Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rökstuðmngur Heraðsdóms Reykjaness vegna réttarhalds fyrir luktum dyrum í morð- og kynferðisbrotamáli í Keflavík Samtvinnuð brot og aðgreining erfið HERAÐSDOMUR Reykjaness hef- ur með úrskurði rökstutt þá ákvörð- un sína að rétta skuli fyrir luktum dyrum í máli ákæruvaldsins gegn Rúnari Bjarka Ríkharðssyni, sem ákærður hefur verið íyrir að ráðast inn á heimili Áslaugar Óladóttur í Keflavík 15. april sl. og ráða henni þar bana, auk þess sem hann er ákærður fyrir að veita sambýlis- manni hennar áverka með hnífi og fyrir tvö kynferðisafbrot gegn stúlku, sem var vinkona Áslaugar heitinnar. Þór Jónsson, fréttamaður á Stöð 2, krafðist þess, með vísan til 2. mgr. 8. greinar laga um meðferð opinberra mála, að dómurinn rökstyddi ákvörð- un sína um lokað réttarhald með úrskurði og var hann kveðinn upp á þriðjudag. í úrskurði Ólafar Pétursdóttur héraðsdómara kemur fram að gögn málsins beri með sér að brotin, sem ákærði er saksóttur fyrir, séu mjög samtvinnuð og erfítt reynist að að- greina rannsókn þeirra. „Brotaþoli kynferðisbrotsins var góð vinkona J&laugar Óladóttur, sem ákærði er ákærður fyrir að hafa myrt,“ segir þar. Fram kemur að sækjandi hafi talið óhjákvæmilegt annað en að nokkur vitni þyrftu að koma tvisvar fýrir dóm ef þinghöldin yrðu einvörðungu lokuð að því er varðaði kynferðis- brotamálið. Þá rekur dómarinn að meginregla laganna um réttarhöld fyrir opnum dyrum byggist á tveimur náskyldum röksemdum. „Önnur er sú að opinber málsmeðferð tryggi réttaröryggi þeirra sem aðild eiga að dómsmálum, í opinberum málum, ekki hvað síst réttaröryggi ákærða. Hin röksemdin er sú að með því að gefa almenningi kost á að fylgjast með málsmeðferð fyrir dómi sé dómstólum veitt aðhald. Öpinber málsmeðferð er því öryggis- ventill til að tryggja réttláta máls- meðferð en er ekki markmið í sjálfu sér. Meginreglan er af þessum sök- um ekki án undantekninga enda er skýrt tekið fram í lagaákvæðinu að ýmsar ástæður geta réttlætt að vikið sé frá henni,“ segir dómarinn, sem ennfremur segir að enda þótt ákvæði laga útiloki ekki að dómari geti haft þinghöld að hluta til lokuð og að hluta til opin. Ákærði afþakkaði réttarvernd Þá er rakið að ákærði hafi afþakk- að þá réttarvernd sem opinber máls- meðferð á að tryggja honum og hafi farið fram á að þinghöld færu að öllu leyti fram fyrir luktum dyrum. Brotaþoli ætlaðra kynferðisbrota hafi krafist hins sama. „í þriðja lagi útskýrði sækjandi að skýrslutökur fyrir dómi yrðu mun þyngri í vöfum þar sem tíu vitni þyrftu að koma tvisvar sinnum fyrir dóm og þyrftu auk þess að gæta sín á því að fjalla ekki um meint kynferðisbrot þegar þau væru yfirheyrð um ætlað manndráp. í fjórða lagi fellst dómur- inn á þá röksemd að vandasamt sé fyrir sakflytjendur að halda nauðg- unarþættinum og manndrápsþættin- um aðgreindum í málflutningsræðum sínum vegna tengsla þessara mála.