Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tækifæra leitað fyr- ir íslensk fyrirtæki í þróunarlöndunum Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásfrrímsson utanríkisráðherra handsalar samninginn við Árna Magnússon frá Þróunarsamvinnustofnun íslands. Lengst til vinstri er Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ, Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins og Þróunarsamvinnustofnun Islands hafa gert með sér samning um að að- stoða íslensk fyrirtæki við öflun við- skiptatækifæra í þróunarríkjunum. Vettvangurinn hefur verið nefndur Viðskiptaþróun og formlegur um- sjónaraðili verður viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins, VUR. Þetta var kynnt á blaðamannafundi í utan- ríkisráðuneytinu í gær. Þar kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra að um næstu ára- mót hefst þróunarstarf í Uganda og verður sett þar upp starfsstöð í höf- uðborginni Kampala. Hlutverk Viðskiptaþróunar verð- ur að marka stefnu um markaðssókn og fjárfestingar, vera fyrirtækjum og fjárfestum til aðstoðar, greina ný viðskiptatækifæri og fjárfestingar- möguleika og aðstoða íslensk fyrir- tæki við að taka að sér verkefni hjá alþjóðastofnunum svo nokkuð sé nefnt. Ráðinn verður sérstakur starfsmaður til að sinna verkefninu sem jafnframt verður tengiliður við Alþjóðabankann, en bankinn leggur áherslu á að eiga samstarf við fyrir- tæki í heiminum um uppbyggingu atvinnulífs í þróunarlöndunum. Ut- anríkisráðherra sagði að stjórnvöld hefðu þrýst mjög á Alþjóðabankann að styðja meira við uppbyggingu sjávarútvegs í þróunaraðstoðinni og gera það í samvinnu við þær þjóðir sem þar hafa náð langt. )H4ð okkar mati hefur Alþjóðabankinn ekki sinnt þessu verkefni nægilega vel. Við þrýstum núna síðast á bankann á fundi hans í Prag því það er einmitt á þessum sviðum sem íslensk fyrir- tæki geta átt mikla möguleika," sagði Halldór. Gert er ráð fyrir að verkefnið vari í þrjú ár og að þeim tíma liðnum verður tekin ákvörðun um framhald. Heildarkostnaður af verkefninu er áætlaður níu milljónir króna á ári sem skiptist jafnt milli samnings- aðila. Auðveldar aðgang Utanríkisráðherra sagði að þýð- ingarmikið væri að koma þekkingu á framfæri við hin fátækari ríki. „Það eru að sjálfsögðu ekki eingöngu stjórnvöld sem búa yfir þekkingu. Það liggur gífurlegur þekkingarauð- ur í atvinnulífinu og það er þessi reynsla sem þarf að koma á framfæri til þess að þróunarhjálp geti leitt til þess að þessar þjóðir geti hjálpað sér sjálfar," sagði utanríkisráðherra. SAMKVÆMT niðurstöðum Rann- sóknamiðstöðvar Háskóla Islands í jarðskjálftaverkfræði voru jarð- skjálftarnir á Suðurlandi í júní sl. þeir hörðustu frá því mælingar hóf- ust. I ágripi að skýrslu rannsókna- miðstöðvarinnar segir að með ólík- indum sé að tjón skyldi ekki verða meira en raun ber vitni. Hefðu bygg- ingar á Suðurlandi þolað áraun skjálftanna aðeins verr, hefði tjón orðið mun meira þar sem íbúðarhús- næði og önnur mannvirki hefðu mörg hver hreinlega hrunið. Einnig kemur fram að skemmdir bygginga, sér í lagi þeirra eldri, geti rist dýpra en ætla megi við fyrstu sýn. Rannsóknamiðstöðin áætlar að Úlfar Steindórsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, segir að mörg fyrirtæki hafi leit- að til sjóðsins með hugmyndir að verkefnum á þeim svæðum sem Þró- unarsamvinnustofnunin hefur unnið. Yfirleitt sé erfitt að komast í verk- efni á þessum stöðum en með póli- tískum og diplótmatískum tengslum í gegnum utanríkisráðuneytið og sendiráð opnist aðgangur sem auð- veldi alla framvindu mála. „Við erum alveg sannfærðir um að þetta verk- efni á eftir að veita