Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Valdið Og Vatnsendi Nútímaleg stjórnmál eru einfaldlega ekki rekin á þann veg, sem rábamenn í Kópavogi hafa gerst sekir um. S kipulagsmál gerast sí- fellt fyrirferðarmeiri í opinberri umræðu á íslandi. Segja má að „vitundarvakning" hafi átt sér stað á þessum vett- vangi á undanliðnum árum og hljóta menn að fagna því að þau umskipti séu ekki bundin við vélindabakflæðið stórháskalega. Framkvæmd skipulagsmála í þéttbýli bregður ljósi á margt í samfélaginu t.a.m. samskipti einstaklinga og stjórnvalda auk þess sem þau endurspegla ríkj- andi verð- VIÐHORF Eftir Asgeír Sverrisson mætamat. Að þessu leyti hefur ánægjuleg viðhorfsbreyting látið á sér kræla, einkum í Reykjavík, þar sem yfirvöld sýnast gera sér ljóst að nútíminn krefst þess að haft sé samráð við íbúa þegar umhverfis- og skipulagsmál eru annars vegar. Með þessu móti hefur réttur almennings verið aukinn samfélaginu til heilla. Af þessum sökum verður flestum orðfall þegar sjónum er beint að þeim áformum, sem stjórnvöld í Kópavogi hafa um skipulagningu Vatnsendasvæðis- ins. Ráðamenn í Kópavogi hyggjast fara með ofbeldi gegn íbúum við Elliðavatn, hrekja þá af heimilum sínum og jafna þau við jörðu til þess að fjölbýlis- húsahverfi megi rísa á rústun- um. Lagalegar forsendur aðfarar- innar eru í meira lagi vafasamar. Grundvallarspurningum, sem varða lífríki vatnsins og áhrif slíkra framkvæmda á umhverfið, hefur ekki verið svarað. Um áhrif þess á líf einstaklinga að vera hraktir af heimilum sínum og horfa á þau jöfnuð við jörðu er vitanlega ekki heldur spurt. Ibúunum, sem fyrirskipað hef- ur verið að rýma heimili sín, er gert að lifa í algjörri óvissu um hvað bíður þeirra. Við þá er ekki talað, ræktunar- og uppbygg- ingarstarf þeirra er einskis virt. Það eina, sem þeir hafa í hönd- um er bréf þess efnis að þeim beri að hafa sig á brott um næstu jól, eftir um 60 daga. íbúar.við Vatnsenda upplýsa að þessi óvissa sé tekin að hafa áhrif á börn þeirra. Sum þeirra hafa ítrekað fengið martraðir af þessum sökum á undanliðnum vikum. Börnin eru kvíðin og ótt- ast þær breytingar, sem fram- I andi vald hefur dæmt yfir þau og foreldra þeirra. Undarlegt er að áform þessi skuli ekki hafa kallað fram öfl- ugri mótmæli en fólust í þeim undirskriftum, sem safnað var til að andmæla þessari aðför að íbúum við Vatnsenda. Alltjent þykir flestu rétthugsandi fólki forkastanlegt þegar fréttir ber- ast af því að yfirvöld í ísrael hafi eina ferðina enn látið til skarar skríða gegn byggðum Palestínu- manna. Þar eins og í Kópavogi er fólki gefinn frestur til að yfir- t gefa heimili sín, sem síðan eru þurrkuð út af yfirborði jarðar. Er að undra að fram fari um- ræða um hvort íslenskir stjórn- málamenn séu almennt í viðun- andi sambandi við samtíma sinn og umhverfi? Með þessu er ekki sagt að jVatnsendasvæðið sé svo einstakt að þar megi við engu hreyfa. Að sjálfsögðu á bæjarfélagið hags- muna að gæta þar rétt eins og eigendur þessa skika. Nútímaleg stjórnmál eru hins vegar ein- faldlega ekki rekin á þann veg, sem ráðamenn í Kópavogi hafa gerst sekir um. Svo frumstæðar hugmyndir um eigið vald og upphafningu eru hrollvekjandi. Valdamenn, sem gleymt hafa því að þeir eru kjörnir fulltrúar al- mennings, eru á villigötum og frekari forystu af þeirra hálfu hljóta menn að afþakka. Eru önnur viðbrögð íbúa bæj- arfélags hugsanleg þegar ráða- menn þess vinna markvisst að því að koma á það óorði með framgöngu sinni? Fyrr á tíð gátu íslenskir valdamenn farið fram með sams konar offorsi og bæjarstjórn Kópavogs gerir nú. Skilningur flestra nútímamanna á stjórn- málum er á hinn bóginn sá, að ráðandi öflum á hverjum tíma beri að leita leiða til að gæta hagsmuna allra þeirra, sem til- tekið mál varðar. Krafan