Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 33 LISTIR Hin milda melankólía Jón Nordal hefur skrifað klarínettukons- ertinn Haustvísu fyrir Einar Jóhannesson og verður hann frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Orri Páll Ormarsson fór til fundar við þá félaga. Morgunblaðið/Kristinn Haustvísumenn: Jón Nordal, Einar Jóhannesson og Petri Sakari. „ÉG VEIT ekki hvað kom yfir mig. Sennilega hafa útsendarar heilagrar Sesselju vitjað mín. Ég fór bara í sím- ann einn daginn, hringdi í Jón Nordal og spurði hvort hann hefði áhuga á að skrifa fyiir mig konsert. Það er ólíkt mér að vera svona djarfur. Jón hugs- aði sig um stundarkom en sagði svo já. Ég varð hissa - en jafnframt mjög glaður," segir Einar Jóhannesson klarínettuleikari um tildrög þess að hann fékk Jón Nordal til að skrifa konsertinn Haustvísu sem frumflutt- urverðuríkvöld. Tónskáldið situr honum við hlið í fundarherbergi Sinfóníuhljómsveit- arinnar á Hagamel og getur ekki stillt sig um smákankvísi: „Þú hittir bara þannig á mig.'Ég hefði ekki allt- af svarað svona!“ „Ég veit það,“ segh- Einar hlæj- andi. „Þess vegna varð ég svona hissa.“ Hann sér aftur á móti ekki eftir því að hafa verið svona frakkur. Þvert á móti. „Það besta sem við flytjendur gerum er að fá bestu tónskáld sam- tímans til að skrifa fyrir okkur verk. Ekki aðeins sjálfra okkai- vegna, heldur ekki síður fyrir komandi kyn- slóðir. Það er okkar hlutverk að laða fram verk sem lifa.“ - Er Haustvísa verk af þeim toga'! „Tvímælalaust!" - Hvað er Haustvísa? „Þetta er lítill konsert fyrir klarín- ettu og hljómsveit, þó ekki í hefð- bundnum stíl,“ svai’ai' Jón. „Heitið, Haustvísa, á að gefa andblæinn í verkinu. Ég er kominn á þann aldur að ég er orðinn haustlegur í tónsmíð- um. Ekki svo að skilja að það hafi reynst mér erfitt. Ég hef alla tíð verið unnandi haustsins, allt frá barnæsku. Það er eitthvað við haustið, litirnir í umhvei’flnu, stemmningin í veðrinu." Einar tekur undir þetta. „Ég hef alltaf verið haustmaður líka. Hin milda melankólía haustsins hefur allt- af heillað mig. Samt er ég í seinni tíð að reyna að skilja vorið betur.“ Jón færist í aukana við þetta inn- legg. „Já, það er til. Að byrja í haust- inu en snúa sér með aldrinum að vor- inu. Það er ágætt.“ Alltaf óttast tímamörk - Hvað hefur vísan verið lengi í smíðum? „Það er nokkuð langt síðan Einar nefndi þetta við mig. Ég varð strax uppveðraður. Það er heiður að skrifa fyrir hann. Síðan var þetta í undir- meðvitundinni um tíma en gangverk- ið í mér virðist ganga eitthvað hægar en í öðrum mönnum. Ég hef alltaf ótt- ast tímamörk. Eigi að síður eru það mín örlög að semja iðulega verk sem skila þarf á tilsettum tíma. Það kem- ur mest niður á tónlistarfólkinu. Ein- ar hefur þó sýnt ótrúlega þolinmæði.“ - Varstu að skila verkinu afþér um síðustu helgi? „Svo að segja. Ætli endanleg út- gáfa hafl ekki legið fyrir fyrir ellefu dögum. Það er heldur í fyiTa lagi fyr- ir mig,“ segir tónskáldið og glottir stríðnislega. - Erþetta satt, Einar? Klarínettuleikarinn svarar ekki með orðum en segir þeim mun meira með augunum. Hann gjóir þeim á tónskáldið og kinkar svo kolli, varfæmislega. Þeir skella báðh’ upp úr. Félagarnir upplýsa raun- ar að þeir hafl hist reglulega síðustu vikur til að fara yfir mál- in. Þannig að það er ekki eins og Einar hafl verið að fá fyrstu hug- mynd um verkið fyrir ellefu dögum. Því fer fjarri. - En hvað segii• einleikai-inn um verkið? „Haustvísa er engin flugelda- sýning fyrir einleikarann. Þetta er ekkert virtúósasprikl. Það er líka ágætt. Það er skrifað svo mikið af svoleiðis verkum í dag. Við þurfum meira af djúpum, íhugulum verkum á borð við þetta. Haustvísa er afar póetískt verk og nær auðveldlega fram réttu litunum - haustlitunum.