Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 31 ERLENT Enn eitt ETA- morð SPÆNSKUR herlæknir var skotinn til bana í Sevilla á sunnanverðum Spáni í gær. Benti allt til þess að ETA, hryðjuverkasamtök bask- neskra aðskilnaðarsinna, bæru ábyrgð á morðtilræðinu, eftir því sem greint var frá í spænska ríkisútvarpinu. ETA eru sökuð um 14 önnur morð frá því þau lýstu vopnahléi slitið í desember sl. Tobin í framboð FRJÁLSLYNDI flokkurinn í Kanada vonaðist í gær til að bæta horfurnar á því að halda völdum eftir þingkosningar sem fram fara í landinu í næsta mánuði, með því að fá Brian Tobin, forsætisráðherra Nýfundnalands, til að gefa kost á sér í kosningunum. Tobin, sem er til vinstri í flokknum og fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra, lýsti því yf- ir í gær að hann hefði þekkzt boð um að verða í framboði í kosningunum, sem reiknað er með að Jean Chretien forsæt- isráðherra boði til hinn 27. nó- vember, þótt aðeins rúmlega þrjú ár séu liðin af seinna fimm ára kjörtímabili ríkis- stjórnar hans. Vonast Frjáls- lyndi flokkurinn til að bæta stöðu sína í Atlantshafsstran- dhéruðum Kanada með fram- boði Tobins, en margir kjós- endur sneru baki við flokknum í kosningunum 1997. Drnovsek aftur forsætis- ráðherra FRJÁLSLYNDIR demókrat- ar í Slóveníu tryggðu sér í þingkosningum á sunnudag öruggt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin mældist flokkurinn með 36,3% fylgi, sem gefur honum 34 af 90 sætum á þjóðþinginu í Ljubljana. í síðustu kosning- um fékk flokkurinn aðeins 25 þingmenn. Er fastlega reiknað með því að Janez Drnovsek, sem verið hefur forsætisráð- herra megnið af síðustu átta árum, myndi meirihlutastjórn með tveimur minni flokkum. Krónprins- inn mun trúlofa sig NORSKA konungsfjölskyldan staðfesti í gær að krónprinsinn Hákon og sambýliskona hans, Mette-Marit Tjessem H^iby, myndu bráðlega trúlofa sig. Ekki var þó skýrt frá því hve- nær hjónaleysin myndu heit- bindast með formlegum hætti, né hvenær konunglegt brúð- kaup yrði haldið. Mette-Marit er fyrrverandi gengilbeina sem á þriggja ára son úr fyrra sambandi. Norskir fjölmiðlar höfðu fyrr í gærdag slegið því upp að parið hygðist opinbera trúlofun sína um jólin, en krónprinsinn hafði svarað því til að sumir væru of fljótir á sér að draga ályktanir. Línur að skýrast á ríkjaráðstefnu ESB Stóru ríkin deila við hin smærri Opinn hagsmunaárekstur milli hinna stærri og smærri ríkja ESB hvað varðar endurskoðun stofnanakerfis þess varð lýðum ljós á óformlega leiðtogafundinum í Biarritz. Auðunn Arnórsson kannaði _________hvað að baki liggur._________ A LEIÐTOGAFUNDI Evrópusam- bandsins (ESB) í Biarritz í Frakk- landi, sem lauk á laugardag, kom í ljós að línur í viðræðum aðildarríkj- anna fimmtán um endurbætur á stofnanakerfi sambandsins og fyrir- komulagi ákvarðanatöku í aðdrag- anda fjölgunar aðildarríkja hafa skýrzt þannig, að nú standa stóru ríkin fimm - Bretland, Frakkland, Þýzkaland, ítalía og Spánn - gegn minni ríkjunum tíu. Fulltrúar minni ríkjanna sáu sig tilknúna að verjast ásökunum þess efnis, að þau sýndu skort á sann- gjörnum samningsvilja. Saka þeir einkum Frakka, sem gegna for- mennsku í ráðherraráði ESB, um einhliða hagsmunapot í eigin þágu. Yfir kvöldverði leiðtoganna á föstudagskvöld laust þeim saman. í upphafsávarpi sínu réðst gestgjaf- inn, Jaeques Chirac Frakklandsfor- seti, að smærri aðildarríkjunum með þeirri