Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN Margir fjölmiðlar hafa umboðsmenn almennings innan sinna vébanda Betri fréttir almenningi og fjölmiðlum í hag AÍSLANDI er til embætti umboðsmanns Alþingis, sem almenningur getur leit- að til ef honum þykir stjórnvöld hafa brotið á sér með einhverjum hætti. Fyrir nokkrum árum var einnig stofnað embætti umboðsmanns bama, sem gætir réttar þess hóps og nú liggur fyrir Alþingi tillaga um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra. Fjölmörg dagblöð og fréttastofur víða um heim hafa sett á laggimar embætti umboðsmanns lesenda, eða umboðsmanns almennings. Peir bera oft hið skandinavíska heiti „om- budsman", hvar í heimi sem þeir starfa, enda urðu Svíar fyrstir þjóða til að koma á embætti umboðsmanns almennings gagnvart stjómvöldum árið 1809. Þessir umboðsmenn á fjölmiðlun- um, sem oftast em valdir úr hópi reynslumestu blaða- og frétta- manna, taka við athugasemdum al- mennings vegna frétta, mynda og annars efeis og kanna innan fjöl- miðla sinna hvemig frétt eða annað efni var unnið, með tilliti til ná- kvæmni í frásögn, réttlátrar umfjöll- unar, að báðar hliðar máls hafi kom- ið fram og að ekki hafi verið farið yfir mörk velsæmis að neinu leyti. Þeir þurfa þó ekki umkvörtun al- mennings til, því þeir eiga að fara yf- ir allar fréttir daglega með þessi at- riði í huga og leita skýringa ef eitthvaðberútaf. Að könnun umboðsmannsins lok- inni birtir hann svar sitt. Sumir um- boðsmenn hafa umsjón með leiðrétt- ingadálki í dagblöðum, aðrir birta athugasemdir í innanhússpósti fjölmiðils og margir rita sérstakan dálk í dagblöð, t.d. einu sinni í viku, þar sem þeir rekja athugasemdir sínar. Undanfarin ár hefur færst mjög í vöxt að fjölmiðlar hafí sérstakan starfsmann á sínum snærum, sem oft ber starfsheitið umboðsmað- ur lesenda eða umboðsmaður almennings. Ragnhildur Sverris- dóttir fjallar um hlutverk umboðsmannsins. Uppnám á ritstjóm bandarísks dagblaðs. Umboðsmaðurinn þarf stundum að setja ofan í við fjölmiðilinn þar sem hann starfar en í önnur skipti aðeins að svara fyrirspumum um vinnslu og innihald frétta og annars efnis og skýra út ákveðin atriði fyrir lesendum eða áhorfendum viðkomandi fjölmiðils. Svör umboðsmannanna snúast um að útskýra hvers vegna frétt var á einn veg en ekki annan, þeir hæla stundum fjölmiðlum fyrir að sinna hlutverki sínu með sóma, eða þá að þeir telja ástæðu til að taka undir gagmýnina og beina tilmælum til fjölmiðla sinna að bæta vinnubrögð- in. Hlutverk þeirra innan hvers fjölmiðils er því svipað og hlutvepk siðanefndar Blaðamannafélags ís- lands, en umboðsmenn eiga eðlilega hægara með að leita svara án tafa og birta jafnóðum í fjölmiðlum sínum. Margir þeirra halda reglulega erindi á hinum ýmsu fundum félagasam- taka, þar sem þeir útskýra grund- vallaratriði blaðamennsku. Þá hafa margir umboðsmenn þann háttinn á að biðja viðmælendur fjölmiðla að svara spumingum um reynslu sína af samskiptunum. Tryggir vandaðri blaðamennsku Fjölmiðlar, sem hafa umboðs- menn innan sinna vébanda, segja starf þeirra tryggja vandaðri blaða- mennsku en ella, því þeir veiti stíft innra eftirlit með að rétt sé farið með staðreyndir og að fýllstu sann- gimi sé gætt í umfjöllun. Starf þeirra geri viðkomandi fjölmiðil jafnframt aðgengilegri fyrir al- menning og um leið trúverðugii. Starfsmenn ritstjóma verði sér einnig meðvitaðri um álit almenn- ings á fréttavinnslu. Innan fjölmið- ilsins sparist tími ritstjóra, frétta- stjóra og annarra yfirmanna, því öllum athugasemdum almennings sé hægt að beina til umboðsmanns- ins. Beint samband almennings við umboðsmann hafi það einnig í fór með sér að hægt sé að leysa ýmis umkvörtunarefni í sameiningu, sem áður hafi hugsanlega farið íyrir dómstóla. Umboðsmenn á fjölmiðlum hafa bundist alþjóðlegum samtökum, þar sem þeir geta skipst á upplýsingum. Samtökin, The Organization of News Ombudsmen, halda einnig námstefnur, þar sem ýmsir þekktir einstaklingar hafa haldið erindi, til dæmis fjölmiðlagagnrýnandinn David Shaw hjá Los Angeles Times, Ben Bradlee, fyrrverandi ritstjóri Washington Post, og breski sagn- Ný tækni og nýir siðir EG ER ekki í blaðaútgáfu ... Um þessar mundir vilja margir okkar lesenda fá fréttir í dagblaði og við munum reyna að þjóna þeim. Þegar þeir vilja fá fréttirnar á Netinu sjáum við einnig til þess. Ef þeir vilja fá fréttirnar sendar beint inn í hug- ann munum við setja upp heila- barkarútgáfu.