Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 70
70 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
JS?
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
EKKIBEINTHL1'
PESS FALLINN
AÐELTASTVIÐ
KONUR
Smáfólk
Sæll, Kalli! Ég vissi að þú Stólslá Hvað sem það heitir
værir í klippingu þegar ég sá
þig sitjandi þama í slánni..
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Auðlegð fornsagnanna
FráAlberti Jensen:
Fyrir nokkru fór maður einn að rýna
í fornan fróðleik og fann það út að
Skarphéðinn Njálsson væri vangef-
inn af því að í Njálssögu var hann
sagður glotta við tönn þegar mikið
stóð til. Það má þá ætla það sama um
ógæfumanninn Gretti Ásmundar-
son. Skarphéðinn var ekki einn um
að sýna glámskyggni og sannar frá-
sögnin af óskiljanlegu drápi á val-
menninu Höskuldi hvítanesgoða
það. Þá lét hann, ásamt bræðrum
sínum og Kára Sölmundarsyni, flá-
ráða illmennið Mörð Valgarðsson
véla sig til verksins. Sagt var um foð-
ur Skarphéðins að hann væri misvit-
ur og má reyndar heimfæra það upp
á alla menn. Vináttan, ein besta
kennd í mannlegu fari, er óðum að
týnast og hafa hundar meiri skilning
á því sviði en menn. „Því betur kann
ég að meta hundinn minn sem ég
kynnist mönnunum betur,“ var haft
eftir rússneskum keisara. Því kemur
þetta í hugann að en einn vitringur-
inn sá annað út úr vináttu þeirra
Gunnars og Njáls en aðrir hafa
merkt úr Njálssögu. Njáll var vitur
maður og segir sagan að hann hafi
fyrstur manna borið skarn á tún og
uppskorið háðsyrði sumra en líka
betri og meiri hey. Hann var heilráð-
ur og mikill mannþekkjari. Gunnar
var ekki öðrum mönnum óvitrari þó
hann hafi farið óhræddur um hvar
sem var, jafnt eftir sem fyrir sekt,
verið óheppinn með maka og verið
tryggur vinur og að honum þótti
verr en öðrum að vega menn. Gunn-
ar var fyrst og fremst öfundaður fyr-
ir verðleika sína og þeir kostuðu
hann lífið. Vinátta þeirra Njáls fegr-
ar söguna og andstætt við Njálssyni
lætur hvorugur þeirra undirróðurs-
menn spilla henni. Á vináttu þeirra
reyndi mikið og eru samskipti þeirra
til annars verðugri en færa þau í
kynferðislegan búning. Vináttan,
þessi göfuga kennd, hefur verið til á
öllum tímum og engu síður milli
karla en kvenna (Nigu sagði að eftir
hundrað ár væri vináttan enn á
æskuskeiði en ástin gerðist aldur-
hnigin á nokkrum mánuðum). Eg
veit um heimili þar sem íslendinga-
sögurnar eru ekki metnar meira en
aflóga dagblöð og kemur þar til vax-
andi skilningsleysi og áhugaleysi
uppalenda fyrir því sem var. Reynd-
ar er fornt letrið nokkur fyrirstaða
og sjálfur gamli tíminn með ger-
ólíkri trú og siðum en það er bara
ögrandi. Málið er að sögurnar hafa
mikið að gefa á hvaða tíma sem er og
af þeim geta menn lært um vináttu
og drengskap því í fornöld þótti sá
maður einskis verður sem rauf
handsöl, það er ef hann stóð ekki við
orð sin. Á okkar tíma þykja það
miklir menn sem komast upp með að
Ijúga og pretta og ég tala nú ekki um
ef þeir verða ríkir þar af þvi auði
fylgir vald. í heiðni þótti niðurlæg-
ing í að láta drepinn ættingja eða vin
liggja óbættan hjá garði og best
þótti ef líf var tekið fyrir og því engin
furða þó nútímamenn verði að leggja
sig fram til að skilja. Himnaríki ása-
trúarmanna var Valhöll og þangað
komust þeir sem féllu í bardaga.
