Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MCRGUNBLAÐIÐ LISTIR Tyggjó, steingerving- ar og staðlaðar týpur Hraði og spenna í verkinu NPK eflir Katrínu Hall. DAJVS Korgarleikhúsið- Trance Dance Enrope2000 KIPPA Höfundur: Cameron Corbett. Dansarar: Cameron Corbett, Jóhann Freyr Björgvinssím, Gyða Valtýsddttir. Tónlist: Múm. Lýsing: Elfar Bjarnason. 2. nóvember 2000. Sýningin er styrkt af Teater og Dans i Norden. CAMERON Corbett, meðlimur ís- lenska dansflokksins, reið á vaðið með verki sínu Kippa á síðasta kvöldi Trance Dance Europe 2000. Dans- verkið var samið innan í afmarkað rými sem var í formi þriggja ferhym- inga á sviðinu. Það lýsti kynnum tveggja manna og viðbrögðum þeirra við þröngu rýminu. Þeir athöfnuðu sig með hreyfingasamsetningu sem var endurtekin og takmörkuð. Hreyfmgamar vora teygðar, stoppaðar og loks dregnar til baka rétt eins og tyggjóið sem annar mannanna togaði og teygði út úr sér. Þeir þvældust fyrir hvor öðrum á gamansaman máta, færðu sig milli ferhyminga og enduðu á því að drekka bjór saman við lifandi tónlist Gyðu Valtýsdóttur í Múm. Verkið var einfalt í uppbyggingu og endurspeglaði saklaus, leitandi en umfram allt kómísk, samskipti mann- anna. Tónlist Múm og vera stúlkunn- ar var ágætis innlegg í verkið. Þetta hógværa, einfalda en umfram allt kómíska dansverk var stutt og hnit- miðuð afþreying og ágætis framraun RITRATTI Höfundur: Cie Monica Francia. Dansarar: Alessandro Bedosti, Rhuena Bracci. Tónlist: Joy Divis- ion, Henryk Górecki. Rýmishönn- un: Gerardo Lamattina. hjá höfundi. FRÁ Bologna kom ítalski dans- flokkurinn Compagnia Monica Francia. Hann samanstóð af tveim dönsuram. Ritratti eða portrett er sí- breytilegt listasafn með einni for- stöðukonu. Listasafni þar sem portrettin era dansgerð. Verkið hófst á hægum dúetti karls og konu. Þau vöfðu sig hægt um hvort annað og bjuggu til óljósar myndir í leiðinni. Úr eins konai' fati með bronsplötu í botn- inum endurköstuðu þau ljósi út í áhorfendasalinn. Úr fatinu þyrlaðist fínn sandur sem stirndi á í lýsingunni. Þau færðu sig frá hvort öðra tvisvar í verkinu og framkvæmdu sitt í hvora lagi hraðar óþolshreyfingar. I verkinu gerðist ákaflega lítið. Dansgerðu portrettin vora óljós og óspennandi. Verkið var laust við alla töfra sem annars er auðvelt að fram- kvæma með hægum hnitmiðuðum hreyfingum í viðeigandi lýsingu. Tónlistin, þung og einhæf, var ekki á verkið bætandi. I leikskrá er óskiljan- leg lýsing á myndunum: „Til að skapa þær hefur „málarinn“/danshöfundur- inn notað þau tæki sem henni era nærtækust: Ijós og skugga, Iíkamann, bendingar og hreyfingar, dularfúll hugboð og hluti sem eiga að tákna persónu „fyrirmyndarinnar". Portrettin era gerð úr löngum stöð- um og reyna að teygja sig í djúp lífs- ins sem ólga undir yfu'borði fyrir- myndarinnar.“ Leikslú'áin inniheldur reyndar mjög takmarkaðar upplýs- ingar um alla erlendu flytjenduma en svona bull í leikskrá tekur öllu fram. Verkið minnir á sjálfhverfan einstakl- ing, það þjónar engu nema sjálfu sér og er þar af leiðandi lítið sem ekkert gefandi íyrir þá sem á það horfa. Steingervingar er það sem kom upp í hugann þegar horft var á verkið. NPK Höfundur: Katrín Hall. Dansarar: Cameron Corbett, Chad Adam Bantner, Guðmundur Hclgason, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Iljálmarsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson, Júlía Gold, Katrín Johnson. Tónlist: Skárren ekkert. Lýsing: Elfar Bjarnason. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. LESTINA rak listrænn stjórnandi íslenska Dansflokksins með verk sitt NPK. Verkið var sýnt fyrir ári síðan svo ekki var um framsýningu að ræða. í leikskránni segir að verkið sé glaðvær stúdía um spennu og tengsl milli ein- staklinga og hópa. Hvemig hægt sé að passa inn í og standa út úr og loks hvernig leitin að framleikanum getur verið einstaklega óframleg. NPK er skammstöfum á efnablöndunni nitur, fosfór og kah'um og vísar til samn- efnds jurtaáburðar. Leikmyndin samanstendur af kertaljósum sem dansaramir bera inn á sviðið í upphafi verksins og hrörlegu tré uppsviðs. Þetta er hratt og þétt dansverk með áferðai'fallegum hreyfingum. Það inniheldur tilfinningar, gleði, kímni og togstreitu og er kröftugt en rómantískt í senn. Það endurspeglaði tilfinninganæmi og agaðar hreyfingar dansaranna. Kaflinn sem lýsir því að passa inn í eða standa út úr komst vel til skila í meðför Juliu Gold. Hug- myndin að ræðu sem Chad Adam Bantner flytur, um það að reyna að vera sérstakur, reyna mikið og verða í lokin eins og allir sem eru að reyna er ágæt í sjálfu sér. Ræðan var þó ekki nægilega skýr og í þeim kafla örlaði á ofleik hjá dönsuranum. Á sýningunni komu dansararnir vel uppbyggðu dansverki til skila af öryggi en oftúlk- un á köflum. Nútímadans er listform sem rúmar ólíka strauma og stefnur. Dansverkin á Danshátíð menningai'borga Evrópu árið 2000 sýndu það glögglega. Upp- bygging sumra dansverkanna var undir áhrifum klassíka ballettsins. í öðram mátti greina áhrif frá vélræn- um verksmiðjudansi, sirkus og fim- leikum. Dansverkin vora misjafnlega framleg en einstaka bar merki hug- vits og djörfungar. Ef TDE danshá- tíðin var þverskurður af því sem var að gerast í nútímadansi í Evrópu á ár- inu lofar það nokkuð góðu um fram- haldið. Lilja ívarsdóttir Litlausir tónleikar TÖJVLIST D ú in k i r k j a n Á TÓNLISTARDÖGUM DÓMKIRKJUNNAR VORU FLUTT VERK FYRIR TROMPETT OG ORGEL Flytjendur voru Deborah Calland á tronipett og Barry Millington á orgel. Sunnudagurinn 5. nóvember, 2000. ÞAÐ er margt sem skilur að tónlist snemmbarokk og síðbarokk tón- skálda, bæði hvað varðar tónmál og þó sérstaklega formskipan verka, en tónleikar á tónlistardögum Dómkii'kjunnai', s.l. sunnudag, voru að fyrri hluta skipaðir enskum tón- verkum frá miðhluta þessa tímabils, eftir Purcell (1659-1695) Jeremiah Clarke (1673-1707), John Shore (1662-1707) og Thomas Arne (1710- 1778). og var flutningur verkanna í höndum Deborah Callend, er lék á trompett og Barry Millington, er lék á orgel. Hþ'óðfæraverkin eftir Purcell era í heild frekar smá í formi, falleg tónlist en viðbui'ðalítil, andstætt kór- og söngverkum hans, en tónleikai-nir hófust á Sónötu í D-dúr fyrir tromp- ett og strengi, sem líklega er samin 1694, einfalt trompett-verk, sem var svolítið óstöðugt í flutningi trompett- leikarans. Átta smálög fyrir trompett og org- el eftir Clarke og Shore era óttalegur samsetningur, lítilfjörlegur hvað snertir tónmál og formskipan og var flutningur mjög í samræmi við lítil- fjörleik þessara smálaga. Clarke vai' organisti við konungskapelluna og lærði hjá John Blow, eins og Purcell en John Shore vai' trompettleikari við ensku hirðina, eins og öll hans fjöl- skylda. Thomas Ame var samtímamaður Handels en þeii' báðir þurftu að stunda tónlistamám á laun, því feður þeirra vildu að þeir legðu stund á lög- fræði. Arne vann mest við gerð leik- hústónlistar, þó eftir hann liggi nokkrar hljóðfæratónsmíðar, m.a. 8 sónötur fyi'ir harpsikord og lék Mill- ington þá nr. 3, nokkuð skemmtilegt verk, sérstaklega seinni þátturinn, er var þokkalega fluttur. Frá bai'okkinni var horfið og tekið til við nútímatónlist, með hluta úr hljómsveitarsvítunni Quiet City, eftii' Aaron Copland, sem er samin árið 1940, fyrir trompett, enskt horn og strengjasveit. Strengjahljóminn er erfitt að færa yfir á orgel, svo að sam- spil orgels og trompettsins féll ekki sem best saman, auk þess sem Call- and náði sér ekki fyllilega á strik, fyn- en undir lok kaflans. Organistinn hafði fram að þessu fengið lítið bita- stætt til flutnings en flutti nú Adagio í E-dúr, eftir Frank Bridge, áheyrilegt verk, er var ágætlega flutt. Tónleik- arnir enduðu svo á verkinu „Glugg- ar“, eftir Peter Eben. Um er að ræða fjóra kú'kjuglugga, sem tónskáldið leitast við að túlka í tónum en verkið er samið fyrir trompett og orgel. Tón- málið hjá Eben er oft mjög „impróv- isatorískt", sérstaklega á orgelið og reyndar einnig í samskipan tt’omp- ettsins og orgelsins, sem oft er stillt upp sem