Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 35 Kopar- ristur og skartgripir ELÍNBORG Kjartans- dóttir, málm- listakona sýnir kopar- ristur og skartgripi í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin stendur ein- ungis yfir í 2 daga, laugar- dagana 11. nóvember og 18. nóvem- ber. Sýnd verða mess- inghálsmen og ýmsar stærðir af koparristum, m.a. ílangar myndir sem eru nýtt form hjá listakonunni. Elínborg Kjartansdóttir hefur starfað við málmlist og hönnun hérlendis og erlendis. Sýningartími er frá kl. 15-17. ------------------ Nýjar geislaplötur • UT er komin geislaplata þar sem Caput-hópurinn leikur nýleg verk eftir Hauk Tómasson. Verkin eru Fiðlukonsert, þar sem Sigrún Eð- valdsdóttir leikm' einleik, Ar- hringur, Spírall og Stemma. Stjórnandi Caput er Guðmundur Óli Gunnarsson. I Haukur fréttatilkynningu Tómasson segir: „Elstaverkið er Spírall sem Caput frumflutti í Skálholti 1992. Þá kemur Árhringur frá árinu 1993, sem upphaflega var saminn fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, en síðan útsettur fyrir Caput sveitina. Stemma, sem byggii' á íslensku þjóðlagi, var samin að beiðni STEFs á 50 ára afmæli samtakanna og bygg- ir verkið á gömlu þjóðlagi sem teygt er og togað á ýmsan hátt. Fiðlukons- ertinn var samin handa Sigrúnu og Caput 1997 og frumfluttur árið eftir. í bæklingi sem fylgir plötunni fjallar Atli Ingólfsson tónskáld um tónlist Hauks, eðli hennar og einkenni. Haukur Tómasson er fæddur í Reykjavík 1960. Hann lauk Masters- prófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego 1990 og hefur síðan unnið að tónsmíðum og kennslu. BIS hefur áður gefið út verk eftir Hauk: 4. söng Guðrúnar, og var sá valinn einn af 5 bestu diskum ársins 1998 af gagn- rýnanda Gramophone. Caput hópurinn hefur verið ötull við flutning nýrrar tónlistar. Hópur- inn hefur tvívegis verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðuriandaráðs. Hljóðfæraleikarar Caput að þessu sinni eru Kolbeinn Bjarnasson, Arna Kristín Einarsdóttir, Eydís Franz- dóttir, Guðni Franzson, Brjánn Ingason, Emil Friðfinnsson, Eiríkur Örn Pálsson, Sigurður Þorbergs- son, Steef van Oosterhout, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Guðrún Ósk- arsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Hildi- gunnur Halldórsdóttir, Guðmundur Kristmundsson, Sigurður Hall- dórsson, Bryndís Halla Gylfadóttir og Richard Kom. Utgefandi er sænska fyrirtækið BIS. Upptökur fóru fram í Salnum í Kópavogi. Tónmeistarí var Hans Kipfer, tæknimaður Sveinn Kjart- ansson. Lofsamlegur dómur í New York Times New York. Morg-unblaðid. „EF sýningu á nýrri hönnun er ætlað að opna augu okkar fyrir nýjum mótunum í hönnun sem spara tíma, rými, vinnu og geta hugsanlega varnað mannslífum; ei-u bæði falleg og í takt við okkar tíma; og fá okkur til að skynja lík- ama okkar, samfélag og umheim- inn á nýja vegu, þá gerir þessi sýning gott betur. I sumum tilfell- um er alla þessa þætti að finna í einum og sama hlutnum." Með þessum orðum lýkur Róberta Smith afar lofsamlegum dómi um sýningu á verkum ungra nor- rænna hönnuða í Norræna húsinu í New York. Dómurinn birtist í New York Times 3. nóvember undir fyrir- sögninni „Smorgasbord aðlaðandi hugmynda." Fjallað er um húsið sjálft og hönnun James Stewart Polsheks. Hrósar gagnrýnandinn Norrænu samtökunum, American Scandinavian Foundation, fyrir framtakið sem felst í opnun Nor- ræna hússins í New York sem hún segir sanna gjöf til borgar- innar. „Verkin á sýningunni benda til þess að á Norðurlöndum, sem og annars staðar, sé hönnun að leita til ýmissa átta,“ segir m.a. í dómnum. A meðan sumir byggi á módernískum hefðum hafi aðrir hönnuðir hellt sér af miklum ákafa yfir möguleika nýjustu tækni og efna, sem í senn virðist einföld og sláandi flókin. Ymis dæmi eru síðan tekin af verkum á sýningunni. „Þegar kemur að nýrri hönnun virðist það form sem mest er notað vera form mannslíkamans." Smith rekur jafnframt áhrif fyrri tíma í verkum ungu hönnuð- anna og nefnir sem dæmi verk Kristiinu Lassus frá Finnlandi sem sýnir skálar unnar úr strá- um, kartöflumjöli og hunangi og verk íslenska hönnuðarinns Tinnu Gunnarsdóttur, diskamottur úr gúmmíi þar sem mynstrið byggir á hefð laufabrauðsútskurðar. a markaðnum H Bosch uppþvottavél SGU-3002 SK Uppþvottavél með 3 þvottakerfum Tekur 12 manna matar-og kaffistell. Þýsk gæði. Frábær vél á ótrúlegu verði! Ath.Takmarkað magn Verð aðeins stgr. kr. RflFTíEKMUERZLUIÍ (SLflNDS If - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 islandi a Edesa 650/1000 sn. þvottavél IL104 13 þvottakerfi, sparnaðarkerfi, flýtiþvottakerfi, snýr í báðar áttir o.fl. Tekur 4,5 kg. Verð aðeins star. kr. 37.900 EXPERT er staersta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja í heiminum - ekki aðeins á Norðurlöndum. Creda Pamaii þéttiþurrkari Barkalaus þéttiþurrkari Tekur 6 kq. 2 hitastillingar, veltir í báðar áttir. Verð aðeins stgr. kr. áður kr. 54.900.- .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.