Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ TILRAUNIR TIL LÍFS BÆKUR Smásögur KLÓR Höfundur: Þorsteinn Guðmundsson Útgefandi: Mál og menning EINN dagur í Reykjavík segir frá þeim sveitta, þeirri sætu, þeim svanga, þeim gi’aða, þeim hrausta, þeirri feitu , þeim hressa, þeirri látnu, þeirri ljótu, þeiiTÍ pirruðu, þeim sára og þeim þreytta - sem tengjast öll á einhvern hátt i umhverfi Borgar- bókasafnsins. Ekki svo að skilja að hver persóna eigi sér aðeins eitt og skýrt afmarkað einkenni, heldur hafa sumar þeirra fleiri en eitt. Til dæmis eru sá sveitti og sá þreytti einn og sami maðurinn en við fáum að skyggnast inn í heim hans í fyrri og seinni hluta bókarinn- ar. Klór hefur að geyma röð smá- sagna sem tengjast og mynda eina heild þar sem persónur sagnanna eiga það til að líta við í sögum hinna persónanna. En þrátt fyrir nálægð- ina eiga þær fátt sameiginlegt og þar sem myndast tengsl á milli þeirra, eru þau fálmkennd og yfirborðsleg. Þó er löngunin til að tengjast annarri manneskju eitt af því fáa sem þær eiga sameiginlegt. Sveinbjöm, sá þreytti sveitti, vinn- ur á borgarbókasafninu, mömmu- drengur sem er nokkuð farinn að fullorðnast en er of bemskur til að lifa fullorðinslífi, of hræddur til að nálgast aðra og of kunnáttulaus um mannleg samskipti til að bregðast rétt við þegar á hann er yrt. Móðir hans, Lilja, er nýlátin - en veit það ekki sjálf. Emma, sú sæta og pirraða, er leið á öllu og öllum; kærastanum, vinnunni, vinnufélögunum og þó að- allega sjálfri sér. Allt gras í hennar heimi er grænna hinum megin við lækinn en hún hefur enga döngun í sér til að sælast eftir því, heldur leit- ar að billegum lausnum á leiðindun- um, til dæmis með því að velta fyrir sér brjóstastækkun sem hún hefur enga þörf fyrir. Hún hefur engan raunverulegan áhuga á sambýlis- manni sínum, Jóni, sem þó er vel lukkaður en fær slæmar fréttir sem Emma sýnir engan áhuga fremur en öðru. Hildur, sú feita, hefur ekki lifað neinu lífi, heldur fórnað sér fyrir bróður sinn, hinn sísvanga og þroskahefta Óla pulsu sem vinnur hjá hreinsunardeildinni. Hann er eini maðurinn sem Rúnari, hinum graða og sára bókaútgefanda, finnst eitt- hvað varið í. Rúnar á bæði eiginkonu og ástkonu en á aðeins neikvæðar hugsanir til handa þeim báðum. Þeir Óli pulsa og Rúnar eiga það sameig- inlegt að vera drifnir áfram af einni kennd, hungri, en hvor í sínum enda líkamans. Líklega það sem tengir þá. Svo er það Birna Eygló, sú ljóta, sem leyfir afnot af sér hvar og hvenær sem er, sérstaklega Rúnari og veltir því ekkert fyrir sér að hún eigi eitt- hvað betra skilið. Sættir sig við hlut- skipti sitt eins og aðrar persónur bókarinnar - fyrir utan auðvitað Lilja sem ætlar ekki að vera „dauð.“ Það sem einkennir allar persónuraar er getuleysi til að lifa lifinu nema að takmörkuðu leyti og nær hámarki í Lilju sem hefur lifað lífinu fyrir son- inn Sveinbjöm og er ófær um að vera dáin nema að takmörkuðu leyti. Hún þarf að hafa eitthvað til að lifa fyrir og vera dauð fyrir, eitthvað annað en sjálfa sig. Aðrar persónur hafa ekk- ert annað til að lifa fyrir og kunna ekki að lifa sjálfum sér. Formið sem Þorsteinn hefur valið sögum sínum er nokkuð skemmtilegt og sú aðferð