Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnarformaður Rannsóknaþings norðurslóða ánægður með útkomuna Háskóli án veggja Morgunblaðið/Kristján Lassi Heininen, stjómarformaður Rannsóknaþings norðurslóða, í ræð- ustóli á þinginu á Akureyri. STJÓRNARFORMAÐUR Rann- sóknaþings norðurslóða, Lassi Heininen, telur helstu niðurstöðu þingsins, sem haldið var á Akur- eyri um síðustu helgi, vera þá að formlegum umræðum um rann- sóknir og vísindi á þessum heims- hluta hafi verið hrundið af stað. Það sé mikilvægt skref í verkefn- inu um stofnun Háskóla norður- slóða, skóla sem hefur engar sér- stakar höfuðstöðvar, skóla sem er án veggja. Ákveðið var að svipað rannsóknaþing yrði næst haldið ár- ið 2002, annaðhvort í Rússlandi eða Finnlandi en fram að þeim tíma munu rannsakendur og vísinda- menn á norðurslóðum vera í sam- skiptum um Netið og sitja ráðstefn- ur og málþing á mismunandi stöðum. Alls sóttu þingið um 100 vísinda- menn og rannsakendur frá Rúss- landi, Kanada, Bandaríkjunum, Norðurlöndum og fleiri löndum. Háskólinn á Akureyri og Háskóli Lapplands voru ásamt forseta Is- lands, Ólafi Ragnari Grímssyni, frumkvöðlar að því að efnt var til rannsóknaþingsins. Yfírskrift þess var: „Stefnumót í norðri.“ Þörf fyrir umræður Lassi Heininen, sem er prófessor við háskólann í Urova í Finnlandi, segist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með hvernig rann- sóknaþingið fór fram. Það sé góð byrjun á verkefni sem hrundið hef- ur verið af stað á skömmum tíma. „Við viljum ekki vera nein stofn- un og sendum engar ályktanir frá okkur. Meðal niðurstaðna okkar er að við erum fullvissir um þörf fyrir samstarf og umræður, sem þeim sem fram fóru á þinginu. Þegar slík þörf er fyrir hendi er enn meiri þörf á svona rannsóknaþingum, þar sem við getum rætt sameigin- leg vandamál og þau tækifæri sem við sjáum í framtíðinni fyrir þjóðfé- lögin við norðurheimskautið," seg- ir Heininen. Hann segir Háskóla norðurslóða spanna vítt svið í umræðunni, hvort heldur sem um er að ræða efna- hagsmál, umhverfismál, líftækni, menntamál, sagnfræði eða önnur vísindi. „Meðal þess við ræddum um er hvemig sagan getur kennt okkur að takast á við framtíðina. Það má heldur ekki einblína á vandamál sem við stöndum frammi fyrir held- ur einnig að skoða þau tækifæri sem eru til staðar, en eru kannski ekki sýnileg öllum. Við þurfum að geta rætt, viðkvæm mál, sem stjórn- völd í þessum löndum líta framhjá, og reynt að komast að einhverri niðurstöðu. Við höfum engra hags- muna að gæta. Það ánægjulega við þingið er að þátttakendur komust að því að þeir áttu sameiginleg áhugamál og höfðu svipaða sýn á ýmis mál, þegar farið var að ræða hlutina. Ég held að þetta sé eitt- hvað sem aldrei gæti gerst innan raða stjórnmálamanna frá þessum svæðum,“ segir Heininen. Að mati Heininens gæti rann- sóknaþingið, og hugmyndin um Há- skóla norðurslóða, orðið vettvang- ur fyrir samstarf vísindamanna og rannsakenda landa á milli. Sem dæmi nefnir hann samstarf í rann- sóknum á sjávarspendýrum milli Grænlands, íslands og Noregs. Þar geti fleiri lönd komið til sögunnar, t.d. Finnland. Heinien segir, aðspurður, að stuðningur og frumkvæði forseta íslands í þessu verkefni sé jákvætt og afar mikilvægt. Bakgrunnur hans sem fræðimanns og sljórn- málamanns hjálpi þar til, hann sýni samstarfi ríkja á norðurslóð mik- inn áhuga. Hann segir stjórnvöld í öðrum samstarfsríkjum ekki liafa tekið formlega þátt í þessu verk- efni en þau verði upplýst um gang mála. Þannig mun Heininen gefa stjómvöldum í Finnlandi skýrslu um hvernig til tókst á Akureyri og framvindu verkefnisins Háskóli á norðurslóðum. Bjóða I bein- þéttni- mælingu FRÁ og með deginum í dag getur al- menningur á íslandi fengið mælda j beinþéttni. Lyfja býður upp á þessa * þjónustu í samvinnu við Beinvernd. