Morgunblaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 13
FRÉTTIR
Olíuleit og olíuviimsla í N-Atlantshafí rædd á ráðstefnu um auðlindir
Leit hafin
innan
tíu ára
Áhugi á hafsbotnsmálum er nú að glæðast
mjög hér á landi. Talsvert miklar líkur eru á
því að olíu sé að fínna á Hatton Rockall-
svæðinu, sem og á Jan Mayen, mun minni
hins vegar á setlagabeltinu fyrir norðan
land. En leitin er erfíð og kostnaðarsöm og
því talið ólíklegt að íslenska ríkið muni
standa fyrir henni.
í FRAMHALDI af umræðu um
landgrunn og alþjóðlegan hafrétt
var á seinni degi ráðstefnu um land-
grunnið og auðlindir þess fjallað um
olíuleit og olíuvinnslu í Norður-
Atlantshafi. Þar var m.a. fjallað um
þá þrjá kosti sem Islendingar hafa
skoðað með olíuvinnslu í huga,
Tjörnesbeltið, norðan við landið,
Jan Mayen og Hatton Rockall. 12%
líkur þykja vera á því að kolvetni
(sem er samheiti fyrir olíu og gas)
finnist á fyrsta svæðinu, 24% á því
næsta og 36% á því síðastnefnda.
Þess má geta að 25% líkur, sam-
kvæmt sömu útreikningum eru á því
að Færeyingar finni olíu sem þykir
raunar vera mjög líklegt og 18% lík-
ur voru á því að Bretar fyndu olíu
norðan Hjaltlandseyja, en þeir hafa
þegar fundið mikla olíu á því svæði.
Fjögur ríki gera tilkall til Hatton
Rockall svæðisins og meðan yfirráð
yfir því eru óútkljáð verður vita-
skuld ekki hugað að olíuvinnslu þar.
Sérfræðingai- spáðu því hins vegar á
ráðstefnunni á laugardag að innan
næstu tíu ára yrði farið að leita að
olíu á Jan Mayen. Erfið skilyrði,
m.a. með tilliti til veðurfars, hafa
dregið úr áhuga erlendra fyrirtækja
til þessa. Nú er hann að glæðast. í
vetur verður lagt fyrir alþingi
frumvarp um leit, rannsóknir og
vinnslu kolvetnis, en slík rammalög-
gjöf er talin nauðsynleg forsenda
þess að olíufyrirtæki sýni því áhuga
að leita að olíu í íslensku landgrunni.
Það var Þorkell Helgason, Orku-
málastjóri, sem hóf annan dag ráð-
stefnu um landgrunnið og auðlindir
þess. Þorkell rakti í máli sínu hvern-
ig Orkustofnun hefur komið við
sögu hafsbotnsrannsókna. Þorkell
sagði umsvif Orkustofnunar hafa
verið „allnokkur en nokkuð slitrótt"
og sagði Þorkell að svo virtist vera
sem markvissa stefnumörkun í
þessum málum hefði skort af hálfu
stjórnvalda lengst af.
Þorkell sagði fjárveitingar einnig
lengst af hafa verið litlar til mála-
flokksins, en nú hefði orðið breyting
á og framlög hækkuð úr tveimur
milljónum í sautján.
Þorkell fór einnig yfir þær rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á
landgrunni íslands. Við dýptar-,
þyngdar- og segulmælingu á land-
grunninu á 8. áratugnum, sem
Morgunblaðið/Golli
Ráðstefnugestir fylgdust af athygli með framsögum um olíuleit í N-Atlantshafi.
Orkustofnun vann í samvinnu við
Sjómælingar Islands, Háskóla ís-
lands og kortagerðardeild banda-
ríska varnarmálaráðuneytisins, upp-
götvaðist setlagadældin undan
Mið-Norðurlandi, en þar eru setlög
þykkust á landgrunninu og því lík-
legust til að geyma olíu eða gas.
