Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MORGÚNBLÁÐIÐ ERLENT Tvístígandi kjósendur og tvísýn úrslit ÚRSLITIN HÁÐ ENDURTALNINGU Í FLÓRÍDA ***★ Úrslit bandarísku forsetakosninganna voru enn óljós er endurtalning atkvæða hófst í Flórída í gær BUSH Repúblikanafl. Hlutfall atkvæða* Kjörmenn** é2S2s GORE Demókratafl. . Uma * Samkv. uppl. sjónvarpsslöðva kl. 14:00 í. KJORMENN I FORSETAKOSNINGUNUM 2000** Ríki Flokkur Kjör- menn Ríki Flokkur Kjör- menn Riki Flokkur ND Norður-Dakóta R Kjör- menn 3 AL Alabama R 9 KY Kentucky R 8 AK Alaska R 3 LA Louisiana R 9 OH Ohio R 21 AZ Arizona R 8 ME Maine D 4 OK Oklahoma R 8 AR Arkansas R 6 MD Maryland D 10 OR Oregon 7 CA Kalifornía D 54 MA Massachusetts D 12 PA Pennsylvania D 23 CO Coiorado R 8 Ml Michigan D 18 Rl Rhodelsland D 4 CT Connectlcut D 8 MN Minnesota D 10 SC Suður-Karoiina R 8 DE Delaware D 3 MS Mississippi R 7 SD Suður-Dakóta R 3 DC Washington D.C. D 3 MO Missouri R 11 TN Tennessee R 11 FL Florida 25 MT Montana R 3 TX Texas R 32 GA Georgía R 13 NE Nebraska R 5 UT Utah R 5 Hl Hawall D 4 NV Nevada R 4 VT Vermont D 3 ID Idaho R 4 NH New Hampshire R 4 VA Virginia R 13 IL lllinols D 22 NJ NewJersey D 15 WA Washington D 11 IN Indiana R 12 NM NewMexico D 5 WV Vestur-Virginía R 5 IA towa D 7 NY New York D 33 Wl Wisconsin D 11 KS Kansas R 6 NC Norður-Karotína R 14 WY Wyoming R 3 Samkvæmtupplýsingum sjónvarpsstöðva kl. 11:24 ígæraðisl.tima REUTERS [S R O Fjöldi kjörmanna frá hverju ríki samsvarar fjölda þingmanna þess BUSH GORE í Washington Bandarískir kjósendur voru margir hverjir ekki sáttir við eigið val á frambjóðanda í forsetakosningunum en höfðu þó meiri áhyggjur af því hvað yrði ef þeirra maður ynni ekki. Ragnhildur Sverrisdóttir segir kjósendur vissulega hafa verið ráðvillta en að líklega muni flokkur þess frambjóð- andans sem tapar verða enn ráðvilltari. KJÓSENDUR áttu í stökustu vand- ræðum með að ákveða hvort A1 Gore varaforseti eða George W. Bush rík- isstjóri ætti heima í Hvíta húsinu. Peir virtust stundum tala sér þvert um hug, a.m.k. sagðist stór hluti þeirra, eða nærri sjö af hverjum tíu, vera hinn lukkulegasti með efnahag- inn eftir stjómartíð Clintons og Gore, en margir þeirra ákváðu samt að tími væri kominn til breytinga og kusu Bush. Sex af hverjum tíu kjósendum töldu þjóðina á hættulegri braut í sið- ferðismálum, en sami fjöldi sagði að það væri mikilvægara að forsetinn væri góður stjómandi en að hann væri fyrirmynd í siðferðismálum. Sex af hveijum tíu sögðust óánægðir með framkomu Clintons í gegnum tíðina, jafnvel þótt margir þeirra teldu hann hafa staðið sig ágætlega í starfi. Um 44% kjósenda sögðust telja að hneykslismál Clintons hefðu haft nokkur eða mikil áhrif á kosninga- baráttuna og einn af hverj- um fimm sagðist hafa notað tækifærið í kjörkiefanum og nýtt atkvæði sitt til þess að lýsa óánægju með Clint- on. Stór hluti stuðnings- manna Bush sagðist fylgja ......... honum að málum af því að hann væri betri kostur að þessu leyti en Gore, heiðarlegur og einlægur. Kjósendur, sem voru spurðir hvaða eiginleika forseti þyrfti að hafa, sögðu margir að heiðarleiki væri mitólvægastur. Af þeim sem svöruðu á þennan veg kusu heil 78% George W. Bush. Skoðanakannanir sem gerðar voru meðal kjósenda við kjörstaði sýndu margt forvitnilegt í fari þjóðarinnar, Forsetaposningar sem stóptist hnífjafnt á milli fram- bjóðenda demókrata og repúblikana. Flokksbundnir kjósendur áttu að vísu ektó í neinum vandræðum að velja, m'u af hveijum tíu flokks- bundnum kusu sinn