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra verður fyrst til að gangast undir slíka beinþéttnimælingu en stuðst er við nýja tækni sem banda- ríska lyfjaeftirlitið hefur samþykkt. Almenningi mun standa til boða að ; gangast undir beinþéttnimælingu í lyfjabúðum Lyíju og mun hluti af i gjaldi íyrir mælinguna renna til j Beinverndar. I fréttatilkynningu frá 1 Lyfju og Beinvernd segh' að árlega f verði 1.300 einstaklingar hér á landi fyrir beinbi'otum sem rekja megi til beinþynningar. --------------- Arekstur á Rauðarárstíg LAUST fyrir klukkan fjögur í gær- 1 varð árekstur á milli tveggja bifreiða f á Rauðarárstíg við Laugaveg. Oku- maður annamar bifreiðarinnar var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Tildrög slyssins eru óljós. Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason sýna áhuga á fjárfestingum á Eiðum Fjárfestar keppa nú um húseignir og jarðir á Eiðum á Héraði og sýna staðnum mikinn áhuga. Bæjarstjórn Aust- ur-Héraðs sá sér ekki fært að verða við framkomnum tilboðum í eignirnar. Bæjarstjórn Aust- ur-Héraðs hafnar öllum tilboðum Fallið frá samningi við eignarhaldsfélagið Bakka ehf. BÆJARSTJÓRN Austur-Héraðs tilkynnti í gær þá ákvörðun meiri- hlutans að hafna öllum framkomnum tilboðum í eignir Eiðastaðar á Hér- aði, auk þess sem fallið var frá samn- ingi við eignarhaldsfélagið Bakka ehf. um sölu á eignunum til félagsins sem undirritaður var á dögunum, með fyrirvara um samþykki bæjar- stjórnar og sölu ríkissjóðs á um- ræddum eignum. Ástæða ákvörðun- arinnar er einkum sú að nýir aðilar hafa lýst yfir áhuga á Eiðum, þeir Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi og Sigurður Gísli Pálmason athafnamaður, sem hafa uppi áform um að byggja upp „al- þjóðlegt menningarsetur" á Eiðum, að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Eigandi Bakka, Örn Kjærnested í Reykjavík, er undrandi á niðurstöðunni en segist ekki hafa gefist upp. Hann segist enn hafa áform um að flytja austur og byggja upp Eiðastað. I bókun meirihlutans segh' að eftir ítarlegar umræður innan bæjar- stjómarinnar um kaupsamning við Bakka ehf., og í ljósi nýrra upplýs- inga, telji bæjarstjórnin hagsmunum sveitarfélagsins best borgið með því að hafna umræddum samningi. Síð- an segir í bókuninni: „Ljóst er að fyr- ir liggur mikill áhugi aðila, sem hafa öflug menningartengsl á alþjóðleg- um mælikvarða, og telur bæjar- stjórnin rétt að kanna frekar þann áhuga, sem þeir hafa lýst, á að byggja upp alþjóðlegt menningar- setur á Eiðum.“ Tillagan um að hafna öllum tilboðum og fyrirliggj- andi samningi við Bakka ehf. var samþykkt með 6 atkvæðum meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, gegn þrem atkvæðum minnihlutans, sem skipaður er full- trúum Félagshyggju við fljótið. Aft- ur á móti samþykkti meirihlutinn að taka tilboði í eina húseign á Eiðum, Garð, frá erlendum tónlistarkennur- um sem búið hafa á Héraði i nokkur ár, hjónunum Suncana Slamning og Charles Ross. Á fundi sínum á þriðjudag fjallaði bæjarstjórnin sérstaklega um tvö til- boð af þeim 10 sem bárustí húseignir og jarðir Eiðastaða. Auk tilboðs Bakka ehf„ sem hljóðaði upp á 25 milljónir króna, var fjallað um tilboð Stefáns H. Jóhannssonar frá Þránd- arstöðum á Héraði, sem var upp á 30 milljónir króna en ekki í eins margar eignir og Bakki bauð í. Önnur tilboð voru í einstakar eignir eða jarðir. Eignirnar sem auglýstar voru til sölu í lok ágúst sl. voru jarðirnar Gröf og Eiðar, skólahúsnæði fyrrverandi Al- þýðuskólans á Eiðum ásamt Þórar- inshúsi og þremur einbýlishúsum á Eiðum; skólastjórabústaðnum, Her- mannshúsi og Garði. Eignirnar voru auglýstar með fyrirvara um eignar- heimild Austur-Héraðs og forkaups- réttarákvæði ríkisins í gildandi kaupsamningi milli þeirra aðila. Áð- ur höfðu fjórir vinnuhópar, svo- nefndir Eiðahópar, á vegum Aust- firðinga og síðar bæjarstjórnar Austur-Héraðs, starfað frá vorinu 1998 að málefnum Eiðastaðar og skilað frá