Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Heilbrigðiskerfið og aldraðir
UNDANFARIÐ
hefur verið töluverð
umræða um stöðu aldr-
aðra í þjóðfélaginu og
sýnist þar sitt hverjum.
Einn er sá þáttur sem
ekki hefur komið mikið
fram en það er þjón-
usta heibrigðiskerfms
við þennan hóp. Al-
mennt má segja að hún
sé nokkuð góð enda
þótt minnkandi þátt-
taka hins opinbera í
'iyfjakostnaði hafi kom-
ið sér illa. Hvað sjúkra-
húsþjónustu varðar er
ljóst að bráðaþjónusta
er hér með ágætum og
sjúklingar með ýmsa alvarlega sjúk-
dóma svo sem krabbamein fá góða
þjónustu. Einn er þó hópur sjúkl-
inga sem eftir situr og er nokkuð
stór en það eru þeir sem þurfa á
ýmsum valaðgerðum að halda t.d. á
stoðkerfi, þar á meðal liðskipti.
Fækkun sjúkrarúma
Þrengt hefur verið töluvert að
rekstri sjúkrahúsa undanfarinn ára-
tug. Því hefur verið mætt með ýmsu
móti, þjónusta hefur breyst verulega
vegna nýrra möguleika sem hafa
skapast af tæknilegum ft-amförum
og fjöldi sjúklinga er nú meðhöndl-
aður án innlagnar, að verulegu leyti
á stofum lækna úti í bæ. Af þessum
sökum hefur sjúkrarúmum hér á
höfuðborgarsvæðinu fækkað þennan
áratug um talsvert á þriðja hundrað
og er ekki nema gott eitt um það að
segja.
Rekstur Landspítala á yfirstand-
andi ári hefur verið erfiður. Samein-
ingarferlið og það sem því óhjá-
kvæmilega fylgir hefur reynt mjög á
þanþol starfsfólks og um mitt ár
varð ljóst að miðað við óbreytta
þjónustu færi reksturinn fram úr
fjárlögum. Þegar rikisstjórn var
gerð grein fyrir ástandinu kom svar
um að ekki fengjust frekari fjárveit-
ingar og spítalinn yrði að draga sam-
an þjónustu sína.
Ekki eru möguleikar á að fækka
innlögnum bráðveikra sjúklinga eða
slasaðra. Og ekki stjórnar spítalinn
því hve margar konur verða þungað-
ar sem síðan krefst ákveðins fjölda
fóstureyðinga og fæðinga. Einu inn-
lögnunum sem hægt er að stjórna
snerta sjúklinga sem
eru á biðlistum eftir
valaðgerðum ýmiss
konar.
Niðurskurður á
þjónustu
Því var það að
skömmu eftir mitt ár
taldi stjórn spítalans
nauðsynlegt að fækka
aðgerðum af þessu
tagi. Akveðið var að
sumarlokanir giltu
áfram sem þýðir að 2-3
skurðstofum var lokað
Ólafur Öm a.m.k. til áramóta ( Á
Amarson sama tíma vígði heil-
brigðisráðherra tvær
nýjar skurðstofur á Akranesi.) Því
hefur dregið mjög úr öllum valað-
gerðum sem þarfnast innlagnar á
spítalann. Með þessu móti var þess
vænst að það spöruðust 80-100 milij-
ónir króna. En stjóm spítalans var
ósátt með þessa ákvörðun því að í
fundargerð hennar frá 25. ágúst sl.
segir svo: „Gerð var grein fyrir
áhrifum aðhaldsaðgerða m.a. á bið-
lista í ýmsum greinum skurðlækn-
inga. Þá er álag á lyflækningadeildir
mikið og verulegir erfiðleikar eink-
um í Fossvogi. Ljóst er að áhrif
þessara sértæku aðgerða eru um-
talsverð og á flestan hátt óæskileg
og ganga þvert á meginmarkmið
stofnunarinnar." (Leturbr. ÓÖA)
Ofangreindar aðhaldsaðgerðir
gilda til áramóta. Þegar fjárlaga-
frumvarpið er skoðað verður ekki
séð að orðið hafi verið við neinum
óskum stjómarinnar um auknar
fjárveitingar fyrir næsta ár. Farið
hafði verið fram á hækkanir á fram-
lögum til rekstrar, tækjakaupa og
viðhalds að upphæð 2.176 milljónir
króna. Niðurstaðan í frumvarpinu er
niðurskurður um 140 milljónir
króna, þannig að ekki verður séð að
ástandið muni breytast mikið eftir
áramót að óbreyttu fjárlagafrum-
varpi.
