Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 64
»54 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEINUNN SVALA INGVADÓTTR, Borgarhrauni 12, Grindavík, lést þriðjudaginn 7. nóvember á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Sæmundur Jónsson, Lilja Ósk Þórisdóttir, Jónatan Ásgeirsson, I. Karen Matthíasdóttir, Brian Lynn Thomas, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, HÁKON ELÍAS KRISTJÁNSSON trésmíðameistari frá Tröð í Önundarfirði, síðast til heimilis í Þverhoiti 30, Reykjavík, lést aðfaranótt þriðjudagsins 7. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Sólveig Kristjánsdóttir, Hagalín Kristjánsson, Jens Kristjánsson, Páley Jóhanna Kristjánsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, STEFANÍA Þ. ÁRNADÓTTIR, Ægisíðu 46, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 7. nóvember. Útför verður auglýst síðar. Guðrún Inga Bjarnadóttir, Árni Þór Bjarnason, Ásdís A. Þorsteinsdóttir, Gunnar Viðar Bjarnason, María Elíasdóttir, Birgir Sveinn Bjarnason, Kristín Porter, Stefán Bragi Bjarnason, Iðunn Bragadóttir, barnabörn og systur. t Ástkær móðir okkar, amma og langamma, INGUNN EINARSDÓTTIR frá Drangsnesi, sem lést á heimili sínu, Fellsási 7, Mosfellsbæ, föstudaginn 3. nóvember, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Kolbrún Guðjónsdóttir, Bendt Pedersen, Daði Guðjónsson, Kristín Gunnarsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Ingimundur Hilmarsson, Jóhann Guðjónsson, Rakel Gunnarsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Skarphéðinn Jónsson, Þórey Guðmundsdóttir, Jón Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar tengda- faðir og afi, JAKOB KRISTINN GESTSSON frá Hrappsey, Breiðafirði, sem lést 1. nóvember, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd laugar- daginn 11. nóvember kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Kristín Hansen, Jakob Ingi Jakobsson, Rósa Árnadóttir, Guðrún Helga Jakobsdóttir, Steinar Smári Guðbergsson, Guðbjörg Þóra Jakobsdóttir, Gunnar Júlíus Helgason og barnabörn. GUÐRÚN EINARSDÓTTIR + Guðrún Einars- dóttir fæddist í Reykjavík 17. júní 1953. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- ala við Hringbraut 1. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Einar Ásgeirs- son, f. 16. apríl 1918, d. 20. apríl 1995, og Karlotta Karlsdóttir, f. 15. ágúst 1921, d. 8. desember 1987. Systkini hennar eru Ásgeir Einarsson, f. 15. apríl 1944, Sigur- veig Einarsdóttir, f. 24. nóvember 1948, Einar Karl Einarsson, f. 19. desember 1954 og Magnús Stefán Einarsson, f. 15. október 1960. 23. nóvember 1974 giftist Guðrún Sölva M. Egilssyni, f. 16. júní 1950. Böm þeirra em Einar M. Sölvason, f. 3. febr- úar 1973, sambýlis- kona Hafdís Steina Ámadóttir, f. 28. nóvember 1976; Svavar E. Sölvason, f. 3. mars 1977, sambýl- iskona Heiða Sigrún Andrésdóttir, f. 12. október 1978; Láms A. Sölvason, f. 5. jan- úar 1982, og Daníel R. Sölvason, f. 20. nóvember 1990. Utför Guðrúnar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar með nokkmm orðum að minnast systur minnar og þakka henni fyrir þær samverustundir sem við áttum saman. Guðrún ólst upp ásamt fjórum systkinum að Nökkvavogi 54. Vog- amir vom að byggjast upp á þessum ámm og mikið af bömum í hverfinu og eigum við systkinin margar góðar minningar þaðan. Guðrún var ætíð sjálfsömgg manneskja, ákveðin og röggsöm og snemma fór að bera á sköpunargleði og athafnasemi. Hún var glaðvær og brosmild og var ávallt reiðubúin að hjálpa öðmm. Guðrún gekk í Vogaskóla og fór 17 ára til náms í Hamborg í fatahönn- un. Eftir heimkomu fór hún að vinna á Skattstofunni