Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ - HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fundur foreldra vegna flutnings 7. bekkjar úr Laugarnes-1 Laugalækjarskóla Morgunblaðið/Kristinn Eins og sjá má áttu framsögumenn óskipta athygli þeirra sem voru mættir til að hlýða á þá og ræða áætlaðan flutning 7. bekkjar Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla, árið 2002. Skora á borgarstjórn að falla frá ákvörðun Morgunblaðið/ Kristinn Axel Eiríksson, fundarstjóri, í pontu. Við hlið hans sitja Rúnar Halldórsson, Guðrún Pétursdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þórey Aðalsteinsdóttir. Laugarnes HÖRÐ gagnrýni kom fram á borgaryfirvöld í Reykjavík vegna áætlaðs flutnings 11-12 ára barna úr barnaskólanum í Laugamesi yfir í unglinga- skólann við Laugalæk, á fundi um skólamál í Laugarnes- hverfi í Listhúsinu Engjateigi 17-19 í fyrrakvöld. Um 50 manns sóttu fundinn, sem haldinn var að tilhlutan Fé- lags sjálfstæðismanna í Laug- arneshverfi. í lok fundarins var gerð samþykkt þar sem segir að mikilsvert sé að böm 11-12 ára fái sem lengst skjól til að þroskast og búa sig undir unglingsárin. „Fundurinn samþykkir að skora á borgar- stjóm að falla frá ákvörðun um flutning 7. bekkjar Laug- amesskóla yfir í Laugalækj- arskóla. Engin fagleg rök styðja þessa ákvörðun." Búið að sá óöryggisfræjum Rúnar Halldórsson félags- ráðgjafi reifaði almenna þroskasögu barna og unglinga og kom þar fram að nú á tím- um væri ýmislegt að gerast sem raskaði eldri hugmynd- um fræðimanna um þetta efni. Kvað hann mikilvægt í því sambandi að ákvarða hvort nemendur í 7. bekk væm böm eða unglingar þvi margt væri ólíkt með þeim og nemendum 8. bekkjar. Að auki væm ýmis praktísk atriði sem gerðu mál- ið enn flóknara og erfiðara viðfangs. Nefndi hann sem dæmi útivistarreglur um að börn yngri en 12 ára megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20, á tímabilinu frá 1. september til 1. maí. Vegna þessa yrði sérstaða bamanna mikil í unglingaskólanum; aðrar reglur giltu einfaldlega um þau. Ef ætti að halda fyrir- hugaðri breytingu til streitu, yrði að gera ráð fyrir þessu og öðra af líkum toga. Að setja börnin inn í unglingaskólann miðað við óbreytt ástand, myndi aldrei ganga upp; þarna væm að koma einstakl- ingar með aðrar þarfir og aðra stöðu. Með fýrirhuguðum áformum væri búið að sá óör- yggisfræjum í hugi þessara bama og foreldra sem á þyrfti að taka. Sagði hann að lokum að ætti hann barn í 7. bekk í þessum kringumstæðum myndi hann ekki setja það í unglingaskólann umyrða- laust, heldur krefjast fyrst svara hjá yfirvöldum um það hvemig þau ætluðu að taka á slíkum atriðum og hvað að bjóða því. Vilborg Anna Ámadóttir foreldri vakti athygli á sér- stæðum auglýsingum banka og annarra peningastofnana, sem flætt hefðu yfir land og þjóð undanfarið. Væra for- eldrar þar hvattir til að huga að framtíð bama sinna, með því að ávaxta fé til langtíma og tryggja þannig háskólagöngu þeirra og annað á líkum nót- um. Benti hún á í kjölfar þess að núið væri dýrmætara en það sem kannski verður ein- hvern tíma. Talað í peningum og fermetrum Foreldram bæri skylda til að hlúa vel að bömum sínum og vera eins lengi með þeim og frekast væri unnt. Ef eitthvað færi úrskeiðis á þeim tíma væri til lítils að ætla sér að byggja á einhverju í framtíð. Sagði hún vinnubrögð borgar- yfirvalda í umræddu skóla- máli vera bæði hröð og flaust- ursleg. í könnun, sem þau hafi látið gera, hafi vilji foreldra komið skýrlega í ljós en ekk- ert hafi verið tekið á því mark. Borgaryfirvöld töluðu í pen- ingum og fermetram en ekki um kjama málsins, þ.e.a.s. komandi stöðu barnanna í Laugalækjarskóla. Jórann Ó. Frímannsdóttir foreldri var einnig harðorð í garð borgaryfirvalda. Benti hún á að í stað þess að vera elstir og fyrirmynd í barna- skólanum kæmu 7. bekkingar til með að vera yngstu nem- endur í unglingaskólanum. Börn væra áhrifagjöm og því yngri sem þau væra þeim mun auðveldara væri að hafa áhrif á þau. Og allir vissu að ungl- ingar fiktuðu við ýmislegt. Þetta hefði ýmsar hættur í för með sér því börn væra ekki öll jafnsterkir einstaklingar og því misjafnlega undir það búin að verða unglingar