Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 54
M FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ,Til stuðnings kjarabaráttu kennara! VIÐ SKULUM ímynda okkur lesandi góður, að við séum á leið til útlanda, búin að koma okkur vel •fyrir í sætunum og spenna öryggis- beltin í einni af þotum Flugleiða. Til eyrna okkar berst úr hátöl- urum flugvélarinnar vingjarnleg rödd flug- freyjunnar : „Velkom- in um borð í X..dísi... - Því miður verðum við að tilkynna farþegum okkar að enginn flug- maður er tiltækur þessa stundina, en einn af starfsmönnum Flugleiða sem hefur lesið sér dálítið til í flugfræðunum hyggst taka verkefnið að .,sér..“ - Ætli það myndi ekki fara kurr um mannskapinn um borð, ýmsir rjúka á dyr og vilja hverfa á burt? Auðvitað eru kringumstæður sem þessar óhugsandi þar sem mjög strangt eftirlit er á öllum svið- um tengdum flugrekstri til að tryggja flugöryggi. Við berum mik- ið traust til menntunar, þjálfunar, reynslu og starfa flugmanna. En hvernig er þetta með kennar- ana og starfið í skólunum? Gerum við sömu kröfur til menntunar og hæfni kennara eins og við gerum til flugmanna? Kennararnir eiga jú að fræða börnin okkar og koma þeim til þroska auðvitað ásamt því sem við sjálf reynum að koma góðu til leiðar við uppfræðslu ungdómsins. Nú vofir yfir verkfall kennara fljótlega í næstu viku. Lítið hefur heyrst af samningaviðræðum. Kannski talast deiluaðilar ekki við og ef til vill hyggjast þeir ekki gera það fyrr en rétt í þann mund sem verkfallið skellur á með öllum þeim leiðindum sem því fylgir. Það er alltaf gamla sagan. Deiluaðilar steyta hnefana hvor framan í annan og eru snöggir upp á lagið að kenna hinum um ef eitthvað kemur upp á. Það er dapur- legt að lifa í landi þar sem verkföll kunna að vera daglegt brauð. Hvernig skyldi það vera að sinna kennara- starfi um þessar mundir? Ég held það ekki vera neitt sældar- brauð því það er bæði mjög krefjandi og reynir oft á kennara enda þurfa þeir að vera prýddum ótal kostum. Byrjunarárslaun framhaldsskólakenn- ara í Danmörku eru frá og með 1. október nú í haust 219.520 danskar krónur. Miðað við gengi 9.75 eru árslaunin nálægt því að vera Verkfall Af hverju, spyr Guðjón Jensson, eru launakjör ekki svipuð og í nágranna- löndunum? 2.140.000 íslenskar krónur eða rúm- lega 178.000 á mánuði. Þessar upp- lýsingar er að finna í september- hefti danska kennaratímaritinu DTL (Dansk teknisk Lærerfor- bund). Algeng laun meðal kennara á íslandi eftir 30 ára starf eru nú í kringum 130.000 íslenskar krónur. Þó við myndum hækka mánaðar- laun íslenska kennarans um 1.000 krónur fyrir hvert þessara 30 starfsára, er töluvert í land að sú hækkun myndi ná byrjunarlaunum danska starfsfélaga hans! Er þetta hægt? Hvernig má þetta vera? Þegar Landssími Islands tók til starfa 1906 voru laun fyrstu starfs- manna símans ákveðin af Hannesi Hafstein og landssímastjóranum í sameiningu. Niðurstaða þeirra fé- laganna var sú, að launin skyldu vera sniðin eftir launakjörum hlið- stæðra starfa í nágrannalöndunum. Um þessi mál er unnt að lesa í 20 ára afmælisriti Landssíma Islands er út kom 1926, bls. 134 og áfram. í þá daga var ísland fátækt land. Hvernig horfa launamál við nær 100 árum síðar? Eftir allan stríðs- gróðann, veltiárin, góðærin og alla hagræðinguna og breytingarnar sem íslenska þjóðfélagið hefur gengið í gegnum? Hvað hefur breyst? Almennt má segja að vel- sæld ríki á flestum sviðum nú á tím- um. Meðaltekjur á hvern lands- mann eru með þeim hæstu í heimi. En hvernig má það vera, að flestir launamenn í landinu eru aðeins nokkurn veginn hálfdrættingar á við starfsbræður sína í nágranna- löndunum? Hver er skýringin? Skattþungi er álíka mikill ef ekki meiri en verðlag almennt hærra á flestu hér á landi. Af hverju eru launakjör ekki svipuð og í nági’annalöndunum? Samt var unnt að koma þessu í kring fyrir nær hundrað árum varð- andi starfsmenn Landsímans. Eru einhvers staðar maðkar í mysunni? Það væri fróðlegt að fá svar við þessari spurningu. Kennarar eiga allt gott skilið. Starf þeirra er vandasamt og kennarastarfið þarf að vera betur launað