Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Kasparov í erfiðleik-
um með Kramnik
SKAK
L o n d o n
KASPAROV - KRAMNIK
8.10.-4.11.2000
VLADIMIR Kramnik hefur tekist
að ná kverkataki á Kasparov í einvíg-
inu sem þeir tefla nú í London. Fimm
skákum er lokið og staðan er 3-2
Kramnik í vil. Reyndar má Kasparov
þakka fyrir að hafa ekki tapað fjórðu
skákinni eins og fram kemur í skák-
skýringum hér á eftir. Það verður að
teljast fremur dapurlegt fyrir Kasp-
arov að helsta fagnaðarefni hans í
þessu einvígi er að hafa tekist að ná
jafntefli í þeirri skák. Hann er
óþekkjanlegur frá einvíginu við An-
and 1995, þar sem hann hefndi sam-
- vstundis fyrsta tapsins í einvíginu.
Eftir fjórðu skákina gegn Kramnik
sagði Kasparov að nú væri einvígið
fyrst að byrja og margir áttu því von
á að hann mundi berjast til þrautar í
fimmtu skákinni. Reyndin varð hins
vegar sú, að jafntefli var samið eftir
24 leiki, þrátt fyrir að Kasparov hefði
hvítt.
Margir hafa velt fyrir sér byrjana-
vali Kasparovs í einvíginu, en hann
hefur ekki teflt þær byrjanir sem
hafa reynst honum best. Það minnir
reyndar á einvígi hans við Deep Blue,
þar sem hann tefldi byrjanir sem
hann hafði litla eða enga reynslu af og
tapaði einvíginu að lokum eins og
frægt er orðið. I þessu sambandi er
kannski vert að minnast orða An-
ands, sem sagði að helsti styrkleiki
Kasparovs, þ.e. áður óþekkt dýpt í
byrjanaundirbúningi, gæti síðar orð-
ið hans helsti veikleiki. Það sem hann
óttast kannski mest er að andstæð-
ingurinn sé betur undirbúinn en hann
sjálfur í byrjunum. Þetta virðist vera
tilfellið í yfirstandandi einvígi og
Kasparov hefur forðast þær byrjanir
sem hafa reynst honum gjöfulastar á
undaníornum árum. Helgi Ólafsson
hefur bent á, að Kramnik var aðstoð-
armaður Kasparovs í einvíginu gegn
■ Anand þar sem Kasparov beitti m.a.
skoska leiknum. Kramnik er því
væntanlega öllum hnútum kunnugur
í undirbúningi Kasparovs fyrir þá
byrjun og því hefur Kasparov kosið
að sneiða hjá henni. Fjórða einvígis-
skákin reyndist gífurlega spennandi
og mistökin létu ekki á sér standa. Að
því leyti minnir þessi skák kannski á
skrautlega skák þeirra Stefáns Krist-
jánssonar og Sævars Bjarnasonar á
Skákþingi Islands í ár, en kannski
voru mistökin færri þar!
Fjórða einvígisskákin
Hvítt: Kramnik
Svart: Kasparov
Móttekið drottningarbragð
1. d4 d5 2. c4 dxc4
Kasparov leggur ekki út í Grún-
feldsvömina eftir vandræðin í ann-
arri skákinni og grípur í þess stað til
byrjunar, sem hann hefur ekki áður
teflt.
3. Rf3 e6 4. e3 c5 5. Bxc4 a6 6. 0-0
Rf6 7. dxc5 -
Aðrir leikir eru 7. De2, 7. a4,7. Bb3
eða 7. Bd3 og hefur Kramnik beitt
tveim síðastnefndu leikjunum áður,
auk leiksins í skákinni.
7. - Dxdl 8. Hxdl Bxc5 9. Rbd2
Rbd7 10. Be2 b6
Ekki væri ráðlegt fyrir svart að
veikja stöðu sína á drottningarvæng
með 10. -- b5, vegna 11. a4! o.s.frv.
ll.Rb3 —
Kramnik hefur hingað til leikið 11.
Rc4 í þessari stöðu, t.d.ll. - Bb7 12.
b3 0-0 (12. - Ke7?! 13. Bb2 Hhd8 14.
Rel! b5 15. Ra5 Be4 16. Bf3! Bxf3 17.
gxf3 Hdc8 18. Rd3 Hab8 19. Rxe5
Hxc5 20. Hacl Ke8 21. Bd4 Hxel 22.
