Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 31 Æsispennandi „lokasprettur** f bandarfsku forsetakosningunum Söguleg úrslit í bið- stöðu ÞAÐ skiptust á skin og skúrir í höfuðstöðv- um demókrata og repúblikana aðfaranótt miðvikudags og áður en lauk var búið að lýsa yfir sigri beggja frambjóðenda í Flór- ída og George W. Bush sem næsta forseta Bandaríkjanna, segir Margrét Björgúlfs- dóttir. Nú veltur endanleg útkoma á endur- talningu atkvæða sem greidd voru í ríkinu. ÞAÐ var ekki langt liðið á nóttina þegar fagnaðarlæti brutust út í Nashville, Tennessee, höfuðstöðvum Ais Gores. Snemma kvölds tilkynntu allar helstu sjónvarpsstöðvar að Gore væri sigurvegari í Flórída. Þetta voru nokkuð óvænt úrslit, enda reiknað með að mjótt yrði á mununum milli frambjóðendanna tveggja í þessu mikilvæga ríki með 25 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að vinna. Þegar Pennsylvanía fylgdi í kjölfarið upp úr klukkan átta voru demókratar byrjaðir að brosa og brosið breikkaði enn þegar Gore var úrskurðaður sigurvegari í Michigan. Þá fyrst byrjaði ballið og repúblik- anar í höfuðstöðvum Georges W. Bushs í Austin, Texas, opnuðu flóð- gáttmnar. Bush sjálfur mætti fyrir framan myndavélarnar og sagði að þetta hreinlega stæðist ekki. Og mikið rétt, nokkrum mínútum síðar, eða klukkan 9:54, drógu sjónvarps- stöðvarnar, með CNN í fararbroddi, úrslitin í Flórída til baka og sögðu tilkynninguna byggða á röngum upplýsingum. Ótrúlegt en satt. Sjónvarpsdrama Áhrifamáttur sjónvarps á líf al- mennings í Bandaríkjunum verður seint ofmetinn. Sjónvarpsstöðvarnai' birta yfirleitt úrslitin í hverju ríki byggð á útgönguspám, aðeins nokkr- um mínútum eftir að kjörstöðum er lokað. Og það verður að segjast að oftast hafa menn á þeim bæjum rétt fyrir sér. Þangað til í gær. Hér sat fólk hreinlega í forundran yfir gangi mála í Flórída og ekki ólíklegt að fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðv- anna hafi verið kallaðir á teppið í morgun. Eins og gefur að skilja breyttist andi-úmsloftið snögglega þegar Flórída var sett aftur í óákveðna hópinn. Nú var fagnað í Austin en heldur fór að ókyrrast yfir mönnum í herbúðum Gores. Því hafði verið spáð að sá sem ynni Flórída myndi líklega vinna í kosningunum og því eftir miklu að sækjast. Nader hafði veruleg áhrif Washington. AFI*, AP. RALPH Nader, frambjóðandi Græn- ingjaflokksins, fékk um 3% atkvæða á landsvísu í forsetakosningunum í Bandai'íkjunum. Þrátt fyrir að hann hafi ekki náð því takmarki sínu að hljóta 5% atkvæða, sem hefði tryggt græningjum fjárstuðning frá alríkis- stjórninni í næstu kosningum, töldu stjórnmálaskýrendur í gær að fram- boð Naders hefði haft töluverð áhrif á úrslitin. Fyrir kosningarnar höfðu fjölmiðl- ar spáð því að stuðningur við Nader myndi bitna verulega á Gore og að það gæti jafnvel kostað varaforset- ann forsetaembættið. Stjómmála- skýrendur virtust í gær vera á einu máli um þetta hefði gengið eftir og bentu á að í Flórída, sem allt ylti á, gæti þessi þáttur hafa skipt sköpum. Paul Begala, fyrrverandi ráðgjafi Bills Clintons, sagði í gær að yfir- gnæfandi meirihluti atkvæðanna sem greidd voru Nader í fimm síðustu ríkjunum hefðu fallið í skaut Gores ef neytendafrömuðurinn hefði ekki ver- ið í framboði, og það hefði tryggt varaforsetanum sigur. A MSNBC kom ennfremur fram að útgönguspár í Flórída hefðu gefið til kynna að um þrír fjórðu þeirra 92 þúsunda kjósenda sem kusu Nader hefðu greitt Gore atkvæði sitt ef hann hefði verið einn í ft-amboði gegn Bush. Miðað við þær upplýs- ingar sem lágu fyrir í gær um hversu mjótt væri á munum miili Gores og Bush í ríkinu hefði þetta þýtt að Gore hefði unnið sigur í ríkinu, og þar með í kosning- unum, ef Nader hefði ekki tekið þátt í þeim. Svipað var upp á teningnum í Wisconsin, þar sem Bush hlaut innan við 10 þúsundum fleiri atkvæði en Gore. Nader hlaut 4% atkvæða í rík- inu og naut stuðnings