mann. Þeir sem höfðu skráð sig sem óháða kjósendur virtust ívið haliari undir Bush en Gore, þótt varla hafi mátt á milli sjá. Tilraunir frambjóðendanna til þess að hafa flokksbundna kjósendur hvor af öðrum báru ekki árangur, þessar kosningar voru barátta tveggja órjúfanlegra fyltónga. Prír af hverjum fimm byssueigendum kusu Bush, eins og við var að búast. Þrír af hverjum fimm félögum stéttar- félaga kusu Gore, og aldrei var gert ráð fyrir Fólk í hjóna- bandikaus Bush, óiofaðir kusu Gore öðru. Konur kusu fremur Gore, karl- arnir Bush. Reyndar var fylgi Bush sérstaklega mitóð meðal hvítra karla enda er það haft í flimtingum að í syðri hluta landsins sé orðið repúblikani annað heiti yfir hvítan karlmann. Gore tókst aftur á móti ekki að vinna meira fylgi meðal hvítra kvenna en Bush, þar voru þeir jafnir, en konur af öðrum kynþáttum veittu Gore fremur stuðning sinn. Fólk í hjónabandi kaus Bush, ólof- aðir kusu Gore. Varaforsetinn hafði meira fylgi meðal fólks í lægri tekju- þrepunum, Bush náði þeim tekju- hærri þótt honum tækist vissulega að næla í töluvert fylgi hjá þeim tekju- lægstu. Gore hlaut fylgi sitt í stærri ríkjun- um og í borgum með fleiri en 500 þús- und íbúa fékk hann þijú atkvæði af hverjum fjórum. í 50 til 500 þúsund manna byggðarlögum fékk hann þijú af hveijum fimm atkvæðum. Bush fékk hins vegar þrjú af hverjum fimm atkvæðum í smærri bæjum og dreifð- ari byggðarlögum. Skattar og skólamál Eftir þessar jöfnustu kosningar í manna minnum greinir stjómmála- skýrendur á um hvort ástæðan sé sú að þjóðin sé að færast öll að miðju eða hvort hún sé í raun klofin í tvær fylk- ingar. Þrír af hverjum fimm kjósend- um Bush sögðu að þeir hefðu látið siðferðileg gildi ráða vali sínu. Fjórð- ungur nefndi skattamál, sem hlýtur að teljast lágt hlutfall miðað við þá miklu áherslu sem frambjóðandinn lagði á áætlanir sínar um skattalækk- anir. Þá nefndi fimmtungur kjósenda Bush menntamál og fóstureyðingar sem ákvarðandi þætti. Hugmyndir Bush um úrbætur í skólamálum áttu augljóslega ekki upp á pallborðið hjá kjósendum, sem svöruðu því flestir, eða 77%, að þeir vildu fremur bæta opinbera skólakerfið en gera fóltó kleift að borga fyrir börn sín í einka- skólum. Kjósendur Gore höfðu hins vegar aðra sögu að segja. Þriðjungur þeirra sagðist styðja varaforsetann vegna þess hve efnahagur þjóðarinnar væri góður, tæpur þriðjungur nefndi stefnu hans í menntamálum og fjórð- ungur nefndi lífeyrismál. Aðeins tíundi hluti nefndi skattamál og einn sjötti hluti nefndi siðferðisleg gildi. Og svo má hnykkja á því, að kjósend- ur voru alls ektó allir sáttir við eigið val. Þeir vissu margir ektó í hvom fótinn þeir áttu að stíga, til dæmis sagðist þriðjungur þeirra vera sam- mála stefnu Gore um hvert umfang rítósafskipta ætti að vera, þriðjungur var sammála Bush og þriðjungur sagðist ýmist vera sammála báðum eða hvorugum. En þegar sömu kjós- endur voru spurðir afmarkaðri spurninga breyttist þessi mynd fram og til baka. Það sem mælir gegn þeirri skoðun að þjóðin sé að færast að miðju er sú staðreynd, að kjósend- ur tóku mjög sterkt til orða þegar þeir voru spurðir hvemig þeim litist á ef andstæðingurinn settist í forseta- stól. Þeir lýstu sig mjög áhyggjufulla eða óttaslegna, svo ektó er að sjá að þeir eigi erfitt með að greina á milli flokkanna eða að þeim sé nokk sama hvorum megin völdin liggja. Þrátt fyrir að kjósendur hafi skipt atkvæð- um sínum nánast jafnt á milli forseta- frambjóðenda blasir við að repúblikanar halda meirihluta í báð- um deildum