Hxcl með betra tafli fyrir hvít
(Kramnik, V-Karpov, Frankfurt
1999) 13. Bb2 b5 14. Ra5 Bd5 15. Rd4
Hfc816. Hacl e517. Rc2 Bb6 18. Rb4
Hxcl 19. Bxcl Hc8 með góðri stöðu
fyrir svart (Kramnik-Anand, Mónakó
1997).
11. ...Be7 12. Rfd4 Bb7 13. f3 0-0
14. e4 Hfc8 15. Be3 Kf8 16. Rd2 -
Nýr leikur í stöðunni. Einn aðstoð-
armanna Kramniks, rússneski ofur-
stórmeistarinn Evgeníj Barejev, lék
16. Kf2 í skák við Rúblevskíj í Elista
1996, og framhaldið varð 16. ~Ne517.
Rd2 Hc718. R4b3 Hc619. Hacl Hac8
20. Hxc6 Hxc6, með friðsamlegum
lokum 25 leikjum síðar.
Þegar hér var komið átti Kramnik
1 klukkustund og 32 mínútur eftir til
að ná 40 leikjunum, en Kasparov 1,36.
16. - Re5 17. R4b3 Hc6 18. Hacl
Hac8 19. Hxc6 Hxc6 20. g4! h6 21. h4
Bc8
Þessi hæverski leikur hefur þann
göfuga tilgang að tryggja svörtum
riddara reitinn d7 til að valda peðið á
b6.
22. g5 hxg5 23. hxg5 Rfd7
Kramnik átti 56 mínútur eftir á 18
leiki, en Kasparov 58.
24. f4 Rg6 25. Rf3 -
(Sjá stöðumynd efst í næstn dálki.)
25. - Hc2?!
Kasparov er orðinn leiður á að-
gerðaleysinu og leggur út í vafasama
leið. Öruggast virðist að leika 25. —
Ke8, t.d. 26. Rfd4 Hc7 27. Bh5 Rgf8
o.s.frv.
Klukkan: Kramnik á 46 mínútur
eftir, en Kasparov 34.
26. Bxa6!
Kramnik teflir til vinnings, en
hann hefði getað teflt áfram af öryggi
með 26. Hcl eða 26. Hd2 o.s.frv.
26. - Bxa6 27. Hxd7 Hxb2
Klukkan: Hvor teflandi á 30 mínút-
ur fyrir 13 leiki.
28. Ha7 Bb5 29. f5! exf5 30. exf5
He2 31. Rfd4! -
Klukkan gengur hratt: Kramnik á
13 mínútur, Kasparov 18.
31. ~Hel+
Ekki 31. — Hxe3 32. Rxb5 og hvítur
vinnui' mann.
32. Kf2 Hfl+ 33. Kg2 Rh4+ 34.
Kh3 Hhl+ 35. Kg4 Be8
36. Bf2 Ng2 37. Ha8!?~
Einnig kom til greina að leika 37.
RÍ3 Bd6 (hótunin var 38. Kg3) 38.
Bxb6 o.s.frv. o.s.frv.
37. - Hfl 38. Kf3 Rh4+
Kasparov átti a.m.k. 10 mínútur til
að ná 40 leikja markinu. Líklega hefði
38. — Rf4 ekki dugað honum til að
halda jafnvæginu, t.d. 39. Rd2 Hdl
40. Rc4 Rd5 41. Rb5 Bxg5 42. Ke2
Hbl 43. Red6 Rf6 44. Rxe8 Rxe8 45.
Rd6 Ke7 46. Rxe8 o.s.frv.
39.Ke2 Hhl 40. Rb5 Bxg5 41.Rc7
Hvítur vinnur mann.
41. - Ke7 42. Rxe8 Rxf5 43. Bxb6
Kd7 44. a4 -
Kramnik hugsaði sig lengi um, áð-
ur en hann lék síðasta leikinn. Nú er
orðið ljóst, að það þarf kraftaverk til
að bjarga svarta taflinu.
44. -Hh3 45. Rc5+ Kc6 46. a5 -
Klukkan: Kramnik á 25 mínútur
eftir til að ná 60 leikja markinu, en
Kasparov á eina klukkustund.
46. ~ He3+
Kasparov hugsaði sig um í 47 mín-
útur fyrir þennan leik.
