Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNll, 103REYKJAVÍK, SÍMIS6S1I00, SÍMBRÉF6691181,PÓSTHÓLF3m, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Ólympíumótið í skák Kvenna- sveitin vann 3-0 ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Slóveníu með einum vinningi gegn þremur í 11. umferð Ól- ympíumótsins í skák í Istanb- úl og hefur íslenska sveitin nú ‘23'Æ vinning af 44 mögulegum. Kvennaliðið sigraði Nýja Sjáland hins vegar með þrem- ur vinningum gegn engum og hefur nú 15‘/2 vinning af 30 mögulegum. ■ Teflt/14 Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason sýna Eiðum áhuga Tilbrinir með 35 millj- óna króna tilboð BÆJARSTJÓRN Austur-Héraðs tilkynnti í gær þá ákvörðun meiri- hlutans að hafna framkomnum til- boðum í eignir Eiðastaðar á Héraði. Alls bárust 10 tilboð. Að auki hefur verið fallið frá samningi við eignar- haldsfélagið Bakka ehf. um sölu á eignunum til félagsins, sem undirrit- aður var á dögunum með fyrirvör- um. Astæða þess er einkum sú að ný- ir aðilar hafa lýst yfir áhuga á Eiðum, þeir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og Sigurður Gísli Pálmason athafnamaður, sem hafa uppi áform um að byggja upp alþjóðlegt menningarsetur á Eiðum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru þeir tilbúnir að greiða 35 m.kr. fyrir allar húseignir og jarð- ir, eða 5 milljónum meira en hæsta tilboð sem barst, auk þess að setja 70 til 100 m.kr. í enduruppbyggingu. Auk menningarseturs hafa þeir Sig- urjón og Sigurður Gísli, sem eru svil- ar og báðir búsettir í Los Angeles, áhuga á að starfrækja ferðaþjónustu á Eiðum auk sumarbúða fyrir börn og nýsköpunarseturs. ■ Bæjarstjórn/13 Árni Friðriksson í slipp Felli- kjölurinn fastur r-NYJA rannsóknaskipið Árni Frið- nksson var tekið upp í slipp í Hafnar- firði í gær vegna þess að fellikjölurinn virkar ekki eins og hann á að gera. Þetta á samt ekki að koma í veg fyrir að skipið fari í rannsóknaferð á mánu- dag eins og að hefur verið stefnt. Vignir Thoroddsen, fjármálastjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að fellikjöjurinn sé fastur í ákveðinni stöðu. I honum eru tæki tif magnmæl- inga á loðnu og síld og segir Vignir að hægt sé að nota hann eins og hann er en hann komi ekki að gagni í slæmu veðri eins og gert er ráð fyrir. For- stöðumönnum skipasmíðastöðvarinn- ar í Chile hefur verið gerð grein fyrir stöðunni og að þar sem um meintan galla sé að ræða þurfi þeir að greiða ^ostnaðinn, sem getur numið tveimur til tveimur og hálfri milljón króna. Von var á hönnuðinum til landsins seint í gærkvöld. Morgunblaðið/JúHus Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson í slipp í Hafnarfirði. fi' I 6 ‘ * 5". ' - — 'i irari' i Úttekt á stofn- matl þorsks Fylgja ber afla- reglunni OFMAT á stærð þorskstofns- ins undanfarin ár hefur valdið því að markmið aflareglu, um að veidd séu aðeins 25% veiðistofns, hafa ekki náðst. Þetta kemur fram í úttekt sem hópur erlendra og inn- lendra sérfræðinga hefur gert á stofnmati þorsks og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Hópurinn telur þó skyn- samlegt að fylgja eftir 25% aflareglunni við nýtingu þorskstofnsins svo vænta megi árangurs í uppbyggingu hans. Eins kemur fram í skýrslu hópsins að mikilvægt sé að ástunda mismunandi að- ferðafræði, samhliða þeirri sem Hafrannsóknastofnunin hefur notað á undanförnum árum. Segir í skýrslunni að breyt- anlegur veiðanleiki þorsks sé helsta orsök þess að stofninn hefur verið ofmetinn síðustu ár. Leggja þurfi áherslu á rannsóknir á atferli þorsks og áhrif umhverfisþátta. Eins telur hópurinn að brottkast geti haft áhrif á stofnmatið en hins vegar liggi ekki fyrir nein gögn um umfang þess. Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar, segir að sérfræðing- ar stofnunarinnar muni næstu daga eiga fundi með höfundum skýrslunnar til að fara ofan í ráðleggingar hóps- ins. Þannig mun stofnunin reyna að læra af reynslunni og beina rannsóknaraðferðum í framtíðinni að þeim hlutum sem máli skipta til að gera enn betur en til þessa. ■ Matið trúverðugt/26 Formaður Félags starfsmanna á fjármálamarkaði á Norðurlöndunum um samruna banka Nauðsynlegt að starfsmenn taki þátt í ferli frá upphafí Frystigámar brunnu í Mosfellsbæ UM klukkan 21 í gærkvöldi var Slökkviliðið í Reykjavík kallað að brauðgerð við Völuteig í Mosfellsbæ. Kviknað hafði í tveimur frystigám- -um sem í var geymt brauð. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð ekki tjón á nærliggjandi byggingum. Sprenging varð í gámunum vegna eldsins og eru þeir mikið skemmdir. Eldsupptök eru óljós en lögreglan rannsakar nú málið. „BANKASTARFSMENN eiga að taka þátt í samrunaferli frá upphafi," segir Dag Árne Kristensen, formað- ur Félags starfsmanna á fjármála- markaði á Norðurlöndunum, NFU. Hann telur ekki nægjanlega vel staðið að fyrirhugaðri sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. Honum virðist sem starfsmenn fái upplýsingar um einstaka þætti samrunaáforma í gegnum fjölmiðla. Kristensen segir að slíkt auki á áhyggjur starfsmanna sem óttist um atvinnu sína. Slíkt leiði til þess að fólk reyni hvað það geti til að standa í vegi fyrir samrunaáformum og geti spillt þeim. „Það verður að hafa í huga að sam- runi sem lítur vel út á pappírunum getur misheppnast ef illa er að hon- um staðið,“ segir Kristensen. Hann er staddur hér á landi vegna stjórn- arfundar NFU. 40% fækkun á 10 árum í Noregi hefur fjöldi banka- og fjármálastofnana sameinast undan- farinn áratug. Kristensen segir að- samrunar og ýmiss konar hagræðing innan bankakerfisins hafi leitt til þess að á 10 árum fækkaði starfs- mönnum fjármálafyrirtækja, eink- um banka, um 40%. Kristensen segir að reynsla Norðmanna og fleiri þjóða sé sú að eigi sameining banka að heppn- ast þurfi starfs- menn að taka þátt í ferlinu frá upp- hafi. Stjórnendur bankans verði jafnframt að gæta þess að upplýsa starfsmenn sína um gang mála og hvetja þá áfram. Starfsmenn fyrirtækja sem eigi í sameiningarviðræðum óttist flestir um sinn hag og það komi niður á starfsanda. Vanræki stjómendur þetta hlutverk hljóti það að koma niður á þjónustu bankans. Kristen- sen segir það afar algengt að hagur viðskiptavinanna gleymist þegar stjórnendur banka hugi að samruna. Hann segir að ekki hafi tekist að sýna fram á að samruni banka hafi gert rekstur þeirra ódýrari eða leitt til vaxtalækkunar. Evrópskar rann- sóknir hafi jafnvel sýnt fram á að samruni banka sé slæm fjárfesting og verði jafnframt til þess að þjón- usta við viðskiptavini versni. Kristensen segir að sameining fyrirtækja sé þó ekki slæm í sjálfu sér. Ef fyrirtækin vinni hvort annað upp t.d. með ólíkum starfsháttum eða framleiðslu geti samrani orðið öllum að gagni. Kristensen segir að þegar samein- ing banka hófst í Noregi fyrir um áratug hafi félög bankamanna ekki staðið gegn þeim. Öllum hafi verið ljóst að endurskipuleggja þurfti bankakerfið. Bankamenn hafi þó hindrað sameiningaráform í nokkr- um tilfellum. Kristensen segir að stjórnendur banka hafi ráðist í sam- einingu án þess að vita hvers vegna. „Er það til þess að bæta þjónustu, auka verðmæti bankans eða til að styrkja efnahagskerfið," spurði Kristensen. Oft gætu stjórnendurnir ekki gefið upp raunhæfa ástæðu. Dag Árne Kristensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.