bandaríska þingsins. Nái Bush að vinna forsetaembættið verða repúblikanar með töglin og hagldim- ar. Það yrði í fyrsta stópti í 48 ár sem Repúblikanaflokkurinn sæti að völd- um í Hvíta húsinu, fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Örlög þess sigraða Þótt ektó sé ljóst þegar þetta er ritað hvor frambjóðendanna fer með sigur af hólmi þegar öll atkvæði hafa verið talin og endurtalin era menn þegar famir að velta því fyrir sér hvað verður um þann sem tapar. Fréttaskýrendur telja flestir að frama þess sigraða í stjórnmálum á landsvísu verði lokið, en áhrifin á flokk hans muni jafnframt verða gíf- urleg. Ef Bush tapar þykir hæpið að hann eigi möguleika á að hasla sér völl að nýju utan Texas og frétta- skýrendur telja líklegt að tapið kæmi einnig í veg fyrir frekari frama bróð- ur hans, Jeb Bush, rítósstjóra í Flór- ída. Og ef þetta var álit manna fyrir nokkrum dögum hefur það svo sannarlega styrkst eftir að í ljós kom að Flórída ræður úrslitum í kosning- unum. Ef Bush tapar þá verður það í þriðja stópti í röð sem flokksmaskína repúblikana velur frambjóðanda sem nær ektó að kom- ast alla leið í Hvíta húsið. Til þess að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig að fjóram áram liðnum verða ein- hverjir hausar látnir fjúka. Flokkur- inn verður að endurskoða stefnu sína í ýmsum málum, en þar verður áreið- anlega hver höndin upp á móti ann- arri. Eiga repúblikanar til dæmis að láta af andstöðu sinni við fóstureyð- ingar, eða eiga þeir að herða hana enn, til að skerpa skilin á milli sín og demókrata? Tapi A1 Gore þessum kosningum verða afleiðingamar enn alvarlegri fyrir demókrata. Það er ekki nóg með að þeir missi Hvíta hús- ið heldur verða þeir jafnframt í minnihluta á þingi. Hvernig er hægt að skýra tap eftir átta ára góðæri? Stjómmálaskýrendur spá miklum innanflokksátökum, þar sem vinstri og hægri armar flokksins muni tak- ast harkalega á. Kerfíð endur- skoðað? Fyrir utan fyrirsjáanlega upp- stokkun innan flokkanna gætu aðrar afleiðingar kosninganna orðið þær að Bandaríkjamenn endurskoði kosn- i ingakerfi sitt. Með núverandi kjör- mannakerfi gæti farið svo í tvísýnum kosningum að annar frambjóðandinn fengi þau 270 kjörmannaatkvæði sem til þarf en hinn fengi fleiri atkvæði samanlagt. Ef kosið væri almennum kosningum, þar sem sá frambjóðandi ynni sem fengi flest atkvæði saman- lagt yfir allt landið, yrði kosningabar- áttan töluvert frábragðin því sem nú er. Fyrir þessar kosningar var bar- áttan nánast eingöngu í 17 ríkjum þar sem úrslitin töldust ektó ráðin fyrir margt löngu. Kjósendur í þess- J um ríkjum nutu ríkrar athygli fram- bjóðenda, sem kepptust t.d. við að kynna sér þau mál sem brannu á Jóni og Gunnu í Flórída en létu sérmál kjósenda víða annars staðar sem vind um eyra þjóta. Ef kjörmannakerfinu væri varpað fyrir róða myndu stjórn- völd í hverju rító einnig ; leggja hart að sínu fólki að kjósa, til að gera þátt ríkisins sem mestan, og | það myndi án efa auka | kosningaþátttökuna veralega. Hver sem nið- urstaðan verður í þessum kosningum breytii- það engu um að kjörmenn hittast 18. desember nk. og tilkynna formlega hver telst réttkjörinn for- seti Bandaríkjanna. í 25 ríkjum eru engin lagaákvæði um að kjörmönn- um beri að kjósa í samræmi við niður- stöður í kosningum þar, en þeir víkja afar sjaldan af þeirri braut. 20. jan- úar á næsta ári tekur nýr forseti við embætti af Bill Clinton. Demókrata- f lokkurinn í kreppu, tapist Hvíta húsið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.