47. Kdl He7
Rússneski stórmeistarinn Sergey
Shipov bendir á skemmtilega vörn
fyrir svart: 47. - Bf4! 48. Hc8+ Kb5
49. Re4 (49. Rc7+ Bxc7 50. Hxc7 He7
51. Rd7 virðist gott fyrir hvít) 49. —
Hxe4 50. Hc5+ Ka6 51. Hxf5 g5 52.
Rc7+ Bxc7 53. Bxc7 He7 54. Bb6 g4
55. Hf4 Í5 56. Hxf5 Hg7 og ef svartur
nær kaupum á hrókum heldur hann
jafntefli, því að hvíti biskupinn getur
aldrei hrakið svarta kónginn frá a8.
48. Hc8+ Kb5 49.Re4?!~
Betra er að leika 49. Rc7+ Kc4 50.
Re4! Hxe4 51. Re6! og hvítur vinnur.
49. ~ Hxe4 50. Hc5+ Ka6 51. Rc7+
Kb7 52. Hxf5 Be3
Ekki gengur 52. - f6 53. Hb5 Kc6
54. a6 Ha4 55. a7 Bf4 56. Ha5 o.s.frv.
53. Bxe3 Hxe3
Kasparov hefur varist vel og gert
andstæðingi sínum erfitt fyrir.
Klukkan: Kramnik: 7 mínúto' eft-
ir, Kasparov 4.
54. Hxf7
54. - He5!
55. a6+?~
Með þessum leik missir Kramnik
skákina niður í jafntefli. Betra er 55.
Rd5+! Ka6 56. Rb4+! Kb5 (56. -
Kxaö 57. Rc6+, ásamt 58. Rxe5) 57.
Hf4! g5 58. Hg4 Hf5 59. a6 og hvíto'
vinnur.
Aðalástæðan fyrir því, að svartur
nær jafntefli, er sú, að hvíti riddarinn
valdar peðið fyrir framan það, á c7,
en ekki fyrir aftan, á b4.
55. — Kb6 56. Hxg7 —
55. Hf8 Ha5 56. Hc8 Kc6!, ásamt
57. - Kd7, með jafntefli.
56. - Ha5 57. Kd2 Hal 58. Kc2
Hhl??
Slæmur afleikur. Eftir 58. — Ha5
59. Kb2 Ha4 60. Kb3 Hal 61. Kc2
Ha5 62. Kd3 Hal 63. Kd4 Hcl hefði
hvítur ekki getað haldið a-peðinu.
Kramnik átti 4 mínútur eftir, þeg-
ar hér var komið
(Sjá stöðumynd efst í næsta dálki.)
59. Kb2??
Kramnik kvittar fyrir afleik Kasp-
arovs. Aðstoðarmenn Kramniks
sögðu eftir skákina, að hann hefði séð
vinningsleiðina: 59. Hg8! Hh7 60.
Hb8+ Kb7 61. Hb7+, en haldið að
svartur gæti leikið 61. - Ka8. Þreyt-
an var greinilega farin að segja til sín,
því að svartur er mát í þeirri stöðu!
Eftir 59. Hg8! Hal 60. Rd5+ Kc5
(60. - Ka7 61. Rb4! Ha4 62. Kb3 Hal
63. Hg7+ Ka8 64. Rd5! Hbl+ 65.
Ka2 Hb8 66. Hd7 og hvítur vinnur)
61. Hg5 og í framhaldinu nær hvítur
að leika riddaranum á óskareitinn,
b4, með vinningsstöðu.
59. -Hh8 60. Kb3 Hc8 61. a7 Kxa7
62. Kb4 -
Kaspai-ov er sloppinn, skákin er
jafntefli. Hvítur getur ekki unnið með
hrók og riddara gegn hrók, nema
svartur leiki gróflega af sér.
62. - Kb6 63. Rd5+ Ka6 64. Hg6+
Kb7 65. Kb5 Hcl 66. Hg2 Kc8 67.
Hg7 Kd8 68. Rf6 Hc7 69. Hg5 Hf7
70. Rd5 Kd7 71. Hg6 Hfl 72. Kc5
Hcl+ 73. Kd4 Hdl+ 74. Ke5
pg keppendur sömdu um jafntefli.