Þorkell færði einnig Jan Mayen
og Hatton-Rockall svæðið í tal en
líklegt þykii- út frá jarðfræðilegu
sjónarmiði að olía finnist á þessum
tveimur svæðum, enda svipar þeim
til svæða þar sem þegar hefur fund-
ist oh'a, við Noregsstrendur og norð-
an við strendur Bretlands.
Erfið skilyrði til leitar
Anthony G. Doré, leitarstjóri
Statoil, sem næstur tók til máls,
benti á að mun minni líkur væru til
að olía fyndist í setlögunum norðan
við landið en við Noreg og Bretland.
Doré stiklaði í máli sínu yfir jarð-
sögu N-Atlantshafsins og fór yfir
líkurnar til þess að olía fyndist á
hinum ýmsu stöðum sem ísland og
nágrannaríkin í Evrópu hafa skoð-
að.
Doré benti á þá tæknilegu erfið-
leika sem geta fylgt olíuleit í
N-Atlantshafi í þvi veðravíti sem
það oft er. Auk þess liggi fyiTrhug-
aðar olíulindir oft ansi djúpt og það
skapi líka erfiðleika. Doré sagðist þó
búast við auknum áhuga fyrirtækja
á olíuleit norður í hafi og sagðist
búast við því að innan næstu tíu ára
yrði hafin olíuleit á Jan Mayen.
Undir þetta tók Karl Gunnarsson,
jarðeðlisfræðingur á Orkustofnun.
Hann sagði að vegna þess hve því
svæði svipaði mikið til þeiiTa svæða
þar sem olía hefur fundist við Nor-
egsstrendur væri mjög vaxandi
áhugi á þessu svæði. Hatton Rockall
svæðið sagði Karl mjög áhugavert
en benti á að tæknilega væri mjög
erfitt að athafna sig þar.
Karl rakti rannsóknir sem gerðar
hafa verið á setlögunum fyrir norð-
an land og sagði að það hefði verið
metið sem svo að 12% líkur væru á
því að kolvetni fyndist þar, þ.e. ann-
aðhvort olía eða gas. Hins vegar
væru miklu meiri líkur á gasi. Karl
benti á, eins og fleiri framsögu-
menn, hve dýrt er að rannsaka hafs-
botninn.
Lagafrumvarp um leit, rann-
sóknir og vinnslu lagt fram
Á ráðstefnunni kom fram að til
stendur að leggja fram frumvarp til
laga um leit, rannsóknir og vinnslu
kolvetnis á alþingi í vetur en slík
rammalöggjöf er talin forsenda þess
að erlendum olíufyrirtækjum muni
þykja fýsilegur kostur að leita að ol-
íu á landgrunni íslendinga. Það var
Eyvindur G. Gunnarsson, deildar-
sérfræðingur í iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytunum, sem kynnti
þetta frumvarp fyrir ráðstefnugest-
um en það byggist á hliðstæðum
lögum í nágrannaríkjunum og EES-
rétti. Áður en Eyvindur tók til máls
höfðu þeir Harald Bekke, yfirjarð-
fræðingar Olíustofnunar Noregs,
Hans Kristian Schönwandt, for-
stjóri Auðlindastofnunar Grænlands
og Herálvur Joensen, forstjóri Olíu-
stofnunar Færeyja kynnt rannsókn-
ir og löggjöf og olíuleit í landgrunni
viðkomandi landa.
íslensku lögin fjalla eins og nafnið
bendir til um leyfisveitingar til leit-
ar, rannsókna og vinnslu kolvetnis.
Ekki er talið hagkvæmt að ríkið
standi í olíuleit, enda útbúnaður sem
til þess þarf dýr. Gert er hins vegar
ráð fyrir, samkvæmt lögunum, að
leyfí til olíuleitar og vinnslu verði
veitt, að loknu útboði, í takmarkað-
an tíma. Nánar verður kveðið á um
framkvæmd laganna í reglugerðum.