Biðlistar
Þetta þýðir að sjúklingum á bið-
lista fjölgar verulega á næstu mán-
uðum. En fylgir því sparnaður ?
Beinn og óbeinn kostnaður vegna
biðlista er ekki alltaf augljós. Verði
þeir sjúklingar, sem em vinnandi,
óvinnufærir hefur það að sjálfsögðu
Helgartilboð til
London
26. október
kr. 24.900
.Við höfum nú fengið viðbótarherbergi á Ambassador hótelinu í
Kensington á hreint frábærum kjörum. Þægilegt nýuppgert hótel í hjarta
borgarinnar, lítil herbergi, öll með baði, sjónvarpi, síma. Rétt við
Gloucester Road neðannarðarstöðina. Morgunverður innifalinn. Beint
flug til London fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember.
Verð kr.
14.900
Flugsæti mánudaga til fimmtudags.
Skattar kr. 3.790.-, ckki innifaldir.
24.900
Verð kr.
19.900
Flugsæti, fimmtudaga til mánudags.
Verökr. 19.900 Skattar
kr. 3.790.-, ekki innifaldir.
Verð kr.
Flug og hótel i 4 nætur, helgarferð
19. okt. og 26.okt. Ferð frá
fimmtudegi til mánudags,
Ambassadors hótelið, Kensington,
m.v. 2 i hcrbergi mcð inorgunmat.
Skattar kr. 3.790.-, ekki innifaldir.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600,-
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Sjúkrahús
Ekki eru möguleikar á,
segir Ólafur Örn Arn-
arson, að fækka inn-
lögnum bráðveikra
sjúklinga eða slasaðra.
mikinn kostnað í för með sér. Þá eru
sjúklingarnir oft illa haldnir af
verkjum og þurfa talsvert af lyfjum.
Þau lyf kosta mikið og hætta er á
ýmsum aukaverkunum. Þeir sem
eru með sjúkdóma i stoðkerfi geta
lítið hreyft sig því að að vitað er að
verkjalyf duga þeim lítið. Þeir
stirðna og vöðvar rýrna þannig að
þegar loks kemur til aðgerðar verð-
ur hún erfiðari og meiri hætta á
aukakvillum, sjúklingarnir eru leng-
ur að ná sér og þurfa meiri endur-
hæfingu. Að öllu samanlögðu er
kostnaður við biðlista því mikill og
leggst við þann kostnað sem hlýst af
sjálfri aðgerðinni, þegar til hennar
kemur. Talið er að kostnaður við að-
gerð vegna þindarslits sé jafnmikill
og lyfjakostnaður sjúklings í 18
mánuði. Eini „sparnaðurinn" sem er
hugsanlegur væri vegna þeirra
sjúklinga sem kunna að deyja á með-
an þeir bíða.
Það er því einfaldlega staðreynd
að það hagkvæmast að lækna sjúkl-
ingana eins fljótt og hægt er, þ.e. 4-6
vikum eftir að ákvörðun um innlögn
liggur fyrir.
Efasemdir um árangur
Miklar efasemdir eru innan spítal-
ans um að sparnaðurinn náist. Allt
starfsfólk er komið úr sumarleyfum
og hægt væri að fjölga aðgerðum án
þess að launakostnaður aukist að
ráði. Mikill hluti þess efniskostnaðar
sem til fellur er þegar kominn fram
þar sem efnið er að miklu leyti til í
hillum spítalans. Niðurstaðan er því
sú að áðurnefndar aðgerðir hafa í för
með sér verulegan kostnað fyrir
kerfið í heild. Það er því einfaldlega
verið að valda saklausu fólki miklum
óþægindum algerlega að óþörfu.
Þetta er fólkið sem sem hefur tekið
fullan þátt í uppbyggingu okkar vel-
ferðarkerfis og hefur öðlast rétt á að
fá þá þjónustu sem það þarfnast. En
það er engu líkara en að ríkisstjórn-
in telji þjónustuna ölmusu sem ekki
sé rétt að veita til þess að hún geti
státað af sem mestum afgangi á fjár-
lögum.
