Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sjónvarpsstöðvar gagnrýndar fyrir villandi spár um úrslit Washington. AFP. Reuters Bandarískir ríkisborgarar fylgjast í gær með fréttum af forsetakosn- ingunum, sem varpað er á skjá í Menningarstofnun Bandaríkjanna í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. MISVÍSANDI fullyrðingar banda- rísku sjónvarpsstöðvanna um úrslit forsetakosninganna í einstökum ríkj- um Bandaríkjanna, byggðar á út- gönguspám, hrundu af stað vanga- veltum meðal áhorfenda um það hve skynsamlegt sé að birta svo óáreiðan- legar upplýsingar, jafnvel fyrir lokun kjörstaða víða annars staðar í land- inu. Sjónvarpsstöðvarnar neyddust tvisvar á kosninganótt til að draga til baka spár sem búið var að birta. Mun þetta hafa meðal annars hafa leitt rit- stjómir dagblaða eins og The New York Times til að stöðva prentun og lýsa George W. Bush sigurvegara kosninganna með stórri fyrirsögn. Frambjóðendurnis sjálfir vissu ekki hvað þeir ættu að haida. Fyrst var Gore, samkvæmt út- gönguspám, sagður hafa unnið í Flór- ída. Síðan var það dregið til baka og sagt að munurinn væri of lítill til að hægt væri að fullyrða um hvor hefði haft betur. Og loks eftir kl. tvö um nóttina að bandarískum austustrand- artíma, sjö að íslenzkum, tilkynntu CNN og fleiri að Bush hefði tekizt að tryggja sér hina 25 kjörmenn Flórídaríkis og þar með kosningarn- ar í heild. Nokkru síðar var þetta líka dregið til baka. Aðeins fáein þúsund, jafnvel aðeins nokkur hundruð atkvæði, skildu keppinautana að. Endanleg niðurstaða næðist ekki fyiT en eftir endurtalningu allra atkvæða í Flór- ída. Gore er sagður hafa tekið fullyrð- ingar fjölmiðlanna bókstaflega og tafarlaust hafa hringt í Bush til að óska honum til hamingju með sigur- inn. Síðan dró hann hamingjuóskim- ar til baka og kosningabaráttustjóri hans, Bill Daley, sagði að baráttan héldi áfram. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi gerzt í forsetakosningum nokkru sinni áður,“ sagði Jack Nagel, stjóm- málafræðiprófessor við Pennsylvan- íuháskóla. Talsmenn bandarísku sjónvarps- stöðvanna - CNN, ABC, CBS og MSNBC - sögðu að „grunsamlegar“ tölur úr útgönguspám hefðu valdið því að ákveðið var að draga áður birta spá um sigur Gores í Flórída til baka. Sögðu talsmennimir að villandi upplýsingar hefðu ratað inn í grann- inn að fréttaflutningi þeirra, en þeir vissu ekki hvernig það hefði átt sér stað. „Það kom upp einhver villa í Flór- ída,“ sagði Kim Akhtar, talsmaður CBS. „Það er mjög erfitt að festa fmgur á nákvæmum upprana henn- ar.“ Talsmaður CNN í Atlanta benti á að sín stöð hefði verið fyrst til að leið- rétta fyrstu spána, sem virtist hafa verið byggð á gölluðum upplýsing- um. Kapphlaupið um að vera fyrstir með fréttirnar Sumir fréttaskýrendur sjónvarps- stöðvanna bentu á að sennilega hefði kapphlaupið um að vera fyrstur með fréttirnar valdið því að stjórnendur stöðvanna tóku ekki inn í reikninginn að kjörstöðum í norðvesturhluta Flórída, í Panhandle-sýslu, hefði ver- ið lokað síðar en í suðurhlutanum. Þá hafi einnig verið litið framhjá því hve hlutfall utankjörstaðaatkvæða vai- hátt. „Við höfum ekkert við það að gera að svo brjálæðislega fljótt sé hlaupið að ályktunum," tjáði Allan Lichtman, prófessor við Ameríska háskólann í Washington D.C. brezka sjónvarpinu BBC. Sagði hann hegðun bandarísku sjónvarpsstöðvanna á kosninga- kvöldið skammarlega. „Afþreyingar- menningin hefur gleypt allt. Afþrey- ing, spenna, að halda áhorfendum límdum við skjáinn - það