Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skákmót jyrunnskólanemenda Nemendur Lund- arskóla sig’ursælir UM 60 ungmenni tóku þátt í 11. Kiwanismótinu í skák, sem fram fór í Lundarskóla sl. laugardag og er þetta minnsta þátttaka í mótinu frá upphafi. Mótið er fyrir ungmenni á grunnskólaaldri en að því standa Skákfélag Akureyrar og Kiwanis- klúbburinn Kaldbakur. Nemendur Lundarskóla voru sigursælir á mót- inu og sigruðu í fimm flokkum af níu. Heimir Sigurðsson Lundarskóla Landsfundur jafnréttis- nefnda JAFNRÉTTISNEFNDIR sveitar- félaga halda árlegan landsfund sinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. Jafn- réttisnefnd Akureyrar skipuleggur fundinn að þessu sinni í samstarfi við Jafnréttisstofu. Á fundinum verður aðaláhersla lögð á að kynna og ræða nýja skipan jafnréttismála á Islandi, ný lög, nýtt Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu. Samkvæmt lögunum er sveitarfélög- um skylt að skipa jafnréttisnefndir og gera áætlun um jafnréttismál. Á laugardaginn verður athyglinni beint að því að ræða hlutverk jafn- réttisnefnda, og stöðu þeirra og áhrif á sveitarstjómarstiginu, m.a. þegar upp koma dómar og kærunefndarálit í málum þar sem sveitarstjórnir telj- ast hafa brotið gegn jafnréttislögum. sigraði í flokki nemenda í 1.-3. bekk, Ólafur Ólafsson Lundarskóla í keppni nemenda í 4. bekk, Eyþór Gylfason Lundarskóla í 5. bekk, Dav- íð Amarsson Brekkuskóla í 6. bekk, Ágúst Bragi Björnsson Brekkuskóla í 7. bekk, Ragnar H. Sigtryggsson Lundarskóla í 8. bekk og Hjálmar Freyr Valdimarsson Síðuskóla í keppni nemenda í 9. og 10. bekk. Keppt var í tveimur flokkum stúlkna og sigraði Sunna Kristjana Zophon- íasdóttir Síðuskóla í yngri flokkum en Anna Bryndís Stefánsdóttir Lundarskóla í þeim eldri. Islandsmótið í drengja- og telpna- flokki í skák, þar sem ungmenni fædd 1985 og síðar etja kappi, fer fram Brekkuskóla á Akureyri um næstu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslandsmót fyrir þennan aldurs- flokk er haldið norðan heiða og því upplagt tækifæri fyrir norðlensk ungmenni að taka þátt. Skákfélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Sest verður að tafli kl. 13.30 á laug- ardag og kl. 10 á sunnudag. Tefldar verða m'u umferðir eftir monrad kerfi og er umhugsunartími V2 klst. á keppanda. Ráðgert að mótinu ljúki kl. 14.30 á sunnudag með verðlauna- afhendingu. Keppnisgjald er kr. 800 en skráning í mótið fer fram á keppn- isstað. Akureyrarmót í atskák hefst í kvöld, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20 en um er að ræða undanrásir fyrir íslandsmótið. Tefldar verða sjö um- ferðir eftir monrad kerfi, þrjár í kvöld og fjórar á sunnudagskvöld. Mótið fer fram í Iþróttahöllinni. Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Hamrí í kvöld, fimmtudaginn 9. nóvember, kl. 20.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. félagslögum. 2. Önnur mál. Á fundinn mætir Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, og ræðir byggingu íþróttahúss á félagssvæði Þórs. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. ** Stjórnin Alvöru fflLSA tilboð 9. - 12. nóvember Herrar Vaxjakkar -5.000 kr. Úlpur -5.000 kr. Leðurjakkar -7.000 til -10.000 kr. Dömur Vaxjakkar - 5.000 kr. Kápur - 5.000 kr. 3A erma bolir, tveir á 7.000 kr. BisonBee-Q Morgunblaðið/Kristján Sönglög Jóns Múla í Deiglunni FYRSTI heiti fimmtudagur Jazz- klúbbs Akureyrar á þessum vetri verður í Deiglunni í dag, fimmtudag- inn 9. nóv. kl. 21.15. Þá verður flutt dagskrá með sönglögum Jóns Múla Ámasonar, lög úr söngleikjum hans Deleríum búbónis, Allra meina bót og Járnhausnum. Djasshljómsveit, sem nefnist Bandið Delerað, undir stjórn Oskars Guðjónssonar, sló í gegn er það flutti þessa dagskrá í Reykjavík á s.l. vetri, segir í fréttatilkynningu. Lög- in verða flutt af þeim Óskari Guð- jónssyni á saxófón, Eðvarði