Morgunblaðið - 27.10.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 35
LISTIR
■
n n-S2■fj.iaí
■: iá S 3. Ú G ú%
w.n-ta sa-s n ui
!$' a ap n n:a|
Wt Ií» mú Ú :: m n s tó g i.ii tí'Bt S'C £3«
Pi *'* u* **■• S*« » CS ÍÍ »‘E< Q,É3J
g-ta G á 5:ÖíÍ;b|
Morgunblaðið/Golli
Kvöldið l)yrjar í léttum dúr hjá Molly, Nicky og Debru, en eftir að Nicky fer úr kjólnum fer að draga til tíðinda.
Varanleg lausn á
hjónabandsvanda
Molly og Nicky (Ólafía Hrönn og
Edda Björgvins.) eygja mögu-
leika á að leysa hjónabands-
vandann.
Lífíð leikur við Debru á meðan
hún getur lokað augunum fyrir
raunveruleikanum.
Sýnd veiði er dökkgrár gamanleikur sem
Leikfélag Islands frumsýnir í Iðnó í kvöld
um þrjár konur sem lifa í heimi sem er
kannski ekki eins fullkominn og þær vilja
vera láta. Súsanna Svavarsdóttir fylgdist
með æfíngu og rabbaði við leikkonurnar
-----------------------------7-----------
þrjár, Eddu Björgvinsdóttur, Olafíu Hrönn
Jónsdóttur og Rósu Guðnýju Þórsdóttur.
ÞAÐ er ósköp venjulegt kvöld í am-
erískum smábæ. Þrenn kunningja-
hjón eyða kvöldinu saman, eins og
þau hafa gert einu sinni í mánuði í 18
ár. Þau borða saman og eftir matinn
æfa eiginmennimir golf inni í borð-
stofu, meðan eiginkonumar ganga
frá í eldhúsinu.
Eins og gengur og gerist spjalla
þær um allt milli himins og jarðar yf-
ir vínglasi, fyrst í léttúð og slúðurstíl
en smám saman snýst umræðan í al-
varlegar áttir og þá kemur í ljós hvað
þessar konur eiga sameiginlegt.
Þegar líður á kvöldið standa þær
frammi fyrir afdrifaríkri ákvörðun
sem hefur áhrif á alla þeirra framtíð.
Sýnd veiði hefur verið kallað
„gamanþriller um varanlegar lausnir
á hjónabandinu" og er eftir banda-
ríska höfundinn Michell Lowe og
segir frá þremur missáttum eigin-
konum, Nicky, Molly og Debm sem
fá óvænt tækifæri til að losna við öll
vandamál. Með hlutverk kvennanna
- sem virðast í fljótu bragði vera í
ágætis hjónaböndum - fara þær
Edda Björgvinsdóttir, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir og Rósa Guðný Þórsdótt-
ir. Þær em sammála um það að
Nicky, Molly og Debra séu ekki eins
lukkulegar og þær vilja vera láta í
upphafi leiksins. „Þær hafa hist einu
sinni í mánuði í átján ár og verið bara
lukkulegar með það - eða svo halda
þær. Að vísu vita þær ýmislegt hver
um aðra en láta það liggja á milli
hluta og samskipti þeirra em ekkert
annað en yfírborðshjal, segja leik-
konumar, Edda, Ólafía og Rósa Guð-
ný.“
Láta allt yfír sig ganga
En hvers vegna em þær alltaf að
hittast? „Vegna þess að mennirnir
þeirra þekkjast frá fornu fari. Það
vom þeir sem ákváðu að hittast einu
sinni í mánuði. Hins vegar kemur það
í ljós þetta kvöld að þeim líkar ekkert
sérlega vel hverjum við annan - svo
ekki er nú meiri heiðarleikinn í
þeirra samskiptum.
En það virðist svo sem ekki mikill
heiðarleiki í hjónaböndum kvenn-
anna heldur. Þær hafa líklega aldrei
sagt mönnunum sínum að þær
nenntu ekki þessum mánaðarlegu
boðum. Þær láta þetta bara ganga
yfir sig, eins og svo margt annað.
Hins vegar eiga afdrifaríkir atburðir
sér stað þetta kvöld, sem eiga eftir að
valda straumhvörfum í lífi þeirra
allra. Fyrsta merki þess að þetta
kvöld verði öðmvísi en önnur kvöld
sem þau hafa eytt saman, er að
fjórðu hjónin sem hafa tilheyrt hópn-
um, neita að koma - en Nicky, Molly
og Debru ber ekki saman um ástæð-
una.“
Hefðir hópsins
brotnar upp
En svo einkennilega vill til að það
er eina fólkið sem er ekki baknagað.