“ Þessi ummæli eru höfð eftir Arthur O. Schultsberger Jr. útgef- anda bandaríska dagblaðsins New York Times sem eins og æ fleiri blöð víða um heim skilgreinir sig ekki lengur sem dagblað heldur fyrirtæki í upplýsinga- og frétta- miðlun hvers konar. Á nýafstaðinni ráðstefnu IFRA, samtaka blaðaútgefenda, sem haldin var í Amsterdam, komu þessi sjónarmið skýrt fram en þar lögðu margir fulltrúar útgáfufyr- irtækja áherslu á það markmið að nýta til fulls mismunandi eigin- leika fjölmiðla til að koma efni á framfæri. Blaðaútgefendur hafa á undan- fömum árum haslað sér völl á nýj- um sviðum fréttamiðlunar, svo sem Netinu, textaskilaboðum í farsímum, WAP-símum, sjón- varpi, útvarpi. Þessi þróun heldur áfram þrátt fyrir að hrakspár, sem víða voru uppi fyrir fáum árum um að saga dagblaða í venjulegri mynd yrði brátt öll, hafi ekki gengið eftir. Þvert á móti virðist blaðaútgáfa hvers konar standa í miklum blóma og aukabúgreinar, svo sem netútgáfur, virðast al- Útgefendur blaða hafa á undan- förnum misserum almennt tileinkað sér nýja tækni og möguleika til að koma fréttum og upplýsingum til lesenda. En um leið verður það vandamál áleitnara hvernig eigi að skipuleggja fréttastofur og nýta kosti hinna mismunandi miðla sem best. Guðmundur Sv. Hermannsson hlýddi á fulltrúa útgáfufyrirtækja velta þessu fyrir á ráðstefnu IFRA. mennt hafa styrkt blöðin þótt þær hafi verið kostnaðarsamar. Vandasöm skipulagning Eitt helsta vandamálið sem út- gáfufélög fást nú við er hvernig eigi að skipuleggja útgáfuna þann- ig að hver miðill styðji annan og rekstur fyrirtækjanna verði sem hagkvæmastur. Álitamálin eru mörg og án efa hafa komið upp deilur á ritstjómum allra blaða sem einnig eru með netútgáfu um hvort birta eigi frétt á Netinu áður en hún kemur í blaðinu. í grófum dráttum má þó segja að sú verkaskipting hafi þróast, að net- miðlar skýra frá frétt- um augnabliksins en dagblöðin fjalla ítar- legar um málið daginn eftir. Blöð hafa farið ýms- ar mismunandi leiðir til að reka netútgáfur. Sum byggja netblöð eingöngu á fréttum úr prentmiðlinum, önnur nota fréttir frá frétta- þjónustum til að brúa bilið og enn önnur hafa komið upp sérstökum ritstjórnum fyrir netmiðlun líkt og Morgunblaðið hefur gert. Þá hafa verið gerðar tilraunir, einkum á bandarískum blöðum, með að hafa sameiginlega ritstjórn sem fram- leiðir fréttir fyrir hina ýmsu miðla en árangurinn hefur ekki alltaf verið góður. Blaðið Financial Times ákvað þó að fara þessa síðastnefndu leið þegar hafin var útgáfa á FT á þýsku í febrúar sl. en jafnframt var ákveðið að hefja netúgáfu í tengslum við blaðið. Ákveðið var að skipuleggja ritstjórn þar sem unnið er með fréttirnar á sameig- inlegu fréttaborði fyrir blaðið og Netið. Klaus Schweinsberg, yfir- maður netþjónustudeildar Fin- ancial Times í Þýskalandi, sagði á ráðstefnunni í Ámsterdam að að- eins mánuði fyrir útgáfudag hefðu verið uppi háværar deilur milli netblaðamanna og prentblaða- manna blaðsins þar sem þeir hefðu ekki skilið hvaða hlutverki þeir ættu að gegna á þessari marghliða fréttastofu. Að lokum var málið leyst með því að láta einn mann bera ábyrgð á því hvaða fréttir eru birtar á Netinu og hvaða fréttir eru birtar í blaðinu. Tæknin ekki vandamálið heldur fólk Rolf Lie, einn af ritstjórum norska blaðsins Aftenposten, sagði í Amsterdam að Aftenposten væri að þróast úr því að vera eitt stærsta blaðaútgáfufyrirtæki Noregs í fjölmiðlunarfyrirtæki. Markmiðið væri m.a. að fá blaða- menn til að hugsa á þann veg að þeir væru ekki að vinna á dagblaði heldur með upplýsingar. Hins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.