Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 61

Morgunblaðið - 27.10.2000, Page 61
wmmm MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBE R 2000 61 UMRÆÐAN Nýjar námskrár - nýjar áherslur NÝJAR námskrár fyrir grunn- og fram- haldsskólann tóku gildi 1999. í þeim felst bæði meira val- frelsi og aukin ábyrgð nemenda í grunn- og framhaldsskólum heldur en áður var. Nemendur í 10. bekk velja sér nú samræmd próf með tilliti til þess hvaða nám þeir hyggjast stunda í framhaldsskóla og þarf það val að hafa farið fram fyrir 15. janúar 2001. Reglugerð um inn- tökuskilyrði í framhaldsskóla tek- ur gildi 2001. Par eru tilgreind inntökuskílyrði inn á brautir fram- haldsskóla. Til að hefja nám á verk- og starfsnámsbrautum í framhaldsskólum þurfa nemendur að taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Meðaltal skólaein- kunnar og samræmds prófs í hvorri grein verður að vera a.m.k. 5,0 og einkunn á samræmda próf- inu má ekki vera lægri en 4,5. Inntökuskilyrði á stúdentsbraut- ir eru mismunandi eftir brautum. A félagsfræðabraut þarf nem- andi að taka samræmd próf í ís- lensku, stærðfræði, ensku og sam- félagsgrein. Meðaltal samræmdrar einkunnar og skólaeinkunnar í ís- lensku, ensku og samfélagsgrein verður að vera a.m.k. 6,0 og lág- mark á hverju samræmdu prófi 5,0. í stærðfræði þarf meðalein- kunn að vera a.m.k. 5,0 og lág- mark á samræmdu prófi 4,5. Sam- ræmt próf í samfélagsgrein verður ekki haldið vorið 2001, þar gildir skólaeinkunn. A málabraut þarf að taka sam- ræmd próf í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku. í hverju tungu- máli verður meðaleinkunnin að vera a.m.k. 6,0 og lágmark á hverju samræmdu prófi 5,0. I stærðfræði þarf meðaleinkunnin að vera 5,0 og lágmark á sam- ræmdu prófi 4,5. Á náttúrufræðibraut verður að taka samræmd próf í íslensku, stærðfræði, ensku og náttúru- fræði. í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði verður meðaleinkunn að vera 6,0 og lágmark á hverju samræmdu prófi 5,0 en í ensku þarf meðaleinkunn að vera 5,0 og lágmark á samræmda prófinu 4,5. Samræmt próf í náttúrufræði verður ekki haldið vorið 2001. I mörgum grunnskólum eru starfandi náms- og starfsráðgjafar, flestir á höfuðborgarsvæðinu. Náms- og starfsráðgjafar vinna með nemendum að því að skoða hvaða námsleiðir henta og hvemig er best að standa að valinu þannig að sem flestar leiðir standi opnar. Þar sem náms- og starfsráðgjafar eru ekki til staðar er undir hælinn lagt hvaða upplýsing- ar og kynningu nem- endur og foreldrar fá á þessum nýju reglum og hvernig nemendur ná að tengja valið áhuga sínum, getu og hæfileikum. I framhaldsskóla hafa nemendur aukið valfrelsi á stúdents- brautum. Þeir þurfa að taka ákveðinn kjarna á hverri braut og verða að velja sér þrjár kjörsviðsgreinar Sígríður að auki. Það þýðir að Bílddal nemendur þurfa að velta betur fyrir sér en áður hvaða braut þeir taka og hvaða kjörsviðsgreinar. Það getur ráðið úrslitum um það hvernig þeir eru búnir undir áframhaldandi nám. Nemandi á náttúru- Nám Möguleikar á fram- haldsnámi, segir Sigríður Bílddal, eru fjölmargir. fræðibraut sem hyggur á nám í verkfræði þarf að hafa stærðfræði og eðlisfræði sem kjörsvið til að vera sem best undirbúinn undir það nám. Möguleikar á framhalds- námi eru fjölmargir og mestu máli skiptir að nemendur haldi öllum leiðum opnum sem til greina koma. Höfundur er náms- og starfsráðgjafí og formaður skólamálanefndar Félags framhaldsskdlakennara. Frelsum tónlistarfölk SIGRIÐUR Jóns- dóttir spyr í Morgun- blaðinu 12. október sl. hvers vegna samfélag- ið og yfirvöld skamm- ist sín ekki fyrir þá upphæð sem tónlistar- fólk og -kennarar á ís- landi fá greidda inn á launareikninga sína hvern mánuð. Segir hún þessa upphæð „lýsandi fyrir kjörin sem samfélagið hefur ákveðið að eigi að duga tónlistarfólki á Is- landi“. Lausnina á þessu óréttlæti, sem Kjör Björgvin Guðmundsson mikilvægi tónlistar og viljum að tónlistarfólk sé metið að verðleik- um. Látum því fólkið, sem raunverulega metur tónlistina, borga fýrir hana fullu verði, gefum skattgreiðend- um og stjómmála- mönnum ævarandi frí og borgum tónlistar- fólki mannsæmandi laun. Frelsum tónlist- arfólk úr hrammi rílds- valdsins, sem með kæfandi faðmlagi sínu drepur niður kraft þess og frumkvæði. Frelsum tónlistarfólk, segir Björgvin Guð- mundsson, úr hrammi ríkisvaldsins sem drep- ur niður kraft þess og frumkvæði. Sigríður og annað tónlistarfólk er beitt, er að finna í misskilningi hennar í greininni. Samfélagið ákveður ekki laun hennar heldur stjómmálamenn, sem síðan senda reikninginn til allra landsmanna, hvort sem þeir em bændur á Langanesi eða verkfræðingar £ Vesturbænum. Við Sigríður eram sammála um Höfundur er formaður Heimdallar og ritsljóri Frelsi.is. aauiBRmysTOB .iuRTffi ii iwyiLisuawi Ætlar þú að sauma jólafötin?! Komdu og skoðaðu úrvalið af fataefnum hjá okkur. VIRKA Mörkin 3 - Sími 368 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. UM H£ LGINfl ST0RSYNING fi NYBY LfiV£GINUM ®LjE>OJS www.lexus.is Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16 Fæst í apótekum Velkomin í Flísabúðina Stórhöfða 21 í dag og um helgína Glerlistakonan Rósa Matt verður stödd í Flísabúðinni Stórhöfða 21 föstudaginn 27. október milli kl. 14 og 18, laugardaginn 28. október milli kl. 10 og 14 og sunnudaginn 29. október milli kl. 11 og 14. Rósa aðstoðar viðskiptavini við hönnun og val á mosaikspeglum Hver spegill er módelsmíði Rósa hefur þegar haldið tvær einkasýningar sem vöktu mikla athygli www.rosamatt Um helgina verða mósaikdagar í Flísabúðinni þar sem viðskiptavinir geta pantað mósaikflísar á sérstöku tilboðsverði á mósaikdögum frá ítalska framleiðandanum Bisazza Sértilboð - Sérstök hönnun - Fagleg ráðgjöf Verið velkomin um helgina | -|Á1 t 1^1 315* Stórhöfða 21 - sími 545 5500 - www.flis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.