Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Viðskiptaráðherra við utandagskrárumræðu um samruna Búnaðarbanka op: Landsbanka
Sameining leiðir til
aukins hagnaðar og
hærra verðgildis
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær
að spamaður, sem næðist fram í
rekstri ríkisbankanna tveggja með
sameiningu þeirra, myndi leiða til
meiri hagnaðar og þar með hærra
verðmætis þeirra á verðbréfamark-
aði. Össur Skaiphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, dró hins vegar í
efa að þetta gerðist og benti á að
markaðsvirði Islandsbanka og FBA
hefði samanlagt verið 60-70 milljarðar
króna fyrir sameiningu en væri nú um
49 milljarðar. Spurði hann því hvort
ríkisstjómin væri ekki í reynd að
draga úr verðgildi bankanna með
sameiningu og vinna þannig gegn því
yíirlýsta markmiði að auka verðgildi
þeirra.
Össur fór fram á utandagskrárum-
ræðu um sameiningu Búnaðarbank-
ans og Landsbankans. Sagði hann
m.a. að sameinaður banki myndi hafa
ofurtök á markaðnum og ástæða væri
til að óttast fyrir hönd neytenda.
Þannig myndi samanlögð markaðs-
hlutdeild bankanna vera um 40%, þeir
hefðu um 56% af sparilánum, 46% af
útlánum, 50-52% af veltu debetkorta
og tékkareikninga, 57% af rekstrar-
lánum og vel yfu- 60% af gjaldeyris-
viðskiptum.
Össur sagði að viðskiptaráðherra
hefði fært fram ákaflega hæpin rök
fyrir sameiningunni sem stæðust ekki
próf reynslunnar. Lýsti Össur m.a.
efasemdum um að sameining og þar
með hagræðing myndi leiða til lægri
vaxta og þjónustugjalda, því reynslan
hefði sýnt að arður slíkrar hagræð-
ingar rynni frekar í vasa eigenda en
neytenda. Þá spurði Össur hvort
væntanleg hagræðing fælist í lokun
útibúa á landsbyggðinni eða uppsögn-
um starfsmanna og gagnrýndi að
ekkert samstarf hefði verið haft við
starfsmenn bankanna áður en ríkis-
stjómin gaf yfirlýsingu.
Össur spurði viðskiptaráðherra
ALÞINGI
hvort hún væri tilbúin að birta út-
reikninga um hve hagræðið af sam-
einingunni yrði mikið og hvemig ætti
að ná því fram. Einnig hvort hún væri
tilbúin að birta útreikninga sem
sýndu fram á að ríkið fengi meira fyr-
ir bankana með því að selja þá saman
en hvom í sínu lagi. Loks spurði hann
Valgerði um samráð við starfsmenn.
Engin ákvörðun
enn tekin um samrunann
Valgerður Svemsdóttir sagði
ástæðu til að taka fram að ríkisstjóm-
in hefði beint þeim tilmælum til
bankaráða Landsbanka og Búnaðar-
banka að hefja viðræður um samrana
en engin ákvörðun hefði enn verið
tekin um þennan samrana. M.a. yrði
að fá úr því skorið hvort samrani
bankanna samræmdist ákvæðum
samkeppnislaga og hefði verið óskað
eftir forúrskurði samkeppnisráðs.
Valgerður sagðist sannfærð um að
samrani bankanna tveggja yrði hag-
stæður fyrir íslenskan fjármagns-
markað. Hér væra starfandi of marg-
ir bankar og íslendingar yrðu að geta
boðið sambærileg kjör og erlendir
bankar. Með samruna væri verið að
tryggja íslenska bankakerflð í sessi,
tryggja þannig að bankarnir yrðu
reknir af íslenskum aðilum og jafn-
framt að tryggja með þeim hætti störf
íslenskra bankamanna.
Valgerður sagðist leggja mikla
áherslu á að starfsfólk gæti fylgst ná-
ið með framvindu málsins en það væri
bankaráðanna að ákveða hvaða hátt-
ur yrði á því. Hún sagðist telja líklegt
að bankaráðin teldu það þjóna hags-
munum starfsfólks síns að það væri
með í ráðum. A sama hátt sagði Val-
gerður að það væri hlutverk banka-
ráðanna að semja greinargerð um það
hve hagræðið af sameiningunni yrði
mikið og hvemig ætti að ná því fram.