“ Haustvísa er fimmti konsertinn sem íslenskt tónskáld semur sérstak- lega fyrir Einar. Áður hafa Karólína Eii-íksdóttir, John Speight, Áskell Másson og Jón Ásgeirsson verið að verki. Raunar er síðastnefndi kons- ertinn enn ófluttur en Einar vonast til að úr því verði bætt áður en langt um líður. Haustvísa er samin með styi’k frá Reykjavík - menningarborg. Flutningi í kvöld verður stjórnað af gömlum kunningja íslenskra tón- leikagesta, Petri Sakari, sem um ára- bil gegndi starfi aðalhljóm- sveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Einar og Jón lýsa báðir ánægju með hann - Petri sé rétti mað- urinn. - En hvernig horfír Haustvísa við honum ? „Þetta er fjórða verk Jóns Nordal sem ég stjóma, hin eru Sellókonsert, Choralis og Epitaphion sem öll eru samin snemma á níunda áratugnum. Haustvísan er ólík þeim öllum. Þetta er ákaflega fallegt og Ijóðrænt verk. Gagnsætt. Jón notar hljómsveitina, sem fyrr, af snilld. Finnur hið gullna jafnvægi milli hennar og einleikar- ans, þannig að sá síðamefndi drukkn- ar ekki, heldur nýtur sín til fulln- ustu.“ - Þú hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands sem gestastjómandi frá því þú lést af störfum sumarið 1998. Hvað hefwðu verið að sýsla að öðru leyti? „Ég hef haft nóg að gera. Ég er alltaf hjá Lohja-hljómsveitinni í Finnlandi og í haust tók ég við starfí listræns stjórnanda sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Gavle í Svíþjóð. Það leggst mjög vel í mig. Eitt af fyrstu verkum mínum þar var að stjórna flutningi á Choralis eftir Jón Nordal. Verkinu var vel tekið. Síðan hef ég verið á þeysireið um Evrópu. Ber þar hæst tónleika Austurrísku útvarps- hljómsveitarinnai’ sem ég stjómaði í Musikverein í Vínarborg fyrir skemmstu. Hljóp í skarðið fyrh’ ann- an mann með skömmum fyrirvara. Tónleikarnir heppnuðust mjög vel og hefur mér verið boðið að koma aftur. Það era því ýmsar dyr að ljúkast upp, einkum í hinum þýskumælandi heimi.“ Auk Haustvísu eru á efnisskrá kvöldsins verkin Ránardætur efth’ Jean Sibelius og konsert fyrh’ hljóm- sveit eftir Béla Bartók. Verk Bartóks var frumflutt undir stjóm Serge Koussevitzky í Boston hinn 1. desember 1944 og hefur frá þeim degi skipað sess sem eitt af meginverkum Bartóks og 20. aldar- innar. Það var einmitt Koussevitzky sem hafði pantað verkið frá Bartók ári áður og virtist sá áhugi og vænleg greiðsla sem fylgdi hafa leyst tón- skáldið úr andlegri kreppu sem hafði plagað það allar götur frá því það fluttist búferlum til Ameríku í byi’jun fimmta áratugarins. Sibelius var oft að heiman en komst þó aðeins einu sinni til Banda- ríkjanna. I þeirri ferð stjórnaði hann framflutningi á verki sínu Aallottar- et, eða Ránardætur upp á íslensku. Þetta tónaljóð skipar nokkra sér- stöðu meðal tónverka Sibeliusar því margir þykjast kenna óvenjumikil áhrif franskra impressjónista þótt höfundareinkenni Finnans leyni sér aldrei. Tónleikamir era í samvinnu við Reykjavík - menningai-borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.