Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Þorskeldi í búri
eða hafí?
NÚ er þorskeldi í
búri til umræðu. Af
hverju er betra að ala
þorsk í búri í stað þess
að ala þorsk, á náttúru-
legan, ódýrari og heil-
brigðari hátt, í hafínu
umhverfis landið?
Þegar seiði eru sett í
búr er fyrst keypt fóð-
ur. Svo er vandlega
hugað að hæfilegri fóð-
urgjöf, rými á einstakl-
ing, vaxtarhraða pr/
viku og hvort súrefni sé
nægilegt, til að há-
marks vaxtahraði náist
á sem skemmstum
tíma.
En í þorskeldinu „fiskveiðistjóm"
er lítið hugað að þessum grundvall-
aratriðum.
Það vantar mánaðarlegt eftirlit
með þrifum, fæðunámi og vaxtar-
hraða smáþorsks í flestum fjörðum
og flóum við landið. Smáþorskur á
grunnslóð við landið er oft horaður
og ber einkenni fæðuskorts. Oftast
Tíý hringormur í þessum þorski.
Ormar í dýrum - eða fiskum - er vís-
bending um vanþrif. Breyttar
áherslur eins og aukin veiði á veiði-
L^'t‘11
UHHVERFISVÆNAR
GÓLFSÁPUR
svæðum sem fæðu-
skortur er (vaxtar-
hraði of hægur) myndi
auka afrakstur. Vaxt-
arhraði og afli myndi
aukast. Eg minnist
þess að í fréttum var
fjallað um hugsanlega
lögreglurannsókn
vegna örfárra sveltra
silunga sem höfðu
neyðst til að „lifa hver
á öðrum“ i einhverju
gjaldþrota fiskeldi.
Enginn segir neitt við
því þó tugþúsundir
Kristinn tonna af smáþorski við
Pétursson landið séu í svelti til að
„lifa hver á öðrum“ -
eða éta selskít og krabbadýr á sjáv-
arbotni sem innihalda lirfur og
hringorma.
Eg fæ ónot í magann þegar ráð-
gjafar eru að hæla sér af fjölda
þorskseiða síðustu ára. Ráðgjafar
ættu að vita að síðast þegar þeir
hældu sér af svipuðum fjölda
þorskseiða hérlendis 1976 týndist sá
árgangur! Þessi metárgangurinn frá
1976 átti að skila miklum afla hér-
lendis upp úr 1980. Frá 1980-1983
féll svo vaxtarhraði þorsks hér við
land um 20-30% . Vitlaust forritaða
tölfræðin kvað þá þorskstofninn of-
veiddan þar sem tölfræðin er forrit-
uð þannig að nægur matur sé alltaf í
Fiskeldi
Af hverju er betra að ala
þorsk í búri, spyr Krist-
inn Pétursson, í stað
þess að ala hann í nátt-
úrulegu umhverfí í haf-
inu umhverfis landið?
v: -u, l’-'J’ . ágm
Rsstivörur
Stangarhyl 4
110 Reykjavik
Simi 547 4141
hafinu og allur fiskur sem drepst úr
hungri hafi verið „ofveiddur"!
Kvótakerfið sem tekið var upp 1983
til að „byggja upp stofninn“ var í
reynd bein afleiðing af fyrstu tilraun
ráðgjafa til „uppbyggingar" þorsk-
stofnsins með friðun smáþorsks -
sem mistókst! Itrekuð tilraunastarf-
semi síðan um „uppbyggingu“ hefur
endurtekið mistekist. Alltaf er sama
tölfræðin látin reikna vitlaust út að
veiðimenn hafi fjarlægt þorsk sem
er sveltur til dauða, eða étinn.
I Barentshafi komu sex metár-
gangar af þorskseiðum 1991, 1992,
1993, 1994, 1995 og 1996. Hvar er
„árangurinn" af því í dag? Ástandið
hefur aldrei verið verra! Af hverju
halda ráðgjafar eða aðrir, með þessa
reynslu úr Barentshafi fyrir framan
nefið á sér, að sambærileg reynsla sé
líkleg til árangurs hérlendis?
Nú eru væntalegir fjórir sterkir
þorskárgangar hériendis skv. mæl-
ingu. Hvað eiga þessir sterku þorsk-
árgangar að éta? Tæplega uppétna
rækju. Lítið fannst af loðnuseiðum i
sumar. Hvölum og fulgum fjölgar.