athugasemd, að sýndu þau ekki meiri vilja til að gefa eftir í samningunum um stofnanabreyting- arnar, bæru þau ábyrgðina á því að leiðtogafundurinn í Niee í desember yrði árangurslaus og þeirri töf sem þar með yrði óhjákvæmilega á inn- göngu ríkja Mið- og Austur-Evrópu í sambandið. Chirac lagði enn og aftur áherzlu á að framkæmdastjórn ESB yrði að minnka og gæfu stóru ríkin annan af tveimur fulltrúum sínum í fram- kvæmdastjórninni eftir yrðu þau að fá það bætt upp við endurmatið á at- kvæðavægi aðildarríkjanna í ráð- herraráðinu. I stækkuðu Evrópu- sambandi yrði mikil þörf á sterkri og skih/irkri framkvæmdastjórn, og það markmið næðist ekki nema með því að takmarka fjölda fulltrúa í henni. Chirac andmælt Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgal, varð fyrstur for- svarsmanna smærri ríkjanna til að hafa uppi mótbárur við ásakanir gestgjafans. Þegar tveir deildu væri það sjaldnast svo, að annar aðilinn bæri alla ábyrgðina á ágreiningnum. Guterres lagði áherzlu á, að í nafni grundvallarreglunnar um formlegt jafnrétti aðildarríkjanna yrði hvert og eitt aðildarríki að hafa sinn full- trúa í framkvæmdastjórninni; þetta væri ekki síður mikilvægt til að al- menningur í hverju aðildarríki sé til- búinn til að taka ákvarðanir fram- kvæmdastjórnarinnar góðar og gildar. Einkum og sér í lagi úr röðum full- trúa Norðurlandanna þriggja, sem aðild eiga að ESB, var - að sögn Neue Zúrcher Zeitung- að heyra, að ástæða væri til að óttast að Chirac og aðrir fulltrúar stóru ESB-þjóðanna sem höggvið hafa í sama knérunn, væri í raun ekki áfram um að efla stofnanakerfi ESB sem slíkt, heldur snerist þetta um að breyta valdajafn- væginu innan stofnana sambandsins stóru ríkjunum í vil, á kostnað áhrifa Robinson um húsnæðiskaupalán Mandelsons A. „Op frá hjartanu" London. The Daily Telegraph. TVEGGJA ára gamalt hneykslismál hefur nú aftur skotið upp kollinum og valdið Verkamannaflokknum breska, flokki Tony Blairs forsætis- ráðherra, vandkvæðum. Peter Mandelson, þáverandi ráðherra iðn- aðar- og viðskiptamála, varð að víkja árið 1998 er upp komst að hann hafði þagað um rúmlega 40 milljóna króna lán til húsnæðiskaupa sem hann fékk hjá flokksbróður sínum og samráð- herra, Geoffrey Robinson, er einnig varð að víkja úr ríkisstjórn. Mandel- son var utan stjórnar í 10 mánuði en er nú N-írlandsmálaráðherra. Robinson hefur nú gefið út ævi- minningar sínar og þar sakar hann Mandelson um að hafa frammi fyrir þingnefnd skýrt rangt frá aðdrag- anda lánsins, sem var 373.000 pund eða liðlega 40 milljónir. Þeir snæddu saman kvöldverð árið 1996, árið fyrir kosningarnar sem fleyttu Verka- mannaflokknum til valda og Mandel- son sagði þingnefndinni að Robinson hefði „boðið" sér fjárhagslega hjálp til að kaupa hús. Robinson lýsir ferlinu með öðrum orðum. Hann segir Mandelson hafa að fyrra bragði rætt húsnæðisvanda sinn og fjárskort og hann, Robinson, hafi spurt hvað Mandelson væri að hugsa um. Hann hefði minnst á Notting Hill en hverfið væri of dýrt „og enginn vill hjálpa mér" hefur Robinson eftir ráðherranum og fyrr- verandi vini sínum. „Það sem ég heyrði frá Peter var angistaróp sem kom frá hjartanu," segir Robinson í bók sinni. Hann segir að Mandelson hafi rætt um íbúðina sem hann bjó í, hve illa sér liði þar og hann gæti ekki tekið þar á móti gestum á viðeigandi hátt. Mandelson fékk lánið og keypti á endanum hús í Notting Hill. Robinson