sem hann notar til að segja sögurnar er gallsvartur húmor. Hann kann vel að segja sögur og skapa persónur sem hafa sterk sérk- enni. Hins vegar hefði þurft að rit- stýra bókinni ögn betur, því flestar persónurnar eru of meðvitaðar um sjálfar sig. Þær gera sér of mikla grein fyrir annmörkum sínum á popp-sálfræðilegan hátt og sögu- maður er helst til of ágengur í bók- inni. Hann veit allt um persónurnar, jafnvel þeirra innstu hugrenninga- tengsl - og hefur skoðun á þeim sem hann þvingar upp á lesendandann sem þar af leiðandi fær ekki tækifæri til þess að kynnast persónunum sjálfur. Lesandanum er haldið helst til mikið utan við söguna. Útgefanda hefði verið í lófa lagið að laga þessa annmarka því þeir eru ekki svo ofnir inn í textann, heldur standa sjálfstætt. Það er vonandi að slíkir gallar verði lagfærðir í næstu bók Þorsteins til þess að sögur hans af fólki sem er að reyna að vera til - þótt af vanmætti sé - njóti sín enn betur. Súsanna Svavarsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart Leikhópur Þjóðleikhússins sem vinnur að uppsetningu Antigónu. Hönnuður Bjern Nargaard: Mynstur frá víkingaöld. Dönsk hönnun í Stöðlakoti SÝNING á danskri textflhönnun verður opnuð í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, á morgun, laug- ardag, kl. 14. Georg Jensen Damask er vefn- aðarfyrirtæki sem starfað hefur í 500 ár og er þekkt fyrir listræna hönnun, úrvals hráefni og gæða- framleiðslu. Á sýningunni í Stöðlakoti getur að líta það nýj- asta í dúkaframleiðslu fyrirtækis- ins m.a. mynstur frá víkingaöld og hátíðardúk í tilefni ár- þúsundamótanna. Sýningin er opin daglega kl. 14-18, og lýkur 5. nóvember. Gluggi til austurs MYIVDLIST Hafnarborg/ kaffistofa GRAFÍK/BLÖNDUÐ TÆKNI - MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Til 6. nóvember. Á VEGGJUM kaffistofu Hafnar- borgar hanga uppi 17 grafíkmyndir eftir Margréti Guðmundsdóttur inn- anhússarkitekt sem eftir langan og fjölþættan starfsferil söðlaði yfir í myndlist. Sýningin er í tengslum við þrjár sýningar í Kína þar sem hún og fleiri íslendingar eru þátttakendur; Art Fair, Shanghai, Guangzhou og The Macau Museum of Art. Margrét hef- ur verið athafnasöm frá jiví hún lauk námi úr grafíkdeild MHI1993, haldið nokkrar einkasýningar og sömuleiðis tekið þátt í nokkram samsýningum, jafnframt rekur hún listhúsið Meist- ari Jakob á Skólavörðustíg. Myndimar 17, að fjóram undan- teknum sem era í blandaðri tækni, era allar gerðar í tækni sem nefnist karborandum, ekki um fjölföldun að W & ^ Margrét Guðmundsdóttir: Karborundum einþrykk. ræða eins og ætla mætti í fyrstu, held- ur einþrykk, og þó era þær merkilega líkar innbyrðis. Um er að ræða ster- krautt hringform, þar sem rauði litur- inn er rofinn með blökkum grafískum tilbrigðum og myndefnið endurtekið á ýmsan hátt. Þetta er frekar einhæf- ur leikur en hinsvegar sterkasta framlag Margrétar til þessa, einkum hvað myndina Eldur og ís (1) snertir, svo og myndh' í svipuðum dúr einkum nr. 8-10. Athygli vekur hve einstak- lega vel er gengið frá sýningunni og hve samfellda heild og sterka um- gjörð hún myndar á staðnum. Bragi Ásgeirsson Islenskri leiksýningu boðið á hátíðir í Danmörku og Finnlandi Atriði úr