og starfaði þar fram í ársbyrjun 1977. Guðrún giftist Sölva M. Egilssyni 1974 og þau hófu búskap í eigin íbúð við Austurberg 2. Þau byrjuðu að byggja draumahúsið 1980 og fluttu í Neðstaberg 12 fyrir jólin 1982 þar sem þau bjuggu sér framtíðarheimili ásamt sonum sínum fjórum. Eftir að Guðrún hætti störfum á Skattstofunni fór hún að vinna við hlið eiginmanns síns sem dúk- lagningameistari, m.a. við bókhald, tilboðsgerðir og fleira. Einnig tók hún þátt í félagsstörfum í Félagi veggfóðrarameistara í Reykjavík með honum. Þau hjónin vom ákaf- lega samhent og störfuðu vel saman. Þau áttu mjög fallegt heimili, enda lagði Guðrún allan metnað sinn í fjölskyldu sína og heimilið. Það var alltaf gott að leita til Guðrúnar og Sölva og þau heim að sækja. Guðrún var formaður Foreldrafé- lags Sundfélagsins Ægis um árabil. Hún fór margar keppnisferðir sem fararstjóri og mótaskipuleggjandi fyrir félagið og vann ötullega að fjár- öflun með krökkunum. Einnig var hún gjaldkeri Foreldrafélags Hóla- brekkuskóla um tíma. Guðrún var mikil fjölskyldumann- eskja og var henni mikið kappsmál að halda saman systkinahópnum eft- ir að foreldrar okkar féllu frá. Hún var óþreytandi við undirbúning jóla- boðanna og smalaði saman fjölskyld- unni við hvert tækifæri, nú síðast um miðjan október á fertugsafmæli mínu er hún og Sölvi héldu mér hóf í tilefni þeirra tímamóta. En fljótt skipast veður i lofti og ekki fékk ég næg tækifæri til að þakka henni fyrir þann hlýhug og umhyggju sem hún sýndi mér við það tækifæri sem og svo mörg önn- ur. Skarðið sem hún skilur eftir sig er stórt og verður aldrei fyllt. Elsku Guðrún, ég þakka sam- fylgdina. Ég votta Sölva og strák- unum, Einari, Svavari, Lárusi og Daníel, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíl í friði. Magnús og Dana. Elsku Guðrún frænka, nú ert þú farin frá okkur. Komin til ömmu og afa. Ekki bjóst ég við að þú kæmir ekki aftur heim af spítalanum. Þetta leiðir hugann að því hvað lífið er óút- reiknanlegt. Ég var nýbúin að klippa þig því að þú vildir vera búin undir rúmleguna eftir aðgerðina. Þú hefur verið búin að undirbúa margt fleira. Þegar Maggi frændi varð fertugur um daginn tókst þú það að þér að halda matarboð fyrir hann heima hjá þér og komu þá öll systkinin saman. Síðan hafðir þú matarveislu fyrir strákana þína og unnustur þeirra laugardaginn fyrir aðgerðina og varst að grínast með það að þetta væri síðasta kvöldmáltíðin og það sama kvöld hitti ég þig í síðasta skiptið. Þetta er eins og þú hafir ver- ið búin að kveðja alla og þessa síð- ustu erfiðu daga hefur maður leitt hugann að þessu. Og þú sem áttir ÁSTA HANNESDÓTTIR + Ásta Hannesdútt- ir fæddist á Und- irfelli í Vatnsdal 11. júlí 1926. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 26. septem- ber siðastliðinn. Ásta var jarðsungin frá Kúpavogskirkju mánudaginn 2. oktú- ber. Ásta Hannesdóttir vinkona okkar og bekkjarsystir er látin og erfið veikindi að baki. Segja má að stutt sé stórra högga á milli í okkar samheldna hópi því við íylgdum annarri úr hópnum til grafar ekki alls fyrir löngu. Þær voru nokkru eldri en við hinar en voru okkur þó sem jafningjar alla tíð, alltaf síðan við lukum kennaraprófi 1967 hefur hógurinn hist reglulega. Ásta var einstök kona, vingjam- leg og gestrisin, stutt var í hláturinn og gamansemina. Ekki hafa þó allir dagar í lífi hennar verið dans á rósum en hún gerði alltaf gott úr öllu. Henni fylgdi mikill lífskraftur, sambland af góðmennsku og kímni en einnig ómæld virðing fyrir öllu sem lifir. Henni var eigin- legt að gleðjast með glöðum en var jafn- framt afar skilingsrík þegar erfiðleikar steðjuðu að. Við