„Einmitt. Þau skipta ekki máli
lengur. Þau em komin út fyrir veröld
hópsins." Annað sem er óvenjulegt,
er að karlarnir hætta að leika sér í
golfí - ganga út af leiksvæðinu sínu -
og þá er eins og leikreglur hópsins
gildi ekki lengur.
„Já, þeir fara að skoða veiðina hjá
húsbóndanum - en hann er mikill
veiðimaður. Þeir gætu alveg eins far-
ið að skoða nýjan bíl eða græjur.“
Hvað finnst ykkur um þessar konur?
Edda: „Maður hefur einhvem veginn
innilega samúð með þeim öllum.“
Ólafía: „Mér finnst óhamingja þeirra
vera þeim sjólfum að kenna.“ Rósa:
„Þær búa í þannig heimi að þær hafa
aldrei velt því fyrir sér að gera eitt-
hvað í sínum málum. Þær vilja vera
geðþekkar. Þær vilja ekki ögra sínu
litla umhverfi." „Fyrir utan hvað
þetta em ömurlegir eiginmenn," seg-
ir Edda og síðan bæta þær Ólafía og
Rósa við: „Það er þó kannski enn öm-
urlegra hvað þessar konur geta verið
þröngsýnar. Það er svo merkilegt að
það er ekkert inni í myndinni hjá
þeim að skilja við þessa menn. Þær
em að vísu ekkert vel settar, laga-
lega, ef þær skifja en hver er það svo
sem?“ En þær verða að losna við þá.
„Já, það er eina útgönguleiðin - og
sú eina sem vinnur úti - mín - er sú
sem eygir möguleikann," segir Edda.
Skemmtilegar og
áhugaverðar persónur
Nú er þetta verk sem er skrifað
fyrir fjóram eða fimm ámm en þið
færið það um tuttugu og fimm ár aft-
ur í tímann. Hvers vegna? „Það er
kannski dálítið fjarri íslenskum
raunvemleika í dag. Verkið gerist í
smábæ um fjöratíu kílómetra frá
Chicago og þótt þetta sé nútímaverk,
þá em íslenskar konur langt á undan
þeim bandarísku hvað sjálfsmynd
varðar. Verkið hefði einfaldlega verið
of ótrúverðugt fyrir íslenskt samfé-
lag í dag.“ Á það þá eitthvert erindi
við okkur? „Já, þessar kvenpersónur
era mjög skemmtilegar og áhuga-
verðar og samtölin í verkinu eru
hnyttin og vel skrifuð. Þetta er því
skemmtilegt leikhús. Það segir okk-
ur engar nýjar fréttir af stöðu
kvenna. Það var kannski tilgangur-
inn hjá höfundinum og það er þess
vegna nokkuð spennandi að setja sig
inn í hugarheim þeirra. Stundum
langar mann til að berja þær fyrir
smáborgaralegan hugsunarháttinn.
En við skulum heldur ekki gleyma
því að þótt konur hér séu á margan
hátt á undan þeim bandarísku í hugs-
un, þá er til fullt af konum á Islandi
sem ekki þora að rugga bátnum,
sætta sig við óviðunandi aðstæður í
einkah'fi og vilja ekki ögra samfélag-
inu.
Smáborgaralegur hugsunarháttur
er til alls staðar." Eiginmennirnir í
sýningunni birtast aldrei á sviðinu en
þeir em raddir úr stofunni, krefj-
andi, skipandi, heimtandi og setjandi
leikreglur. Það em þeir Ingvar E.
Sigui-ðsson, Jóhann Sigurðarson og
Pálmi Á. Gestsson sem ljá eigin-
mönnunum raddir sínar. Leikstjóri
er María Sigurðardóttir. Leikmynd
hannaði Bjöm Bjömsson og bún-
ingahönnuðir em Ragna Fróðadótt-
ir, Ásta Guðmundsdóttir og Bylgja
Sveinbjörnsdóttir. Tónlistin í sýning-
unni er í höndum Ragnhildar Gísla-
dóttur, lýsing í höndum Halldórs
Arnar Oskarssonar og sýningar-
stjóri er Guðjón Davíð Karlsson.
Nýjar bækur
• ÚT ER komin hjá Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla íslands - í
samvinnu við Guðfræðistofnun -
Vísnabók Guðbrands. Jón Torfason
og Kristján Eiríksson hafa umsjón
með útgáfunni og rita ásamt Einari
Sigurbjörnssyni ítarlegan formála
og skýringar. Guðbrandur Þorláks-
son gaf Vísnabókina fyrst út árið
1612. Öðm sinni var hún útgefin
1748 en ljósprentuð árið 1937. Það er
því fjórða útgáfa sem nú kemur fyrir
almenningssjónir.
