Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 61* Elsku Óskar, Guðrún, Sólveig, Gunnar og Fanney, við biðjum góð- an Guð að halda verndarhendi yfir ykkur og fjölskyldum ykkar. Missir ykkar er mikill og þá ekki síst minnstu barnanna. Héðan frá Sví- þjóð vottum við ykkur okkar dýpstu samúð. Ingibjörg Bragadóttir. Okkur langar að minnast föður- systur okkar, Siggu frænku eins og við kölluðum hana, með fáeinum orð- um. Við fengum upphringingu og okk- ur var færð sú fregn að hún Sigga frænka væri veik, hún væri með krabbamein og læknar gætu ekkert gert henni til bjargar. Svona fréttir eru kannski ekkert óalgengar fyrir okkur mannfólkið, en af hverju hún? Pað er stóra spurningin. Við vissum ekki að hún kenndi sér meins og því síður að hún væri með krabbamein. En krabbinn fer ekki í manngreinarálit, hann laumast inn þar sem enginn á von á honum og grefur um sig þar sem við erum veikust fyrir. Svo kemur reiðarslag- ið: „Hún Sigga er dáin, hún dó í morgun.“ Mann setur hljóðan og manni hitnar í hamsi. „Þessi bann- setti krabbi! Þetta tók hann ekki langan tíma.“ Það var reyndar henn- ar ósk, eftir að hún vissi hvert stefndi, að þetta tæki fljótt af. En dauðinn er samur við sig. Það eina sem við vitum með vissu í lífinu kemur enn einu sinni aftan að manni. Sigga frænka var ávallt ein af þeim fyrstu til að fagna nýju lífi, nýj- um einstaklingi sem fæddist inn í fjölskylduna, ekki bara hennar allra nánustu, heldur líka systkinabarna og jafnvel fjarskyldari. Hún heilsaði upp á öll börnin okkar systkina, ef ekki barnabörnin líka, þegar þau fæddust. Fyrir það langar okkur að þakka vegna þess að það lýsir mann- eskjunni, væntumþykjunni og að hún vildi þekkja og vita hver var hver og hvers. En þegar festa skal orð á blað og minnast einhvers er eins og hugur manns lokist og engin orð eru til, þó koma upp í hugann þessar ljóðlínur. Það er svo margt sem hugur okkur hylur, heldur fast í mynd sem hann vill geyma. Það er svo margt sem maður ekki skilur, við minningamar tár um hvarma streyma. (Jón E. Kristinsson.) Elsku Óskar, Guðrún, Sólveig, Gunnar og Fanney, við fjölskyldurn- ar vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð, megi minningin veita ykkur og okkur gleði um ókomna framtíð. Systkinin á Grettisgötu og fjölskyldur þeirra. Elsku amma mín. Þegar ég frétti að ég væri að eign- ast lítið barn var ég svo stoltur og ánægður með sjálfan mig fyrh' að vera sá sem myndi gefa þér fyrsta langömmubarnið þitt. En nú ert þú búin að kveðja okkur frá tilveru okk- ar hér á jörðu og ég gat ekki haft þá ánægjustund að sjá barnið mitt í fanginu hjá ömmu minni sem ég elskaði svo heitt. Mln heitasta ósk var að bamið mitt gæti kynnst þér, góðvild þinni og allri þinni visku sem þú hafðir að geyma og erfa frá þér einhverja af þínum einstöku eigin- leikum. Þó svo að þú verðir ekki hér til að kenna barninu mínu allt sem þú hefðir getað veit ég að þú vakir yfir okkur sem hér á jörðu erum frá himnum ofan. Allt það sem þú lagðir frá þér til mín ætla ég að kenna mín- um afkomendum, segja þeim frá öll- um þeim frábæru minningum sem ég á um þig, öllum þeim stundum sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til þín því þú hefur ekki farið frá okkur tómhentum heldur hefur þú skilið pftir ótalmargar góðveru- stundir. Ég man enn þegar ég var lítill með þér uppi í sumarbústað eitt sumarið og þú gafst mér gleym mér ei en þú varst ótrúleg manneskja sem mun aldrei falla í gleymsku og allt það sem þú hefur kennt öðrum og látið frá þér mun vaka í minningu okkar allra að eilífu. Þinn sonarsonur, Elvar Gunnarsson. EGILL BJÖRGÚLFSSON + Egill Björgúlfs- son fæddist í Púlu Sambú, Austur- Indium 7. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Björgúlfur Ólafsson, læknir, f. 1. mars 1882, d. 15. febrúar 1973, og Þórunn Benediktsdóttir, hús- móðir, f. 9. júní 1893, d. 28. nóvember 1981. Systkini Egils: Sigrún, f. 14.12. 1922, d. 10.2. 1979, maki Sigfús Guðmundsson, f. 21.6. 1920, d. 22.5. 1962; Ása, f. 16.1. 1928; Þórunn, f. 21.1. 1931, maki Hreggviður Stefánsson, f. 20.3. 1927; Ólafur, f. 25.9. 1935, maki Bergljót Ólafs, f. 19.8. 1938. Eftirlifandi kona Egils er Þór- dís Tryggvadóttir, myndlistar- kona, f. 14.12. 1927. Foreldrar hennar voru Tryggvi Magnússon, listmálari, f. 6.6. 1900, d. 8.9. 1960, og Sigríður Sigurðardóttir, listmálari, f. 23.7. 1904, d. 22.5. 1971. Börn Egils og Þórdísar eru: 1) Sigríður, f. 2. apríl 1949, maki Olafur Jóhann Ólafsson, dætur Sigríðar frá fyrra hjónabandi með Guðmundi Péturssyni eru: a) Ég kynntist tengdaföður mínum Agli Björgúlfssyni kennara fyrir 20 árum. Hann átti nokkuð ævintýralega æfi framan af, því hann var fæddur í Malasíu þar sem faðir hans, Björg- úlfur Ólafsson, var læknir. Hann fluttist svo til Bessastaða ásamt fjöl- skyldu og bjó þar um hríð. Þegar ég heyrði þessa sögu frá Björgúlfi manni mínum og að amma hans, Þór- unn Benediktsdóttir, og afi hefðu gift sig í gegnum síma fannst mér hún ótrúleg og ég fékk strax áhuga á þessum manni. Þegar ég kynntist honum nánar komst ég að því að hann var bæði afskaplega vel lesinn og mikill sjéntilmaður. En honum var líka alltaf kalt hér uppá Fróni, sem eru ef til vill afleiðingar þess að hafa búið í heitara loftslagi, hver veit. Það var ósjaldan sem fjölskyld- an hittist í kaffi á sunnudögum og ræddi um nýjustu bækurnar og sagði sögur, en Egill hafði gott lag á því að segja sögur. Þessi sagnalist hans hefur örugglega orðið til þess að Egill var ákaflega vinsæll kennari og heimili hans er fullt af alls kyns gjöfum sem nemendur hans gáfu honum á löngum ferli. En það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til Egils er bílastúss og pólitík, Ef til vill vegna þess að maðurinn minn og Egill gátu legið yfir hvoru tveggja tímunum saman. Það kom sér vel í baslinu, hversu mikill mek- aniker hann var og sonur hans nam þetta léttilega af föður sínum. Einnig hafa börnin notið góðs af kennsluhæfni Egils, því öll hafa þau sótt aukatíma hjá afa í hinum ýmsu fræðum, eiginlega sama hvað vant- aði uppá í náminu, þá gat afi hjálpað. Hins vegar hlustaði ég oft kímin á pólitískt þref þeirra feðga og stund- um gafst ég upp og fór að lesa Mogg- ann eða forðaði mér í annað herbergi eins og aðrir fjölskyldumeðlimir á meðan þetta gekk yfir. Ég veit að Böggi minn á eftir að sakna föður síns mikið næst þegar hann verður að opna húddið á bflnum, og þegar pólitíkusar landsins ganga enn og aftur fram af honum. Eg hef eignast góða vini í tengdafjölskyldu minni og nú er einn þeirra farinn frá okkur. Dísu tengdamömmu minni votta ég samúð mína, einnig mágkonum mínum Siggu og Helgu, mági mínum Tryggva, sem og öllum barnabörn- unum sem eru búin að missa afa sinn. Ég kveð Egil með virðingu. Lísa Pálsdóttir. Nú þegar veturinn er farinn að minna á sig og trén hafa fellt flest sín blöð þá lagði afi Egill aftur augun í Þórdís, gift Arnþóri Pálssyni, þeirra börn eru Guðmund- ur, Arna Dís og El- ísabet, b) Ingibjörg, c) Hrafnhildur. 