er því sú að leitast sé við að skapa jafnvægi í slíkri hagsmunavörslu þegar taka þarf ákvarðanir hvort sem þær varða skipulags- mál eða annað. Þessi nútímalegi skilningur á framgangsmáta stjórnmálanna er sumum ís- lenskum stjórnmálamönnum öldungis hulinn, líkt og dæmin sanna. Vísast þykir íbúum flestra bæjarfélaga eftirsóknarvert að þau skeri sig frá öðrum á einn eða annan veg. Vafasamt verður þó að telja að almennur vilji íbúa í Kópavogi sé sá, að slík sér- staða sé tryggð með þvi að gera fjölskyldum við Vatnsenda að bíða í algjörri óvissu eftir því að vera hraktar af heimilum sínum til að unnt verði að uppræta þau. Telja Kópavogsbúar þennan framgangsmáta fallinn til að auka hróður bæjarfélags þeirra? Telja þeir enga áhættu fólgna í því fordæmi, sem valdníðslan og hrokinn skapa? Hverjir ætli standi næst í vegi „skipulags- ins“? í máli þessu hefur ekki verið gætt sem skyldi hagsmuna íbúa í húsum þeim, sem áformað er að víki. Valdamenn í Kópavogi hafa gerst sekir um að taka hagsmuni bæjarfélagsins og þó sérstaklega eigenda landsins fram yfir hagsmuni fólks, sem búið hefur sér heimili á þessum slóðum. Af þessum sökum ber ráða- mönnum í Kópavogi að taka mál þetta fyrir að nýju til að tryggja að eðlilegt jafnvægi ríki í mati á hagsmunum þeim, sem til grundvallar liggja. Sjálfsögð krafa er sú, að gengið verði út frá því í þeirri skipulagsvinnu, sem fram þarf að fara, að eig- endum verði heimilað að búa áfram í húsum sínum, kjósi þeir á annað borð að búa áfram í Kópavogi eftir þessa reynslu. Jafnframt er eðlilegt að eigend- ur húsa felli sig við að lóðum, sem þeir hafa haft til afnota, verði, að höfðu samráði, breytt í þeim tilfellum þar sem það reyn- ist nauðsynlegt. Með þessu móti kann að vera að ráðamönnum í Kópavogi auðnist að ganga til fundar við nútímann. ANNA ÞÓRARINSDÓTTIR + Anna Sigur- björg Þórarins- dóttir var fædd að Gilsárteigi í Eiða- þinghá 25. apríl 1901. Hún andaðist á Elliheimilinu Grund 16. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Anna María Jónsdóttir og Þór- arinn Benediktsson, bóndi og alþingis- maður. Systkini Onnu voru: Vilborg, f. 1898, d. 1903, Málfríður, f. 1900, d. 1998; Ben- edikt, f. 1904, d. 1959, og Jón, tónskáld, f. 1917 og er hann nú einn eftirlifandi þeirra systkina. Anna giftist 17. júlí 1924 Jóni Sigurðssyni frá Hrafnsgerði í Fellum, f. 10. apríl 1903, d. 18. apríl 1980. Börn þeirra eru: 1) Svanhildur Jónsdóttir Svane, f. 24. ágúst 1925, náttúrufræð- ingur og fyrrv. lektor við há- skólana i Kaupmannahöfn og Ár- Nú þegar kemur að kveðjustund langar mig að minnast tengdamóð- ur minnar með nokkrum orðum. Það mun hafa verið á haustdögum árið 1946, sem ég kynntist tengda- foreldrum mínum Onnu og Jóni, þegar ég trúlofaðist Sigurði einka- syni þeirra, en dóttirin var þá ný- farin til náms við Kaupmannahafn- arháskóla. Anna var á þessum árum farin að starfa með félagi austfirskra kvenna og fljótlega eftir að hún flutti í Vogana og Langholtssöfnuð- ur var stofnaður var hún virkur fé- lagi í kvenfélaginu þar. Þær voru ekki ófáar stundimar sem fóru í undirbúning og vinnu við basar þessara félaga. Það var saumað, prjónað, heklað og bakað. Anna var fædd á fyrstu mánuð- um aldarinnar, svo segja má að hún hafi lifað alla þessa öld, með öllum þeim breytingum á íslensku mann- lífi, sem henni hafa fylgt. Stundum ræddum við þessar breytingar og sagði Anna oft að sér fyndist eins og hún hafi lifað alla Islandssög- una, hvað varðar búskapar- og at- vinnuhætti. Anna undi löngum stundum við vefstólinn sinn og pijónana og á seinni árum hnýtti hún gólfmottur, sem prýða mörg heimili fjölskyldunnar. Anna var dugleg að fara út, sennilega flesta daga frá því ég kynntist henni og allt fram á síðustu ár, þegar sjónin fór að daprast. Minnisstæðust