Formaður Landssambands eldri borgara um þróun kaupmáttar almannatrygginjya
Kjör eldri borgara hafa
ekki fylgt launaþróun
BENEDIKT Davíðsson, formaður
Landssambands eldri borgara, seg-
ir ljóst að bætur Tryggingastofnun-
ar til ellilífeyrisþega hafi ekki fylgt
almennri launaþróun í landinu.
Hann segir mikilvægt að ráðamenn
viðurkenni þessa staðreynd og að
unnið verði út frá henni. Forystu-
menn eldri borgara hittu forsætis-
ráðherra, fjármálaráðherra og heil-
brigðis- og tryggingaráðherra sl.
föstudag, en á fundinum var ákveð-
ið að fulltrúar eldri borgara og
embættismenn færu yfir tölulegar
upplýsingar um kjör aldraðra.
I Morgunblaðinu um helgina var
fjallað um kjör aldraðra og komist
að þeirri niðurstöðu að bætur al-
mannatrygginga hefðu hækkað
minna en almenn laun í landinu.
Benendikt sagði þessa umfjöllun
mjög gagnlegt innlegg í þær um-
ræður sem nú ættu sér stað um kjör
aldraðra. Hann sagði að í úttektinni
væri í öllum meginatriðum komist
að sömu niðurstöðu um greiðslur
grunnlífeyris og tekjutryggingar og
Landssamband eldri borgara og að-
ildarfélög þess hafa verið að kynna
ríkisstjórn og Alþingi að undan-
förnu.
„Þessar greiðslur hafa að undan-
förnum góðæristíma mjög verið að
skerðast sem hlutfall af almennum
launum í landinu. Þarna er því sleg-
ið föstu, gagnstætt því sem forsæt-
isráðherra hefur haldið fram, að þó
að kaupmáttaraukning hafi orðið
hjá þeim sem taka greiðslur frá al-
mannatryggingum þá hefur hún
orðið mun minni en á almennum
vinnumarkaði," sagði Benedikt.
Ekki í samræmi við orð
forsætisráðherra
í utandagskrárumræðum á Al-
þingi fyrr í þessum mánuði sagði
forsætisráðherra að kaupmáttur líf-
eyristekna hefði aukist um 20% frá
því núverandi stjórnarflokkar kom-
ust til valda. Benedikt sagði að
þetta væri ekki rétt. Kaupmáttur
grunnlífeyris og tekjutryggingar
hefði hækkað um 12% frá 1995-1999
og um rúmlega 14% ef kaupmáttur-
inn væri reiknaður til dagsins í dag.
„Eg vil vara alvarlega við því að
leggja saman prósentuhækkanir
allra tegunda tryggingagreiðslna
og tala um það sem aukningu kaup-
máttar þeirra. Samkvæmt nýjustu
Staðtölum almannatrygginga, sem
var verið að kynna s.l. föstudag.
fengu aðeins 17,7% ellilífeyrisþega
óskerta heimilisuppbót á sl. ári.
1,5% þeirra fengu einnig sérstaka
heimilisuppbót óskerta, eða 361 ein-
staklingur af 23.283 ellilífeyrisþeg-
um.
Breytingar á kaupmætti elli-
lífeyrisgreiðslna almennt ráðast því
ekki af breytingum á þessum
greiðslum, sem eru líka lægri en
breytingar á launavísitölu. Og þeg-
ar á heildina er litið er augljóst að
raunhækkun almannatrygginga-
greiðslna skilar á umræddu fimm
ára tímabili einungis um eða innan
við helmings kaupmáttaraukningu,
miðað við dagvinnutekjur verka-
manna,“ sagði Benedikt.
Ekki náðist í forsætisráðherra í
gær en hann er erlendis.
kr. 890.-
Súpa og salat
kn 1J90,-
Hádegishlaðborð
+ súpa og salatbar
alla virka daga
----- S I N C E 1 9 6 6 -
SUÐURLANDSBRAUT 4
Simi: 553 9700