Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 76
'5'6 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Filmundur í hrollvekjuham Hryllingur í heila viku FILMUNDUR frændi veit fátt fýsi- legra en að fá hárið til að rísa, lófana svitna og láta bíógesti sína finna gæsahúðina álíkamanum. Því hefur hann nú afráðið að efna til hroll- vekjuveislu í samstarfi við góðvin sinn Bíóblaðið. Veislan verður hald- in í'Háskólabíói og mun hún standa í heila viku eins og góðra veislna er siður, frá og með kvöldinu í kvöld. A hryllingsmyndavik- unni verður boðið upp á Qölbreytta flóru mynda á öllum aldri - myndir sem allar eiga það sam- eiginlegt að miðast að því að þenja taugamar til hins ýtrasta, kalla fram kaldan svita og jafnvel ótta, unnendum slíkrar sjálfspyndingar væntanlega til ómældrar fróunar. Elsta myndin, sem sýnd verður, er ’ frá 1958, sigild útgáfa Hammer- smiðjunnar á Drakúla, en þær nýj- ustu eru þýska myndin Anatomie með Frönsku Potente úr Hlauptu Lola hlauptu í aðalhlutverki og spænska myndin El Arte De Morir. Af öðrum myndum sem boðið verður upp á skal fyrsta nefna til sögunnar hina nýsjálensku Braindead, eftir Peter Jackson, blóðbað frá 1992 sem löngu er orðin hópdýrkuð (cult) og margur hryllingsmyndaunnandinn hefur vafalítið beðið lengi og þráð að sjá á hvíta tjaldinu. Tvær aðrar sígildar en þó kannski ekki eins blóðugar myndir verða ennfremur sýndar; Night ofthe Liv- ingDead frá 1968 eftir George A. rRomero, einn alkunnasta hrollvekju- meistara sögunnar, og The Texas Chain Saw Massacre frá 1974 eftir Tobe Hooper. Keðjusagarmorðing- inn, eins og sú síðarnefnda hefur jafnan verið kölluð á íslensku er ein alræmdasta hrollvekja sem sögur fara af. Stafar það einkum að tvennu; í fyrsta lagi því að myndbandsútgáfan var lengi vel á bannlista Kvikmynda- skoðunar (ef hún er þar þá ekki enn), nokkuð sem ætíð vekur frekari athygli á myndum en þær kannski gefa til- efni til og í öðru lagi þá hefur mönnum orðið mjög tíðrætt um það að Vestur- íslendingurinn Gunnar Hansen fer með hlutverk morðingjans tækja- óða. Meðal annarra mynda sem vekja ættu hroll, bæði af hræðslu og sælu, eru Fearless Vampirekiilers eftir Roman Polanski 1967, hin nýsjá- lenska The Irrefutahle Truth about Demons frá 1999 í leikstjórn Glenn Standring og þýska gluggagægj- aramyndin The Curiosityand the Cat eftir Christiane Alvart, en þetta er fyrsta mynd hans í fullri Iengd. Vitanlega er Filmundur í skýjun- um yfír því að geta boðið upp á svo veglega hrollvekjuhátíð og þegar hann er hátt uppi og hreykir sér þá gerist hann gjafmildur með afbrigð- um. I samvinnu við Bíóblaðið ætlar hann því að bjóða hátíðargestum upp á tvö dýrmæt Filmundarskír- teini á verði eins en aðgangur að myndum Filmundar er talsvert ódýrari gegn framvísun slíks gæða- skírteinis. Hvað er á Sveimi? Unglist ÞAÐ TÓK kvikmyndina um þrjá- tíu ár að læra að tala. A þeim langa tíma sem það tók hana að kveðja sér til hljóðs var það ávallt píanóleikari sem sá um lifandi undirleik við myndirnar til þess að ekki yrði þagað í hel. Þannig urðu engar tvær kvikmyndasýningar eins. Sveim í svart/hvítu hefur undan- farin ár verið liður á dagskrá Ung- listar. Þar hafa elektrónískir tón- listamenn séð um undirleik við nokkrar vel valdar klass- ískar svart/hvítar kvik- myndir frá „þögla tímanum“. Yfirleitt hefur tónlistin verið í rólegri kantinum og sögur fara af því að bíógestir hafi fallið í draumkennt ástand við samblöndun þessar tveggja heima. í kvöld gefst áhugasömum tækifæri til þess að upplifa Sveim í svart/hvítu í allra síðasta skipti, þar sem þessi dagskráliður kveður Unglist í ár. Að slökkva á gagnrýnni hugsun Meðal þeirra raftónlistar- manna sem ætla að „sveima“ í síð- asta sinn í kvöld eru Biogen og múm, en þetta mun ekki vera þeirra fyrsta sveim. „Ég held að ég sé búinn að vera þarna fastur gestur frá því að þetta byrjaði," segir Biogen. „Þetta var minn stökkpallur að hafa spilað þarna.