Valgerður lagði einnig áherslu á að
ríkisstjómin væri með skipan þriggja
manna starfshóps, sem falið hefur
verið að gæta hagsmuna ríkisins í
sameiningarferlinu, ekki að skipa
bankaráðunum að hafa eingöngu
hagsmuni ríkisins að ieiðarljósi. Þá
hefði aldrei staðið til að breyta sam-
keppnislögum ef í ijós kæmi að sam-
raninn stæðist ekki núgildandi lög
eins og látið hefur verið liggja að.
Væntanlegur samruni
stórpólitískt slys?
Skiptar skoðanir komu fram um
væntanlegan bankasamrana í um-
ræðum sem fylgdu á eftir. Ögmundur
Jónasson, Vinstri grænum, kvaðst
ekki skilja hvað réði for hjá ríkis-
stjóminni enda væri óljóst hvaða hag-
ræði hlytist af samrananum. Sigríður
Anna Þórðardóttir, Sjálfstæðisflokki,
sagði ákvörðun um samrana hins veg-
ar í fullu samræmi við þá stefnumörk-
un ríkisstjómarinnar að selja ætti
ríkisbankana.
Sverrir Hermannsson, Fijálsiynda
flokknum, sagði að menn hlytu að fyll-
ast gransemdum um ráðagerðir ríkis-
stjómarinnar ef þeir hefðu í huga söl-
una á SR-mjöli. Hann neitaði þó að
trúa því að stjómvöld gengju svo
langt að breyta samkeppnislögum til
þess að ná samrana þessum í gegn.
Margrét Frímannsdóttir, þingmaður
Samfylkingai’innar, sagði að miðað
við málatilbúnað ríkisstjómarinnar
yrði um að ræða stórpólitískt slys ef
Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar, fór fram
á utandagskrárumræðu um
sameiningu Búnaðarbanka og
Landsbanka.
af samrana bankanna tveggja yrði og
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
sama flokks, sagði að viðskipta-
ráðherra væri á flótta undan eigin
ákvörðun með því að láta nú h'ta út
fyrir að bankaráðin væru að kanna
hvort samraninn væri mögulegur. Þá
sagði Lúðvík ljóst að samraninn
myndi ekki standast lög og vísaði m.a.
í umsögn samkeppnisráðs um sam-
rana íslandsbanka og FBA.
Isólfur Gylfi Pálmason, Framsókn-
arflokki, lagði áherslu á að verið væri
að auka verðgildi ríkisbankanna en
Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri
grænum, spurði hvers vegna ríkis-
stjómin hefði verið að grípa inn í mál
fyrir helgi ef það væri rétt, sem við-
skiptaráðherra hafði sagt, að væntan-
legur samrani væri fyrst og fremst
málefni bankaráðanna tveggja.
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagðist hins vegar
efast um að samkeppnisyfirvöld
myndu gera athugasemdir við sam-
ranann. Jón Kristjánsson, þingmaður
Framsóknarflokks, sagði að sam-
keppnisstaða þessara banka hefði
versnað við núverandi aðstæður. Þar
með væri hagsmunum hluthafa hætt
og hagur viðskiptavina fælist einnig í
hagræðingu sem af þessu hlytist.
Sagði Jón að ekki hefði verið sýnt að
vaxtamunur gæti ekki minnkað.
Utanríkisráðherra vill endurskoða lög um erlendar f]árfestingar í sjávarútvegi
Laga þarf sjávarútveg að breyttu
umhverfí á fjármagnsmarkaði
HALLDÓR Ásgrímsson sagði á Alþingi í gær að
tímabært væri að fara í endurskoðun á þeim lög-
um og reglum sem um fjárfestingar erlendra aðila
í sjávarútvegi giltu hér á landi. Sagði hann að ef
gengið yrði í fijálsræðisátt í þessum efnum kæmi
til greina að setja í lög ákvæði sem skylduðu menn
til að landa öllum afla á íslandsmiðum í íslenskum
fiskihöfnum til sölu og úrvinnslu þar til að tryggja
áfram hagsmuni íslendinga. Hann sagðist hins
vegar ekki telja að lífið lægi á að gera þessar
breytingar og tók enn fremur fram að hann hefði
aldrei talað fyrir algera frelsi í þessum málum þó
að hann hefði gert þau að umtalsefni að undan-
fömu.