um 82 þúsund kjósenda, sem hefðu að öllum líkund- um flestir stutt Gore ef Nader hefði ekki gefið kost á sér. Neitar því að vera spellvirki Nader vísaði því ítrekað á bug í kosningabaráttunni að hann væri e.k. spellvirki, eins og margir demókratar létu að liggja og neitaði því að kvöldi kjördagsins að hann bæri ábyrgðina ef Gore biði ósigur. Ralph Nader AP Gífurlegur fögnuður braust út meðal stuðningsmanna Bush er ljóst þótti, að hann hefði verið kjörinn forseti. Skönnnu síðar hljóðnaði yfir þegar tilkynnt var, að úrslitin í Florida væru enn einu sinni í uppnámi. Næstu klukkustundir liðu hratt, en voru sjálfsagt eins og heil eilífð fyrir mennina tvo. Kjönnenn söfnuð- ust hægt og sígandi en í mörgum ríkjum voru úrslitin þó of tvísýn til að hægt væri að tilkynna um sigur- vegara, þannig að hvorugur var kominn í örugga höfn. Upp úr mið- nætti var Bush með 246 kjörmenn og Gore 242. Fjögur ríki, Flórída, Iowa, Oregon og Wisconsin, með samtals 50 kjörmenn, voru enn með í leikn- um. Bush virtist hafa úr meiru að moða en um klukkan hálftvö þegar Gore var úrskurðaður sigurvegari í Iowa lá það endanlega ljóst fyrir að báðir þyrftu 25 kjörmenn Flórída til að vinna kosningarnar. Fyrst bera auðvitað að nefna for- setakosningarnar en í ríkjum eins og New York og New Jersey var ekkert til sparað, dýrustu kosningar í sögu landsins. Corzine eyddi til að mynda rúmum 4,3 milljörðum ísl. kr. af eigin fé í baráttu sína. I heild er áætlað að um 258 milljörðum króna hafi verið eytt í kosningamar, sem er um 50 prósent aukning frá síðustu kosning- um og að sjálfsögðu nýtt met. Ótímabær sigurvegari En aftur að gangi mála í forseta- kosningunum. Klukkan 2:18 að stað- artíma tilkynnti CNN að Bush hefði unnið í Flórída og þar með forseta- kosningarnar. Skömmu síðar, hefð- inni samkvæmt, hringir Gore í Bush og óskar honum til hamingju. En veislan stóð stutt, um klukkustund seinna hringir Gore aftur og dregur hamingjuóskimar til baka og um svipað leyti draga sjónvarpsstöðv- arnar úrslitin í Flórída til baka eina ferðina enn. Margir sem slökktu á sjónvarpstækjunum um hálfþrjú, vöknuð því í morgun við góðan eða vondan draum: Gore með 260 kjör- menn, Bush með 246 og ekki hægt að spá enn um úrslitin í Flórída og Or- egon. Bush hefur á milli 1.000-2.000 fleiri atkvæði í Flórída en Gore (heildartalan er á reiki) en þar sem svo mjótt er á munum fara atkvæðin sjálfkrafa í endurtalningu. Utankjörstaðaatkvæði erlendis frá eru ekki með í talningunni og má ætla að Bush fá meirihluta þeirra. Aftur á móti virðast hafa orðið mis- tök við atkvæðagreiðslu í Palm Beach þar sem allt að 3.500 kjósend- ur Gores gætu óvart hafa greidd Pat Buchanan atkvæði sitt. I morgun fannst svo ótalinn kjörkassi í leik- skóla en ekki er þó verið að tala um meint kosningasvindl, þó að slíkt hafi áður gerst í Flórída. Endurtalning er hafin en ekki er víst að henn ljúki fyrr en á fimmtudagskvöld. Mai'gir stuðningsmenn demó- ki-ata gnísta nú tönnum yfir fram- bjóðanda græningja, Ralph Nader, sem fékk til að mynda um 90.000 at- kvæði í Flórída og tvær milljónir á landsvísu. Ætla má að stór hluti þeirra hefði farið til Gore ef Nader hefði ekki verið í framboði og nægt Gore til sigurs. Engu að síður hefur Bush yfirhöndina hvað Flórída varð- ar, þó menn sé ekki tilbúnir að krýna hann sigurvegara. Eftir viðburðarríka nótt höfðu flestir stuðningsmenn beggja haldið heim í morgunskímunni. Gore er sagður hafa farið að sofa upp úr fimm, eftir um 50 tíma törn, og það var líka hálf eyðilegt um að litast í regnúðanum í Austin, enginn eftir nema fréttamenn. Nú bíður fólk spennt en svolítið vantrúað eftir því að sjónvarpsstöðvarnar tilkynni úr- slitin í Flórída eina ferðina enn. Kringlufjarki Ecco dagar í Kringlunni Herra- dömu- og barnaskór 15% afsláttur D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Síml 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.