2) Helga, f. 23. ágúst 1952, sonur hennar er Andrés tílfur, maki Hildigunnur Jónsdóttir. 3) Björg- úlfur, f. 28. mars 1957, maki Lísa Pálsdóttir, þeirra börn eru a) Páll, maki Hildur Lárus- dóttir, sonur þeirra er Benjamín, b) Helga Dís, c) Eg- ill. 4) Tryggvi, f. 11 maí 1967, maki Elín Magnadóttir, dætur þeirra eru a)Valgerður, b) Þór- dfs. Fyrstu ár ævi sinnar bjó Egill í Indónesíu þar sem faðir hans var læknir. Eftir að þau fluttu heim aftur keypti faðir hans Bessastaði á Álftanesi og eyddi Egill þar æskuárum sínum. Egill lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1945. Hann starf- aði við kennslu mestan hluta starfsævi sinnar eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. títför Egils Björgúlfssonar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hinsta sinn eftir stutt en erfið veik- indi. Afi var maður vorsins og átti erfitt með að þola kulda og trekk norðursins og nú siglir hann örugg- lega á vit fóstru sinnar í Austurlönd- um. Afi átti heima fyrstu ár ævi sinn- ar á Jövu og Borneó og ég held að hann hafi alltaf langað að heimsækja þær slóðir. Eftir að heim kom ólst hann upp á Bessastöðum á Álftanesi, miklu menningarheimili sem var á margan hátt öðruvísi en menn áttu að venjast í þá daga og hann bar þess merki og var heimsmaður í sér. Afi var greindur og vel menntaður, það var alveg sama hvað maður spurði hann um, alltaf gat hann svarað, sama hvort það var saga, stærðfræði eða latína. Hann var líka sílesandi, ég man varla eftir honum öðruvísi en með bók. Hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa okkur krökkunum við nám- ið og reyndi eftir besta megni að kenna í okkur undirstöðuatriði menntunar. Afi var líka mjög hand- laginn og flinkur, í Mosó þurfti aldrei iðnaðarmenn, afi sá um allar við- gerðir og viðhald, hvort sem gera þurfti við heimilistæki eða bfla. Afi hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekkert á þeim og var oft tekist á við eldhús- borðið í Mosó. Ég hugsa að ókunn- ugir hafi haldið að það væri hörku- rifrildi á bænum þegar afi, amma og börnin þeirra þurftu öll að koma sinni skoðun á framfæri, minnti á senur úr ítölskum myndum þar sem allir tala í einu, háværir með miklu handapati. Mér finnst það vera forréttindi að börnin mín fengu að kynnast afa sem alla tíð kom fram við börn eins og jafningja og var ólatur við að tala við þau um lífið og tilveruna. Við eigum öll eftir að sakna hans og ég votta ömmu og börnunum hennar samúð mína og bið guð að geyma þau. Þórdís. ísland var of lítið land fyrir Egil Björgúlfsson sem eftir stutta bana- legu er nú frjáls ferða sinna. Þar fór heimsborgari af Guðs náð. Egill var faðir Helgu vinkonu minnar en ég kynntist honum þegar við kenndum saman við Laugalands- skóla í Holtum fyi'ir allmörgum ár- um - og urðum góðir vinir. Það er erfitt að lýsa manni eins og Agli. Persónuleiki hans var