Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 72
~/2 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ I dag er fimmtudagur 9. nóvember, 314. dagur ársins 2000. Orð dagsins: * Vakið, standið stöðugir í trúnni, ver- ið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður, (1. Kor. 16,13-14.23.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell fer í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður T' Kattholti, Stangarhyl 2, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14- 17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laugar- daga kl. 13.30-17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofan kl. 10.20 boccia, kl. 13 vinnustofa og myndmennt. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta og bók- band, kl. 9-16.30 penna- ^ saumur og bútasaumur, ki. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 13 pútt, kl. 9 hár- og fótsnyrti- stofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Ki. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, ki. 9-9.45 leikfimi, kl. 9-12 myndlist, kl. 9- 16 handavinna og fóta- aðgerð, kl. 13 glerlist. Haustfagnaður verður föstudaginn 10. nóvem- ber, salurinn opnaður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17, hlaðborð, Póra Þor- valdsdóttir verður með upplestur, EKKO- kórinn syngur, Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi, skráning fyrir kl. 12 fimmtudag- inn 9. nóvember. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustof- an og handavinnustofan opnar, kl. 13 opin handavinnustofan, kl. ... 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 fóndur og handavinna, kl. 15. bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, leirmunagerð og gler- skurður, kl. 9.45 versl- unarferð í Austurver, kl. 12 matur, kl. 14 sagan, kl. 15 kaffi. A morgun fóstudag verður messa . kl. 14, prestur sr. Olafur "'jóhannsson. FEBK-félagar. Hjalla- skóli býður félagsmönn- um í heimsókn í dag kl. 14.45. Kynntir verða möguleikar tölvu og fjallað um þróun tölv- unnar sem upplýsinga- og samskiptamiðill í framtíðinni. Farið frá Gullsmára kl. 14, Sunnuhlíð kl. 14 og Gjá- bakka kl. 14.30 (ath. breyttan brottfarartíma -<4'rá fyrri fimmtudags- ferðum). Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Vetrarfagnað- ur verður í Garðaholti í kvöld kl. 20 í boði Lionsklúbbsins Eikar. Rútuferðir frá Álftanesi og Kirkjulundi kl.19.30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- útgerðinni kl. 10-12. Fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids í dag kl. 13. Árshátíð FEB verð- ur haldin í félagsheimil- inu Ásgarði, Glæsibæ, föstudaginn 10. nóvem- ber. Húsið opnað kl. 18.30 og hátíðin sett kl. 19.30. Matur, ræðumað- ur kvöldsins verður Steingrímur J. Sigfús- son alþingismaður, fé- lagar úr Karlakórnum Þröstum syngja, skop- saga, gamanmál, happ- drætti, veislustjóri Árni Johnsen alþingismaður. Dansleikur á eftir, hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Miðar seldir á skrifstofu FEB. Silfurlínan opin á mánu- dögum og miðvikudög- um frá kl. 10-12. Ath. Opnunartími skrifstofú FEB er frá kl. 10-16. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgistund, um- sjón Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni, djáknanemar í heim- sókn. Frá hádegi spila- salur og og vinnustofur opin, veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfs- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9-15, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 klippimynd- ir og taumálun. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Mat- arþjónusta er á þriðju- og fóstudögum. Panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Postulínsmálun kl. 9, jóga kl 10, brids kl 13. Handavinnustofan opin kl. 13-16. Fótaaðgerð- astofan er opin kl. 10- 16, miðviku-, fimmtu- og föstudaga. Hraunbær 105. KI. 9- 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia,, kl. 14 félagsvist. Á morgun, fóstudaginn 10. nóvem- ber; kl. 14. kemur Olaf- ur Olafsson, formaður Félags eldri borgara, í heimsókn og ræðir um stöðu mála. AUir vel- komnir. Kaffiveitingar. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, glerskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kl.15.15 dans. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, kl. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. K. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kI.9.15-12 aðstoð við böðun, kl. 9.15-15.30 handavinna, kl.10 boccia, kl.13-14 leikíjmi, kl. 13-16 kóræfing. Á morgun kl. 14.30 verður dansað við lagaval Hall- dóru. Vöfflur með rjóma með kaffinu. Allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgun- stund, kl. 10 boccia, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára. Spilað mánu- og fimmtudaga í vetur í Gullsmára 13. Spil hefst kl. 13, mæting 15 mínút- um fyrr. Kristniboðsfélag kvenna. Háaleitisbraut 58-60. Fundur í kvöld kl. 17 í umsjá Kjellrunar Langdal, fundurinn byrjar með kaffi kl. 16. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjamameskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3-5 og í kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12.1 kvöld kl. 19.30 tafl. Barðstrendingafélagið spilað í kvöld í Konna- koti Hverfisgötu 105,2. hæð, kl. 20. 30. Kvenfélag Grensás- sóknar heldur köku- og munabasar laugardag- inn 11. nóvember frá kl. 14 í safnaðarheimilinu. Tekið á móti kökum og munum frá kl. 17-20 föstudag og frá kl. 10 laugardag. Vöfflukaffi á boðstólum. Fundur fé- lagsins verður mánu- daginn 13. nóv. kl. 20. Gestir koma í heimsókn. Hú n vetningafélagið. Félagsvist i Húnabúð Skeifunni 11 í kvöld kl 20. 2. kvöld í fjögurra kvölda keppni. Kaffi- veitingar. Állir velkomn- ir. - Hana-nú, Kópavogi. Námskeiðið ,Að hlusta á tónlist“ hefst í kvöld kl. 20 í félagsheimilinu GuIIsmára. Kennari Ól- afur Elíasson píanóleik- ari. Námskeiðið er öll- um opið. Upplýsingar í Gjábakka s. 554-3400 og Gullsmára s. 564-5260. Múlsveitungar. Burt- fluttir íbúar Múla- hrepps, Austur-Barða- strandarsýslu og aðrir velunnarar ætla að gera sér glaðan dag í Þing- hóli Hamraborg 11, Kópavogi, laugardaginn 18. nóvember kl. 20.30. M.a. verða sýndar myndir og flutt gaman- mál. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar: f69 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 669 1329, fréttir569 1181, Íþróttir569 1156, érblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1116. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. \iiA\kwm Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags I fátækragildru MIKIÐ óskaplega er hann Pétur Blöndal duglegur, sagði eldri kona sem hafði samband við mig. Hann var nú ekki lengi að finna það út af hverju við eigum svona erfitt. Við erum alltaf á fyllirii sagði hún og hló. Síðan Samtök gegn fá- tækt voru stofnuð hefur fjöldi fólks haft samband. Margir, sem hafa hingað til haft það þokkalegt, segja að þetta sé sífellt að verða erfiðara og erfiðara. Einnig eru margir komnir í fá- tækragildru vegna lágra launa og bóta. Fólk er á barmi örvæntingar, hefur ekki nóg að borða og kvíðir mánaðamótunum þvi það nær varla að greiða heimil- isreikningana eða