Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Gellur í
tónlist
Hefói þetta frábæra tónlistarfólk valist
saman íþessa kljómsveit efþað væri
ekki fallegar stelpur, heldurbara hæfi-
leikaríkt?
P
að er eitthvað dular-
fullt á seyði í klass-
ískri tónlist nú um
stundir. Það er allt
að fyllast af gellum.
Það er að segja sætum stelpum.
En þær eru ekki á öllum aldri.
Margar eru á táningsaldri. Gott
dæmi um þetta er listinn yfír
gestaeinleikara með Sinfón-
íuhljómsveit Toronto-borgar í
Kanada nú í vetur. Af tólf kon-
um eru flestar á táningsaldri.
Aðeins ein er yfir fimmtugu.
Það efast enginn um að þess-
ar stelpur hafi gífurlega hæfi-
leika og það er gaman að heyra
þær spila. Hvað er þá að?
Kannski ekkert, en sumir -
bæði tónlistarfólk og gagnrýn-
endur - eru farnir að hafa
áhyggjur af því að til þess að
vmunPF eiga mögu‘
leika á frama
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
í tónlist sé
ekki nóg fyrir
konur að hafa
tónlistarhæfileika, þær verði
líka að líta vel út - og vera ung-
ar.
Þetta er hægt að útskýra á að
minnsta kosti tvennan máta.
Annars vegar er hægt að líta
svo á, að þetta sé enn eitt dæm-
ið um það hvernig dauðahönd
markaðsfræðinnar sé að rústa
menningunni með því að leggja
bókstaflega allt í sölurnar fyrir
sem mestan hagnað - það er að
segja peningalegan hagnað.
Hins vegar má segja að þetta
sé einfaldlega til marks um
breytta tíma í tvennum skiln-
ingi. Meira sé um að ungt fólk
sé fært um að vera einleikarar,
og einnig sé að renna upp fyrir
fólki að það skipti ekki bara
máli að hafa eitthvað mergjað
fram að færa, það þurfi líka að
fá almenning til að veita
gersemunum athygli - og þetta
sé bara leið til að fá sem flesta
til að hlusta á klassíska tónlist,
svona eins og þegar tenórarnir
þrír fóru að troða upp (Fjöldi
fólks „fattaði" óperu þegar það
heyrði Pavarotti syngja Nessun
dorma).
Það er ekki vafi á því að
geisladiskar þar sem kynþokka-
fullar stelþur spila klassíska
tónlist seljast vel. Og auðvitað
er mynd af gellunum á um-
slaginu. Þetta byrjaði í Bret-
landi með Vanessu Mae, sem
spilar á fiðlu, og svo má ekki
gleyma Miðaldagellunum (The
Mediæval Bæbs), hópi af sætum
stelpum sem spila miðaldatón-
list.
Framkvæmdastjóri Vanessu
Mae er með nýja hljómsveit á
prjónunum, Bondstelpurnar
(The Bond Girls), sem hann bjó
til sjálfur og valdi meðlimina í.
Þær eru fjórir strengjahljóð-
færaleikarar á aldrinum 24-26
ára. Og haft var eftir talsmanni
Decca-útgáfunnar í The Times
nýlega að þær væru „frábært
tónlistarfólk sem svo vill til að
er mjög fallegt". A kynningar-
myndum minna þær helst á
Kryddpíurnar - og er það
slæmt? Einhvernveginn óviðeig-
andi?
En það blasir við að spyrja:
Hefði þetta frábæra tónlistar-
fólk valist saman í þessa hljóm-
sveit ef það væri ekki fallegar
stelpur, heldur bara hæfileika-
ríkt? Haft er eftir breska tón-
listargagnrýnandanum John
Allison að tvenns konar viðmið
ríki í heimi klassískrar tónlistar
þar í landi. „Annars vegar eru
markaðstengd gerviviðmið búin
til af markaðsfólkinu; og hins
vegar er á ferðinni ungt al-
vörutónlistarfólk sem kemur
fram á forsendum hæfileika
sinna. Þessi tvö viðmið eiga ekki
endilega vel saman.“
Þótt fiðluleikarinn Ida Haend-
el sé rúmlega sjötug segist hún
hafa nóg að gera. En hún segist
samt óttast að klassísk tónlist
sé að fara í hundana, og tekur
undir með þeim sem skella
skuldinni á markaðsfræðingana.
Ungar tónlistarkonur njóti meiri
athygli vegna þess að þær séu
fallegar. „Þetta er því miður
orðin mikil sýndarmennska."