Það virðist því stefna í ofbeit á vist-
kerfi hafsins m.a vegna vannýtingar
þorskstofnsins. Aíleiðingin kann að
verða horaður, úrkynjaður dverg-
þorskstofn og lítil veiði. Ef taka á
mið af reynslu kann að skapast svip-
að ástand hérlendis og búið er að
vera í 10 ár við Labrador. Slíkt
ástand virðist vera að skapast í Bar-
entshafi! Bjarga kannski Rússar
Barentshafinu með því að veiða?
Mér virðist hafið náttúrulegt
fiskabúr, þar sem sömu grundvallar-
lögmál, um fæðu og rými á einstaka
fisk, eru þau sömu og við fiskeldi í
afgirtu búri? Hafrannsóknarstofnun
hefur stundað rannsóknir á þor-
skeldi í búri í Stöðvarfirði. Niður-
staða rannsókna vai- - fyrir nokkr-
um árum - að þá tvöfaldaði
þorskurinn þyngd sína á sex mánuð-
um þegar hann var fóðraður. Vaxt-
arhraði var hægari þar sem þorskur
var ekki fóðraður. Af hverju eru
þessar rannsóknir ekki nýttar til
breyttrar og skynsamlegri nýtingar-
stefnu? Niðurstaðan af rannsókninni
í Stöðvarfirði er vísbending um að
annað hvort verði að fóðra smáþorsk
á grunnslóð með fæðu eða veiða
meira af þessum smáþorski til að
auka fæðuframboð. Þetta er augljós
niðurstaða rannsóknarinnar, í fullu
samræmi við sönnuð grundvallar-
lögmál í fiskilíffræði, en í andstöðu
við vitlausu tölfræðina sem ekki má
ræða.
Nú hefur vaxtarhraði 7 ára þorsks
hérlendis fallið úr 5,4/ kg/1997 í 4,78/
Auðlindin okkar?
Sjávarútvegurinn er
orðinn svo skuldsettur
að ekki er fræðilegur
möguleiki á að hann
geti greitt afborganir
af lánum sem á honum
hvíla. Síðasta áratug
hafa streymt út úr
greininni fjármunir,
þar sem rétturinn til að
veiða 1 kgaf þorski hef-
ur verið seldur á 8 sinn-
um hærra verði en fæst
fyrir 1 kg af þorski upp
úr sjó.
í lok þessa kjörtíma-
bils er allt útlit fyrir að
skuldir sjávarútvegsins
verði komnar vel yfir
200 milljarða og hlutabréfin í sjávar-
útvegsfyrirtækjunum eru að verða
illseljanleg og hrapa í verði. Það væri
Pálmi
Sighvatsson
MAT A UMHVERFISAHRIFUM - NIÐURSTÓÐUR
Opið hús á Nesjavöllum
laugardaginn 28.október 2000 - frá kl. 13 til 18.
Orkuveita Reykjavíkur býður almenningi að koma og kynna sér
niðurstöður á mati umhverfisáhrifa Nesjavallavirkjunar - áfanga 4b.
Tekið verður á móti gestum í gestaskála laugardaginn 28.október -
frá kl. 13 til 18, þar sem niðurstöður um mat á umhverfisáhrifum
' virkjunarinnar munu liggja frammi. Einnig er hægt
að kynna sér niðurstöðurnar á vefsíðu
Verkfræðistofu Guðmundar og
Kristjáns sem hefur sióðina
www.vgk.is ________
Orkuveita
Reykjavíkur
því eðlilegt og sjálfsagt
að Davíð Oddsson segði
þjóðinni frá því hvaða
leið ríkisstjómin ætli
að fara til að skuldir út-
gerðarinnar lendi ekki
á skattborgurum lands-
ins. Ein aðgerð Davíðs
á sér vart hliðstæðu, fá-
ir þjóðarleiðtogar
kæmust með tærnar
þar sem Davíð hefur
hælana, við að sólunda
þjóðarauði. Það eru
lögin um fiskveiðar við
Island, kvótabrask-
kerfið, sem hafa valdið
þvílíku brottkasti á afla
að áætla má að ein
milljón tonna hafi síðastliðin tíu ár
farið fyrir borð, sem er ekki langt frá
þreföldum brúttótekjum íslenska
ríkisins. Háttvirt ríkisstjóm hefur
ekki greint frá, úr hvaða sjóðum
landsmanna er tekið til að greiða
gjafakvóta fjölskyldunum sem seldu
veiðiheimildir sínar á hlutabréfa-
mörkuðum. Davíð Oddsson hvatti
þjóðina til að kaupa hlutabréf í afla-
heimildum, sem er hliðstætt og ef
Davíð Oddsson keypti hlutabréf í
sjálfum sér. Fiskveiðikerfið er ekki
alslæmt þótt það sé hannað af fáum
og fyrir fáa ætlað. Þar er ljós í
myrkrinu. Bátar sem fá dagafjölda
til veiða koma með blandaðan afla að
landi, því allt sem þeir veiða gefur
arð. Bátar á aflamarki koma með
einsleitan afla að landi. Það er skilj-
anlegt þar sem kerfið býður mönnum
tvo kosti þ.e. að greiða með aflanum
eða henda. Þessi sóun verður ekki
leyst með lögregluaðgerðum heldur
með því að breyta kerfinu.
