Morgunblaðið - 09.11.2000, Page 30

Morgunblaðið - 09.11.2000, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Jean Camahan greiðir atkvæði í kosningunurn í Missouri á þriðjudag. Missouri Látinn frambjóð- andi efstur St. Louis. AP. KJÓSENDUR í Missouri tóku látinn mann, demókratann Mel Camahan, fyrrverandi ríkis- stjóra, fram yfir núverandi öld- ungadeildarþingmann, rep- úblikanann John Ashcroft. Er búið var að telja um 84% at- kvæða í gær var Ashcroft með 49% fylgi en Camahan 50%. Camahan ríkisstjóri fórst í flugslysi þrem vikum fyrir kjör- dag og var því ekki tími tii að taka nafn hans af kjörseðlinum. Eiginkona hans, Jean Cama- han, lýsti því yfir að hún myndi til bráðabirgða taka sætið ef hinn látni yrði hlutskarpastur og skipaði arftaki ríkisstjórans, Roger Wilson, hana í embættið í gær. Hugsanlegt er að rep- úblikanar andmæli þeim gem- ingi. Látinn maður hefur ekki fyrr hlotið kosningu til öldungadeild- arinnar en tvisvar hefur farið svo í kosningum til fulltrúadeild- arinnar. Sonur hjónanna og að- stoðarmaður Camahans fórust einnig í slysinu og hafa ekkjan, sem er 66 ára gömul, og demó- kratar notið mikillar samúðar meðal almennings vegna at- burðarins. Jafnframt hefur Ashcroft átt erfitt með að beita sér en talið var að persónuieg óvild hefði ríkt milli hans og rík- isstjórans látna. Ashcroft var hærri í skoðanakönnunum áður en keppinauturinn fórst. Kosningarnar til beggja deilda Bandaríkjaþings Demókrötum tókst ekki að fella meirihluta repúblikana DEMÓKRATAR unnu nokkuð á í kosningum til öldungadeildar og full- trúadeildar Bandaríkjaþings á þriðjudag en repúblikanar virtust samt nokkuð ömggir um að halda meirihluta í báðum deildum. Ekki var samt útilokað að niðurstaðan yrði jafntefli í öldungadeildinni, 50 atkvæði gegn 50, en fari svo mun at- kvæði varaforsetans, hver sem hann verður, ráða úrslitum. Hann er for- seti þingdeildarinnar. Fyrir höfðu repúblikanar þar 54 sæti gegn 46. I fulltrúadeildinni höfðu repúblikanar fyrir 222 þing- sæti, fjórir vora óháðir og demókrat- ar vora með 209. Hinir síðarnefndu rétta nokkuð hlut sinn að þessu sinni án þess þó að ná meirihluta. Einna mesta athygli vakti sigur Hillary Rodham Clinton, eiginkonu Bills Clintons forseta, í baráttunni um sæti öldungadeildarþingmanns fyrir New York-ríki en vann öragg- an sigur yfir lítt þekktum repúblik- ana, Rick Lazio. I öldungadeildinni sitja 100 þing- menn, tveir frá hverju sambandsríki en 435 í fulltrúadeildinni og fer fjöldi hinna síðamefndu eftir íbúafjölda í hverju ríki. Repúblikaninn John Ensign í Nevada sigraði demókrat- ann Richard Bryan sem setið hefur tvö kjörtímabil, Joe Lieberman, varaforsetaefni demókrata, var end- urkjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Connecticut en nái hann kjöri sem varaforseti verður hann að láta af þingmennskunni. Má þá búast við að ríkisstjórinn í Connecticut, sem er repúblikani, setji mann til bráða- birgða í þingsætið, vafalaust repúblikana. Demókratinn Bill Nelson keppti við reyndan þingmann repúblikana úr fulltrúadeildinni, Bill McCollum, um laust sæti í öldungadeildinni og vann. Vinsæll ríkisstjóri í Delaware, demókratinn Tom Carper, velti úr sessi repúblikananum William Roth, sem verið hefur mikill áhrifamaður í öldungadeildinni og gegnir hlutverki formanns fjármálanefndar deildar- innar. Carper hefur verið ríkisstjóri í tvö kjörtímabil og var þar áður full- trúadeildarþingmaður í fimm tveggja ára kjörtímabil. Fyrrverandi ríkisstjóri í Virginíu, George Allen, sigraði