Halldór lét þessi orð falla við framhald fyrstu
umræðu um frumvarp til laga um breytingu á lög-
um um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri
sem þingmenn Samíylkingar hafa lagt fram en
framvarpið felur í sér að um fiskiðnað gildi al-
mennt sömu reglur og annan iðnað hvað varðar
fjárfestingar eriendra aðila. Ekki er þó gert ráð
fyrir breytingum á gildandi lögum um útgerð.
Halldór kvaðst ekki sjá ástæðu til að óttast svo
mjög fjárfestingar erlendra aðila í vinnslu sjávara-
furða. Menn hefðu hins vegar verið hræddir um að
tapa yfirráðum yfir auðlindinni sjálfri og það hefði
valdið því að núverandi lög litu út eins og raun
bæri vitni. Sagði Halldór að hann teldi hins vegar
tímabært að fai-a yfir það hvort ekki væri hægt að
tryggja yfirráðin með öðram hætti.
Halldór tók fram að hann hefði aldrei mælst til
þess að algert frelsi yrði tekið upp í fjárfestingum
erlendra aðila í sjávarútvegi. Hann hefði aðeins
lýst þeirri skoðun sinni að rétt væri að endurskoða
lög sem um þau mál giltu enda væra þau ekki
lengur í takt við tímann og þjónuðu ekki hagsmun-
um sjávarútvegsins eins vel og menn töldu í upp-
hafi. Hitt lægi hins vegar fyrir að mörg fyrirtæki í
sjávarútvegi væru í blönduðum rekstri, þ.e. bæði í
veiðum og vinnslu. Afskaplega óheppilegt væri að
skilja þar alveg á milli og gera rótgrónum fyrir-
tækjum að reka vinnslu og útgerð í tvennu lagi.
Þess vegna hefði verið sett þak á það magn hluta-
fjár sem erlendir aðilar mættu eiga í fyrirtækjum.
„Ég tel að við þurfum að fara yfir þetta á nýjan
leik,“ sagði Halldór og bætti við: „Með því er ég
ekki að segja að það þurfi ekki aðrar girðingar og
önnur ákvæði sem tryggi betur vinnslu aflans hér
á landi. Það kemur að mínu mati fyllilega til greina
að setja það í lög að það sé skylt að landa öllum
afla af íslandsmiðum í íslenskum fiskihöfnum til
sölu og úrvinnslu þar.“
Sagði hann að slíkt hefði verið gert í vaxandi
mæli í Evrópusambandsríkjunum og Evrópudóm-
stóllinn hefði fyrir sitt leyti viðurkennt slíkar ráð-
stafanir.
Ekki fullreynt
með núgildandi lög
Halldór sagði að þegar til lengri tíma væri litið
þyrfti íslenskur sjávarútvegur á nýju fjármagni að
halda. Hann sagði það rétta ábendingu hjá flutn-
ingsmönnum að misvægi hefði skapast í verð-
bréfaeign íslendinga erlendis annars vegar og
verðbréfaeign erlendra aðila hér á íslandi hins
vegar. Þetta misvægi hefði skapað vanda í ís-
lenska hagkerfinu og miðað við það mikla fjár-
magn sem leitað hefði út þyrfti að fá meira inn í
landið til mótvægis. Sagði Halldór að laga yrði
sjávarútveginn að nýju umhverfi á fjármagnsmark-
aði og því þyrfti að endurskoða gildandi reglur.
Svanfríður Jónasdóttir, fyrsti flutningsmaður
frumvarpsins, innti Halldór eftir því hvaða farveg
hann teldi þetta mál eiga að fara í. Utanríkisráð-
herra sagði þá að málið hefði ekki verið rætt í rík-
isstjóm og hannteldi reyndar ekki lífið liggja á.