“ Vegur þyngra en hagsmunir almennings „Þegar öll þessi sjónarmið eru virt er það mat dómsins að þau vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá að fylgjast með réttarhöld- unum, Það er ennfremur álit dómsins að hagsmunir brotaþola, vitna og annarra er málið varðar séu það ríkir, að það réttlæti að þinghöld fari að öllu leyti fram fyrir luktum dyrum,“ segir dómarinn. „Við þetta mat er haft í huga það markmið réttarfars- breytinga sem gerðar voni á lögum um meðferð opinberra mála með lög- um nr. 36/1999 að styrkja réttarstöðu brotaþola.“ Tvær bflveltur urðu með tuttugu mínútna millibili við gatnamótin við Engidal í Hafnarfirði í hádeginu í gær. Mörg umferðar- óhöpp rakin til hálku TALSVERÐ hálka var á höfuð- borgarsvæðinu í gærmorgun og nokkuð um umferðaróhöpp. Tveir bílar ultu með skömmu millibili við gatnamótin í Engidal í Hafnarfirði í hádeginu. í fyi-ra skiptið valt sendibifreið á Reykja- víkurvegi um 100 m norðan við Engidal. Kona, sem ók bílnum, meiddist en ekki alvarlega, að sögn lögreglu. Hún var flutt á slysadeild Landspítalans - há- skólasjúkrahúss. Um 20 mínútum síðar barst tilkynning um árekstur á gatnamótunum í Engidal. Þar höfðu tveir jeppar skollið saman og hafði annar þeirra oltið við áreksturinn. Einn var fluttur á slysadeild en ekki talinn alvarlega slasaður. Samkv. upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var öku- maður jeppans sem valt á leið yfir gatnamótin til vesturs þegar ekið var í veg fyrir hann. Lögreglan segir mikla hálku hafa myndast á veginum á skömm- um tíma, sem líklega hefur valdið báðum slysunum. Um klukkan átta í gærmorgun var ekið á staur við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbraut- ar í Reykjavík. Tveimur tímum s síðar var ekið á ljósastaur við Gull- f inbrú. Lögreglan segir að þessi óhöpp megi að öllum líkindum rekja til hálku. Um níuleytið í gærmorgun varð þriggja bíla árekstur í Ártúns- brekku til móts við bensínstöð Essó. Einn bíllinn var fluttur burt með krana og kvaðst ökumaðurinn ætla að leita til læknis. Sigurjón Si g- hvatsson kaup- ir rétt að Slóð fíðrildanna FYRIRTÆKI Sigurjóns Sighvats- sonar, Paloma Pictures, hefur keypt kvikmyndarétt að Slóð fiðrildanna, skáldsögu Olafs Jóhanns Ólafssonar. Þetta er fyrsta íslenska skáld- sagan, sem fyrirtæki Sigurjóns fær rétt til að kvikmynda að en Paloma Pictures mun framleiða myndina ásamt framleiðandanum Anne-Mar- ie Mackay, að því er fram kemur í Variety, tímariti bandaríska skemmtiiðnaðarins, í gær. Þar er haft eftir Sigurjóni að þeir Ólafur Jó- hann séu gamlir vinir, og hafi lengi rætt um að að eiga samstarf. Af því hafi hins vegar ekki orðið fyrr en nú. Slóð fiðrildanna kemur út í Banda- ríkjunum síðar í nóvember hjá for- laginu Pantheon. I frétt frá Vöku- Helgafelli, segir að þegar hafi birst lofsamlegir bókadómar í fagblöðum vestanhafs ogs bókabúðakeðjan Barnes & Noble hafi valið bókina til sérstakrar kynningar næstu mánuði. Morgunblaðið/Kristinn Harður árekstur á Víkurvegi HARÐUR árekstur tvcggja fólksbifreiða varð á Vík- urvegi um klukkan sex í gærkvöld. Kalla þurfti til tækjabfl slökkviliðsins til að losa ökumennina úr bif- reiðunum, sem gjöreyðilögðust við áreksturinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist sem annar ökumaðurinn hafi dottað undir stýri og sveigt bifreið sinni yfir á rangan vegarhelming, með þeim afleiðing- um að bifreiðirnar skullu saman á talsverðri ferð. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Reyndust meiðsl þeirra minni en í fyrstu var talið og að sögn lögreglu skiptu bflbelti þar sköpum. Annar mannanna hlaut áverka á baki og var lagður inn til frekari rannsókna, hinn skarst í andliti og fékk að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum hans. NÝITÓNLISTAR OG MYN06ANDAMARKADURINN MJðe ean úrval m eeislabiskum Á ÍSKRANDIÚ6H VERffl FJðLDI TiTU fi BVO RB. 1BSS VIBIBSPÓllíH k XB.118S BfiRNfiEFNi FBÁ KB. 889 TÖlMFilUIR FYRffi PLAYSTATifiN, DREAMCAST OG PE € Nýja { markaðstorgið \ HI’lil AIIA IIAflA VIKIJNNAH I RA V) 18 30 1 HUSI FALKANS SU UURLANUSBRAUT 8 SÍMI: 533 5090 Sameiningarferli Leik- félags Islands lokið SU BREYTING hef- ur átt sér stað hjá Leikfélagi íslands að Stefán Hjörleifsson framkvæmdastj óri hefur tekið sæti í nýrri stjórn samein- aðs félags og hefur því nýr framkvæmda- stjóri, Rakel Sveins- dóttir, verið ráðin til félagsins. Ráðningin er liður í því lokaferli sem sameining fyrir- tækjanna Iðnó, Loft- kastalans og Hljóð- setningar hefur falið í sér. Þessi fyrirtæki hafa nú þegar starfað samkvæmt sameiginlegu fyrirkomulagi í um fimm Rakel Sveinsdóttir rekstrar- mánuði og er hlutafjárútboð fyr- irhugað á næstu vik- um, að því er kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Leikhússtjóri fé- lagsins er Magnús Geir Þórðarson og Hallur Helgason, starfandi stjórnarfor- maður, stýrir nú upp- byggingu á nýrri framleiðsludeild fyrir sjónvarp, segir í til- kynningunni. Rakel Sveinsdóttir starfaði áður sem sölustjóri Morgun- blaðsins frá 1994 til 1999 og auglýsinga- stjóri íslenska útvarpsfélagsins á ár- inu 2000. Flugvélin sem fest- ist í Horn- vík komin til byggða ÓMAR Ragnarsson, frétta- maður flaug vél sinni, TF- FRU, frá Hornvík um hádeg- ið í gær en hún festist þar í sandi í fyrradag. Ómar segir flugvélina hafa sokkið örlítið í sandinn en þó nóg til þess að hann gat ekki losað hana einn síns liðs þótt litlu hafi munað. „Við getum lýst þessu þannig að Frúin hafi blotnað í fæt- urna,“ sagði Ómar í samtali við Morgunblaðið. Þakklátur skipverjum fyrir hjálpina Hann var á ferð um Vest- firði m.a. vegna gerðar sjón- varpsþáttanna Fólks og fyrn- inda sem verða sýndir í Sjónvarpinu eftir áramót og hugðist taka myndir í Horn- vík. Sandurinn í fjörunni í Hornvík var harður og Ómar segist hafa talið að óhætt væri að láta vélina standa í sandinum meðan á mynda- tökum stóð. Þegar hann kom aftur að vélinni höfðu hjól hennar sokkið örlítið og Omari tókst ekki að losa hana upp á eigin spýtur. Hann kallaði því eftir aðstoð og komu skipverjar af olíuflutningaskipinu Stapá- felli honum til hjálpar og ýttu vélinni upp úr fjörunni. „Þetta var eiginlega hlægi- lega auðvelt," segir Ómar en bætir við að hann sé afar þakklátur skipverjunum fyrir hjálpina. Eftir næturgistingu um borð í trillunni Sædísi hóf hann sig á loft frá Hornvík um hádegið í gær og var lent- ur í Reykjavík á sjötta tíman- um. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.