marg- brotinn. Hann var dulur og eilítið feiminn en jafnframt sérlega einlæg- ur og ákaflyndur. Hlýja og ljúf- mennska einkenndu allt hans fas. Hann var sérkennileg blanda af meinlætamanni og lífsnautnamanni. Egill var mikill húmoristi og ljóngáf- aður. Hann var frásagnamaður, vel lesinn, hafði skoðanir á öllum hlutum og oftar en ekki óvenjulega og frum- lega sýn á menn og málefni. Egill gat verið beinskeyttur, stóryrtur og óvæginn ef því var að skipta - en allt- af skemmtilegur. Himinblá augun ýmist skutu gneistum eða geisluðu af glettni. Síðustu árin hitti ég Egil aðallega á opnunum myndlistarsýninga Helgu dóttur hans. Alltaf jafngaman að ræða við þennan nútímamann sem fylgdist grannt með stefnum og straumum. Fjölskylda Egils hefur misst mik- ið. Ég votta Þórdísi konu hans, Helgu, Andrési og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Heiðrún Krisljánsdóttir. Mig langar til að minnast Egils Björgúlfssonar kennara míns úr grunnskóla en hann er einn af þeim kennuram sem ég mun alltaf hugsa til með þakklæti og vii'ðingu. Egill var mjög bamgóður og sér- stakur kennari. Hann var þolinmóð- ur og talaði við okkur á tungumáli sem við skildum. Hann aðlagaði sig þörfum hvers og eins, útskýrði námsefnið út frá mörgum sjónar- hornum, var ljúfur, gamansamur en samt ákveðinn. Það var alltaf gaman í tímum hjá Agli því hann sagði okk- ur alls kyns sögur. Ég gleymi aldrei sögunni um rakettuna sem hann sagði okkur í eðlisfræðitíma. En Eg- ill var í mesta sakleysi að keyra í blíðskapai'veðri með glugga opna á fáförnum vegi þegar skyndilega spýttist blússandi raketta inn um gluggann farþegamegin og út aftur bflstjóramegin. Agli varð að vonum hverft við en fékk aldrei skýringu á fyrirbærinu. Þessi saga fær mig allt- af til að brosa með sjálfum mér þeg- ar ég minnist hennar þó svo mér sé ekki hlátur í huga nú þegar ég kveð gamlan kennara og sendi Andrési, Helgu og fjölskyldu Egils innilegar samúðarkveðjur. Börkur Jónsson. Egill Björgúlfsson hefur nú kvatt þennan heim og hans er saknað. Ein- staka samferðamenn, og í þeirra hópi er Egill, skilja ekki aðeins eftir dýrmætar minningar, heldur hafa þeir auðgað líf okkar, aukið okkur yf- irsýn, gefið okkur hlutdeild í vits- munum sínum, viðhorfum, reynslu og þroska. Leggja í sem skemmstu máli sitt ríkulega af mörkum til að gera okkur að því sem við eram. Það er ekki lítil gjöf. Það er einnig svo að þá, sem við metum mikils og þykir vænt um, beram við með okkur á lífsleiðinni, og þá skiptir magn og fjöldi sam- verastunda ekki meginmáli. Ég kynntist Agli fyrst í gegnum Helgu, dóttur hans og vinkonu mína til margra ára. Síðar átti ég eftir að kenna með honum um fjögurra ára skeið við grannskólann á Laugalandi í Holtum. Hefði Egils ekki notið við þar hefði daglegt líf óneitanlega ver- ið dauflegra. Undir það munu taka aðrir þeir er nutu samvista við hann þar. Nemendum og samkennuram þótti vænt um Egil. Nemendur fundu, að það voru sérréttindi að njóta kennslu svo fjölmenntaðs og velviljaðs kennara, sem Egill sann- arlega var. Á fjórða ári var búið að króa okkur Egil af í skömmustukrók reykingamanna. Þær dapurlegu, vistarverar urðu samt umsvifalaus^- miðpunktur frímínútna, allir sóttu í spjalla við Egil. Egill var prúðmenni og húmoristi, geislandi gáfaður og kunni