Morð var ef menn lýstu ekki vígi á
hendur sér. Frá landnámsöld og
fram að öld sturlunga var dreng-
skapur og vinátta í hávegum höfð og
þótt auður skipti miklu var ekki
sama hvemig hann var fenginn. Þó
var auður og virðing samofin og gat
það komið lítilmennum vel og mun
það eitt af fáu sem Iíkt er með okkar
tíma. Ef menn lesa fornar sögur með
neikvæðu hugarfari sjá þeir bara
vígaferli og atferli fólks á borð við
Mörð, Egil, Hrapp og Hallgerði.
Menn sjá þá síður til Þorgeirs goða,
Auðar Vésteinsdóttur, Njáls og Ás-
kels goða og umsnúa vináttu og
skynsemi. Ef sögurnar eru lesnar
með opnum huga sést hvað býr í sí-
ðastnefnda fólkinu: mikil tryggð,
vinátta, snilld og góðvild. Sögurnar
lýsa vel heimsku Þráins Sigfússon-
ar, erjum kvenna í Fljótshlíðinni
sem kostuðu mörg mannslíf, afbrýði-
semi og langvinnum hefndarþorsta í
Hvammsveit í Dölum sem líka kost-
uðu mörg mannslíf, fórnfýsi Illuga,
hugkvæmni Spes og Þorsteins þegar
hann söng sig frá dauðanum inn í líf
hennar um leið og hann forðaði um-
renningnum úr dauðagryfjunni og
hvernig hún kom sér úr ástlausu
hjónabandi. Menn fylgdu ættingjum
og vinum að hefndum þó að þeir
vissu að það myndi kosta þá lífið því
heiðurinn var meira virði. Hefnd
fylgdi heiðni og fyrirgefning kristni
en heiður er nú misskilinn og úreltur
og á fyrirgefningu hafa menn engan
skilning og vita vart hvað orðið þýð-
ir. Þó fléttað sé inn í íslendingasög-
urnar frásögnum af tröllum og
draugum eykur það bara kynngi-
magnið. Sögurnar segja frá stöðum í
rás viðburðanna, þær lýsa hefðum,
lífsmynstri og eru sannsögulegar
heimsbókmenntir. Það þarf að
kenna fólki að lesa þær og meta.
ALBERT JENSEN
Háaleitisbraut 129
Áhugalaus gagnrýnandi
Frá Ágústi Borgþóri Sverrissyni:
í MORGUNBLAÐINU miðvikudag-
inn 25. október er að finna ritdóm um
skáldsöguna The Hours eftir Michael
Cunningham. Undir lok greinarinnar
birtist þessi kostulega athugasemd:
„Nú er ekki hægt að segja að ég leggi
í vana minn að lesa hámenningarleg
skáldverk eins og þetta.“ Greinarhöf-
undur er Davíð Logi Sigurðsson.
Nokkrum dögum áður skrifaði hann
ritdóm um smásagnasafn sem hefur
hlotið Pulitzer-verðlaunin. Eftir að
hafa rakið efni bókarinnar þokkalega
endar hann greinina á að taka fram
að smásagnaformið henti honum
ekki sem lesanda. Lesendur sér-
hæfðra greinaskrifa ætlast til þess að
fagmenn séu að verki. Það er til lítils
gagns fyrir bókmenntaunnendur að
lesa ritdóma eftir gagnrýnanda sem
lýsir sig nánast ólæsan á umræddu
sviði. Hvernig litist t.d. knatt-
spymuáhugamönnum á að grein um
kappleik endaði á þeim orðum að
greinarhöfundur hefði lítið vit á
knattspymu og færi sjaldan á leiki?
Morgunblaðið á að hafa alla burði
til að leysa þetta litla en neyðarlega
vandamál.
ÁGÚST BORGÞÓR
SVERRISSON,
blaðamaður,
Fálkagötu 21, Reykjavík
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.