aðrar skuldir. Mikill kvíði er fyrir jólunum. Það er dökk mynd af ástandinu hér, margir eru að gefast upp og sumir tala um að flýja land. Það er því sem köld vatnsgusa í andlit þessa fólks þegar Pétur Blöndal fullyrðir í fjölmiðlum að óreiðu og óreglu sé um að kenna. Þetta fólk á enga peninga fyrir skemmtunum. Finnst mér ekki mikið þó að fólk geti lyft sér upp stöku sinn- um því það er sálardrep- andi að lifa sífellt við sult og seyru. Og það má líka heyr- ast. Eldri konan sem talaði við mig sagðist bíða eftir því að Pétur færi að tala um launahlunnindi þingmanna og ráðamanna eða skyldi hann gera það? Signín Ármanns Reynis- dóttir, formaður Samtaka gegn fátækt. Varðandi sjónvarpsþætti FLESTIR, sem horft hafa á sjónvarpsþætti Páls Benediktssonar um sjávar- útveg, sjá að hér er um einhliða og illa dulinn áróð- ur fyrir einkaeign á óveidd- um fiski í hafi að ræða. Svo rammt kveður að þessu, að fólk með snefil af almennri skynsemi og lágmarksgagnrýni tekur hreinlega út fyrir að horfa á þættina. Gaman væri að vita hvort eða öllu heldur með hvaða hætti hagsmunaaðilar hafa greitt fyrir framleiðslu á þessu áróðursefni? Jónas Þ. Sigurðsson Laugavegi 34a. Tapað/fundið Afturhleri af jeppa- kerru tapaðist AFTURHLERI af lítilli jeppakerru tapaðist frá Fjarðarkaupum í Hafnar- firði að Álfaheiði í Kópa- vogi á milli kl. 19-20 sunnu- daginn 5. nóvember sl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 551-9940 á skrifstofu- tíma eða 554-5680 eftir kl.20. Dýrahald Köttur í óskilum á Selljarnanesi SVART-hvítur geltur fress fannst á Melabraut á Sel- tjarnarnesi fyrir rúmri viku síðan. Hann er eyrna- merktur. Eiganda hans er bent á að hafa samband við Kattholt í síma 567-2909. Lítill svartur fress í óskilum SVARTUR, lítill fress fannst á Smiðjustíg um síð- ustu helgi. Hann gæti verið um það bil fimm mánaða gamall. Hann er greinilega kassavanur og mjög blíður og góður. Eigandi hans er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 867- 4011. Krossgáta LÁRÉTT: 1 ungi lundinn, 4 eyja, 7 setur, 8 illa innrætt, 9 þrældómur, 11 hina, 13 glóandf aska, 14 kapituli, 15 drepa, 17 úrkoma, 20 sjávardýr, 22 heyið, 23 opið, 24 setja í óreiðu, 25 deila. LÓÐRÉTT: 1 kollótt ær, 2 útlimir, 3 hím, 4 trjámylsna, 5 lítill fingur, 6 rýma, 10 fjand- skapur, 12 kcyra, 13 málmur, 15 stúfur, 16 ró- in, 18 baunin, 19 afkom- enda, 20 sprota, 21 beitu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU; Lárétt: 1 svipþungt, 8 kútur, 9 gæðin, 10 lóu, 11 purka, 13 renna, 15 spons, 18 sleit, 21 vik, 22 ginna, 23 julla, 24 greftraði. Lóðrétt: 2 vitur, 3 perla, 4 uggur, 5 goðin, 6 skap, 7 unna, 12 kyn, 14 ell, 15 segl, 16 ofnar, 17 svarf, 18 skjár, 19 eflið, 20 tían. Víkveiji skrifar... ERU íslenskar kýr merkilegri en íslensk svín eða íslenskar hæn- ur? Þessi spurning hlýtur að vakna í kjölfar umræðna um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Marg- ir hafa lagt orð í belg og lýst miklum efasemdum um að rétt sé að leyfa innflutning á útlensku kúakyni. Arni Johnsen alþingismaður lýsti sig t.d. andvígan slíkum innflutningi í grein í Morgunblaðinu og færir m.a. þau rök fyrir máli sínu að „íslensku kýrnar falli betur að íslensku landslagi held- ur en norska blendingskynið." Hjörleifur Guttormsson, fyrrver- andi alþingismaður, lýsti einnig and- stöðu við þennan innflutning í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Hann efast ekki um að norsku kýmar skili meiri afurðum en þær íslensku en segir að málið snúist ekki um það „heldur hitt hvort ekki séu önnur gildi sem standa þarf vörð um en