íslensku atvinnu- lífi tækifæri til þess að koma sínum vörum og verkefnum á framfæri á fjöldi bygginga á Suðurlandi sé jafn- vel það skemmdur að ekki svari kostnaði að gera við þær. Endanleg- ar tölur liggi ekki enn fyrir en fjöldi þeirra skipti að líkindum hundruð- um. Jafnframt geti skemmdir sem myndist við svo snarpa jarðskjálfta tekið nokkurn tíma að koma endan- lega fram. Fram kemur að brýn ástæða sé til að þróa mismunandi jarðskjálfta- staðla fyrir byggingar og önnur mannvirki eftir landsvæðum og jarð- skjálftahættu. Sem dæmi megi nefna að allverulegar líkur séu á því að Hús verslunarinnar hefði orðið fyrir al- varlegum skemmdum í skjálftunum væri það staðsett á Hellu. Jafnframt þessum svæðum,“ sagði Úlfar. Hann benti þó á að það fjármagn sem væri lagt í verkefnið af hálfu samnings- aðila væri í sjálfu sér ekki há upphæð en hún gæti skapað gríðarleg verð- mæti í framtíðinni. Með fjárhæðinni ætti að reka verkefnið og koma því af þurfi að huga sérstaklega að jarð- skjálftavömum á skjálftasvæðum, samanber snjóflóðavamir á þeim svæðum sem búa við stöðuga hættu af völdum snjóflóða. 10 ára gamlir staðlar Byggingarstaðlaráð hefur ítrekað sent erindi til stjómvalda um að unn- ið verði að því að endurskoða núver- andi þolhönnunarstaðla sem bygg- ingarreglugerð vísar til. Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri bygging- arstaðlaráðs, segir að þolhönnunar- staðlar sem nú er farið eftir hafi verið teknir upp fyrir rúmlega tíu áram. I þeim er að hluta til byggt á dönskum stöðlum sem era frá því í upphafi stað. Síðar kæmu væntanlega skil- greind verkefni út úr þessu starfi sem þyrftu miklu meira fjármagn til þess að geta orðið að viðskiptatæki- færam. Þá tækju aðrir aðilar við, eins og Nýsköpunarsjóður og aðrir fjárfestar, og kæmu að málúm. níunda áratugarins og að hluta á eldri jarðskjálftastaðli, sem var tekinn upp hérlendis á áttunda áratugnum. Und- anfarin ár hefur verið unnið að rann- sóknaverkefni á vegum byggingar- staðlaráðs og hluta af verkefninu, sem fjallar jarðskjálftaálag, lauk fyr- ir fimm áram með tillögu að jarð- skjálftakorti. Samhliða að verkefninu var farið á leit við stjórnvöld að unnið yrði að gerð þjóðarskjala við evr- ópsku þolhönnunarstaðlana. Þjóðar- skjöl tengja samevrópska staðla við aðstæður í hverju landi fyrir sig. It- rekaði byggingarstaðlaráð erindið við stjómvöld í vor og aftur í sumar. Ráðuneyti byggingamála er um- hverfismálaráðuneytið. Jarðskiálftarnir á Suðurlandi þeir hörðustu síðan mælingar hófust Oskir um endurskoðun byggingarstaðla ítrekaðar Bifreiðamar eru af gerðinni Mercedes Benz Vito CDI. Lögreglan fær fjórar nýjar bifreiðir HARALDUR Johannessen ríkis- lögreglustjóri afhenti á föstudag lögrcglustjóranum í Reykjavík, Böðvari Bragasyni, fjórar eftir- litsbifreiðir af gerðinni Mercedes Benz Vito CDI. Þetta eru fyrstu Mercedes Benz bifreiðimar sem lögreglan tekur í notkun til al- mennra eftirlitsstarfa. Nú er 161 lögreglubifreið á land- inu. I fyrra voru 28 endurnýjaðar en á þessu ári hefur Iögreglan keypt 41 nýja bifreið. Af þeim em 28 til notk- unar hjá lögreglunni í Reykjavík. Harður árekstur í Aðaldal HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á gatnamótum Norðausturvegar og afleggjar- ans að Sandi í Aðaldal um miðjan dag á sunnudaginn. Höfnuðu báðir bílamir utan vegar. Era þeir mildð skemmdir og jafnvel taldir ónýtir. Hjón sem vora í öðrum bílnum sluppu ómeidd. Fjórir vora í hin- um bílnum og var enginn þeirra í bílbeltum. Þeir sluppu þó með skrámur en lögreglan á Húsavík telur mikla mildi að enginn slas- aðist alvarlega í árekstrinum. Sveitarsljórnarmenn á