Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 35 LISTIR Söngmenn, skáld og smiðir BÆKIJR /Ettarsaga HÆLSBÆNDUR Steinþór Gestsson. Ættir og athafn- ir Hælsbænda 1740-1937. Útg.: Gestur Steinþórsson, 2000,151 bls. I RUMLEGA hálfa þriðju öld hef- ur sama ættin setið jörðina Hæl í Gnúpverjahreppi. Sá sem bókina rit- ar mun vera sjöundi ættliðurinn en í bókinni er fjallað um þá sem á undan honum fóru. Enda þótt bókin sé ekki stór að blaðsíðutali er frá býsna mörgu sagt og víða gripið niður. Ritað er um ævi- feril og ættir ábúenda, búskapar- hætti og umsvif hvers konar, heimil- ishætti, hjúahald og sitthvað fleira. Jörðinni (eða jörðunum, því að fleiri jarðir voru lagðar undir bú) eru gerð góð skil, húsakosti, landsháttum, ræktun og örnefnum. Aftarlega í bókinni er mikil örnefnaskrá og fylg- ir stór loftmynd þar sem örnefni eru merkt inn (númer). Allmikið er af myndum, Ijósmyndum, teikningum og málverkum. Eins og að líkum lætur er minnst sagt frá elstu ættliðunum. Það er fyrst með þeim fjórða, Gesti Einars- syni og konu hans Ingveldi Einar- sdóttur, sem byggðu Hæl frá 1839- 1871, sem frásögnin fer að fá veru- Sýningu Sigurðar Arna að íjúka SÝNINGU Sigurðar Árna Sig- urðssonar í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti, lýkur föstudaginn 20. október. Sýningin hefur fengið mikla aðsókn enda listamaðurinn í fremstu röð, segir í fréttatil- kynningu. legt líf og lit. Gestur þessi var merkur bóndi og sérstæður mann- kostamaður. Sum tilsvör hans lifa góðu lífi enn þann dag í dag („Ég heiti Gestur og er frá Hæli," o.s.frv.) Þá komu Einar Gestsson og Stein- unn Vigfúsdóttir. Frá þeim merku hjónum er margt að segja. Loks er Gestur Einarsson og Margrét Gísla- dóttír. Gestur var mikilhæfur hæfi- leikamaður og einstakur atorkumað- ur. Hann var mikill félagsmála- garpur og hefði vafalaust orðið alþingismaður ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. Hann lést í blóma lífsins árið 1918 og var mörgum harmdauði. Ekkja hans bjó áfram með börn sín sex til ársins 1937. Lengst er frásögnin af Gesti og Mar- gréti enda frá mörgu að segja og end- urminningin ferskust hjá höfundi. Mér virðist sem öll frásögn höf- undar sé skrumlaus og hlutlæg þó að hann sé hér að fjalla um náin skyld- menni. Það fer ekki á milli mála - og er í samræmi við það sem ég hef allt- af heyrt - að Hæll hefur um langan aldur verið mikið menningarheimili og hafa hinar mikilhæfu húsfreyjur átt þar mikinn hlut að. Eru þeim gerð verðug skil í þessu riti. Bændur þeirra hafa verið hörkuduglegir búmenn, búið stórt og vel og gert jörð sína að stórbýli. Jafnframt hafa þeir verið miklir félagsmálamenn og komið mikið við sögu í sveitarmálum og raunar víðar. Heimilisandi virðist hafa verið glaðvær, hlýr og skemmti- legur. Tónlist var mikið iðkuð og mik- ið var ort. Hagleikur til munns og handa virðist hafa einkennt þetta fólk: Söngmenn, skáld og smiðir finn- ast í þeirra röðum. Þetta er því einkar ánægjuleg bók að lesa. Lesandinn smitast ósjálfrátt af þessum glaða heimilisbrag og kemst í gott skap. Ekki er þó svo að skilja að líf Hælsfólks hafi ætíð verið dans á rósum. Miklir erfiðleikar og sorgir hafa sótt að en eins og er aðall vel gerðra persónuleika, hefur Hæls- fólk sigrast á erfiðleikum sínum og orðið sterkara að lokum. Þessi bók er vissulega betur skrif- uð en óskrifuð. Sigurjón Björnsson Léttur og meðfærilegur CSM posi með innbyggðum prentara Hæqt að kaupa eða leigja ^point Hlíðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Sólveig Anna Jónsdóttir og Anna Júlíana Sveinsdóttir. Ljóðatónleikar í Salnum