Morgunblaðið - 27.10.2000, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Andijólannaí
Það er vel til fundið að Stúfur litli komi í kristilegri markaðssetningu
til byggða á sjálfu kristnihátíðarafmælinu.
Innköllun á Firestone-hjólbörðum á lokastigi
Nokkrir hjólbarðar fundust
NOKKRIR eigendur Ford Explor-
er-jeppa hafa haft samband við
Gúmmívinnsluna á Akureyri eftir
innköllun þriggja tegunda af Fire-
stone-hjólbörðum í ágúst síðast-
liðnum að sögn Jóhanns Arnarson-
ar markaðsstjóra Gúmmívinnsl-
unnar.
Hann sagði að fyrirtækið, sem
hefur umboð fyrir Firestone-hjól-
barða, hefði aldrei ilutt inn þessar
þrjár tegundir hjólbarða sem inn-
kallaðar voru í sumar vegna gruns
um galla, en slíkir hjólbarðar
hefðu verið undir jeppum sem
fluttir hafa verið inn til landsins.
„Þetta mál er á lokastigi, en það
er mjög lítið um þessi dekk hér á
landi. Við auglýstum innköllun
hjólbarðanna og sendum út frétta-
tilkynningu um hana og loks voru
eigendum Ford Explorer jeppa
send bréf. Það hafa nokkrir haft
samband við okkur, en menn eru
misfljótir að taka við sér,“ sagði
Jóhann.
Eigendur fá nýja hjólbarða í
stað hinna eldri. Hjólbarðarnir
voru innkallaðir á Bandaríkja-
markaði fyrr í sumar vegna gruns
um galla sem taldir eru orsök al-
varlegra slysa.
Frábær dýiia á góðu verði
AMERISKAR D Y N U R
Serenade
Queen 153 x 203cm
King 193 x 203cm
Cal. King 183x213cm
5UÐURLANDSBRAUT 22 • SÍM
Heilbrigðismál á 18. öld
Sjúkdómsflokk-
unarfræði
Pálssonar
Sigurjón B. Stefánsson
Sveins
A
MORGUN heldur
Félag um 18. ald-
ar fræði ráðstefnu
um heilbrigðismál á 18.
öld í sal Þjóðarbókhlöð-
unnar og hefst hún klukk-
an 13.15. Þar verða haldin
fimm erindi. Erla Doris
Halldórsdóttir, hjúkrun-
ar- og sagnfræðingur,
fjallar um Spítelskuna frá
1650 til 1848, Kristrún A.
Ólafsdóttir, meinatæknir
og sagnfræðingur, talar
um skipan heilbrigðis-
mála 1780-1800, Axel Sig-
urðsson lyfjafræðingur
kallar erindi sitt ;,Óráðn-
ar gátur“, Ólöf Asta Ól-
afsdóttir lektor talar um
upphaf ljósmóðurfræðslu
á Islandi og Sigurjón B.
Stefánsson læknir heldur
erindi um sjúkdómsflokk-
unarfræði (nosologia) Sveins
Pálssonar læknis með dæmum
úr geðsjúkdómafræði. Hann var
spurður hvort miklar heimildir
væri að finna um það efni.
„Eg byggi erindið á tveimur
greinum eftir Svein Pálsson sem
var læknir í austurhéraði suður-
amtsins á íslandi frá 1799, en
hann lést árið 1840.“
- Um hvað var hann helst að
fjalla íþcssum greinum?
„Hann birti þessar greinar í
riti Þess konunglega íslenska
lærdómslistafélags, fyrri hluti
fyrri greinar birtist í ritinu 1788
og síðari hlutinn 1789, síðari
greinin birtist í sama riti árið
1794. I fyrri greininni fjallar
hann um íslensk sjúkdómanöfn
og í þeirri seinni fjallar hann um
sjúkdóma og her hún nafnið „Til-
raun at uppteíia siúkdóma þá er
ad bana verda, og ordit géta,
fólki á íslandi“.“
-Hvaða sjúkdómar voru þá
mest áþerandi að mati Sveins
meðal íslendinga?
„Hann telur upp nokkra flokka
sjúkdóma, svo sem: „sóttveikiur,
vanmeta edr vessasiúkdómar,
sinaveikiur (taugasjúkdómar),
banvænir siúkdómar, hverra or-
sök ecki á skildt við líkamann".
