Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ^ 'E Notaðir á írábæru verði Verð aðein BfLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bllheima) Sævarhöfða 2 112 Reykjavík - Slmar: 525 8096 - 525 8020 - Slmbréf 587 7605 BOMUMtBfLASALAN Gtansðsvegi 11 -SM5885300 FOLKI FRETTUM Vilmar Pedersen tjóðskáld speglar sig í einu ljó();i sinna. Morgunblaðið/Jim Smart Geðveikt framtak „GEÐVEIK list er gluggi, gluggi inn f heim huga sem þjáðst hafa af geðröskunum . . . Sýnin er heillandi og átakanleg f senn, sýnin er tækifæri til að skilja þá sem ekki fá nægjanlegan skilning og í framhaldi af því að meðtaka sýnina sem eitthvað jákvætt." Svona lýsir Vilmar Pedersen hug- myndafræðinni á bak við sýning- una Geðveik list en hún er í Gall- eríi Geysi í Hinu húsinu. Vilmar er einn þeirra þriggja listamanna sem þar taka þátt en þeir eiga það sameiginlegt að stríða við geðsjúkdóma af einhverju tagi. A ekki að vera feimnismál Þriðjudagurinn 10. október var alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur og af því tilefni fór áhugafólk um geðheilbrigði f fjöldagöngu tii að vekja athygli á fordómum gegn geðsjúkdómum. Áðurnefnd sýn- ing starfar á sama vettvangi - að vekja athygli á því að geðsjúk- rtóina ætti ekki að fara með sem eitthvert feimnismál. Aðilar sem taka þátt f sýningunni eru m.a. Hitt húsið sem er menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks og Geðrækt, heilsuefling Geðhjálpar sem starfrækt er í samvinnu við Landlæknisembættið og geðdeild Landspftalans. Listamennirnir sem þátt taka 1 sýningunni eru þrír; þau Katrín Níelsddttir myndlistarmaður, Leifur Blöndal myndlistarmaður og Vilmar Pedersen ljóðskáld. TitiII sýningarinnar, „Geðveik list", virðist við fyrstu sýn ansi brattur og ögrandi en í því felst einmitt tiigangurinn - að tala hreint út um hluti sem venjulega er pukrað með að sögn Vilmars. „Eg fékk hugmyndina að sýning- unni í febrúar á þessu ári," út- skýrir hann. „Ég sá þetta sem gott tækifæri til að styðja við málstað geðsjúkra. Hugmyndin var sú að reyna að vinna svolítið á fordómum og fræða fólk. Hrista svolftið upp í' því og sýna að við erum bara fólk eins og aðrir." „Geðsjúkdómar eru algengari en fdlk vill trúa," heldur Vilmar Síðustu hraðlestramámskeiðin... ¦? á þessu ári hefjast 17. október og 26. október. ^ Ef þú vilt bæta árangur í námi og starfi skaltu skrá þig strax. Sími 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN www.hradlestrarskolinn.is áfram. „Nú eru margir að koma út úr skápnum, þetta er ekki eins mikið feimnismál og það hefur verið." Glundroði geðveikinnar „Ljóðin eru friðþæging hjart- ans í glundroða geðveikinnar." Svo lýsir Vilmar ástæðunum fyrir þvf að hann yrkir. Ljóðin hans, sem eru jafnt á ensku og ís- lensku, hanga í gluggum Hins hússins, prentuð á gegnsæ spjöld. „Þessi sýning er manni hvatning til að fara á lappir á morgnana," segir Vilmar og vindur sér svo í útskýringar á ljóðunum. Hann segir þau tilkomin af ýmsum ástæðum, sum séu samin leiftur- snöggt er andinn hvolfist skyndi- lega yfir, sum séu myrk og þung en önnur glaðværari og bjartsýnni en eðlilegt getur talist, og segir Vilmar þau ljóð vera ágætis innsýn í geðhvarfasýki sem hefur verið að angra hann undanfarin ár. Vilmar fylgir blaðamanni um salinn og sýnir honum myndir Leifs Blöndal, stórskornar myndir af indfánum, að því er virðist, gerðar með kol- um. Hinn myndlistarmaðurinn, Katrín Níelsddttir, er þarna á staðnum og sýnir blaðamanni myndirnar sfnar. Verk hennar eru litsterk, eins konar flæðandi litahaf, og Katrín segir þau m.a. tilraun til að Iýsa óveðri hugans. Listamennirnir virðast báðir afar ástríðufullir gagnvart þessari list sinni - greinilegt að hér er skap- að af raunverulegri innri þörf og engu öðru. Sýningin hefur staðið frá 7. október og henni lýkur næstkom- andi laugardag, hinn 21. Hún er opin á milli klukkan 13 og 19. ORKUMJOLK HENTAR bLLUM AL0URSH6PUM Léttmjólk, vítamín, kalk, þrúgusykur, trefjaefni, prótein: öðru nafni Orkumjólk. www.ms.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.