Umgengni frystitogaranna um
auðlind hafsins brýtur í bága við nú-
verandi sjávarútvegsstefnu. Stór-
þorskurinn passar ekki í flökunarvél-
ar skipanna og er hent. Stærstu
flökin úr vélunum eru snyrt svo að
eftir standa um 50% af flakinu, sem
þar með er komið í verðmætasta
stærðarflokkinn. Og hvað verður um
litla fiskinn og afskurðinn? Landaður
afli er síðan metinn sem tæp 40% af
brúttóafla skipsins skv. forskrift
Fiskistofu. Ekki hefur þessi yfimátt-
úrulega nýting frystitogaranna náð
augum eða eyrum frétta- og blaða-
Sjávarútvegur
í lok kjörtímabilsins er
allt útlit fyrir að skuldir
sjávarútvegsins verði
komnar vel yfir 200
milljarða, segir Pálmi
Sighvatsson, og hluta-
bréfín í sjávarútvegsfyr-
irtækjunum eru að
verða illseljanleg.
manna sem hafa líklega verið upp-
teknir við pípulagnir á erótískum
skemmtistöðum? Dagafjölda á að
setja á hvert skip og útiveru á að
takmarka.Til dæmis mætti hugsa sér
að handfærabátar fengju 90 daga og
48 tima hámarks útiveru og 12 tíma
lágmarks útiveru. Bátar 13-100 tonn
fengju 120 daga á línu og 90 daga á
handfærum. Bátar stærri en 100
tonn fengju 270 daga á línu og fær-
um. Línulengd væri háð reglum. ís-
fisktogarar fengju 6-7 daga útiveru.
Frystitogarar fengju 12-15 daga úti-
veru og kæmu með allan afla heil-
frystan að landi. Loðnu, sfld og
rækju þarf að meðhöndla á annan
hátt. Til að stjóma veiðunum þarf
fimm manna ráð þar sem hver ein-
staklingur hefur 25-30 ára reynslu,
sem skipstjóri á íslandsmiðum. Ekk-
ert eftirlitsbákn þyrfti með þessari
útfærslu á veiðunum og því sparaðist
stórfé á þeim lið. Auka mætti kvót-
ann á þorski strax í 300-330 þúsund
tonn og sanngjarnt gjald fyrir landað
kíló væri 7-8 krónur. Það mætti setja
þetta veiðigjald í að styðja við rekst-
ur sveitarfélaganna, þannig nýttist
það samfélaginu best. Með slíku fyr-
irkomulagi færðist strax vaxandi líf í
hinar dreifðu byggðir og sþenna á
höfuðborgarsvæðinu myndi hjaðna.
Þetta er kannski einföld framsetn-
ing leikmanns en hún gæti virkað
mjög vel og er eingöngu hugsuð út
frá hagsmunum heildarinnar. Ef
stóm sjávarútvegsfyrirtækin geta
ekki greitt þessar fáu krónur fyrir
kg/2000, eða um 12%, þrátt fyrir
batnandi sjávarskilyrði og hærri
sjávarhita. Vaxtarhraði hefði átt að
hækka hefði fæða verið næg! Fall í
vaxtarhraða sl. fjögur ár er því sönn-
un fyrir að veitt hafi verið of lítið af
þorski síðustu ár, eins og ég hef
margoft haldið fram og alltaf vitnað
til fyrri reynslu með rökstuddum
sjónarmiðum.
Ég minni á 200 þúsund tonnin (40
milljarða verðmæti) sem „týndust“
sl. vetur. Þar er enn ein sönnun um
höfnun náttúrannar á tölfræðinni.