verða líklega kaffiboðin á sunnu- dögum, með öllum þeim kræsing- um sem þar voru bornar á borð. Anna og Jón voru dugleg að heimsækja fjölskyldu sína í Dan- mörku. Fóru þangað flest ár sem Svanhildir kom ekki til Islands. Jón andaðist í einni slíkri ferð 18. apríl 1980. Ekki get ég látið hjá líða að færa stjómendum Elliheimilisins Grund- ar og starfsfólki Vesturálmunnar og sjúkradeildar alúðarþakkir fjöl- skyldunnar fyrir umhyggju og frá- bæra umönnun. Megi góður Guð styrkja ykkur í störfum ykkar hér eftir sem hingað til._ Helga S. Ólafsdóttir. Mig langar að minnast í nokkr- um orðum föðursystur minnar Önnu Sigurbjargar Þórarinsdóttur, sem hefur kvatt þennan heim eftir að hafa lifað tuttugustu öldina hartnær alla. Þegar ég man íyrst eftir Önnu var hún komin á fullorðinsár. Hún bar aldurinn vel, gekk hnarreist og frá henni stafaði góðvild og virðu- leiki. Hún var vel að sér um margt og sagði skemmtilega frá. Sem barni fannst mér hún vera alvitur og ég gleypti í mig hvert orð. Það að vitna í hana var sambærilegt því að vitna í alfræðiorðabók eða annað sannleiksrit. ósum. Hún er gift dr. Gunnari Svane, f. 25. september 1927, fyrrv. prófessor við Kaupmannahafnar- og Árósaháskóla. Þau eiga tvo syni: a) Jón Olav, f. 1954, jarðfræðingur í starfí hjá dönsku bændasamtökunum, kvæntur Elsebeth Pii og eiga þau tvær dætur og tvo syni, b) Axel Thorstein, f. 1956, stærðfræðing- ur og Iektor við Ár- ósaháskóla, kvæntur Inger And- ersen. Þau eiga þrjár dætur og einn son. Svanhildur og öll henn- ar fjölskylda býr í Arósum og nágrenni. 2) Sigurður, f. 23. júní 1927, bankamaður og bókari hjá Flugleiðum. Hann er kvæntur Helgu S. Ólafsdóttur, f. 13. mars 1925, húsmóður og verslunar- manni í Reykjavík. Þeirra börn eru: a) Jón Ólafur, f. 1947, org- anisti i Hjallakirkju og kennari Mér eru minnisstæð kvöldverð- arboð á heimili foreldra minna þar sem saman voru komin Anna og maður hennar Jón Sigurðsson bankafulltrúi annars vegar og Þor- steinn M. Jónsson langafi minn og Sigurjóna Jakobsdóttir langamma mín hins vegar. Á þessum kvöldum var rætt um ættir og afrek Aust- firðinga af miklum eldmóði og þekkingu. Flett var upp í bókum svo ljóst væri að ekki væri farið með fleipur. Algengt var viðkvæði Þorsteins langafa míns þegar eitt- hvað bar á milli í samræðunum: „Jón minn, geturðu ekki flett þessu upp?“ Þá var faðir minn jafnan við- búinn með öll tiltæk austfirsk fróð- leiksrit til að leysa úr vafa. Það var ekki verið að þrasa um hluti ef hægt var að fá úr þeim skorið. Ekki fundust mér baminu þessi kvöld alltaf jafn skemmtileg, en ég vil þó þakka þeim seinni tíma áhuga minn á ættum og uppruna. Ég dáðist alltaf að Onnu og hef- ur það ekki síst verið fyrir þær sakir að faðir minn talaði alltaf af mikilii aðdáun um dugnað og þrautseigju systur sinnar þegar mest reyndi á, í baráttu við fátækt og veikindi manns hennar á krepputímum millistríðsáranna. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni, umgangast hana og læra af henni. Mér er kær minn- ingin um greinda og stórbrotna konu sem sá og lifði tímana tvenna og miðlaði af reynslu sinni svo að eftirminnilegt er. Blessuð sé minn- ing hennar. Anna María Jónsdóttir. Elsku amma mín. Nú loksins hlaustu friðinn sem þú varst búin að þrá svo mikið undanfarin ár. Mig langar að þakka þér rúmlega 53 ára samfylgd og handleiðslu. Ýmsar minningar koma upp í hugann á kveðjustund. Ein sú elsta sem ég man eftir í Ferjuvoginum var þegar Þórarinn bróðir fæddist og undirritaður sex ára frumburður foreldra sinna var íúll tápmikill og ærslafullur til að vera heima fyrstu dagana eftir fæðingu drengsins, en hann var fæddur heima á Sjafnar- fötu eins og við hin eldri systkinin. Ig man eftir þegar ég trítlaði á eftir þér frá Sjafnargötu niður að Gasstöðinni