I flmmtu skákinni hafði Kasparov
hvítt og skákáhugamenn biðu
spenntir eftir því hvort honum hefði
tekist að finna glufu í Berlínar-
afbrigði Kramniks í spænska leikn-
um. Það kom hins vegar í ljós, að
Kasparov hafði gefist upp á því í bili
að brjóta niðm' Berlínarmúr Kramn-
iks og sneri sér þess í stað að enska
leiknum:
Fimmta einvígisskákin
Hvítt: Kasparov
Svart: Kramnik
1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. g3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. Bg2 Rc6 6. Rc3 g6 7.0-0 Bg7
8. Da4 Rb6 9. Db5 Rd7 10. d3 0-0 11.
Be3 Rd4 12. Bxd4 cxd4 13. Re4 Db6
14. a4 a6 15. Dxb6 Rxb6 16. a5 Rd5
17. Rc5 Hd8 18. Rd2 Hb8 19. Rc4 e6
20. Hfcl Bh6 21. Hcbl Bf8 22. Rb3
Bg7 23. Bxd5 Hxd5 24. Rbd2 e5 og
hér féllst Kasparov á jafnteflisboð
Kramniks eftir 20 mínútna umhugs-
un.
Sjötta einvígisskákin verður tefld í
dag. Eitt af því sem gerir þetta ein-
vígi spennandi er vitneskjan um að
Kasparov getur skyndilega sýnt
klærnar og sýnt andstæðingnum í tvo
heimana. Spurningin er hins vegar
hvort honum takist það í þetta skipti.
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Erlencjur Jóns-
son Islands-
meistari í ein-
menningi
BRIDS
B r i d s h ö 11 i n
Þönglabakka
ÍSLANDSMÓT í
EINMENNINGI
72 þátttakendur - 13.-14. oktáber.
ERLENDUR Jónsson varð
Islandsmeistari í einmenningi um
helgina eftir hörkukeppni. íslands-
—meistarinn frá í fyrra, Sigurbjöm
Haraldsson, varð í öðru sæti eftir að
hafa leitt mótið síðustu umferðimar
og Asmundur Pálsson varð í þriðja
sæti.
Mótið var spilað í þremur lotum og
var fyrsta lotan spiluð á föstudag.
Eftir kvöldið var Asmundur Pálsson
langefstur með 737 stig. Erlendur
‘ÍK'ar þá í 10. sæti með 637 stig og Sig-
urbjörn í því 19. með 594 stig. Eftir
tvær lotur var Bjöm Amarson kom-
inn í efsta sætið með 1.291 stig og
Asmundur var þá annar með 1.284
stig og Sigurbjörn og Erlendur voru
í 4. og 5. sæti með 1.254 og 1.250 stig.
I síðustu lotunni spiluðu 12 efstu
pörin saman í riðli og var hart barist.
Sigurbjöm náði snemma forystunni í
riðlinum og hélt henni til lokaum-
ferðarinnar en þá fékk Erlendur
góða skor sem nægði honum til sig-
urs.
Spiluð voru 3 spil milli para. í
fyrstu umferð var stigahæstu ein-
staklingum raðað í riðlana til að
byija með
og síðan raðaði tölvan að eigin geð-
þótta. í annarri umferð var slöngur-
aðað sem kallað er, þ.e. efsta parið
fór í A-riðil, næstefsta parið í B-riðil
o.s.frv. en í lokaumferðinni spiluðu
Morgunblaðið/Amór
Sigurvegararnir í íslandsmótinu í einmenningi árið 2000 talið frá vinstri: Sigurbjöm Haraldsson, Erlendur
Jónsson íslandsmeistari, Ásmundur Pálsson og Guðmundur Ágústsson, forseti Bridssambandsins, en hann
afhenti verðlaunin í mótslok.
12 efstu pörin í A-riðli, næstu 12 í B-
riðli en alls var spilað í 6 riðlum.
Keppnisstjóri og reiknimeistari
var Sveinn Rúnar Eiriksson, móts-
stjóri var Stefanía Skarphéðinsdótt-
ir og forseti Bridssambandsins, Guð-
mundur Ágústsson, afhenti verðlaun
í mótslok.
Arnór Ragnarsson
Svipmynd frá íslandsmótinu í
einmenningi. Jón Stefánsson
og Björn Friðriksson spila
gegn Erlendi Jónssyni og
Garðari Jónssyni.