er þetta sem virðist hafa náð yfirhöndinni yfir að færa fólki áreiðanlegar upplýsing- ar,“ sagði hann. „Ég tel að allt þetta kerfi sem slær úrslitum föstum á grandvelli útgönguspáa sé eitthvað sem verði að endurskoða alvarlega," sagði Karl Rove, einn æðsti kosningabaráttu- ráðgjafi Bush. Harry Truman Bandaríkjaforseti sigri hrósandi með eintak af Chieago Daily Tribune daginn eftir kjördag er ljóst var að hann hafði unnið en ekki Dewey. Fjölmiðlar of fljótir á sér HART var deilt á ýmsa fjölmiðla í Bandaiíkjunum í gær fyrir að hafa verið of fljótir að lýsa repúblikanann George W. Bush sigurvegara í for- setakjörinu. En fjölmiðlar hafa áður verið of bráðlátir. Árið 1948 keppti þáverandi for- seti, Harry S Truman, við þekktan og öflugan repúblikana, Thomas E. Dewey, og var hinum síðarnefnda spáð sigri í nær öllum skoðanakönn- unum. Forsetinn var þó ekki á því að gefast upp. Hann hélt í langt kosn- ingaferðalag, ræddi við aragrúa af kjósendum í smáborgum og í sveit- um landsins, var skorinorður og hreinskilinn. Oft var ekki stansað nema örstutta stund á staðnum en hversdagslegi maðurinn frá Miss- ouri, sem hvorki peningamenn né helstu leiðtogar demókrata höfðu minnstu trú á, náði góðum tengslum við almenning. Dagblaðið Chicago Daily Tribune studdi Dewey ákaft og birti forsíðu- frétt 3. nóvember, daginn eftir kosn- ingarnar, með fyrirsögninni „Dewey sigrar Traman“. Blaðið var prentað um nóttina. Ringulreið og örvænting greip um sig á ritstjórninni þegar nýjar tölur fóra að berast og ljóst þótti að Truman myndi, þrátt fyrir allt, vinna. Fjöldi manna var sendur af stað á vörabflum til að reyna að klófesta eintökin sem þegar var búið að senda á sölustaðina og til áskrif- enda en ekki tókst að endurheimta nema nokkur þúsund eintök. Trum- an fékk eintak er hann kom við í St. Louis á leið til Washington og tekin var af honum íræg ljósmynd með blaðið. Otíma- bærar hamingju- óskir Hong Kong, Jóhannesarborg, París. AFP, AP. Þ J ÓÐ ARLEIÐTOG AR um allan heim voru í óþægilegri stöðu snemma í gærmorgun, þegar óvissa ríkti um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í ýmsum löndum sendu George W. Bush ham- ingjuóskir eftir að fjölmiðlar höfðu lýst yfir sigri hans, sem þurfti svo að draga til baka skömmu síðar, þegar í ljós kom að í annað sinn hafði verið ótímabært að tilkynna niðurstöðu í Flórída. Bretar, Frakkar, Þjóðverjar, Rússar, Kínveijar og Evrópusam- bandið voru meðal þeirra sem gáfu frá sér ótímabærar yfirlýsingar um sigur Bush í gærmorgun. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að Bretar myndu eiga náin samskipti við hina nýju stjóra Bush, eins og hefð væri fyrir, og Romano Prodi, forseti framkvæmdastjóraar ESB, sagðist hlakka til samvinnu við Bush. Fjölmiðlar í Moskvu höfðu eft- ir embættismönnum að Bush hefði nógu mikla reynslu til að viðhalda góðum tengslum milli Rússlands og Bandaríkjanna, og hin opinbera fréttastofa í Kína, Xinhua, greindi frá því að kínversk stjóravöld hefðu óskað honum til hamingju með sig- urinn. Eftir að fregnin um sigur Bush var dregin til baka sagðist Cook vænta góðs samstarfs við næsta for- seta Bandarikjanna - hver sem það yrði - og þýsk stjómvöld báðu fjöl- miðla um að birta ekki hamingjuósk- ir til Bush, sem sendar höfðu verið út. „Hvað getur maður gert? Þetta er flókið mál, því allir vilja vera meðal þeirra fyrstu til áraa sigurvegar- anum heilla,“ sagði talsmaðurinn. Það voru þó ekki allir þjóðar- Reuters Vegfarandi í New York virðir fyrir sér forsíðu dagblaðsins