og það væri ekki eitthvað sem gerðist með einu pennastriki. Benti hún á að menntamálaráðu- neytið hefði nýverið gefið út námskrá fyrir grunnskólana þai' sem gert væri ráð fyrir skiptingu í þrjú stig, 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og því undarleg ráðstöf- un að brjóta þetta mynstur upp í Laugameshverfi einu og sér. Börnin ættu ekki að þurfa að vera einhver skiptimynt í þessu máli. Af reynsla slíks flutnings í Garðabæ færi auk- inheldur tvennum sögum, og í Mosfellsbæ, þar sem 7. bekk- ur hefði verið færður til bráða- birgða fyrir 4 áram, væri ein- ungis spurning um hvenær þessu yrði breytt til fyrra horfs. Lauk hún máli sínu með að hvetja foreldra til að láta í sér heyra, því tryggja yrði að gert væri ráð fyrir 7. bekk í viðbyggingunni sem teikna ætti fyrir Laugarnesskóla. Með því móti einu yrði hægt að leyfa nemendum 7. bekkjar að vera börn aðeins lengur. Lítilsvirðing við skólann Guðrún Pétursdóttir, full- trúi sjálfstæðismanna í fræðsluráði Reykjavíkur, tók undir það sem fram hafði komið og kvað þennan áætl- aða flutning hafa verið mikið hitamál í fræðsluráði. Sagði hún Laugamesskóla vera einn besta skóla á landinu, vegna markvissrar uppbyggingar, og út í hött af borgaryfirvöld- um að sýna honum þá lítils- virðingu sem raun bæri vitni. Rök borgarstjórnarmeirihlut- ans, um hagkvæmni og annað \ þessu máli, héldu ekki. Áréttaði hún það að 7. bekkur gegndi lykilhlutverki í skólan- um. Ekki ætti að líða það að börnin væra snuðuð um það hlutverk og ábyrgð og flutt eins og heypokar yfir lækinn. Þau kæmu til með að eiga erf- itt uppdráttar í unglingaskól- anum, yrðu í augum eldri nemenda álitin lítil og hallær- isleg snuðbörn. Og hvað fé- lagslíf snerti yrðu þau utan- gátta. Því ættu foreldrar að mótmæla kröftuglega. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, kvaðst fagna þeirri umræðu, sem væri í gangi, enda málatilbúnaður borgar- yfirvalda fáránlegur. Rakti hann hvernig flutningur 7. bekkjar hefði gengið fyrir sig í Garðabæ og Mosfellsbæ og kvað þá reynslu ekki til þess fallna að styrkja hugmyndir yfirvalda varðandi Laugar- nesskóla, heldur þvert á móti. I Garðabæ hafi andstaðan verið megn, en íbúarnir hafi orðið að taka þessu, sökum al- gjörs húsnæðishallæris. Eng- inn þar segi flutninginn betri kost, heldur búi menn einfald- lega við hann. Þar hafi verið reynt að leysa félagsmál 7. bekkjar með því að leyfa hon- um stundum að vera með á dansleikjum hinna eldri, en ekki alltaf. Um sé því að ræða ballkvóta sem auðvitað gangi ekki til lengdar. Auk þess væra ýmsar hættur í för, þar sem mættust ómótuð börn og þroskaðri unglingar. Niður- stöður rannsókna sýndu að stór hluti eldri nemenda reykti daglega, og að allt að 72% þeirra hefðu einhvern tíma orðið drakkin. Lauk hann máli sínu á því að fullyrða að tal borgar- stjórnarmemhlutans í Reykjavík um íbúafjölgun á Laugarnessvæðinu stæðist ekki og eins væri um hag- kvæmni flutningsins. Að byggja við Laugalækjarskóla, til að koma 7. bekk þar inn, væri mun dýrari kostur en að bæta þannig við Laugarnes- skóla, að 11-12 ára böm gætu haldið áfram að stunda þar nám. Rúnar Gunnarsson, arki- tekt hjá byggingardeild Reykjavíkurborgar, var full- trúi borgaryfirvalda á staðn- um og þangað mættur til að útskýra þær hugmyndir sem væra í gangi um byggingar- framkvæmdir tengdar skól- unum tveimur, sem ekki era þó enn komnar á teikniborðið. Á borgarráðsfundi á þriðju- dag lögðu borgarráðsfulltrúar sjálfstæðismanna fram fyrir- spimn um hver staða fyrirhug- aðra byggingaframkvæmda við Laugarnesskóla, Lauga- lækjarskóla og Sóltúnsskóla væri og hver væri þegar áfallinn kostnaður vegna þeirra. Jafnframt var spurt hvort fræðsluyfirvöld hefðu í hyggju að taka athugasemdir og varnaðarorð foreldra til greina. Líst vel á menning- ar- og lista- hús við höfnina Midborg BÆÐI borgarstjóra og odd- vita minnihlutans í borgar- stjórn líst vel á hugmyndir Ásgeirs Bolla Kristinssonar, kaupmanns í Reykjavík, um uppbyggingu menningar- og listahúsa norðanmegin við Tryggvagötu, sem fjallað var um í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. „Mér þykja þessar hug- myndir mjög spennandi,“ j sagði Ingibjörg Sólrún ! Gísladóttir borgarstjóri. „Það sem hann er að gera er að draga upp mynd af því hvernig þetta svæði þarna gæti litið út og hvers konar starfsemi gæti rúmast þarna.