TÓNLEIKARÖÐ kennara Tónlist- arskóla Kópavogs í samvinnu við bæjaryfirvöld í Kópavogi er n^jung á starfsárinu og verða sex tónleikar haldnir í vetur. I kvöld kl. 20 verða fluttir aðrir tónleikarnir í röðinni. Það eru þær Anna Júlíana Sveins- dóttir mezzósópran og Sólveig Anna Jónsdóttir pi'andleikari sem halda ljóðatónleika í Salnum. A efnisskránni eru Vedasálmar eftir Gustav Holst, Wesendonk- Lieder eftir Richard Wagner og Zu- eignung eftir Richard Strauss auk íslenskra sönglaga eftir Sigvalda S. Kaldalóns, Karl O. Runðlfsson, Atla Heimi Sveinsson, Arna Björnsson og Sigurð Þdrðarson. Um upphaf dansk-íslenskra bókmennta FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar í Skólabæ við Suðurgötu, annað kvöld, miðvikudagskvöld, með Jóni Yngva Jóhannssyni bókmenntafræðingi. Jón nefnir erindi sitt „Jpklens Storm svalede den kulturtrætte Danmarks Pande". í erindinu verður fjallað um fyrstu skáldverk Gunnars Gunnarssonar, Jóhanns Sigurjónssonar, Guðmundar Kamban og Jónasar Guðlaugsson- ar á dönsku og viðtökur þeirra í Danmörku. Athyglinni verður sér- staklega beint að áhrifum þjóðern- ishyggju og almennra viðhorfa danskra gagnrýnenda til íslands og táknræns gildis þess í dönsku menningarlífi. Lýst verður hvernig samfelld orðræða um ísland varð til í kringum bókmenntahreyfingu dansk-íslenskra höfunda og þætti þeirra sjálfra í mótun hennar. Saga Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson er sérlega mikilvæg í þessu sambandi. Jón Yngvi stundar doktorsnám við Kaupmannahafnarháskóla. Eftir framsögu Jóns Yngva fara fram almennar umræður um erindi hennar. • Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjiim? • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi og þol? Þá heníar æfmgakerfíð okkarþér vtíl Reynslan hefur sýni að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aktri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Sjö bekkja æfíngakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi tii vöðvanna. Hver tími emfar á góðri slökun. Viö eritm einnig með göngubraut, þrekstiga og tvo aaka nuddbekki. fetor eldra fólk notíð géðs sfþessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa likamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og 16-20, þriðjudaga og fiinintudaga frá kl. 9-18 „Ég er búin aó stuntfa bekkina f 8 ár, eh méð smá bléurn, og þéstrax fór #g að verða atirðart í, öllurri liðum. Mér firinst aö bekkirnir séu nauðsynfegir, þó fólk stundi aöra líkamsrækt pvi þeir bæði stýrkja og nudda. Mjög gott fyrir þá sem þjást af gigt, td, liða- og vefjagigt." Jóhanna Einarsdóttir ,Ég hef stundað æfingábekkina i röm 12 ár eða frá því að þeir komu fyrst tií landsins. Þær æfingar, sem bekkirnir bjóða upp á, eru einstaklegá fjöibreyttar og góðan;feað. fann ég ,best þegar ég stoppaði í nokkra mánuði.: voðabólgur og stirðleiki létu, ekki á sér standa. En nú er ég byrjuð aftur og er nú orðin öll ðnnur. Því mæl! ég eiridreglð með æfinga: bekkjunum." Sigrún Jónatansdóttir „Það eru liðin 10 og % ár síðan dóttir mín sagði mér að hún hefði pantað fyrir mig pfufutíma í nuddbekki sem hún héft að gætu yerið mjög gððir fyrir mig. Ég hafði þá þjáðst iengi.af liöagigt og vöövabólgu.-Ég er ekki að orðlengja; það én allar gðtur síðan hef ég stundað bekkina ailan ársíns hring méð mjög göðum árangri, Ef hlé hefur yerið á æfingum finn ég mjög fijótt fyrir stirðleika í liðum og sörsauka f voðvum. Ég' er sannfærð úm að bekkimir hafa hjálpað mér mikiö í mfnu dagiegá líft." Stefanía Daviðsdóttir Frír kyaningartinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.