Fleiri hundruð þúsund tonn af
rækju voru étin af þessum týnda
þorski (árg.1993). Skaðinn er því ét-
in ræka og týndur þorskur! Rækju-
veislan stendur enn og laxlausar ár
fyrir Norðurlandi benda til að laxa-
seiðin hafi verið étin af svöngum
þorski þegar þau gengu í sjó fyrir
Norðurlandi. Öll veiðiráðgjöfin er
slík rökleysa og endaleysa frá upp-
hafi að maður er forviða að þvílík
delja skuli viðgangast í nafni vísinda!
Ég legg þann skilning í sannaðar
rannsóknarniðurstöður að þær telj-
ist raunvísindi. Tölfræðitilgáta, sem
endurtekið mistekst að framkvæma,
er hins vegar bara tilgáta eða ósönn-
uð hugmynd en ekki vísindi. Að
berja höfðinu við steininn með eitt-
hvað sem virðist óframkvæmanlegt
hlýtur að teljast þráhyggja.
Kannski yrði einfaldara að skilja
að við eigum að nýta hafið eins og
náttúralegt fiskeldi ef teiknað yrði
stórt fallegt fiskabúr á íslandskort, í
þrívídd, á 200 mílna- og miðlínu-
mörkin kringum landið? Kannski
myndi þetta allt skiljast betur ef
málað yrði svona fiskabúr í fallegum
litum á báða gaflana á Skúlagötu 4.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
landað kíló þá verður að auka daga-
fjölda hjá öðram útgerðum svo þær
geti tekið þann afla sem leyfilegur er.
I blaðagrein fyrir alllöngu sagði fisk-
verkandi að handflökun gæfi þjóðar-
búinu nokkra milljarða ef allur
þorskur færi í gegnum slíka vinnslu.
Maður spyr sig þeirrar spurningar
hvort það geti verið sama sukkið í
vinnslu- og sölumálum og er í kring-
um frystitogarana. Tveir danskir
sérfræðingar orðuðu það svo, eftir
athugun á íslenska sjávarútveginum,
að ÍS og SH væra dragbítar á fisk-
vinnslunni. Það kom á daginn að IS
fór á hausinn og SH er orðin að
bergrisa í hátæknivæddu viðskipta-
samfélagi nútímans. Smáfiskurinn
hefur verið vandamál í fisk-
vinnslunni, og líka notaður til að
rakka niður verð fyrir sjómönnum,
sem þar af leiðandi henda honum fyr-
ir borð til að tryggja afkomu sína.
Fiskvinnslann ber fyrst og fremst
ábyrgð á þessum gjörðum þar sem
hún hefur látið óhæf dreifingarfyrir-
tæki sjá um markaðsmál sín. Með öll-
um þeim forstjóram, markaðs-
stjóram, sölustjóram, svæðis-
stjóram, umboðsmönnum og
skrifstofufólki, ferðalögum, dagpen-
ingum, risnu, bifreiðum og fasteign-
um, verður að draga þá ályktun að
fiskur af Islandsmiðum sé nánast
óseljanlegur. Þessi sölumennska er
bara einn anginn af sjávarútvegs-
stefnunni og sér um að halda afkomu -
sjómanna niðri og að hluta til afkomu
vinnslunnar líka. Það nýjasta frá
LIÚ er að siga sjávarútvegsráðherra
á smábátaeigendur með eftirlits-
mannakerfi, og þannig geta þeir
eyðilagt afkomu útgerða, með því að
setja eftirlitsmann aftur og aftur á
sama bátinn, á kostnað útgerðar.
Landhelgi íslands byggist á strand-
lengjunni og það fólk sem byggir
hana á að eiga óumdeildan rétt til að
nýta þau hlunnindi sem henni fylgja
en þannig er það nú bara ekki í dag.
Það var þannig, áður en mafían og
fylgifiskar hirtu þjóðarauðinn. í dag
þarf fólk sem býr við ströndina að
kaupa veiðirétt af fólki sem býr á
Spáni, íLúxemborg, og öðram fram-
andi löndum. Hvað er eftir af sjálf-
stæði þjóðarinnar annað en nokkrar
skinntægjur á Árnastofnun og stytta
á Austurvelli af manni sem enginn
tekur eftir, fremur en lýðræðinu?
Höfundur cr form. kjörd.félags
Frjálslynda flokksins á Norðurlandi
vestra.