andstæðum. Besti þátturinn var sá fjórði og var hann einnig nokk- uð vel fluttur. Það sem helst má tiltaka varðandi þessa tónleika, er val viðfangsefna, sem verður að segjast eins og er, hvað varðar barokk-verkin, að þau era ekki áhugaverð sem tónsmíðar eða sem viðfangsefni fyrir hljóðfæraleik- ara. Flytjendur era svo sem ágætir hljóðfæraleikara ren ekki neitt meh'a og þessi samskipan hljóðfæra, tromp- ett og orgel gefiir ekki mikið rými til vals á viðfangsefnum. í heild vora þetta sérlega daufir tónleikar, og veldur bæði val viðfangsefna og þá ekki síður, að flutningurinn í heild var ákaflega litlaus. Jón Ásgeirsson Vox Feminae frumflytur m.a. verk eftir John Speight. Vox Feminae í Kristskirkju Poy - tónlistar- draumur fyrir börn BARNASÝNING fyrir þriggja ára börn og eldri verður flutt í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi nk. laug- ardag og sunnudag kl.13. Það er leikhópurinn Opera Omnia sem kemur frá Noregi til að flytja tónlistarleiksýninguna Poy sem er einskonar tónlistardraumur fyrir þau yngstu. Poy var frumsýnd í Ósló í febrúar sl. og hefur hlotið mjög jákvæða dóma. I sýningunni er ekki notast við tungumálið, heldur tónlist og lát- bragð þannig að þessi sýning á sér- stakt erindi við börn frá ólíkustu löndum. Leikhópurinn leggur sér- staka áherslu á samskipti við áhorf- endur og taka þeir virkan þátt í sýn- ingunni. Poy segir frá Henríettu og selló- leikaranum. Heniíetta býr með sellóleikaranum sem æfir og æfir og æfir sig allan sólarhringinn. Á með- an stríðir Henríetta, með hjálp áhorfenda bæði stórra og smárra, sellóleikaranum með hljóðum og leik. Opera Omnia er norskur leikhóp- ur sem fengist hefur við mismunandi tónleikhússýningar undanfarin 10 ár. Opera Omnia hefur sett upp allt frá mannmörgum söngleikjum og óperam til eins manns sýninga en er þó þekktastur fyrir barnasýningar sínar. Glenn Erik Haugland samdi tón- listina fyrir sýninguna. Hann er tón- skáld og kennari og er um þessar mundir formaður norska tónskálda- félagsins. Heidi Tronsmo leikur Henríettu. Hún er söngvari og tón- listarmaður. Hún hefur samið tónlist Úr tónlistarleiksýningu leikhóps- ins Opera Omnia frá Noregi. við barnaóperur og er einn af for- kólfum Opera Omnia. Maja Bugge leikur sellóleikarann en hún hefur starfað í mörgum uppfærslum fyrú' Poy. KVENNAKÓRINN Vox Feminae heldur tónleika í Kristskirkju á sunnudag kl. 19.30 og í Háteigs- kirkju á mánudag kl. 21. Kvennakórinn Vox Fem- inae heldur í sína fyrstu kórakeppni um miðjan nóvember, en kórinn hefur fengið inngöngu í VIIIAI- þjóðlegu kórakeppnina í kirkjulegri tónlist sem haldin er í nafni tónskáldsins Giovanni Pierlu- igi da Palestrina í Vatikaninu í Róm. I keppninni mun kórinn flytja eitt verk eftir Palestrina og tvö verk að eigin vali og hefur tón- skáldið John Speight, samið kirkju- legt verk „Beatus Vir“ sérstaklega fyrir Vox Feminae og Margréti J. Pálmadóttur, stjórnanda kórsins, sem kórinn mun flytja í keppninni. Á tónleikunum verður frumflutt áðurnefnt verk John Speight ásamt verkum Palestrina. Einnig mun kórinn flytja önnur kirkjuleg verk eftir erlend og íslensk tónskáld, þ. á m. Atla Ileirni Sveinsson, Hjálmar Ragnarsson, og Þorkel Sigurbjörnsson. Vox Feminae var stofn- aður haustið 1993 en þá tóku nokkrar konur úr 120 kvenna Kvennakór Reykjavíkur sig saman, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, og stofn- uðu „antik“-hóp. Mark- miðið með stofiiun Vox Feminae var að syngja eldri tónlist, andlega og veraldlega. Kórinn hef- ur starfað sjálfstætt frá árinu 1997 og haldið tónleika einu sinni til tvisvar á ári og farið í tónleikaferð- ir til Austurríkis og Þýskalands. Þá söng kórinn með Sinfóníuhtjóm- sveit Islands 1998. Margrét J. Pálmadóttir hefur verið stjórnandi kórsins frá upp- hafi, og á hún um þessar mundir 20 ára starfsafmæli sem kórstjórn- andi. Miðasala er hjá kórfélögum og í safnaðarheimili Kristskirkju og f Háteigskirkju klukkustund fyrir tónleika. John Speight
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.