Lárus- syni og Hilmari Jenssyni á gítara, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni á bassa og þeim Birgi Baldurssyni og Matthíasi Hemstock á trommusett. Aðgangseyrir verður kr. 500 f. klúbbfélaga og skólafólk, en annars kr. 1000. Auglýsingabæklingi með áfengis- auglýsingum dreift í MA Aðstoðarskóla- meistarinn kærir I kulda og trekki uppi áþaki ÞEIR voru heldur kuldalegir að sjá smiðimir sem voru að vinna í kulda og trekki uppi á þaki íbúðar- húss á Eyrarlandsholti í gær. Einn þeirra hafði á orði að það tæki allt- af einhverja daga að ná úr sér hrollinum eftir að færi að kólna á haustin. Snemma í gærmorgun var um 10 stiga frost á Akureyri, sem er mesti kuldi í bænum á þessu hausti en heldur hlýnaði þegar leið á daginn. Spáð er hlýnandi veðri næstu daga. Kristniboðsdagurinn Kaffísala hjá KFUM og K KAFFISALA á vegum Kristni- boðsfélags kvenna verður á sunnu- dag, 12. nóvember, Kristniboðsdag- inn í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð frá kl. 15 til 17. Kaffisal- an er til styrktar kristniboðinu í Eþíópíu og Kenyu. Um þessar mundir em 5 starfsmenn á vegum Kristniboðssambandsins í þessum löndum. JÓN Már Héðinsson, aðstoðarskóla- meistari Menntaskólans á Akureyri, hefur kært til lögreglunnar á Akur- eyri dreifingu auglýsingabæklings í skólanum, en þar em auglýstar fimm áfengistegundir, skemmtun með suðrænum kokteilum, aðgöngumiði með inniföldum drykk og kynning á drykkjum til miðnættis. Þetta kem- ur fram í frétt á heimasíðu skólans. Um er að ræða auglýsingu á skemmtun sem kallast Club Ibiza og verður næstkomandi laugardag. Auglýsendur em Sjallinn, Dream- world Entertainment Agency og Flugfélag íslands. Kæran var lögð fram í því Ijósi að áfengisauglýsingar em bannaðar á Islandi, auglýsingum er dreift í skóla þar sem áfengisnotk- un er óheimil og henni er beint að hópi unglinga sem hvorki hefur ald- ur til né leyfi til að umgangast áfengi. Engin ábending um ald- ursmörk er að finna í auglýsingunni. Lögregla kom á staðinn og tók skýrslu um málið og er það í rann- sókn. Töluverð brögð munu hafa verið að því að undanförnum missemm að vínveitendur hafa fengið nemendur til að dreifa auglýsingum og boðs- miðum til skólafélaga sinna. Tekið er fram í frétt á heimasíðu skólans að sá hópur nemenda sem hefur aldur til áfengiskaupa skiptir örfáum tugum. Kæran á misskilningi byggð í athugasemd frá Ottó Sverris- syni, framkvæmdastjóra Sjallans, segir að það sé á misskilningi byggt að Sjallinn hafi dreift bæklingum í skóla á Akureyri til að auglýsa um- rædda skemmtun. Auglýsingabækl- ingar hafi verið sendir sem einka- póstur til ákveðinna aðila sem hafa aldur til að skemmta sér í Sjallanum, auk þess sem bæklingurinn liggi frammi á börum Sjallans og sé því einungis tekinn af þeim sem hafa aldur til. Ottó segir að samkvæmt sínum skilningi sé heimilt að auglýsa áfengi inni á vínveitingahúsum og því skilji hann ekki þá kæru sem að- stoðarskólameistari Menntaskólans á Akureyri hafi lagt fram. Eltak sérhæfír sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Haföu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is ATH: Kynning á Akureyri* NATEN - fæðubótarefnið sem fólk talar um ! 1 Allt annað líf" // „Ég er búin að taka NATEN í tæp þrú ár, og þvílíkur munur! Ekkert mál að vakna á morgnana, og hafa orku allan daginn. Sofna um leið og ég leggst á koddann, sem áður tók mig 1 - 2 klukkutíma. Brennslan jókst, ekkert mál að halda sér grannri." Lyf&heilsa Hulda Núadóttir Gangavörður í Kópavogsskóla. t Fæst i ðpótekum og sérverslunum um land allt! Ll Kynning og 25% kynningarafsláttur í: kn Lyf & heilsu Glerártorgi föst. 10 nóv kl 14 - 18 Lyf & heilsu Hafnarstræti iaug. 11 nóv kl 11 -14 Heldur þú að kalk sé nóg? NATEN ■ órofín heíld' KRINGLUNNI 2. HÆÐ SIMI 581 2300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.