“ Ingibjörg Sólrún sagði að mikilvægt væri að fá Listaháskólann á þetta svæði og nefndi Tollhúsið | sem æskilegan kost fyrir hann, sérstaklega vegna r stærðarinnar. Hún sagði að húsið væri aftur á móti í eigu ríkisins og því þyrfti að semja við það ef flytja ætti skólann í miðbæinn. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar hentar svæðið vel undir menningar- starfsemi. Hún sagði að Listasafn Reykjavíkur væri , í Hafnarhúsinu og þá væri ráðgert að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús við Austur- bakkann. „Það er í raun ver- ið að búa til nýtt umhverfí þarna og mér fmnst eðlileg- ast að haldin verði hug- myndasamkeppni um þetta svæði.“ Starfsemin þarf að vera hæfilega blönduð Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn, líst vel á hug- myndir Ásgeirs Bolla. Hún sagði að það ætti að hafa þær til hliðsjónar þegar svæðið yrði skoðað í heild sinni í tengslum við bygg- ingu tónlistarhúss á Austur- bakkanum. Hún sagði að starfsemin á svæðinu þyrfti að vera hæfilega blönduð og laða þyrfti fleiri verslanir inn á svæðið. Þá sagði hún að rekstur Kolaportsins mætti ekki gleymast því Kolaportið væri mikilvægt aðdráttarafl í miðbænum og því mætti ekki fórna því. Inga Jóna sagðist leggja áherslu á að Listaháskólinn yrði í Reykjavík en sagði að fleiri svæði en Kvosin kæmu til greina. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2001 lögð fyrir bæjarstjórn Skatttekjur bæjarins hækka um 16,8% Hafnarfjörður SKATTTEKJUR bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar munu hækka um 580 milljónir króna, eða 16,8%, á næsta ári og nema 4.026 milljónum króna og verður bæjarsjóður rekinn með lítils háttar tekjuafgangi, samkvæmt fjárhagsáætlun, sem meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði fyr- ir bæjarstjóm í fyrradag. Heildarútgjöld bæjarsjóðs era áætluð 4.009 milljónir króna og hækka um 53 mil- ljónir frá fjárhagsáætlun ár- sins 2000. Þá er áætlað að rekstrargjöld, sem hlutfall af skatttekjum, muni nema 81% samanborið við 83% sam- kvæmt fjárhagsáætlun árs- ins 2000. Tekjur af útsvari era áætl- aðar 3.241 milljón króna og taka mið af álagningarstofni ársins 2000, hækkun útsvars- álagningar um 0,66 prósentustig í 12,7% frá 1. janúar 2001, fjölgun íbúa um 4% og spá Þjóðhagsstofnun- ar um hækkun atvinnutekna. Áætlað er að fasteigna- gjöld skili bæjarsjóði 524 milljónir króna á næsta ári og í þeim efnum er tekið tillit til áætlunar um nýbyggingar íbúða og atvinnuhúsnæðis og áætlaðri 10% hækkun fast- eignamats. Rekstrargjöld aukast um 14% Framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga er áætlað 181 milljón króna og hækkar um 20 milljónir vegna fjölgunar grannskólabama í Hafnar- fírði. Þá er áætlað að ÍSAL muni greiða um 20 milljónir króna í framleiðslugjald. Samkvæmt áætluninni munu rekstrargjöld nema 3.263 milljónum króna og aukast um 403 milljónir milli ára eða um 14%. Inni í þessu era 100 milljónir sem eiga að mæta áhrifum nýrra kjara- samninga og samnings- bundnu launaskriði á árinu 2001. Til fræðslumála fara 1.827 milljónir króna eða um 56% af heildinni og er það aukning um 304 milljónir milli ára. Rekstrargjöld til annarra flokka era í heild sinni óbreytt í krónum talið, en, eins og kom fram að ofan, munu rekstrargjöld sem hlutfall af skatttekjum nema 81% samanborið við 83% samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2000. Talið er að hækkun vaxta á alþjóðamarkaði muni auka vaxtagreiðslur bæjarsjóðs um 110 milljónir króna og er nettó vaxtakostnaður áætl- aður 372 milljónir miðað við að meðalvextir á alþjóða- markaði verði 6,3% á árinu 2000. Nettó fjárfesting bæjar- sjóðs á næsta ári mun nema 374 milljónum króna, eða um 9,3% af heildarskatttekjum. Þar af fara um 130 milljónir til nýs húsnæðis fyrir bæjar- bókasafnið og sama fjárhæð fer til byggingar nýs áhalda- húss eða þjónustumið- stöðvar. Fjárfesting lækkar veralega frá fjárhagsáætlun fyrir árið 2000, en þar er hún áætluð 814 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.