Hvers vegna gerist þetta? Megin-
skýringin að mínu mati er úrelt fjár-
mögnunarkerfi heilbrigðisþjónust-
unnar. Þegar greining á kostnaði við
hina ýmsu þætti hennar er ekki til
staðar og horft á hlutina í heild eru
svona ákvarðanir teknar. Menn
skilja ekki samhengi hlutanna og
vinstri höndin veit ekki hvað sú
hægri gerir. Það er ekki svo að
stjómmálamönnum hafi ekki verið
bent á leiðinar. I á annan áratug hef-
ur heilbrigðisnefnd Sjálfstæðis-
flokksins lagt fram tillögur sínar á
landsfundum, sem hafa síðan verið
samþykktar. Þessar samþykktir
ganga í þá átt að gera nákvæmlega
sömu breytingar á fjármögnun heil-
brigðiskerfisins hér á landi og gerð-
ar hafa verið í öllum nágrannalönd-
um okkar. Það er að
tryggingahugtakið verði endurreist,
fjármagnið fylgi sjúklingunum,
kostnaður verði gi-eindur í öllum
þáttum og skýr mörk gerð á kaup-
endum og seljendum þjónustunnar.
Höfundur er læknir.
Að neyta eða neyta
ekki eiturs
SÚ heilsubylting sem
sett hefur svip á síðustu
áratugi 20. aldar virðist
nú vera að breikka við-
fangsefnasvið sitt.
Framanaf mátti greina
þessa byltingu í aukinni
meðvitund um heilsu og
útlit, líkamsræktar-
stöðvar tóku að spretta
á hverju strái og um-
ræða um óæskilega
fæðu jókst. Síðustu ár
hefur sjóndeildarhring-
ur heilsubyltingarinnar
verið að víkka enn frek-
ar og inn á sjónarsviðið
er komin vitundin um
hvemig stýra má heO-
brigði og útliti líkamans enn frekar
innan frá. Það sem er nýtt á döfinni er
umræðan um nákvæmt efnisinnihald
matvara. Lífrænt ræktaðar matvörur
eru sífellt að eignast stærri aðdáenda-
hóp sem samanstendur af fólki sem
gerir sér grein fyrir því að hver ein-
asti snefill af næringu sem kemur inn
fyrir líkamans dyr, hefur áhrif á
ástand hans. Öll „slæm“ efiii, skor-
dýraeitur, hormón, sýklalyf og svo
framvegis, sem notuð eru á einhverju
stigi við framleiðslu matvöm, virðast
skila sér í einhverri mynd út í endan-
legu afurðina og þar með í líkama
þess sem hennar neytir.
Hin hljóðlátu banamein
Þó farið hafi nokkuð lítið fyrir um-
ræðu um efnisinnihald ólíkra jurtaolía
og áhrifa þeirra á líkamann, er þessi
umræða hægt að færast í vöxt. Um-
ræðan snýst fyrst og fremst um hert-
ar eða unnar jurtaolíur (hydro-
genated oOs) og skaðsemi þeirra fyrir
líkamann og heilbrigða starfsemi
hans. Jurtaolíur af þessu tagi hafa
verið kallaðar „hin hljóðlátu bana-
mein“ (the silent killers) og færa sí-
fellt fleiri fræðimenn rök fyrir því
hversu skaðlegar þær séu fyrir líkam-
ann. Herðing breytir efnafræðilegri
uppbyggingu olía og hafa rannsóknir
sýnt fram á að hertar olíur mynda fit-
usýrar sem líkaminn getur ekki nýtt á
nokkum hátt og em í raun hreint eit-
ur fyrir hann. Þetta eitur safnast fyrir
í líkamanum og hindrar hann í að
starfa rétt, sem tO lengri tíma veldur
sjúkdómum og kvillum. Rannsóknir
hafa óyggjandi sýnt fram skaðsemi
hertra jurtaolía og tengingu mOli
neyslu þeirra og ýmissa sjúkdóma.
Meðal fýlgikvilla sem taldir era tengj-
ast neyslu slíkra olía em hjartasjúk-
dómar, krabbamein, sykursýki,
óhrein og bólótt húð og fleiri sjúk-
dómar og kvillar sem
enginn óskar eftir.
Engin oh'a,
eða hvað?
Lausnin er ekki sú að
hætta að borða fitu og
olíur því líkaminn getm-
ekki starfað án olía,
kúnstin er að borða
réttar olíur í réttu hlut-
falli. Dr. Joanna Bud-
wig, þýskur lífefnafræð-
ingur, var fyrst tO að
benda á mikOvægi
nauðsynlegra fitasýra
Rakel (EFA - Essential Fatty
Halldórsdóttir Acids). Nauðsynlegar
fitusýmr era þær fitu-
sýrar sem líkaminn þarf tíl síns dag-
lega starfa, líkaminn nýtir þessar fitu-
sýrur m.a. til að viðhalda ónæm-
iskerfinu, hormónakerfinu og hinum
mikilvægu hreinsikerfum sínum (m.a.