Austurlandi skoðuðu álver í Noregi Miklar tækniframfarir að verða í álverunum SMÁRI Geirsson, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, segir að sveitarstjórnarmenn í Sunndal, Aardal og Karmöy í Nor- egi hafi heitið sveitarstjórnunum á Austurlandi samstarfi og stuðningi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar álvers á Reyðarfirði. Tólf sveitar- stjórnarmenn á Austurlandi vora í Noregi fyrir helgina og kyntu sér starfsemi álvera í Noregi og ræddu við sveitarstjórnarmenn á stöðun- um um samskipti þeirra við Norsk Hydro og hvernig þar er tekið á samfélagslegum málum. „Þetta hefur verið mjög lærdóms- ríkt og ég held að allir í hópnum séu sammála um að þetta sé mjög vel- heppnuð ferð. Þetta hefur opnað augu okkar fyrir mjög mörgum hlutum og við eram án efa miklu betur í stakk búnir til að taka á mjög mörgum málum eftir þessa ferð,“ sagði Smári. Skoðuðu þrjú álver í upphafi ferðarinnar fór hópur- inn til Sunndalsöra á Mæri, en þar hefur verið starfrækt álver frá árinu 1954 og er nýbúið að ákveða að end- urnýja það og stækka. Þar búa um 7.400 íbúar. Þaðan fór hópurinn til Aardals í Vestur-Noregi, en þar er álver í um 4.000 manna samfélagi og rafskautaverksmiðja í um 1.500 manna samfélagi. Loks fór hópur- inn til Karmöy, en þar er stærsta ál- verið í um 37.000 manna sveitarfé- lagi. Smári sagði að segja mætti að samfélögin í Sunndal og Aardal byggðu að stærstum hluta á starf- semi álveranna. Önnur atvinnu- starfsemi væri meira og minna háð henni. Hann sagðist ekki eiga von á að þannig yrði þetta ef álver yrði reist á Austurlandi því þar væru fyr- ir öflug fyrirtæki á ýmsum sviðum. „Sveitarstjórnamenn sem við höf- um rætt við í Noregi hafa lýst sig til- búna til samstarfs við okkur á öllum sviðum. Þeir hafa langa reynslu af þessum málum. Þeir eru almennt ánægðir með samstarfið við Norsk Hydro. Auð- vitað hafa komið upp ýmis vandamál og það sem þeir nefndu helst var að tæknifarmfarir í álveranum hafa or- sakað fækkun starfa í þessari grein eins og ýmsum öðram. Þetta hefur auðvitað ákveðin samfélagsleg áhrif. Það er mjög áberandi hér hvað Norsk Hydro, sem á allar þess- ar verksmiðjur, og sveitarfélögin hafa tekið á þessum málum með já- kvæðum hætti og verið samstiga." Smári sagði að það hefði verið fróðlegt að skoða álverin. „Það sem vekur mesta athygli okkar era þær gríðarlegu framfarir sem hafa átt sér stað í þessum iðnaði. Við skoðuð- um í Aardal tilraunaverksmiðju þar sem verið er að þróa nýja bræðslu- ofna, sem eru meðal þeirra full- komnustu sem þekkjast í dag. Þetta eru þeir ofnar sem áformað er að nota á Reyðarfirði. Það er búið að taka ákvörðun um að stækka álverið í Sunndal og er stefnt að því að rífa niður elstu hluta verksmiðjunnar, sem hefur neikvæðustu áhrifin á umhverfið og þar sem vinnuum- hverfið er lakast. Það vekur athygli hvað munurinn er mikill á gömlu og nýju tækninni. Við höfum fengið mjög góðar upplýsingar um um- hverfisáhrif álveranna. Þrátt fyrir að þau séu öll að einhverju leyti með gamalt kerfi hafa orðið miklar fram- farir í umhverfismálum og mengun er langt fyrir neðan þau viðmiðun- armörk sem stjórnvöld setja.“ Smári sagði að álverin í Sunndal og Aardal væru staðsett í þröngum fjörðum inn á milli hárra fjalla. Þarna hefðu áður verið talsverð um- hverfisvandamál, en þar hefði orðið mikil breyting á. Hann sagði einnig vekja athygli hvað íbúðabyggðin væri nálægt álveranum. Þarna væru hús alveg við lóð álveranna. Þannig yrði þetta hins vegar ekki á Reyðarfirði þar sem gert væri ráð fyrir að reisa álver um 6 kílómetra frá byggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.