En hvað segja sætu gellurnar
sjálfar? Fiðluleikarinn Lara St
John er rúmlega tvítug og er
kannski ekki síður fræg fyrir að
vera fáklædd á myndum framan
á geisladiskaumbúðum en fyrir
að vera góður tónlistarmaður
(Sem enginn efast þó um að hún
sé). Hún lítur svo á að þetta sé
spurning um að vera ekki leiðin-
legur. Hún hafi líka átt myndir
af sér í ballkjól með fiðlu en
ekki viljað hafa þær framan á
umbúðunum af því að „mér
fannst þær ekkert skemmtileg-
ar“, sagði hún í viðtali við kan-
adíska blaðið The Globe and
Mail.
Þá segist hún ekki hafa neitt
við það að athuga þótt sinfón-
íuhljómsveitir noti ungar tón-
listarkonur á borð við hana
sjálfa til þess að auka miðasöl-
una. Þetta er allt í lagi „svo
lengi sem það fær sem flesta til
að koma og hlusta á alvörutón-
list“. Svona lagað höfði til ungs
fólks, og það sé gott. Klassísk
tónlist þurfi ekki að snúast öll
um gamla kalla í kjólfötum.
Ef til vill hefur St John kom-
ist nærri kjarna málsins. Það er
að segja, þetta er ekki spurning
um bara annaðhvort góða tónlist
eða úthugsaða markaðssetningu,
heldur einfaldlega bæði. Það
sem er nýtt er sú hugsun, að
það skipti jafnmiklu máli að
koma merkum hlutum á fram-
færi og að framleiða þá.
Kannski má líkja þessu við
útgáfu dagblaðs: Það skiptir
engu máli hversu heitar frétt-
irnar eru eða hversu gáfulegir
dálkahöfundamir eru; ef þeir
sem bera blaðið út standa sig
ekki vel þá skiptir innihald
blaðsins engu því að lesendur fá
blaðið ekki. Hversu himnesk
sem tónlist er þá er hún bara
titringur í loftinu ef engin eyru
nema hana.
Það má halda þessari skoðun
fram með því að benda á að
núna sé líka mun meira um það
en áður var, að ungt fólk hafi
mikla tónlistarhæfileika (hverjar
sem ástæðurnar kunna að vera)
og því eðlilegt að beri meira á
ungum einleikurum. En það
vekur þó grunsemdir að yfir-
gnæfandi meirihluti þessa unga
og hæfileikaríka fólks er stelp-
ur. Hafa engir ungir menn
(jafnvel táningsstrákar) tónlist-
arhæfileika?
Frióarmenning UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, stendur
fyrir mikilli söfnun undirskrifta á Netinu um fríðarmenningu.
Gunnar Hersveinn kynnti sér friðaryfirlýsinguna en hún knýr fólk
til umræðu um hvað það geti lagt af mörkum í leitinni að friði.
Leitin að
týnda friðinum
• Allir eru hvattir til að kynna sér yfírlýsingu um frið
á Netinu og íhuga að skrifa nafn sitt undir
• UNESCO hefur dreift kennsluefni á Netinu handa
börnum sem hvetur til umræðu um frið í heiminum
AP
Börn eru aðalskotniörkin í stríði. Palestínumaðurinn Jamal Aldura
verndar hér son sinn Rami fyrir byssukúlum hermanna 30. september
í Suður-Gazaborg. Andartaki síðar var drengurinn skotinn til bana.
s
ALÞJÓÐAÁRI friðar-
menningar og afnáms
ofbeldis hafa yfir 60
milljónir manna ritað
nafn sitt á Netinu á yfirlýsinguna
Manifesto 2000 um að rækta
friðarmenninguna til að geta bor-
ið sigurorð af viljanum til stríðs-
átaka. UNESCO, menningar-
málastofnun Sameinuðu þjóð-
anna, stendur fyrir söfnuninni og
hefur sett börn í öndvegi í henni.
En börn, 18 ára og yngri, líða
mest í nútímastríðum, bæði sem
skotmörk og einnig sem ungir
hermenn. Burkhard Gnaerig,
framkvæmdastjóri alþjóðasam-
taka Barnaheilla (Save the
Children Alliance), sagði m.a. í
samtali við Morgunblaðið 29.
október ’99 að á síðustu tveimur
til þremur áratugunum hefðu
börn verið aðalskotmörkin í
stríðsátökum og að þau og aðrir
óbreyttir borgarar væru 90%
fórnarlambanna í stríðum en her-
menn 10% þeirra. Hann sagði að
þar sem fram fara markvissar
þjóðernishreinsanir samfara
átökum væri börnunum síst hlíft.