en nú er. Annars bætast fáir nýliðar í stéttina. Vonandi er, að ráðamenn þjóðar- innar átti sig á því, að kennarastétt- in er mjög mikilvæg í þessu landi, landi sem telur sig vera mjög fram- arlega í menntunarmálum meðal þjóða heimsins. Við getum ekki vænst þess að fá góða kennara til að uppfræða og ala börnin okkar upp ef laununum er haldið niðri. Höfundur er bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður. Guðjón Jensson Einelti á vinnustöðum EINELTI á vinnu- stöðum mynda alvar- legan þjóðfélagslegan vanda. Rannsóknii' hafa leitt í ljós, að þessi vandmeðfömu mál valda þolendum einelt- is óbætanlegan skaða, auk þess mikla fjár- hagslega tjóns sem at- vinnulífið og þjóðfélag- ið í heild sinni ber á ári hverju og rekja má til þeirra. Einelti felur í sér tíð- ar og neikvæðar at- hafnir sem einn ein- staklingur eða fleúi beina endurtekið gegn vinnufélaga, sem á erfitt með að verja sig. Á vinnustöðum hefur það verið sérlega erfitt viðureignar þar sem almennt er litið á eineltið sem samskipta- og samstarfsvanda bund- inn tilteknum einstaklingum. Einelti er af þessum sökum sjaldnast viður- kennt sem vandamál sem varðar vinnustaðinn sem heild heldur fær að þrífast í skjóli þögulla samstarfs- manna sem taka á sig hlutverk eins konar hlutlausra áhorfanda. Smám saman vindur rás atburða upp á sig, uns þolandinn fær ekki rönd við reist. Rægður og niðurlægður bíður hans það erfiða hlutskipti að axla óskipt þá skömm og þann skaða sem eineltinu fylgir. Kóngar í ríki sínu Auk tilfinningalegs skaða, er það í langflestum tilvikum þolandinn sem hverfur af vinnustaðnum, jafnvel án þess að viðkomandi leiti samnings- bundins réttar síns á borð við launa- greiðslur á uppsagnarfresti. Er- lendar rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem leggja samstarfsmenn sína í einelti gegna í mörgum tilvikum stjórnunarstöðum á sínum vinnu- stað, eða allt að helmingur gerenda. Þar sem flestum málum lýkur á þann veg að þolandinn hrekst í burtu, eru almennt verulegar líkur á endur- teknu einelti. Þess eru dæmi að sama starfs- fólkið leggi árum sam- an eitthvert af sam- starfsfólki sínu í einelti. Ómælt tilfínninga- legt og fjárhag-slegt tjón Afleiðingar eineltis á vinnustöðum geta birst í vanmáttarkennd og uppburðarleysi. Þetta er umhugsunai-vert sér í lagi með hliðsjón af því að rannsóknir benda til að rekja megi allt að fimmtung tilvika til þess að gerandinn telur sér standa ógn af hæfni og hæfileikum þolandans. Er þá ótalið það fjárhagslega tjón sem þolandi má bera sökum atvinnumissis og þeirrar bágu réttindastöðu sem hann eða hún oftar en ekki upplifir sig í. Þjóðfélagið ber einnig verulegt tjón af völdum eineltis á vinnustöð- Einelti Einelti felur í sér tíðar og neikvæðar athafnir sem einn einstaklingur eða fleiri, segir Guðmundur B. Ólafsson, beina endur- tekið gegn vinnufélaga. um. I Bandaríkjunum er talið að það kosti atvinnulífið um 55 milljónir dala á ári í formi aukinna veikinda- daga og sænska vinnueftirlitið áætl- ar um 90 veikindadaga á ári á hvern þolanda eineltis. Ætla má að kostn- aður sé svipaður hér á landi og er- lendis. Það álag sem eineltinu fylgir getur brotist út sem þunglyndi hjá þolendum eða í streitutengdum sjúk- dómum. Guðmundur B. Olafsson Minkur, karakulfé, norskt kúa- kyn og framsóknarflokkurinn FYRIR mörgum áratugum var tekið að flytja inn loðdýrið minkinn, sem átti að auka atvinnutekjur ís- lenskra bænda. Kvikindið slapp auðveldlega úr búrum og varð ein- hver skaðsamlegasti vargur í ís- lenskri fánu. Nokkru síðar var önn- ur tilraun gerð til þess að auka tekjur bænda, stórauka þær, með innflutningi kai'akúlhrúta, sem áttu að stórbæta íslenskan fjárstofn og auka afurðir. Það varð til þess að mæðiveikin svonefnda sýkti fjár- stofn landsmanna, svo að gripið var til þess ráðs að girða af byggðir og setja framsóknarbændur sem vakt- Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau.fráki. 