í frétt frá Bókmenntafræðistofn-
un HÍ segir að Vísnabókin sé í raun
fyrsta ljóðasafnið sem prentað var á
íslensku. „Segja má að hún sé sýnis-
bók kristilegs kveðskapar tveggja
alda enda þótt tímabilið eftir sið-
breytingu sé sem vænta mátti fyrir-
ferðarmest í henni.
Þar með sýnir hún samfelluna í
trúarlegum skáldskap á Islandi. I ís-
lenskri bókmenntasögu er hún mik-
ilvægasta rit sem Guðbrandur bisk-
up gaf út að Biblíunni frátalinni.
Fyrri útgáfur Vísnabókar eru ófáan-
legar auk þess sem þær em tor læsi-
legar nútímafólki. Sú sem nú birtist
ætti því að vera kærkomin öllum
þeim sem unna bókmenntum þessa
tímabils."
Vísnabók Guðbrands er 491 bls.
auk formála.
Morgunblaðið/Ásdís
Jón Torfason, Kristján Eiríksson og Einar Sigurbjörnsson.
Málþing
um Is-
land á
nýrri öld
ÚT ER komin bókin ísland á
nýrri öld. Við upphaf nýrrar
aldar og árþúsunds voru 22
þjóðkunnir Islendingar beðn-
ir að lýsa framtíðarsýn sinni
á þessum tímamótum. Grein-
arhöfundar lýsa því hvaða
námsefni þeir telja að verða
muni mikilvægust á næsta
aldarhelmingi í lífi þjóðarinn-
ar og hvernig þeir sjá fyrir
sér þróun þjóðfélags okkar í
framtíðinni. Hvernig getum
við best hagnýtt okkur þá
tæknibyltingu sem nú ríður
yfir veröldina svo við megum
standa í fararbroddi þjóða
heims? Hvað getum við helst
lært af mistökum þjóðarinnar
á síðustu öld? Hvert stefnum
við á nýrri öld?
I tilefni af útkomu bókar-
innar ísland á nýrri öld verð-
ur efnt til opins málþings í
Hátíðasal Háskólans í dag kl.
16- 18. Höfundar bókarinnar
em tuttugu og tveir talsins
og munu nokkrir úr þeirra
hópi fjalla um framtíðarsýn
sína.
Gunnar G. Schram prófess-
or, ritstjóri Islands á nýrri
öld, setur málþingið. Því næst
verður fjallað um málefnið:
Hvert á þjóðin að stefna á
nýrri öld? Framsögur hafa:
Páll Skúlason háskólarektor,
Bjarni Daníelsson ópem-
stjóri, Gunnar Steinn Pálsson
stjórnarformaður Mekkanó,
Dagur B. Eggertssori læknir
og Páll Kr. Pálsson fram-
kvæmdastjóri. Pallborðsum-
ræður verða að lokum fram-
sögum en auk ræðumanna
muna Lára Magnúsardóttir
sagnfræðingur og Egill
Helgason sjónvarpsmaður
taka þátt í umræðunum.
Ævar Kjartansson verður
fundarstjóri.
Málþingið er öllum opið.
Greinarhöfundar eru:
Ágúst Valfells, Baldur Elías-
son, Bjarni Daníelsson, Dag-
ur Eggertsson. Guðbrandur
Sigurðsson, Gunnar Steinn
Pálsson, Halldór Ásgrímsson,
Halldór Þorgeirsson, Hannes
Hólmsteinn Gissurarson,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Ingvi Þorsteinsson, Jón
Baldvin Hannibalsson, Karl
Sigurbjörnsson, Katrín Fjeld-
sted. Matthías Johannessen,
Páll Kr. Pálsson, Páll Skúla-
son, Sigurður Guðmundsson,
Steingrímur Hermannsson,
Steinunn Sigurðardóttir,
Trausti Valsson, Þorsteinn I.
Sigfússon.
Ritstjóri Islands á nýrri öld
er Gunnar G. Schram prófes-
sor og Háskólaútgáfan gefur
bókina út.
Bjarni
2000
BJARNI Eyjólfsson opnar sína
fyrstu einkasýningu í félags-
heimili Orkuveitu Reykjavíkur
í Elliðaárdal á morgun, laugar-
dag, kl. 14. Yfu-skrift hennar er
Bjarni 2000.
Á sýningunni verða pastel-
myndir unnar á sl. fimm áram.
Bjami er fæddur í Reykjavík
1957 og er m.a. tækniteiknari
að mennt og hefur sótt ýmis
námskeið í myndlist í gegnum
árin en er þó að mestu sjálf-
menntaður í listinni og starfar
nú hjá OR.
Opið kl. 13-19. Sýningunni
lýkur 31. október.