Friðarverðlaunahafar Nóbels
sömdu yfirlýsinguna
Gnaerig nefndi dæmi um aðrar
ástæður þjáningar barna í heim-
inum; barnavændi, alnæmi, heim-
ilisofbeldi og fátækt. Það er því
ekki að ástæðulausu sem Samein-
uðu þjóðirnar hafa ákveðið að
helga fyrsta áratug nýrrar aldar,
2001-2010, friðarmenningu og af-
námi obeldis gegn börnum (Int-
ernational Decade for a Culture
of Peace and Non-Violence for
the Children of the World). Ára-
tugurinn kemur í kjölfar núver-
andi árs friðar. Ein meginhug-
myndin er að vekja athygli á
eftirfarandi hugsun: „Við berum
ábyrgð á friði.“ UNESCO, menn-
Merki yfirlýsingarinnar
um frið.
ingar-, mennta- og vísindastofnun
SÞ, hefur umsjón með þessari
friðarviðleitni og hefur m.a. stofn-
að til viðamikils verkefnis á Net-
inu undir heitinu Manifesto 2000,
en frá því sagði Eyrún Ósk Jónas-
dóttir nemi í aðsendri grein í
Morgunblaðinu 5. ágúst síðastlið-
inn með þessu orðum: „Á sama
tíma og Sameinuðu þjóðirnar
fögnuðu því að 50 ár voru liðin frá
því að mannréttindayfirlýsing
Sameinuðu þjóðanna var sam-
þykkt komu nokkrir friðar-
verðlaunahafar Nóbels saman og
gerðu uppkast að Manifesto 2000
sem er eins konar „skuldbinding
mannkynsins fyrir friði“. Skjalið
inniheldur sex meginþætti sem
eru grundvallaratriði fýrir ham-
ingju og velfarnaði alls mann-
kyns. Þau eru: „að virða allt líf,
hafna öllu ofbeldi, deila með
öðrum, hlusta til þess að skilja,
vernda jörðina og endurvekja
samábyrgð". Ætlunin er að safna
100 milljónum undirskrifta frá
öllum heimshornum . . . Hægt er
að skrifa undir skuldbindinguna á
heimasíðu Manifesto. Vefslóðin
er: www.unesco.org/manifesto-
2000.“ Hér á landi hefur
John Stuart Mill um skoðanir
Manifesto 2000 er á vegum UN-
ESCO, menningarmálastofnunar
SÞ. Yfírlýsingin var samin af hópi
friðarverðlaunahafa Nóbels og
hafa menn eins og Dalai' Lama,
Desmond Tutu, Elie Wiesels, Jose
Ramos Horta, Shimon Peres og
Jody Williams undirritað yfir-
lýsinguna. Aðrir þekktir hér eru
t.d. Vaclav Havel, Gabriel García
Marquez, Poul Nyrup Rasmussen,
Jacques Chirac, Nelson Mandela,
Tony Blair, Ehud Barak, Kjell
Magne Bondevik og Oscar Luigi
Scalfaro.
Vefsíðan er www.unesco.org/
manifesto2000. Spurt er um
„Account number" þegar skrifað
er undir og má þá skrifa IND/
ICE/003/RQE. Markmiðið er að
safna 100 m undirskriftum fyrir
áramót. í gær höfðu 65 Islending-
ar skrifað undir.
Breski heimspekingurinn John
Stuart Mill (1806-1873) fjallaði í
Frelsinu (HIB, 1978, þýðing: Jón
Hnefíll Aðalsteinsson og Þor-
steinn Gylfason) um eðli skoðana,
m.a. um „fastasvefn fastra skoð-
ana“ sem áður voru, þegar barist
var fyrir þeim, brennandi í hug og
hjarta einstaklinga. Þótt friður
ríki er hættulegt að hætta að hug-
leiða hann. Og þótt þjóð búi við
takmarkaða reynslu af ófriði, má
hún aldrei hætta umræðunni um
frið. John Stuart MiII ritaði eftir-
farandi skoðun sinni um mann-
þekkingu, skoðanir og lærdóma,
til áréttingar:
„Þeir eru taldir sjálfsagðir hlut-
ir, en réttu inntaki þeirra kynnast
menn ekki, fyrr en einhver
reynsla, oftast þungbær, gerir þá
að lifandi veruleika. Hve algengt
er það ekki, að maður, sem þjáist
vegna óvæntrar ógæfu eða von-
brigða, minnist spakmælis eða
málsháttar, sem hann hefur kunn-
að alla ævi? Og ef hann hefði fyrr
gert sér svo lifandi grein fyrir inn-
takinu, hefði það getað forðað
honum frá ógæfunni. Til þess eru
raunar aðrar ástæður en ekla á
umræðum ein. Til eru margvísleg
sannindi, sem mcnn geta ekki skil-
ið til fulls, fyrr en eigin reynsla
hefur gert þau að átakanlegum
veruleika. En jafnvel þessi sann-
indi yrðu betur skilin og dýpri
skilningi, ef menn heyrðu að jafn-
aði fólk, sem hefði tileinkað sér
þau, rökræða þau með og móti.
Helmingur allra mistaka mann-
kynsins stafar af þeirri hrapallegu
tilhneigingu þess að hætta að hug-
leiða hluti, sem enginn efast um
lengur."
(Frelsið, bls. 91-92).