hafa undanfarið hækkað verulega
umfram framleiðni.
„Framleiðni vinnuafls hefur vaxið
hægt hér á landi síðustu ár bæði í
sögulegu samhengi og í alþjóðlegum
samanburði. Rætur þessa Iiggja m.a.
í mikilli íhlutun hins opinbera í
rekstri hér á landi.
Einnig skortir talsvert upp á
virkni markaða. FBA gerir ráð fyrir
því að framleiðni vinnuafls aukist um
0,5% á næsta ári og 0,4% í ár. Til
samanburðar má geta þess að því er
spáð að framleiðni vinnuafls í Banda-
ríkjunum vaxi um 3,2% í ár,“ segir í
nýútkominni markaðsgreiningu
FBA um þróun og horfur verðlags.
Bent er á að nokkuð virðist vera að
draga úr vexti innlendrar eftirspurn-
ar og helgist það ekki síst af því að
hægt hefur á vexti kaupmáttar og
eignaverðs. FBA gerir ráð fyrir því
að þessi þróun haldi áfram fram á
næsta ár.
„Spáð er miklum hagvexti í heim-
inum á þessu ári og útlitið er gott fyr-
ir næsta ár. Samfara auknum hag-
vexti hefrn- verðbólga færst í aukana
í helstu viðskiptalöndunum og er því
spáð að sú þróun haldi áfram. Ef sú
spá rætist mun það setja mark sitt á
verðlagsþróun hér á landi,“ segir í
markaðsgreiningu FBA.
Áfram mikill munur innlendra og
erlendra skammtímavaxta
Þess er vænst að skammtímavext-
ir í helstu viðskiptalöndunum verði
að meðaltali svipaðir í lok næsta árs
og þeir eru núna. í verðbólguspá
FBA er gert ráð fyrir að Seðlabanki
íslands haldi stýrivöxtum sínum
óbreyttum út næsta ár og að munur
innlendra og erlendra skammtíma-
vaxta haldist áfi'am mikill.
FBA spáir því „að gengi krónunn-
ar muni veikjast um ríflega 3% fram
til loka næsta árs. Gert er ráð fyrir
því að krónan flökti mikið á spátíma-
bilinu og undirstrikar það að óvissan
í gengisspánni er mikil. Spáð gildi
gengisvísitölunnar er undir fram-
virku gengi krónunnar.
FBA spáir því að raungengi krón-
unnar standi því sem næst í stað
fram til loka næsta árs. í þessu felst
að samkeppnisstaða innlendra fyrir-
tækja gagnvart erlendum keppi-
nautum ætti að breytast lítið og að
þróun nafngengis krónunnar leið-
rétti fyrir því misgengi sem búast má
við að verði áfram í innlendri og er-
lendri kostnaðarþróun og framleiðni-
vexti,“ segir í markaðsgreiningu
bankans.