leikritinu Júlíus - veruleikur. Þjóðleikhúsið Antig- óna á jólum ÆFINGAR eru nú hafnar á jóla- leikriti Þjóðleikhússins, gríska harmleiknum Antigónu eftir Sofókles í þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson, leikmynd gerir Grét- ar Reynisson, búninga hannar Þórunn E. Sveinsdóttir, tónlist semur Tryggvi Baldvinsson. Leikendur eru Halldóra Björns- dóttir, Arnar Jónsson, Rúnar Freyr Gíslason, Edda Arnljóts- dóttir, Valdimar Örn Flygenring, Stefán Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Erl- ingur Gíslason, Margrét Guðmun- dsdóttir, Randver Þorláksson, Anna Kristfn Arngrímsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Ragnheið- ur Steindórsdóttir. Frumsýning verður 2. jóladag sem venja er um jólasýningar Þjóðleikhússins. JÚLÍ USI - veruleik hefur verið boð- ið á Leiklistarhátíðina í Óðinsvéum 2. til 5. nóvember. Hátíðin í Óðinsvéum á sér langa sögu en nú í ár er hún með norrænu yfirbragði, því banda- lög sjálfstæðu leikhúsanna (The Nor- dic and Baltic Network of the Per- forming Arts) á Norðurlöndum koma inn í hana núna. Sýningar frá íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð verða því á hátíðinni. Þema hátíðarinnar er „Orðið í norðri“. Júlíus fellur vel að þessu þema þar sem ekkert tungu- mál er notað í sýningunni, nema það vottar fyrir golfrönsku á stöku stað. Sýnt verður í Teaterhuset - Ros- enhaven. Einnig munu Þórarinn Eyfjörð leikstjóri og Pétur Grétar- sson tónskáld og brúðuleikari, leiða vinnuhóp á hátíðinni sem ber yfir- skriftina „At dræbe taleren - sprog- ets rolle í dukke/objekt teater“. Bandalag sjálfstæðra leikhúsa á íslandi hefur lengi unnið að því að halda leiklistarhátíðir með systur- samtökum sínum, á Norðurlöndum, en upphaf samstarfsins má rekja til leikferðar Hafnarfjarðarleikhússins á Leiklistarhátíðina í Bergen 1996, þar sem Himnaríki eftir Árna Ibsen var sýnt. Júlíusi er einnig boðið á Listahátíð barna og ungs fólks í Vantaa í Finn- landi 6. til 10. nóvember, en Vantaa er hluti af Stór-Helsinki. Listahátíð- in er kölluð ON! og leggur mikla áherslu á þátttöku fjölskyldunnar í listuppeldi barna og ungmenna í Finníandi, auk þess að bjóða til sín áhugaverðum listviðburðum frá öðr- um löndum. Sýnt verður í The Concert Hall Martinus. Síðastliðið vor framsýndu ís- lenska leikhúsið og Hafnarfjarðar- leikhúsið samvinnuverkefni sitt Júlí- us - veruleikur í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Þar segir frá Júlíusi, dreng sem lifir í sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt. Dag einn verður breyt- ing á þegar hann kemst skyndilega í kynni við hinn utanaðkomandi heim. Júlíus. fmnur að sá.iieimur er for- vitnilegur og langar að verða hluti af honum. Á þeirri leið reynir hann eitt og annað sem kennir honum að til þess að lifa í samfélagi manna þarf hver og einn að taka þátt og vera með, og um leið að gæta þess að týna ekki sjálfmn með .þvLað..gera. alltaf allt eins og allir hinir. Danmerkurhluti leikferðarinnar er studdur af menntamálaráðuneyt- inu, Theater og dans i Norden og Teaterrádet í Danmörku. Finnlands- hluti ferðarinnar er í samvinnu við Reykjavík-menningarborg 2000..
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.