Jurtaolíur
Rannsóknir, segir
Rakel Hallddrsdöttir,
hafa óyggjandi
sýnt fram á skaðsemi
hertra jurtaolía.
lifur og nýrum). Jurtaolíur eru taldai'
misgóðar og hefur t.a.m. verið bent á
að Canola-olía, í hvaða foi-mi sem er,
sé hreint eitur fyrir líkamann. Olífu-
olía hefur verið talin góð til neyslu og
er ráðlagt að nota kald-pressaða jóm-
frúarolíu (extra virgin, first cold
press) og hita hana sem allra minnst.
Allai- jurtaolíur, hertar sem óhertar,
eru taldar verða skaðlegar líkaman-
um séu þær hitaðar og þeim mun
skaðlegri því lengur sem þær eru hit-
aðar. Sumir segja jafnvel að dýi’afita
(óhert) sé skárri til steikingar þai*
sem hún sé stöðugri og þoli betur hit-
un. Rannsóknir hafa sýnt að líkaminn
þarf þrenns konar fitusýrai' til að við-
halda heilbrigði, omega-3, omega-6 og
omega-9. Þessar fitusýrur fáum við úr
hinum ýmsu jurtaolíum og fiskiolíum.
Hei'tar jurtaolíur leynast í fjöl-
mörgum matvælum en það er í raun
ekki svo erfitt að forðast þær. Galdur-
inn er að lesa innihaldslýsingar á mat-
vörum og forðast þær matvörur sem
innihalda hertar (hydrogenated) ol-
íur. I tilfellum þar sem framleiðendur
tilgreina ekki hvers konar jurtaolíu
varan inniheldur er líkast til öruggast
að gera ráð fyrir að olían sé hert, þar
sem slík olía er mun ódýrari en óunn-
ar olíur og auk þess hefur hún lengri
gildistíma. Sumir matvælaft'amleið-
endur sem nýta hertar jurtaoh'm' hafa
tekið upp á því að kalla þessar olíur
nýju nafni, ,ynono-diglycerides“, til að
villa um fyrir almenningi. Slíkt auð-
veldar neytendum ekki fyrir, en það
er augljóst að margir matvælafram-
leiðendur hafa mikilla hagsmuna að
gæta í þessu samhengi og ekki ein-
ungis þeir heldur einnig lyfja- og
snyrtivöruframleiðendur.
Börnin og næringin
Því miður innihalda margar þær
matartegundir sem framleiddar eru
með unga neytendur í huga stórt hlut-
fall hertra jurtaolía og annarra
slæmra aukaefna (svo sem rotvarnar-
efna). Þetta á sérstaklega við um
margar tegundir morgunkoms, kex
o.fl. matvörur sem böm era hrifm af.
Nú þegar umræðan um aukna offitu
og leti barna er sífellt að aukast er
vert að foreldrar hafi í huga hvers
kyns fæðu við eram að gefa börnun-
um okkar og hvaða áhrif þessi fæða
hefur á líkama þeirra. Varðandi ungl-
inga og bólur þá myndi ég, sem for-
eldri, mun fremur kjósa að hjálpa
unglingi með bóluvandamál að borða
rétt og forðast hertar olíur og önnur
aukaefni í mat, fremur en að ungling-
urinn bæri á sig húðkrem sem inni-
halda sterk efni eða tæki jafnvel
sterkar töílur sem eiga að vinna á
óhreinni húð. (Ég bendi unglingum í
þessari aðstöðu, foreldram þeirra og í
raun hveram sem vill byggja upp heil-
brigði sitt og útlit, að kynna sér eftir-
fai’andi kerfi: http://acnemiracle.ant-
hill.com/aenemiracleanthilleom/de-
fault.htm).
Þitt er valið
Eftir að hafa kynnt mér þessi mál
ítarlega (jafnt hugmyndafræðilega
sem í framkvæmd) er ég á þeirri
skoðun að áhrifarík uppbygging, við-
gerð og hreinsun Ukamans getur átt
sér stað innan frá, með réttri næringu
og réttum lífsstíl. Það eru því lækna-
vísindunum, næringarfræðinni og
okkur öllum mikii gleðitíðindi að
heilsubyltingin er að færa okkur inn á
þetta merkilega svið meðvitaðri og
upplýstari lífsstíls. Það verðm' for-
vitnilegt að fylgjast með frekari rann-
sóknum á sviði fyrirbyggjandi nær-
ingar- og læknisfræði.
Höfundur stundar mastersnám í
Cambridge, Massachusetts,
Bandarfkjunum.