New York Post, sem var of fljótt. á sér að lýsa yfir sigri Busb. leiðtogar jákvæðir í garð hins ætl- aða sigurs Bush, því Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði hann „sorglegan". Fjölmiðlar hlaupa á sig Fjölmiðlar áttu vitaskuld við sama vanda að stríða og þjóðarleiðtogar, þegar misvísandi upplýsingar bárust um stöðuna. Fjöldi dagblaða í Bandaríkjunum og víðar prentuðu nokkrar útgáfur af forsíðum sínum í fyrrinótt og gærmorgun, eftir því sem kosningatölurnar sveifluðust til. Dagblaðið New York Post var á meðal þeirra fjölmiðla sem voru of fljótir á sér að lýsa yfir sigri Bush, en í gærmorgun var prentuð sérstök aukaútgáfa, þar sem stendur stóram stöfum á forsíðunni „Bush wins!“, eða „Bush sigraði“. Var aukaútgáf- an innkölluð þegar Ijóst var að úrslit lágu ekki fyrir í Flórída, eins og talið hafði verið. Kosið um ríkis- stjéraí 11 rikjum Fimm konur ná i • •• • kjon New York. AP. FIMM konur voru kosnar til embættis ríkisstjóra í kosning- unum í Bandaríkjunum í fyrra- dag. Kosið var um rfldsstjóra í ellefu ríkjum. Demókratar héldu öllum sjö ríkjum sem þeir réðu fyrir kosningar og fóra þar að auki með sigur af hólmi í V- Virginíu, sem áður var í höndum repúblikana. Þar hafði demókratinn Bob Wise betur en rfldsstjórinn Cicil Underwood, sem var fyrir kosn- ingar elsti ríkisstjóri Bandaríkj- anna, 78 ára að aldri. Það þýðir að repúblikanar era nú rflds- stjórar í 29 í-íkjum, demókratar í 19 ríkjum en tvö lúta stjórn óháðra ríkisstjóra. Ríkin sem demókratar héldu völdum í era Washington, Delaware, New Hampshire, Norður-Karólína, Indiana, Missouri og Vermont. I því síð- astnefnda hélt demókratinn Howard Dean embættinu, en hann hafði átt undir högg að sækja fyrir stuðning sinn við baráttumál samkynhneigðra. Hann samþykkti lög í apríl sem gefa samkynhneigðum pöram hliðstæð réttindi og gagnkyn- hneigðum, en lögin vora mjög umdeild í ríkinu. Hann hlaut þó 50% atkvæða að lokum, en and- stæðingurinn, Ruth Dwyer 38%. Fyrsti ríkisstjórinn af kínverskum uppruna í Washington sigraði Gaiy Locke, sem verður fyrsti Banda- ríkjamaðurinn af kínverskum upprana til að gegna stöðu ríkis- stjóra. Hann hlaut 58% atkvæða en andstæðingur hans, útvarps- stjaman John Carlson, 40%. I Missouri féll sigurinn í hlut Bob Holden, fjármálaráðheiTa Missouri, sem taka mun við af hinum vinsæla rfldsstjóra Mel Camahan. Camahan lést í flugslysi fyrir fáeinum vikum. Hann var í framboði til öldunga- deildarinnar og náði kjöri. Ekkja hans tekur sæti hans á þinginu. I Delaware fór vararíkisstjór- inn Ruth Ann Minner með sigur af hólmi og hlaut hún 59% at- kvæða. í New Hampshire hafi Jeanne Shaheen betur en fyrr- um öldungadeildarþingmaður- inn Gordon Humphrey. í Norð- ur-Karolínu sigraði Mike Easley, dómsmálaráðherra rík- isins, Richard Vinroot, fyrrv. borgai'stjóra Charlotte, höfuð- borgar ríkisins. í Indiana var ríkisstjórinn, Frank O’Bannon, endui'kjörinn, en hann hlaut 56% atkvæða. Tap vegna krabbameins? Repúblikanar héldu völdum í Utah, þar sem ríkisstjórinn Mike Leavitt var endurkjörinn með 56% atkvæða, í Montana, þar sem aðstoðarríkisstjórinn Judy Martz sigraði, og í N-Dak- óta, þar sem bankamaðurinn John Hoeven vann dómsmála- ráðherra ríkisins, Heidi Heit- kamp. Hoeven hlaut 55% at- kvæða en Heitkamp 45%. Hún greindist með brjóstakrabba- mein sl. september. Hún er nú í lyfjameðferð og sagði í gær það myndi ætíð vera óljóst hvaða áhrif krabbameinið hefði haft á kosningabaráttuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.