11-14 Glæsilegir stálbakkar meistara vítt um land, og loks var skorið nið- ur. Tjón af þessum stj órnarr áðstöfunum varð mikið, skattborg- arar borguðu. Meðan þetta gerðist fjölgaði meindýrinu minknum og þar með gekk mjög á ýmsar fuglategundh' og jafn- vægi hinnar íslensku fánu raskaðist. Enn síðar var hafin loðdýrarækt í stórum stíl, sem átti að stór- auðga bændur lands- ins. Margir bitu á agn stjórnvalda, reistu miklar skemmur fyrir tófur og mink, en minna varð um ágóðann, svo að sveitastyrkur eða ríkisstyrk- ur var veittur til þess að loðdýra- bændur gætu haldið áfram tap- rekstri. Frumkvæði að öllum þessum til- burðum átti forusta framsóknar- flokksins sem ætlaði sér með þess- um ráðstöfunum að bæta kjör bænda og styrkja um leið stöðu Viltu grennast fyrir jólin? www.grennri.is s. 699 7663 flokks síns. En eins og oft vill verða voru ráð- stafanir framsóknar- forystunnar reistar á mjög svo takmarkaðri þekkingu um eðli mála og takmörkuðum skilningi skillítilla hagsmunapólitíkusa. Afleiðingarnar urðu bæði bændum og skattborgurum þessa lands dýrar. I Morgunblaðinu 1. nóvember í ár er birt frétt af því að landbún- aðarráðherra - fram- sóknarmaður - hafi kynnt ákvörðun um innflutning á „fósturvísum úr norsk- um kúastofni". Þessa ákvörðun bar upp á sama dag og norsk blöð birtu fréttir um að kúariða hefði greinst í Noregi. Landbúnaðarráðherra segist hafa verið djúpt hugsi út af beiðni svo- nefndra „kúabænda" um að flytja inn norskt kúakyn, til þess að stór- auka mjólkurnyt íslenska kúakyns- ins með blöndun. Landbúnaðarráð- heiTa hefur hugsað málið djúpt undanfarin þrjú eða fjögur misseri. Og hér er komin ákvörðunin. Nú skal unnið að því að hefja hina vænt- anlega árangursríku blöndun eftir nokkur ár, með undanfarandi vís- indalegum rannsóknum, sem virðast vera þegar gefnar, samkvæmt feg- Búfjárinnflutningur Afleiðingarnar, segir Siglaugur Brynleifsson, urðu bæði bændum og skattborgurum þessa lands dýrar. insamlegum viðbrögðum kúabænda sem talað var við í fréttatíma sjón- varps. Viðbrögð við þessari frétt voru einnig á annan veg. Einn lærðasti búfræðingur landsins lét í ljós það álit, að hér væri farið offari og ef úr yrði væri þetta dauðadómur yfir ís- lensku kúakyni. Hætt er við að nú- verandi ríkisstjórn sinni ekki slíkum aðvörunum og að samstarfsflokkur- inn - Sjálfstæðisfiokkurinn - standi fast að baki núverandi landbúnaðar- ráðherra eins og hann hefur staðið þétt að baki áætlunum og úrskurð- um þeirra framsóknarkvenmanna sem fara með umhverfismál og iðn- aðarmál. Saga framsóknarflokksins endurtekur sig hvað varðar þekk- ingu á málefnum og enn frekar í mjög svo takmörkuðum skilningi á almennri merkingu orðanna. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson Þolandanum gert að bera skömmina og skaðann Brýnt er að þjóðfélagið stilli sam- an strengi sína í átaki gegn þeim ófögnuði sem einelti á vinnustöðum er. Engar kannanir hafa verið gerð- ar á íslenska vinnumarkaðnum en norskar, sænskar, finnskar og breskar rannsóknir benda til að allt að 16% launþega glími á degi hverj- um við ógnir eineltis á vinnustað sín- um. Alvarlegasti þáttur vandans er að í langflestum tilvikum er þol- andanum gert að bera bæði skömm- ina og skaðann sem af eineltinu hlýst. Hinar andlegu, félagslegu og fjárhagslegu afleiðingar eineltisins gera að verkum að flestir þolendur geta ekki hugsað sér að leita réttar síns. Orð eru til alls fyrst Mikilvægur liður í að sporna gegn einelti á vinnustöðum er að auka um- ræðu um inntak og afleiðingar þess. Vegna skorts á rannsóknum verður lítið fullyrt um umfang vandans hér á landi. Sá fjöldi mála sem VR fær til meðhöndlunar á ári hverju færir, auk umfangsmikilla vinnumarkaðs- rannsókna í nágrannalöndum okkar, færa hins vegar óyggjandi heim sanninn um, að vandinn er til staðar og verður það svo lengi sem hann liggur í þagnargildi. Brýnt er að fyr- irtæki móti sér markvissa stefnu og vinnureglur til að taka á samskipta- vandamálum á vinnustað, reglur sem beinast ekki hvað síst að þeim sem leggja samstarfsmenn sína í einelti, þannig að gerendur axli ábyrgð á framferði sínu. Láti þeir sér ekki segjast geti það leitt til starfsmissis. Höfundur er lögfræðingur Verzlun- armannafélags Reykqjvíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.