Þetta eru aðalflokkar sjúkdóma
sem Sveinn telur upp. Það sem
ég reyni að gera í erindi mínu er
að setja þetta í sögulegt sam-
hengi við sjúkdómsflokkunar-
fræðina á 18. öld.“
- Voru menn þá erlendis farnir
að kryfja lík að ráði?
„Já, það var byrjað en það
kemur þessu lítið við, þessi
flokkun er miklu skyldari ílokk-
un náttúrufræðinganna á plönt-
um og dýrum. Einn áhrifamesti
flokkunarfræðingurinn var Carl
von Linné sem var sænskur.“
-Hvenær var grunn-
urinn lagður að nú-
tím asj ú k d óm aflokk-
un?
„Það hófst á 18. öld.
Þetta kallaðist noso-
logia og þeir sem
lögðu stund á hana töldu sig
starfa í anda breska læknisins
Thomas Sydenham. Hann var
uppi 1624 til 1689 og lagði ríka
áherslu á að flokka sjúkdóma
eins og grasafræðingarnir llokk-
uðu jurtir - með sömu ná-
kvæmni. Sveinn Pálsson var
náttúrufræðingur auk þess sem
hann var læknir og varð auðvitað
fyrir miklum áhrifum frá náttúr-
ufræðingum eins og Linnaeusi
sem fékk nafnið Carl von Linné
þegar hann var aðlaður í Sví-
þjóð.“
- Hvers konar dæmi ætlar þú
► Sigurjón B. Stefánsson fædd-
ist í Reykjavík árið 1944. Hann
lauk stúdentsprófi árið 1964 frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
læknaprófí frá Háskóla íslands
1971. Hann er sérfræðingur í
klínískri taugalífeðlisfræði og
geðlæknisfræði og starfar á
taugalækningadeild Landspítala
- háskólasjúkrahúss og Trygg-
ingastofnun ríkisins.
a<í nefna úr geðsjúkdómafræð-
inni?
„Ég nota dæmi úr geðsjúk-
dómafræði til þess að sýna
hvernig flokkunin var.“
-Hvernig flokka menn sjúk-
dóma í dag?
„Þá er byggt á sjúkdómsflokk-
unarkerfinu ICD10, það þýðir
International Classification of
Diseases. Sjúkdómunum er skipt
núna í tuttugu og einn flokk, A, B
og allt upp í Z. I flokki F eru geð-
sjúkdómar og sá flokkur skiptist
í tólf raðir. Röð F20 til F29 kall-
ast geðklofi. Geðklofi skiptist í
níu kynferði og kynferði F23
heitir: „Bráð og skammvinn geð-
rof‘, það skiptist svo aftur í níu
tegundir og tegund F23.1 kall-
ast: „Brátt, margbreytilegt geð-
rof með geðklofaeinkennum“.“
- Eru mörg dæmi um alls kon-
ar geðsjúkdóma í gömium ís-
lenskum heimildum ?
„Vandinn við að greina geð-
sjúkdóma úr gömlum heimildum
er að þá er verið að meta hegðun
út frá okkar skilningi í dag, það
er ekki auðvelt og ber raunar að
gæta sín á því. Það er allt í lagi
að reyna það en varast ber að
taka það sem algildan sannleika.
Það er mun betra að reyna að
kynna sér þær hugmyndir sem
menn höfðu um geðsjúkdómaf-
ræði á þeim tíma sem
heimildirnar eru frá
og flokka eftir því.
Hegðun manna er
breytileg eftir aðstæð-
um og tíma og þess
vegna er augljóslega
hættulegt að fara að skýra hegð-
un manna fyrir 200 árum út frá
nútímaviðhorfum.
-Stenst eitthvað af flokkun
Sveins Pálssonar nútímasjúkdó-
maflokkun?
„Já, margt passar mjög vel. Til
dæmis gildir lýsing hans á þung-
lyndi afar vel. Hann nefnir raun-
ar þunglyndi gedveiki. Einnig
fjallar hann um orsakir sjúk-
dóma, þar telur hann mikilvægt
móðleysi og þungsinni, sem hann
telur vera af völdum örbirgðar
og skorts „leyfilegra gaman-
leika“.“
Hegðun
breytileg eftir
aðstæðum
og tima