Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Brýnt að reisa nýtt fangelsi NOKKUÐ hefur verið fjallað að undan- förnu um nýtt fangelsi sem fyrirhugað er að reisa á höfuðborgar- svæðinu. Misskilnings virðist sums staðar gæta um þessa fram- kvæmd og ástæður þess að fyrirhugað er að ráðast í hana. Er því eðlilegt að ýmsu sé komið á hreint í þessu máli. Á vegum Evrópu- ráðsins starfar nefnd sem meðal annars kannar aðbúnað fanga og aðstæður í fangels- um aðildarríkja ráðsins. Sú nefnd hefur nokkrum sinnum komið hing- að til lands og gert úttekt á fang- Fangelsismál Með byggingu fyrirhug- aðs fangelsis, segir Sólveig Pétursdóttir, verður komið til móts við þær kröfur sem gerðar eru í mannrétt- indamálum í Evrópu og stuðlað að aukinni skilvirkni við rannsókn mála. elsismálum. í heildina tekið hafa niðurstöðurnar verið á þá lund að íslendingar geta verið þokkalega sáttir við stöðuna í þessum mála- flokki hér á landi. Þó hefur nefndin gert nokkrar athugasemdir. í fyrsta lagi hefur nefndin bent á að óeðlilegt sé að gæslu- varðhaldsfangar séu vistaðir með afplánun- arföngum, eins og nú tíðkast á Litla-Hrauni. Er þá vísað til þess að gæsluvarðhaldsfangar hafi ekki verið sak- felldir og eigi að njóta vafans um sekt uns dómur fellur eftir því sem kostur er. f ann- an stað hefur nefndin gert athugasemdir við aðbúnað fanga sem vistaðir eru í Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg. Fyrsti áfangi þeirrar fram- kvæmdar sem hér um ræðir miðar að því að koma upp gæsluvarð- haldsfangelsi í samræmi við þær kröfur sem Evrópuráðið hefur sett. Þar með verður jafnframt unnt að taka Hegningarhúsið úr notkun. Rétt er einnig að benda á að veru- legt óhagræði og kostnaður hlýst af því að hýsa gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni þegar umfangsmikl- ar rannsóknir standa yfir, eins og hefur átt sér stað í stórum fíkn- iefnamálum sem til umfjöllunar hafa verið í fjölmiðlum að undan- förnu. Hefur sú staða í för með sér að mikill tími lögreglumanna fer í ferðir til og frá fangelsinu. Móttaka og greining fanga í janúar 1999 skilaði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga skýrslu til dómsmálaráðherra þar sem meðal annars var að finna til- lögur um úrbætur og aðgerðir til þess að koma í veg fyrir sjálfsvíg í fangelsum. Nefndin var skipuð í kjölfar sorglegra atburða sem áttu sér stað á Litla-Hrauni. Nefndin Sólveig Pétursdóttir lagði meðal annars áherslu á að þeir sem dæmdir væru til refsivist- ar myndu undirgangast rannsókn sérfræðinga við upphaf afplánunar, m.a. með tilliti til heilsufars, vímu- efnaneyslu, persónuþroska og fé- lagslegra aðstæðna. Á grundvelli slíkrar greiningar ætti síðan að taka ákvörðun um vistunarstað, meðferð, endurhæfingu, menntun og starfsþjálfun, eftir því sem við ætti. Lagt hefur verið upp með að aðstaða til móttöku fanga sem dæmdir væru til refsivistar yrði í hinu nýju fangelsi og þar færi fram greining, eins og lýst hefur verið, sem marka myndi upphaf afplán- unar. Með byggingu fyrirhugaðs fang- elsis verður komið til móts við þær kröfur sem gerðar eru í mannrétt- indamálum í Evrópu og stuðlað að aukinni skilvirkni við rannsókn mála. Ég er því þeirrar skoðunar að með nýju fangelsi á höfuðborg- arsvæðinu verði stigið stórt fram- faraskref í fangelsismálum á Is- landi. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðh erra. Ofnæmi eöa óþoli gagnvart hreinsiefnum I heimilishaldi og iðnaði. Tiðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, olíu, kltti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfis. LYFJA K. Pétursson ehf www.kpetursson.net 'J Njóttu gómsætra veitinga í einstöku umhverfi. Enn er laust í jólahlaðborðið okkar. Pantiö sem fyrst i síma 426 9800. BLliE 1A6Q0H iCELAND • www.bluelogoon.is FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 47* OF-VIRKIR DAGAR ÍACO Á of-virkum dögum í Aco eru gæðatölvur frá Gateway og LEO á frábæru verði en á hverjum degi er einhverju spennandi bætt við kaupin svo sem tölvuleik, DVD mynd eða prentara. Enginn veit þó fyrirfram hvert viðhengið verður. Líttu inn á virkum dögum í Aco og kynntu þér tilboð dagsins. 800 Mhz Pentium III - 128 Mb vinnsluminni 20 Gb harður diskur DVD drif Soundblaster hljóðkort Bostin acoustics hátalarar 32 Mb TNT2 skjákort - AGP - 17" skjár 56k mótald 179.900 3GO hugsaðu \ skapaðu \ upplifðu Skaftahlíd 24 • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • www.aco.is OpiÖ olla daga vikunnar • 426 9800 * lagoon@bluelagoon.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.