“ „Við spiluðum þarna fyrir tveim- ur árum,“ segir Örvar, liðsmaður kvartettsins dúnmjúka múm. Sveimið hefur verið á dagskrá Unglistar í sex ár, aðeins með einni undantekningu, og því vel við hæfi að velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefur haft á þróun el- ektrónískrar tónlistar á íslandi. „I byrjun gaf þetta vettvang fyr- ir elektróníska tónlist sem var ekki endilega danstónlist," svarar Biogen. „Það átti það til að gerast þegar maður var að spila svona ró- lega tónlist að fólk hélt ekki at- hyglinni og þá fór það bara út. Þarna neyddist fólkið a.m.k. að Örvar úr múm og Biogen. Morgunblaðið/Arni Sæberg sitja og horfa á myndina þannig að það var hægt að koma þarna á framfæri efni sem ekki var spilað ann- ars staðar.“ Það and- rúmsloft sem hefur myndast á Sveim- unum hefur verið afskaplega afslappað. Jafnvel svo að ánægðustu gestú'nir hafa verið þeir f0 sem hafa náð að draga # nokkrar ýsur. „Fólki virðist " greinilega líða vel þarna,“ segir Biogen. „Fólk slekkur á allri gagnrýnni hugsun og nýtur þess sem er að gerast.“ Tími til kominn að tengja Listamönnunum er tilkynnt með fyrirvara hvaða mynd þeir muni koma til með að leika undir og hafa því kost á því að undirbúa spilamennskuna vel. „Við höfum aldrei séð myndina," segir Örvar en múm kemur til með að leika undir hinni_ stórkostlegu mynd Nosferatu. „Ég veit ekki hvort við sjáum hana eitthvað áður en þetta byrjar. Síðast þegar við spiluðum þá lékum við undir myndinni Pandoras Box. Þá vorum við alveg búnir að skipuleggja spilamennskuna eftir myndinni. Síðan á kvöldinu sjálfu var notuð önnur útgáfa en við höfðum æft eftir. Hún var í allt annarri lengd en okkar, þannig að í kvöld reyn- um við bara að gera þetta á staðn- um.“ „Þetta hefur yfirleitt verið mikill spuni hjá mér,“ segir Biogen, en hans tónar munu hljóma undir myndinni Metropolis í kvöld. „Ég hef kannski haft það í huga hvern- ig tilfinningin sé í myndinni. Hvort þetta sé hryllingsmynd, spennu- mynd eða eitthvað annað. Metr- opolis er einhver framtíðar vél- mennamynd þannig að það verður þemað sem ég kem til með að vinna með. Ég held að aðalsam- tenging tónlistarinnar og myndar- innar fari fram í hausnum á fólki.“ Myndir kvöldsins verða; Nosfer- atu eftir F.W. Murnau við undir- leik múm og Product 8. Metropolis eftir Fritz Lang við undirleik Auxpan, Curvers og Biogen. Að lokum sameina allir listamennirnir krafta sína við undirleik Andal- úsíuhundsins, myndar Salvadors Dalís og Lauizs Bunuels. Sveim í svart/hvítu hefst í Loft- kastalanum í kvöld kl. 20 og eins og á allar uppákomur Unglistar er aðgangur ókeypis. Herra Fönk TOJVLIST Geisladiskar Legoland Geisladiskur Samúels Jóns Samúelssonar, Legoland. Samúel leikur eigin lög og út- setningar í félagi við Jóel Pálsson, Olaf Jóns- son, Hrafn Asgeirsson og Sturlaug Jón Björnsson á saxófóna, Einar Jónsson, Birki Frey Matthíasson, Eirík Orra Ólafsson og Kjarítan Hákonarson á trompeta, Valdimar Kolbein Sigurjónsson á bassa, Ómar Guðjóns- son á gítar, Daða Birgisson á hljómborð, Matthías Hemstock á trommur og electro „noise og Helga Svavar Helgason á slagverk. Sjálfur leikur Samúel á básúnu og það gera þeir Edward Fredriksen og Eyþór Kolbeins einnig. David Bobroff leikur á bassabásúnu. Sveinn Kjartansson og Ari Damelsson hljóð- rituðu á tónleikum íLeikhúsinu, Ægisgötu 7. Sveinn hljóðblandaði í félagi við Samúel Jón. Fnykur gefur út. EIN AF björtustu vonum íslenskrar tónlist- ar þessi misserin er án efa básúnuleikarinn Samúel Jón Samúelsson. Hann er einkum þekktur fyrir þátttöku sína í fönkbylgjunni -^iiiklu, sér í lagi sem liðsmaður Jagúars, en færri vita að Samúel er einnig atkvæðamikill útsetjari og hefur sem slíkur t.d. unnið fyrir hina margrómuðu Sigur Rós á meistaraverki hennar, Agætis byrjun. A plötunni Legoland kynnumst við svo kappanum einnig sem tón- smiði. Platan sem hér um ræðir er