góð skil á hverju því umræðuefni, sem á góma bar. Hann var kynískur og var einkar lagið að sjá í gegn um óheil- indi og blekkingai'. Hann gerði sér líka far um að komast að kjarna hvers máls og svipta burt þeim blekkingarhulum, sem einkum og sérílagi voru upp settar til að villa mönnum sýn, varðandi þau þjóðmál, sem efst voru á baugi hverju sinni. Þá var hann ómyrkur í máli, en oftar^ en ekki setti hann athugasemdir sín- ar fram á svo beinskeyttan og skemmtilegan hátt, að viðmælendur hans gi’étu af hlátri. Egill hefði getað valið sér nánast hvaða starfsvettfang sem var, svo var fjölhæfni hans fyrir að þakka. En hann kaus að sinna kennslu. Nú, þegar kennarar era í brennidepli eina ferðina enn vegna yfirvofandi verkfalls, er við hæfi að hugleiða hvað góðir kennarar á borð við Egil hafa lagt af mörkum til þessa þjóðfé- lags án þess að bera úr býtum við hæfi - annað en þá vitneskju að hafa sannarlega stuðlað að þroska og vel- ferð nemenda sinna á þann hátt að þeir búa að ævilangt. Þetta er vert aðtf hugleiða nú um þúsaldamót, þar sem gróðamælikvarðinn gildir einn, á kostnað manngildis og á skjön við siðfræðileg giidi. Egill hafði skömm á slíkum arðsemismælikvarða og honum var þar að auki gefið að sjá hlutina frá nýstárlegu, oft óvæntu sjónarhomi. Þess vegna fannst mér Egill alltaf ungur. Bernska Egils vai' heldur en ekki frábragðin því sem gerist og gengur. Hann fæddist á staðnum Púlu Sam- bú við hafnarmynni Singapore í þá-4^ verandi Austur-Indíum þar sem for- eldrar hans, Björgúlfur Ólafsson og Þórann Benediktsdóttir, bjuggu um margra ára skeið. Björgúlfur var læknir á þessum slóðum, meðal ann- ars yfirlæknir á sjúkrahúsi sem olíu- félagið Skeljungur rak í Singapore. Egill var á fjórða ári þegar hann sigldi yfir hálfan hnöttinn, ásamt for- eldrum sínum og eldri systur, heim til íslands. Það hafa verið nokkuð hryssingsleg viðbrigði með tilliti til veðurfars, enda var Agli alltaf kalt. En heimkomin settist fjölskyldan að á einhverjum fegursta stað á land- inu, á Bessastöðum, sem faðir hans byggði upp á þann hátt sem enn má sjá á þessu forsetasetri lýðveldisins. Þegar þau fluttu þaðan var Egill sau-'f* tján ára gamall og hann saknaði allt- af Bessastaða. Egill var gæfumaður í einkalífi. Hann giftist Þórdísi Tryggvadóttur, listrænni mannkostakonu. Þau eiga fjögur góð börn, sem elskuðu föður sinn og hafa erft margvíslega hæfi- leika hans og skapgerðareinkenni. Þau Þórdís ólu að miklu leyti upp son Helgu, Andrés Úlf Helguson, góðan og einkar ljúfan dreng, sem býr að uppeldinu hjá afa og ömmu. Ég sendi ykkur innilegar samúð- arkveðjur, elsku Dísa, Sigga, Helga, Böggi, Tryggvi og Andrés og aðrir ástvinir. Góður maður er genginn, en þið berið hann með ykkur, hvert á sinnhátt. Guðrún Ægisdóttir. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir, amma og systir, ELÍN RANNVEIG HALLDÓRSDÓTTIR, Hólabergi 12, Reykjavík, lést á Landspitalanum við Hringbraut þriðju- daginn 7. nóvember. Guðni Auðunsson, Kristjana Halldórsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Elsa Magnúsdóttir, Svanhvít Elínardóttir, Sólveig Larsen, Jens-Peter Larsen, Kristjana Guðnadóttir, Geir Atle Gussiás, Ingvar Sigurðsson, Sigurást Heiða Sigurðardóttir, barnabörn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.