Sighvatur Björgvinsson, Samfylkingu, spurðist
hins vegar fyrir um það hvort Árni M. Mathiesen
sjávaiútvegsráðherra, sem var viðstaddur um-
ræðuna í gær, væri einnig þeirrar skoðunar að
efna bæri til endurskoðunar á reglum um fjárfest-
ingar erlendra aðila í sjávarútvegi. Ámi svaraði
því til að hann myndi ekki setja neina vinnu af stað
í þessu máli enda félli það undir starfsvið við-
skiptaráðherra. Hann upplýsti hins vegar að hann
hefði nýlega lagst yfir þessi mál og niðurstaða sín
væri sú að erlendir aðilar gætu með óbeinum hætti
komist yfir 49,9% í fyrirtækjum sem bæði væru í
flskvinnslu og útgerð. Það væri sambærilegt við
það sem gerðist í þeim löndum sem íslendingar
hefðu verið að fjárfesta, t.d. í Chile og Mexíkó.
Jafnframt hefði komið í ljós að þessar heimildir
hefðu tiltölulega lítið verið notaðar af hálfu ís-
lenskra fyrirtækja.
Sagði Árni að hann gæti ekki séð að löggjöfin
um þessi mál hamlaði sókn íslenskra fyrirtækja á
erlendum vettvangi og þar til fullreynt væri með
núgildandi lög að þessu leyti til teldi hann ekki
ástæðu til aðgerða.
Morgunblaðið/Asdis
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra var til andsvara
við umræðu um bankamálin.
Alþingi
Dagskrá
ALÞINGI kemur saman kl. 13.30 í
dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá
þingfundar:
1. Grundvöllur nýrrar fiskveiði-
sijórnar. Frh. fyrri umræðu. (At-
kvæðagreiðsla.)
2. Stjóm fiskveiða. Frh. 1. um-
ræðu. (Atkvæðagreiðsla.)
3. Stjórn fiskveiða. Frh. 1. um-
ræðu. (Atkvæðagreiðsla.)
4. Fjárfesting erlcndra aðila í at-
vinnurekstri. Frh. 1. umræðu.
(Atkvæðagreiðsla.)
5. Matvæli. 1. umræða.
6. Landmælingar og kortagerð. 1.
umræða.
7. Dómtúlkar og skjalaþýðendur.
l.umræða.
8. Norðurlandasamningar um al-
þjóðleg einkamálaréttarákvæði
1. umræða.
9. Meðferð opinberra mála. 1. um-
ræða.
10. Skaðabótalög. 1. umræða.
11. Uppsagnir eða mismunun í starfí
vegna aldurs. Fyrri umræða.
12. Smásala á tóbaki. Fyrri umræða.
13. Orkusjóður. 1. umræða.
14. Tóbaksverð og vísitala. Fyrri
umræða.
15. Þróun sjálfbærs samfélags í
Hrísey. Fyrri umræða.
16. Heildarstefhumótun í málefnum
barna og unglinga. Fyrri um-
ræða.
17. Tekjuskattur og eignarskattur.
1. umræða.
18. Mælistuðlar í fiskveiðum og
vinnslu sjávarafla. Fyrri um-
ræða.
--------------------
Yfírlýsing
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing:
„Fundur miðstjórnar, fjármála-
ráðs og þingflokks Frjálslynda
flokksins, haldinn 15. október 2000,
vísar á bug fullyrðingum fyrrver-
andi varaformanns flokksins, Gunn-
ars Inga Gunnai-ssonar, um óeðlileg
afskipti formannsins, Svenis Her-
mannssonar, af fjármálum flokksins,
sem tilhæfulausri fjarstæðu. Fund-
urinn lýsir því yfir að fjölmiðla-
umfjöllun Gunnars um fjáiTnál
flokksins sé með öllu tilefnislaus,
enda Frjálslyndi flokkurinn einn
flokka með opið bókhald, aðgengi-
legt öllum á heimasíðu flokksins.
Samþykkt einróma: Barði Frið-
riksson, Björgvin E. Arngrímsson,
Erna Ingólfsdóttir, Eyþór Sig-
mundsson, Geir Birgir Guðmunds-
son, Grétar Mar Jónsson, Guðjón A.
Kristjánsson, Helgi G. Þórðarson,
Hlöðver Kjartansson, Margrét K.
Sverrisdóttir, Óskar Þór Karlsson,
Reynir H. Jóhannsson, Valdimar Jó-
hannesson.
Fjarstaddir fundinn en samþykk-
ir yfirlýsingunni: Bjarni Ólafsson,
Birgir Hólm Björgvinsson, Eðvarð
Árnason, Ragnheiður Ólafsdóttir og
Rósa Jónsdóttir."