hljómleika- plata og var hljóðrituð í Leikhúsinu, Ægisgötu 7, hinn 1. maí síðastliðinn. Samúel hefur hér ffengið sér til fulltingis 17 manna hljómsveit, skipaða annáluðum fönkhundum, til að flytja sjö verk sem hann hefur sjálfur samið og út- sett. Lögin er misburðug að upplagi enda er fönktónlist þess eðlis að hún gengur meh-a út á „grúv“, þ.e. hrynhita, en hljóma og laglínuferli. Þó gætir víða góðra laglína og einkar skemmti- legra útsetninga. Platan hefst á laginu „Jógúrt“ sem er glimr- andi dæmi um þekkileg stef og góðar útsetn- ingar. Verkið hljómar svolítið eins og útskrift- arverkefni í útsetningum fyrir blásturs- hljóðfæri og eru laglínur og raddanir æði kunnuglegar en einkar smekklegar. Leikið er í moll eins og lenska er í fönki og þótt lítilsháttar stirðleika gæti í byrjun vex hrynhitinn jafnt og þétt er líður á lagið sem endar sjóðheitt. Það er einhver austantjaldsandi yfír byrjun annars lags plötunnar, titillagsins „Legoland“. Hið tveggja hljóma lag siglir svo yfir í sjóðheitt fönk þar sem Helgi Svavar Helgason ásláttar- leikari fer á kostum ásamt trymblinum Matthíasi Hemstock sem á reyndar stórleik á plötunni allri. Ómar Guðjónsson gítarleikari á hér einkar góðan sólóleik sem virðist leita í rokkátt en fer blessunarlega aldrei alla leið! Þriðja lagið, „Hvað?“, er heldur rislítil laga- smíð og inniheldur latínskotið viðlag sem hljómar eilítið kunnuglega. „ð“ er fjórða lagið og skemmtilega kafla- skipt. Frá fallegri byrjun Rhodes-hljómborðs, leikinni af Daða Birgissyni, siglir lagið í gamal- dags stórsveitarsveiflu. Athyglisverð smíð. „Húbba Búbba" er hlýtt fönk og þétt. Daði hljómborðsleikari á hér góða spretti og Morgunblaðið/Ásdís Samúel J. Samúelsson tónlistarmaður. - Orri Harðarson hljómplöturýnir væntir mikils af Samúel á komandi árum eftir að hafa hlýtt á plötu hans, Legoland. ánægjulegt er að heyi’a bassaleik Valdimars Kolbeins sem því miður er yfirhöfuð illheyran- legur í hljóðmynd flestra laganna. Hljómurinn á plötunni er annars til fyrir- myndar; grófur en náttúrulegur. Líklegt er að fjarnemum (ambience mics) hafi verið talsvert beitt í hljóðrituninni og er viðarhljómurinn skemmtilegur þótt vissulega sé hljóðhönnun sem þessi á kostnað hljóðfæra á borð við kontrabassa. Það segir sig eiginlega sjálft að sjötta lag plötunnar, „Rólegt Iag“, er rólegt. Það er líka listilega samið, flutt og útsett. Veikt er blásið ofurbláum tónum og þótt hljómaferlið sé kunn- uglegt eru áhrifín einstök. Tvímælalaust eitt af lögum ársins og sýnir að Samúel er til alls Iík- legur sem tónskáld. Síðasta lag plötunnar heitir því ódannaða nafni „Píkuskítur", og maður veltir fyiir sér hvað orðið hafi um næmið og tregann eftir snilld „Rólegs lags“. Hér er að vísu enn og aft- ur mikill hrynhiti og frábær spilamennska en einhvern veginn hefði mér fundist við hæfi ef plötunni hefði lokið á „Rólegu Iagi“, viðeigandi requiem en vonandi upphafi á áframhaldandi angurværð í tónlistarsköpun Samúels. Eins og áður hefur komið fram er spila- mennska Samúels og félaga til mikillar fyrir- myndar. Þai' sem undirritaður var ekki við- staddur umrædda hljómleika er erfitt að segja til um það hvaða blásari leikur hvaða sóló í hvert skipti. Þó má áætla að Samúel eigi sjálfm- heiðurinn af velflestum básúnusólóunum. Saxófónsólóin eni fjölmörg og á þeim er greini- legur blæbrigðamunur í tón og stíl. Einn af saxófónistunum þykir mér vera í nokknim sérflokki, en hver það er get ég ekkert fullyrt um þótt að mér læðist grunur í þeim efnum. Erfitt er líka að segja til um hvaða trompetisti leikur hvað. En þrátt fyrir vangaveltur um einstök sóló og hljóðfæri er mergurinn málsins sá að hljóm- sveitin myndar geysisterka heild og kemur vel útfærðum hugmyndum Samúels til skila af þrótti og spilagleði. Legoland er að mörgu leyti afbragðsplata og vænti ég mikils af Samúel á komandi árum. Orri Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.