Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Mannvinurinn Mörður > NÝR vinur Reyk- víkinga og verndari R-listans hefur litið dagsins ljós.^ Sá er Mörður Arnason, varaþingmaður Sam- fylkingarinnar fyrir Reykj avíkurkj ör- dæmi. Mörður þessi hefur haft hátt með greinaskrifum undan- farnar vikur til að verja vafasamar að- gerðir R-listans í um- ferðarmálum. Það er ekki oft sem fólk í pólitík afhjúpar sitt innra eðli með jafn afgerandi hætti og Mörður gerir í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið þann 27. október. Þar skín úr orðum hans eindæma fyrirlitning á almenningi. Mörður er að fjalla um tafir á vegafram- kvæmdum í Grafar- vogshverfi og segir þar orðrétt: „Ibúar við nyrstu húsaröðina hafa andæft Hallsveg- inum af ástæðum sem hér verða ekki raktar en fáir telja að kalli á breytingar sem máli skipta. Þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði á fyrri stigum máls en nú kært til umhverfis- ráðherra.“ Þarna sýnir Mörður einhvern innri mann sem ég held að eigi ekkert erindi í þjónustu við al- menning. Þarna gerir hann lítið úr venjulegu fólki í Reykjavík sem sættir sig ekki við yfirgang borg- arstjórnar og er að leita réttar síns hjá þar til bærum aðilum. Ljóst er að þessir íbúar nærliggjandi gatna við Hallsveg telja að ráðstafanir borgaryfir- valda í umferðarmálum ógni um- hverfi þeirra með einhverjum hætti. Þessar ráðstafanir snerta líf þeirra og umhverfi. En mannvinin- um Merði, fulltrúa almennings, þykir lítið til koma. Ástæður and- ófsins telur hann ekki þörf á að Umferðarmál Það er ekki oft, segír Gísli Kr. Björnsson, sem fólk í pólitík afhjúp- ar sitt innra eðli með jafn afgerandi hætti og Mörður gerir. rekja - þær eru svo ómerkilegar. Að mati hans eru fáir á sömu skoð- un og íbúarnir. Hann getur þess að fólkið hafi meira að segja leyft sér að kvarta, en (auðvitað) ekki haft erindi sem erfiði. Það liggur við að maður heyri mæðutóninn í Merði þegar hann getur þess með augsýnilegri fyiárlitningu að fólkið hafi að end- ingu kært til umhverfisráðherra." Sá sem þetta skrifar þekkir hvorki haus né sporð á fólkinu við Hallsveg. Hann býr ekki einu sinni í Grafarvogi. Hann býr í miðbæ Reykjavíkur. En þegar varaþing- maður Reykvíkinga og sjálfskipað- ur verndari R-listans gefur skít í almenning - kjósendur - með þess- um lævísa hætti er ástæða til að vekja athygli á því. Þegar hrokinn gagnvart rétti Reykvíkinga til að hafna yfirgangi borgarstjórnar verður jafn yfirgengilegur og hjá Merði Árnasyni er vert að staldra við. Og nú þegar Mörður hefur tekið að sér að ganga erinda R- listans þá hlýt ég að spyrja: Hver kaus hann til þess? Hann er bara varaþingmaður, ekki borgarfull- trúi. Höfundur er ráðgjafí. Prag 19. nóvember frá kr. 14.025 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4ra 14.025 Verð kr. stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bj óða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stcndur. Gildir út 19. nóvem- ™ 2 fyrir '• . 28.050/2=14,025.- ber, heim 23. november. Skattar kr. 2.820, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800,- Forfallagjald, kr. 1.800.- Heimsferðir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Gísli Kr. Björnsson Menntun er auður ÖLL viljum við að ráðstöfunartekjur okk- ai' séu sem mestar, þ.e.a.s. að laun okkar hækki. Til þess er end- urtekið staðið í launa- baráttu og verkföllum. Nauðsynlegur grund- völlur þess að vinnuveit- endur geti orðið við kröfum launþega er góð afkoma fyrirtækja og ríkisins. Ýmislegt hefur verið reynt til að ná fram þessari góðu af- komu en því miður eru skammtímasj ónarmið iðulega látin ráða og stundum hefur útkoman verið verri en ekkert þegar fram í sækir. Þar má sem dæmi nefna nær árlegan niðurskurð innan mennta- og heilbrigðiskerfisins. í þessum dæm- um endurspeglast að oft gleymist að ein hagkvæmasta leiðin til aukningar á arðsemi í þjóðfélaginu til lengri tíma litið er bætt menntun í landinu og góð heilsa landans. Ein af nauðsynlegum undirstöðum betra mennta- og heil- brigðiskerfis er nægilegt fjármagn og vel menntað stai'fsfólk. Undanfarin ár hefur óánægja kennara með kjör sín verið augljós og lýst sér meðal annars með því að þeir leiti á önnur mið þar sem betur laun- uð störf, jafnvel fyrir minni vinnu, eni í boði. Óánægja kennara hefur leitt af sér aukið hlutfall leiðbeinenda við kennslu og aukið álag á þeim kennur- um sem eftir eru. Þrátt fyrir að leið- beinendur séu metnaðarfullir og leggi sig fram við sín störf vantar þá óneit- anlega þann fræðilega bakgnmn sem kennarar hafa. Einnig hefm' miklum tíma og orku kennara sem nýta mætti til þróunar kennslu verið eytt í þjark um kaup og kjör. Nú stendur fyrir dyi-um verkfall kennara eina ferðina enn. Að þessu sinni er krafan launa- hækkun töluvert umfram það sem samdist um hjá öðram starfgreinum sl. vor. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og hafa sumir verkalýðs- leiðtogar jafnvel hótað uppsögn samninga og aðgerðum ef gengið verði að kröfum kennara. Þetta skýt- ur að mínu mati mjög skökku við, þar sem við önnur tækifæri er almenn samstaða um að bæta eigi mennta- kerfið í landinu. Þrátt íyrir að menn greini á um leiðir til þess ættu flestir að vera sammála því að bætt kjör kenn- ara séu einmitt ein for- senda þess, Einkenni- legt er að verkalýðsleiðtogar sem maður skyldi ætla að væra félagshyggju- menn setji stein í götu kennara í kjarabaráttu þeirra. Svo virðist sem margh' hugsi sem svo að þeir eigi jafnmikla launahækkun skilið einsog kennarar og er það eflaust í mörgum tilvikum rétt. Það er hinsvegar vitað mál að ef laun alh-a hækka jafnt, og umfram það sem þjóðarbúið þolir, leiðir það Laun Bætt kjör kennara og þar með bætt menntun, segir Ingibjörg Gunn- laugsdóttir, bætir kjör okkar allra þegar til lengri tíma er litið. eingöngu til hækkunai' verðbólgu og þar með ekki til hækkunar á kaup- mætti launa. Bætt kjör kennara og þar með bætt menntun bætir hins- vegar kjöi' okkar alh-a þegar til lengri tíma er litið. Tökum höndum saman að þessu sinni og styðjum kröfur kennara og stuðlum þar með að bættri menntun. Stöndum vörð um íslensk mennta- kerfi og réttindi bama okkar til betri menntunai'. Börnin okkar eru arð- bærasta auðlind þjóðarinnar ef rétt er að málum staðið - fórnum ekki langtíma hagsmunum fyrir skamm- tímagróða. Höfundur er laganemi. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir HÚSIMÆÐI ÓSKAST Húsnæði óskast Góðgerðafélag óskar eftir húsnæði á höfuðborgar- svæðinu til leigu eða kaups. Húsnæðið þarf að rúma aðstöðu fyrirtvo skrifstofustarfsmenn og féiagsaðstöðu, samtals um 125 fm. Aðgengi fyrir hjólastóla þarf að vera fullnægjandi. Viðeigandi upplýsingar sendist augldeild Mbl. fyrir20. nóvember, merktar: „Foreldrafélag". KENNSLA Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar Námskeiðtil réttinda leigumiðlunar er áformað 20. —22. nóvember og próf 6. desember. rQámskeiðið er haldið samkvæmt húsaleigulög- um nr. 36/1994 og reglugerð um leigumiðlun nr. 675/1994. Þátttöku ber að tilkynna til Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Islands, sími 525 4444, fyrir 15. nóvember nk. Fyrirvari er gerður um næga þátttöku. Prófnefnd leigumiðlara. | f (T*2 | f f I I Lm SmI I— Til sölu — bílaleiga og verkstæði Undirrituðum lögmanni hefur verið falið að leita tilboða í bílaleigu og bílaverkstæði (verkstæði, smurstöð, hjólbarðaverkstæði) á Reykjavíkursvæðinu. Meðeigandi kemurtil greina. Tilvalið tækifæri fyrir þá, sem vilja skapa sér sjálfstæðan atvinnurekstur. Marteinn Másson hdl., Lágmúla 7, Reykjavík, sími 581 1133, bréfsími 581 1170, netfang marteinn@advocates.is ATVINNUHÚSNÆÐI Austurstræti — til leigu Til leigu skrifstofu-/þjónustuhúsnæði í mjög vel staðsettri húseign miðsvæðis í Reykjavík nærri Ingólfstorgi. Um er að ræða 136 fm á 2. hæð og 102 fm á 3. hæð. Eign sem er í góðu ásigkomulagi jafnt innan sem utan. Upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn ehf., Óðinsgötu 4, s. 570 4500. I.O.O.F. 5 - 1811198 s Sk. Landsst. 6000110919 IX V ’ Smidjuvegi 5, Kópavogi. Samkirkjuleg bænasamkoma verður í kvöld kl. 20.00, að þessu sinni í íslensku Krists- kirkjunni á Bíldshöfða 10, Reykjavík. Hvetjum alla til að mæta. www.vegurinn.is . Krossinn Samkoma í kvöld kl. 20.30 með Curtis Silcox frá USA. Guð mun láta storm sinn blása. Allir velkomnir. I.O.O.F. 11 = 1811198’/2 = Bk YF-y/ KFUM V AD KFUM Holtavegi Fundur fellur niður, en bent er á heimsókn dr. Tormods Engels- viken vegna námskeiðs um heil- agan anda, í kvöld kl. 18—22 og annað kvöld kl. 17.15—22.00. Skráning á skrifstofu. Hjálpræðis- herinn KirkjustrjBti 2 kvöld kl. 20.30. Lofgjörðarsamkoma í umsjón majóranna Turid og Knut Gamst. Allir hjartanlega velkomnlr. íomhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Heiðar Guðnason. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.