minnumst þess hvað gott var að leita ráða hjá Ástu, sem hafði svo mikla lífs- reynslu fram yfir okkur. Hún gat alltaf bent okkur á að öll mál hafa margar hliðar, ekki aðeins eina sem snýr að manni sjálfum. Fagmennska Ástu var mikil, hún var bæði listræn og hugmyndarík. von á fyrsta barnabarninu sem þú varst búin að bíða eftir lengi. Fyrsta heimilið sem ég man að þú og Sölvi keyptuð ykkur var falleg íbúð í Aust- urberginu, alltaf gat ég labbað þang- að ef mamma var ekki heima og oft- ast var mamma þá stödd hjá þér. Þið voruð mjög nánar og er mamma ekki bara að missa systur sína heldur líka bestu vinkonu sína. Þú varst hand- lagin og klipptir hárið á fjölskyld- unni þótt þú værir ekki lærð og man ég eftir því þegar ég var stelpa að þú klipptir á mér hárið í eldhúsinu í Austurberginu í stóru appelsínugulu klossunum þínum. Síðan reistuð þið ykkur afar fallegt einbýlishús í Neðstaberginu því að fjölskyldan fór stækkandi og eignuðust þið fjóra syni. Heimili ykkar er afar fallegt og alltaf hreint og fínt og var maður alltaf velkominn þangað. Ég man þegar ég var unglingur og mér sinn- aðist eitthvað við foreldra mína og fór að heiman, leitaði ég til þín og þú tókst mér opnum örmum og að lok- um fékkst þú mig til þess að snúa heim nokkrum dögum síðar. Svona getur maður haldið áfram endalaust því erfitt er að kveðja þig á þennan sorglega hátt. Elsku Sölvi, Einar, Svavar, Lár- us, Daníel, Hafdís og Heiða, Guð blessi ykkur á þessari erfiðu stundu og mega þessi orð veita ykkur ein- hverja huggun. Vertu alltaf hress í huga, hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þyngri er. Vertu sanngjam, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda og þraut Treystu því að þér á herðar, þyngri byrði ei varpað er. Enþúhefuraflað bera, Orka blundar, næg er þér. Perraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. Ingibjörg Ásta Þúrisdúttir. Sagt er um lífið að það geti verið ósanngjamt og það getur nú verið það, en sjaldan eða aldrei hefur lífið verið ósanngjarnara en nú þegar hún Guðrún frænka er tekin frá okk- ur með þeim sviplega hætti sem það var. Guðrún móðursystir lést á Landspítalanum hinn 1. nóvember síðastliðinn. Hún fæddist í Reykja- vík hinn 17. júní 1953 og ólst upp í Nökkvavogi. Guðrún var máttar- stólpi fjölskyldunnar og af miklum myndarskap hélt hún sitt heimili, hélt utan um fjármál fyrirtækisins, vann með Sölva að málefnum vegg- fóðrarafélagsins og var sannur vinur vina sinna. Með öðrum orðum var Guðrún frænka afburðarkona. Ekki getur maður fyllilega gert Seinustu áratugi kenndi hún í Breiðholtsskóla eða allt til þess er hún lét af störfum fyrir fjórum ár- um. Orlofsárið sitt notaði hún til að læra smíðakennslu og hlakkaði til að dunda í smíðum þegar tími yrði meiri frá daglegu amstri. Hún tók þátt í trúnaðarstörfum fyrir kenn- ara um árabil en gerði minna af því eftir að kennarar gengu úr BSRB, það urðu henni vonbrigði. Allur málflutningur Ástu einkenndist af skynsamlegri yfirvegun og hógværð en jafnframt festu og ákveðni. Hún hafði gaman af stjómmálum og fylgdist vel með þeim. Hún sagði frá því að oft væru fjörugar um- ræður á heimilinu vegna mismun- andi stjómmálaskoðana. Árið 1970 keyptu þau hjónin fok- helt hús í Hjallabrekku 13 í Kópa- vogi. Þá tók við tímabil mikillar vinnu við hús og garð. Hvort tveggja ber nú vitni ótrúlegri elju- semi og smekkvisi Ástu og þeirra hjóna á meðan manns hennar naut við. Nú er góð kona gengin, missir fjölskyldu hennar er mikill. Við vottum þeim innilega samúð okkar. Guð blessi minningu góðrar vin- konu. Bekkjarsystur úr KÍ 1967.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.