öldungadeild- arþingmann demókrata, Chuck Robb er á sínum tíma hélt sætinu naumlega er Oliver North keppti við hann. Hafði Robb, sem er tengda- sonur eins af fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna, Lyndons heitins Johnsons, nokkru fýrr lent í miklum vanda er hann varð að viðurkenna framhjáhald. A hinn bóginn unnu demókratar í Georgíu, þar keppti þeirra maður, Zell Miller, við repúblikanann Mack Mattingly. Repúblikaninn Richard Lugar sigr- aði demókratann David Johnson í Indiana. Geysilegu fé var varið í baráttuna um sum þingsætin í öldungadeild- inni, ekki síst í slag Rodham Clinton og Lazios í New York. Peningaaustur Corzines Nokkra sérstöðu hafði barátta demókratans Johns Corzine í New Jersey en hann sigraði repúblikan- ann Bob Franks. Corzine er fyrrver- andi kaupsýslumaður og auðugur vel. Hann mun hafa varið um 50 milljónum dollara, 4,4 milljörðum króna í baráttuna og var helmingur- inn úr eigin vasa. Corzine studdi ým- is samtök blökkumanna og gyðinga með fégjöfum og uppskar dyggan stuðning liðsmanna þeirra í kosn- ingabarátttunni. Margir höfðu efa- semdir og líktu sumir gjöfunum við mútur. Kjósendur í New Jersey sögðu aðspurðir að þeir hefðu miklar áhyggjur af þessum peningaaustri en ekki vora þær meiri en svo að Corzine vann. Jim Jeffords, sem er öldunga- deildarþingmaður í Vermont og utan stóru flokkanna tveggja, vann og mun gegna embættinu þriðja kjör- tímabilið. Demókratinn Mark Dayt- on sigraði repúblikanann Rod Grams í Minnesota en síðdegis í gær var enn óljóst hver sigraði í ríkjun- um Michigan og Washington. Flokkssystir Daytons, Dianne Fein- stein í Kalifomíu, hélt sínu sæti og hið sama gerðu demókratarnir Paul Sarbanes í Maryland og Edward Kennedy í Massachusetts. Hinn síðastnefndi hefur þegar setið sex kjörtímabil í öldungadeildinni. Repúblikanamir Orrin Hatch í Utah og Kay Bailey Hutchison í Tex- as héldu sætum sínum og hið sama gerði demókratinn Robert Byrd í Vestur-Virgínu sem hefur þegar haldið sætinu í sjö kjörtímabil. Að- eins einn hefur setið lengur í deild- inni, Strom Thurmond frá Suður- Karolínu. Repúlikanar í fulltrúadeildinni unnu óvænta sigra í Pennsylvaníu og Connecticut og stóðu sig vel víða í Austur- og Miðvesturríkjunum en demókratar komu sums staðar á óvart í vesturhluta landsins og unnu ÚRSLITIN í ***** ÞINGKOSNINGUNUM * ★ Hlutföll flokkanna í deildum þingsins í Washington, c® fyrir og eftir kosningar R ÖLDUNGADEILD “ lOOþingsæti Fyrir: Eftir: FULLTRÚADEILD 435 Fyrir: Eftir: L Aðrin 4 2 óháðir þingmenn og tvólaus sæti þar góða sigra. Unnu demókratar m.a. sæti í Utah og Kalifomíu. Refsað fyrir aðför að Clinton Baráttan í 27. kjördæmi í Kalif- orníu vakti mikla athygli en þar tók- ust á demókratinn Adam Schiff og repúblikaninn Jim Rogan sem var atkvæðamikill í tilrauninni sem gerð var á þingi til að hrekja Bill Clinton forseta úr embætti vegna framhjá- halds- og meinsærismála hans. Allt benti til þess í gær að Schiff hefði sigrað en Clinton nýtur mikilla vin- sælda í ríkinu og afskipti Rogans af málinu talin hafa skaðað hann. Ljóst er að demókratar lögðu áherslu á að refsa 13 þingmönnum repúblikana sem undirbjuggu mála- tilbúnaðinn gegn Clinton í fulltrúa- deildinni og einbeitti demókratar sér að því að reyna að fella þá. Yfirleitt eiga áskorendur erfitt uppdráttar gegn þingmönnum sem fyrir era á fleti og hafa oft setið í mörg ár. Ekki er hægt að segja að eitt ein- stakt mál hafi verið efst á baugi í baráttunni um þingsætin. En margir frambjóðendur til