á Hlemmi þar sem við tókum strætó inn að Hálogalandi og átti ég fullt í fangi með að fylgja þér. í þá daga var þetta heilmikið ferðalag og í raun langt úti í sveit og okkur krökkunum þótti viðburð- ur þegar strætó keyrði framhjá. Einnig eru kærar minningarnar frá öllum aðfangadagskvöldunum hjá ykkur afa, frá því ég man eftir mér og þar til ég stofnaði mína eigin fjölskyldu. Það var alltaf ákveðin stemmning sem tilheyrði jólunum í Ferjuvoginum og síðan fjölskyldu- við Tónlistarskóla Garðabæjar. Kvæntur Ragnheiði Þórðardótt- ur, f. 1943. Þau eiga þrjá syni og tvo sonarsyni, b) Guðný Sjöfn, f. 1952, bókari hjá Flugleiðum í Reykjavík, ógift og barnlaus. c) Þórarinn, f. 1953, bifreiðastjóri. Hann á tvo syni. Sigurður og af- komendur hans búa öll á höfuð- borgarsvæðinu. Anna og Jón hófu búskap í Hrafnsgerði 1924 en fluttu það- an á Seyðisfjörð og þaðan til Reykjavíkur 1936. Jón lauk kennaraprófi 1937, en hóf siðan störf við Búnaðarbanka íslands 1. sept. 1939 og vann þar til sjö- tugs. Anna og Jón byggðu sér hús að Ferjuvogi 17 árið 1947 og bjuggu þar á meðan bæði lifðu og Anna til 1986 er hún flutti á Elliheimilið Grund. Anna var virkur félagi í Kvenfélagi Lang- holtssafnaðar og Félagi aust- firskra kvenna um langt árabil. I rúm 13 ár naut Anna þess að vera ættmóðir fimm ættliða í beinan karllegg frá sér og síð- ustu fimm árin voru tveir sonar- sonarsynir orðnir feður þannig að tveir drengir fylltu fimmta ættliðinn. _ Útför Önnu fer fram frá Hjallakirkju i Kópavogi i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. boðunum þar sem þú bauðst systk- inum þínum og þeirra bömum og bamabörnum ásamt þeim hluta af þinni eigin fjölskyldu sem bjó á landinu. Alltaf varstu til staðar þegar á þurfti að halda og fæ ég seint fullþakkað allan þann tíma sem þú gafst mér þegar ég átta ára gamall lá fótbrotinn frá byrjun febrúar og fram á vor og svo aftur strax á eftir fram á sumar. Alltaf áttir þú tíma og kenndir mér urmul af sálmum og kvæðum og lögum, að ekki sé minnst á allar útilegu- mannasögurnar sem afi bjó til og hafði fyrir framhaldssögur og urðu til þess að ég lærði að spinna fram- haldssögur handa mínum eigin drengjum þegar þeir tímar komu. Ekki minnkaði umhyggjan þegar langömmudrengirnir þínir fæddust og dáðumst við Ragnheiður oft að því hvað þú tókst öllu með jafnað- argeði og áttir alltaf góð ráð og þið afi voruð oft tilbúin til að líta eftir þeim á meðan við bjuggum enn í Reykjavík. Eftir að við fluttum út á land var enginn duglegri að heim- sækja okkur en þið afi, enda voruð þið óþreytandi í að ferðast um landið og gista í tjaldi. Ætíð hef ég verið þakklátur fyrir að kveðju- stundin við afa var með þeim hætti sem hún var, en þá komuð þið aust- ur í Egilsstaði til að vera við ferm- ingu Sigga elsta sonarsonarsonar ykkar og afi hitti alla þá sem næst honum stóðu í fjölskyldunni, síðan fluguð þið heim og hélduð daginn eftir til Árósa og nokkrum dögum síðar var afi allur. Að sjá og heyra þig lýsa kveðjustundinni ykkar gaf manni hlýju og innsýn í þína skoð- un í þeim málum. Elsku amma mín, það er margt sem hægt væri að skrifa því minn- ingamar streyma fram. Þú naust þess að vera ættmóðir fimm ættliða í beinan karliegg frá því að Sigfús Sigurðsson fæddist 1987 og síðan þegar Guðni eignaðist Garðar 1995. Oft talaðir þú um að þú værir svo rík að eiga alla þessa heilbrigðu af- komendur sem þú varst svo stolt af bæði hér heima og í Danmörku. Elsku amma mín, við Ragnheið- ur og drengirnir okkar og þeirra fjölskyldur biðjum algóðan Guð að varðveita þig og blessa okkur minningarnar um þig, hvíl þú í friði og megi hið eilífa ljós lýsa þér. Jón Ólafur Sigurðsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulcngd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.