sér tillögum um starfsemi og nýtingu húsnæðis á Eiðum. Hefð- bundnu skólastarfi lauk á Eiðum vorið 1998. Örn Kjæmested, eigandi Bakka ehf., sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera undrandi á ákvörðun bæjarstjórnarinnar í Ijósi þess að hann var með samning í höndunum og hafði ekki fundið annað en velvilja af hálfu bæjaryfirvalda og íbúa á svæðinu. Öm sagðist ekki vera búinn að gefast upp, hann hefði enn áform um að flytjast búferlum austur og byggja upp Eiðastað af miklum myndarskap. Hann sagði Eiðahópinn hafa geng- ið til samninga við sig, gegn ákveðn- um skilyrðum sem hann hefði síðan uppfyllt, og þá hefði verið gerður kaupsamningur 26. október síðast- liðinn. Tveimur dögum síðar hefði hópurinn hins vegar verið kominn í viðræður við Sigurjón Sighvatsson. Öm sagði að auk 25 milljóna króna tilboðs í húseignirnar hefði hann ver- ið tilbúinn til að setja hundrað millj- ónir króna í endurbætur á staðnum á næstu fimm ámm. „Það er enginn bilbugur í mér og þótt einhverjir hnökrar hafi komið upp í bæjarstjórninni lít ég á það sem minniháttar vandamál. Því hlýt- ur að verða kippt í liðinn á næstu dögum, enda hafa margir hringt í mig að austan og hvatt mig til að gef- ast ekki upp. Enda verður sigurinn bara sætari eftir því sem maður þarf meira fyrir honum að hafa,“ sagði Öm. Eftir að hafa skoðað aðstæður á Eiðum í sumar fékk Örn áhuga á staðnum og sendi inn tilboð til bæj- arstjómar Austur-Héraðs. Því til- boði var hafnað munnlega, að sögn Amar, og eignirnar auglýstar form- lega til sölu. „Markmið mín með fjárfestingu á Eiðum eru að byggja upp fjölnota skólasetur sem starfrækt yrði allt árið, byggja upp aðstöðu fyrir frum- | kvöðla og endurmenntun, byggja I upp endurhæfingar- og útivistarstöð f fyrir almenning, byggja upp menn- ingarmiðstöð og nýta hið merka starf sem fram hefur farið á Eiðum. Sem dæmi um þetta ætla ég að fá Flugskóla íslands þarna inn, koma upp skólastarfi á háskólastigi með Listaháskóla íslands og iðnmennta- skóla. Einnig er ég með hugmyndir um að vera þarna með gistiheimili og hótelrekstur í ætt við farfuglaheim- ili,“ sagði Örn og bætti því við að | hann hefði verið búinn að semja við | Óperustúdíó Austurlands um að vera áfram með aðstöðu á Eiðum. Björn Hafþór Guðmundsson, bæj- arstjóri á Austur-Héraði, sagði við Morgunblaðið að það væri sín skoð- un að nú þyrfti endanlega að ganga frá kaupum sveitarfélagsins á Eiða- stað af ríkinu áður en lengra yrði haldið með málið. I samningnum við ríkið væri forkaupsréttarákvæði og | hefði bæjarstjórnin samþykkt eitt- J hvert af tilboðunum hefði þurft að J ganga úr skugga um vilja ríkisins til slíks samnings. Það sama gilti um til- boð tónlistarkennaranna sem tekið var. Sigurjón og Sigurður Gísli með 35 milljóna króna tilboð Ekki náðist í Sigurjón og Sigurð Gísla í gær vegna þessa máls, en þeir eru báðir búsettir í Los Angeles í | Bandaríkjunum ásamt fjölskyldum J sínum og eru svilar. Samkvæmt 1 áreiðanlegum heimildum Morgun- blaðsins eru þeir tilbúnir að greiða 35 milljónir króna fyrir allar hús- eignir og jarðir, eða 5 milljónum meira en hæsta tilboð sem barst. Upphæðin yrði greidd á einu ári með tíu milljóna króna útborgun. Þá eru þeir reiðubúnir að setja sjötíu til hundrað milljónir króna í endurupp- byggingu á svæðinu. Hugmynd | þeirra, eins og kom fram í upphafi, er að reisa alþjóðlegt menningarsetur á J Eiðum. Þar yrði miðstöð menningar * og lista í landinu með þátttöku inn; lendra og erlendra listamanna. I tengslum við menningarsetrið hafa þeir svilar áhuga á að starfrækja ferðaþjónustu á Eiðum, sumarbúðir fyrir fötluð og ófötluð börn og að á veturna yrði rekið nýsköpunarsetur. Mun það vera ætlun Sigurjóns og Sigurðar Gísla að reka sjóð í tengsl- um við nýsköpunarsetrið sem myndi styrkja verkefni og hugmyndir sem | yrðu til á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.