fulltrúadeildar- innar lögðu áherslu á að ræða um líf- eyrismálin, niðurgreidd lyf fyrir gamalt fólk, menntamál, byssulög, fóstureyðingar og umhverfisvemd. ii M 1 Óljóst: 5 Óháðir: 2 Hillary Clinton sigraði í New York Fyrsta forseta- frúin á þingi New York. AFP, AP. HILLARY Rodham Clinton stóð uppi sem sigurvegari í baráttunni um öldungadeildar- sæti New York-ríkis eftir harða og dýra kosn- ingabaráttu. Forsetafrúin hlaut 55% atkvæða en keppinautur hennar úr flokki repúblikana, Rick Lazio, 43% og var munurinn meiri en búist hafði verið við. Hillary Clinton er fyrsta eiginkona forseta sem kosin er til þings, en hún er einnig fyrsta konan sem kjörin er öldungadeildarþingmað- ur New York. Bill Clinton og Chelsea, dóttir þeirra hjóna, stóðu við hlið Hillary þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sina í fyrrakvöld og þerraði forsetinn tárvota hvarma þegar hún þakkaði stuðningsmönnum sínum. „Takk fyrir að opna hug ykkar og hjarta, fyrir að sjá það sem við getum gert fyrir böm- in okkar, fyrir framtíð okkar í þessu ríki og fyrir framtíð þjóðarinnar. Ég er innilega þakklát ykkur öllum fyrir að gefa mér tæki- færi til að þjóna ykkur,“ sagði Hillary í þakk- arræðu sinni. Hún lagði einnig áherslu á að nú hæfist samvinna íbúa New York á nýjan leik, eftir kosningar sem hefðu skipt þeim í andstæðar fylkingar demókrata og repúblikana. Keppinautur hennar, Lazio, þurfti aftur á móti að þagga niður í stuðningsmönnum sín- um sem púuðu þegar hann játaði sig sigraðan í ávarpi sínu og óskaði Hillary til hamingju með sigurinn. Dýrasta kosningabarátta frá upphafi Hillary hefur unnið ötullega að framboði sínu sl. sextán mánuði og gert víðreist um New York-ríki. Hún er reyndar aðkomumaður Reutera Hillary Clinton heilsar stuðningsmönnum sínum við sigurhátíðina í New York. í ríkinu, en andstæðingum hennar, sem bentu óspart á þessa staðreynd, tókst ekki að færa sér hana í nyt. Mótframbjóðandi hennar gagn- lýndi forsetafrana harkalega fyrir ýmis önnur atriði, en hafði ekki erindi sem erfiði. Stjómmálaskýrendur telja reyndar að kosningabaráttan í New York hafi verið sú harðasta undanfarin ár. Hún var einnig dýr- asta kosningabarátta til sætis í öldungadeild Bandaríkaþings frá upphafi, en samanlagður kostnaður Clinton, Lazio, og Guiliani, forvera hans í framboði, sem dró sig í hlé vegna veik- inda í maí, var um 83 milljónir dollara eða ríf- lega sjö milljarðar króna. í grein í netútgáfu The New York Times í gær var bent á ýmis atriði sem skýra tap Lazio, en hann þykir m.a. hafa verið of ár- ásargjam í kosningabaráttu sinni. í fyrstu kappræðum frambjóðendanna æddi hann t.d. að Clinton og krafðist þess að hún skrifaði undir plagg sem bannaði óbein fjárframlög. Þetta þótti kjósendum heldur vafasöm fram- koma og er talið að Hillary hafi notið stuðn- ings meirihluta kvenna allt frá þessuratviki. Annars snerist kosningabaráttan í New York að mestu leyti um Hillary Clinton, bar- áttumál hennar, eiginmann og persónuleika hennar sem sagt hefur verið að menn annað- hvprt elski eða hati. I sigurræðu sinni sagði Hillary hins vegar að baráttan hefði snúist um málefni, og þá helst á sviði menntunar, umhverfisverndar, heilbrigðismála og um. „frelsi kvenna til að velja“. Stjómmálaskýrendur telja Hillary Clinton aðallega geta þakkað sigur sinn stuðn- ingi kvenna, gyðinga, svertingja og fólks af mið- og suður-amerískum uppruna. Lazio naut aftur á móti meiri stuðnings meðal karla og kaþólikka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.