er sterkefnaður og átti á sínum tíma mikil viðskipti við hinn alræmda auðkýfing Robert Maxwell sem er látinn. Nú segir svonefndur skuggaráðherra Ihaldsflokksins í N-írlandsmálum, David Heathcoat- Amory, að reynist frásögn Robin- sons rétt verði Mandelson aftur að segja af sér ráðherraembætti. Hefur Heathcoat-Amory farið fram á nýja rannsókn á láninu til Mandelsons. Talsmaður Blairs gerði lítið úr málinu og sagði í gær að verið væri að auka sölumöguleika bókarinnar með því að vekja upp mál sem hefði verið útkljáð fyrir tveim árum. Jacques Chirac Frakklandsforseti (í miðju) og Lionel Jospin forsætis- ráðherra (t.v.) heilsa Jean Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxem- borgar, á leiðtogafundinum í Biarritz, þar sem djúpstæður ágreiningur kom upp milli smærri og stærri aðildarríkja ESB. hinna smærri. Þessi mjög svo tor- tryggnislega afstaða byggist á óttan- um um að minni rfkin muni með minnkun framkvæmdastjórnarinnar og auknu vægi fjölmennari ríkjanna í atkvæðagreiðslum í ráðherraráðinu sjá áhrif sín minnka í báðum þessum lykilstofnunum sambandsins. Þessi rök vilja talsmenn stóru ríkjanna ekki taka til greina. Ef hvert einasta aðildarríki héldi einum fulltrúa í framkvæmdastjórninni eft- ir að þau væru orðin 27 myndi hún tapa skilvirkni og þar með styrk. Og það vilji enginn, eftir því sem Ger- hard Schröder, kanzlari Þýzkalands, fullyrti. Sagði hann jafnvel að til greina kæmi af Þýzkalands hálfu að hafa engan fulltrúa í framkvæmda- stjórninni ef svo bæri undir, ef komið yrði á kerfi sem léti aðildarríkin skiptast á um að eiga fulltrúa í henni. Ef Þýzkaland fengi það nægilega bætt upp væri það reiðubúið að sleppa höndum af báðum fram- kvæmdastjórnarfulltrúunum. Smærri ríkin treysta þó slíkum yfir- lýsingum varlega. Þótt Schröder hugsi nú og tali mun ESB-vinsam- legar en hann gerði fyrir tveimur ár- um, hefur að sögn Die Welt orðstír Þýzkalands sem „vinur hinna smáu", sem það naut áður, enn ekki verið endurheimtur. Frestast lausn til Gautaborgarfundarins? Jean-Claude Juncker, forsætis- ráðherra minnsta aðildarríkisins, Lúxemborgar, lét svo ummælt, að hefði sú umræða sem fram fór um þessi mál á laugardaginn átt sér stað á leiðtogafundinum í Nice hefði það ótvírætt leitt til þess að ekki hefði tekizt að ná niðurstöðu í ríkjaráð- stefnuna fyrr en í Gautaborg, þ.e. á leiðtogafundinum í formennskutíð Svía, sem hefst um áramótin. Talsmenn Svía sögðu sjálfir að hart yrði tekizt á um þessi mál þær átta vikur sem enn væru til stefnu fyrir Nice-fundinn. í dag, þriðjudaginn 17. október kl. 11:00, fer fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3 mánaða ríkisvíxla en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. I boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum: Flokkur GjQÍdáttjji linstimi Aaöaé hómark ídrinna tiífeoðd* RVOl-0117 17.janúar2001 3 mónuðir 4.000.- *Milljónir króna Sölufyrirkomulag: Ríkisvixlarnir verða seldir með ttlboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestlngalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tílboð í ríkisvixla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00 í dag, þriðjudaginn 17. október 2000.Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgöm 6 og i síma 540 7500. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hveríisgata 6, 2. hæð • Sími: 540 7500 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.