hagfræði byggð á framreikningum um magn og hagkvæmni.11 Hjörleifur ræðir reyndar ekki um það hvaða „gildi“ þetta eru sem hann er að vísa til en út frá umræðunni um þessi mál má álykta að hann eigi við vemdargildið, þ.e. að bændur eigi að vemda „landnámskúna“. Þeir eigi í þessu máli ekki að hugsa um „gróða“ heldur einhvers konar þjóðleg gildi. Þessu hélt m.a. Illugi Jökulsson rit- höfundur fram í pistli á SkjáEinum en Illuga er frekar illa við orðið „gróði“ og telur best fyrir íslenskan landbúnað að bændur fari ekki að dæmi annarra atvinnugreina og noti það í sínum rekstri. Einhvern veginn passa þessi tvö orð illa saman, „bændur“ og „gróði“. Sjálfsagt telja flestir, og með réttu, að það fari ekki vel saman að vera bóndi og að græða. Þessi fátækasta og vinnulúnasta stétt landsins hefur ekki grætt mikið í gegnum tíðina og greinilegt er að margir eiga erfltt með að skilja að til skuli vera bændur sem hafa áhuga á að græða. Víkverji sat einmitt nýlega á spjalli við bónda sem hefur í tæp 30 ár verið að byggja upp kúabú með ærnum til- kostnaði. Hann hefur einnig komið stóram hópi bama til manns, m.a. kostað þau til náms. Hann sagði við Víkverja: „Nú vil ég fara að græða.“ Bændur hafa á seinni ámm mátt sitja undir harðri gagnrýni um að þeir framleiði dýra vöru og þiggi milljarða frá ríkissjóði. Samt virðast margir eiga erfitt með að skilja að til skuli vera kúabændur sem hafa metnað til að gera betur. Þeir hafa á undanförnum ámm stækkað búin mikið og hagi-ætt með ýmsum hætti. í hópi kúabænda er vel menntað og framfarasinnað fólk sem hefur ferð- ast til útlanda og veit þess vegna að það er hægt að gera betur. XXX * IÞESSARI umræðu gleymist að fyrir nokkrum ámm var leyft að flytja inn útlend svín. Fyrir var í landinu þjóðlegt íslenskt svínakyn sem hafði búið hér í yfir 1.100 ár. Þetta vora falleg og vinaleg svín. Að vísu uxu þau nokkuð hægt en þau vom dugleg að borða og framleiddu talsvert af kjöti og mikið af beinum og fitu. Síðan var ákveðið að flytja inn útlend og óþjóðleg svín. Þau vora dugleg að vaxa og skiluðu mun meira af kjöti en íslensku svínin. Niðurstað- an af þessum innflutningi er sú að í svínaræktinni „græða“ menn sem aldrei fyrr þrátt fyrir að verð á svína- kjöti hafi lækkað. Raunar gerðist það sama í kjúkl- ingaræktinni. Hér hafa í 1.100 árver- ið til fallegar þjóðlegar hænur. Þær eru duglegar að borða en ekki eins duglegar að verpa. Síðan vom fluttar inn óþjóðlegar ítalskar hænur og það sama gerist; til verður stétt manna sem tekst að „græða“ á því að búa með hænur og framleiða kjúklinga- kjöt. XXX FYRIR áhugamenn um þjóðleg gildi má minna á að það er margt fleira þjóðlegt og gott á ís- landi en íslenska kýrin. I aldir vom á Islandi reknar litlar og vinalegar verslanir. Þetta vom þjóðlegar búðir þar sem versluðu vingjarnlegir og þægilegir kaupmenn. Síðan kom sá ágæti kaupmaður Pálmi í Hagkaup fram á sjónarsviðið og fékk þá hug- mynd að reisa risastóra verslun í Kringlunni. (Þetta var raunar út- lensk hugmynd og bar hvorki vott um þjóðleg gildi eða verndargildi). Þetta leiddi til þess að litlu búðimar dóu drottni sínum ein af annarri. Nú má spyrja: Hefði átt að banna Pálma að reisa Kringluna og standa þannig vörð um „önnur gildi... en hagfræði byggð á framreikningum um magn og hagkvæmni“? Það kann að vera orðið tímabært að hætta útlendingadekri í atvinnu- málum og láta „þjóðleg gildi“ ráða ferðinni en sú spurning hlýtur að vakna hvort rétt sé að láta bændur, af öllum stéttum landsins, bera kostnað af slíkri stefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.