Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 6í? sálarfræði og þar höfðu kennt margir þekktir brautryðjendur í faginu, svo sem Freud og Hans Asperger, en Hrönn var reyndar nemandi hans. Fyrstu tvö árin voru Hrönn og Högni einu íslendingamir við nám í Vínarborg og má segja að þau hafi rutt brautina fyrir aðra sem þangað fóru seinna, enda með eindæmum hjálpleg við nýkomna námsmenn, þekktu allt kerfið og borgina út og inn, komin vel inn í málið og vissu allt um inngöngu í háskólana og húsnæð- ismál, dvalarleyfi og ekki síst Doroth- eum, veðlánarastofnunina, þar sem hægt var að veðsetja úr og skart- gripi, ritvélar o.fl. og leysa svo út aft- ur þegar peningar bárust að heiman. Smám saman jókst fjöldi nemenda í Vínarborg og var Hrönn hin ókrýnda drottning Islendingakóloníunnar í Vín. Hún hafði drukkið í sig þessa framandi Mið-Evrópumenningu og kynnst hugsanagangi Vínarbúa en Vín var eitt sinn miðpunktur hins miklaveldis Habsborgara. Þama var Ásta von Jaden (systir Helga Pjeturss), ekkja eftir barón von Jaden. Hún var virt og elskuð og af gamla skólanum: „Eg hef jú champagniserað við keisarann" (Franz Joseph), sem lét þau orð falla við frúna, að hann hefði ekki vitað fyrr að svona falleg blóm yxu á svo köldu landi. Hrönn og Högni urðu nokkurs konar tengiliður milli Ástu von Jaden og hins sívaxandi hóps stúdenta er hún hafði boð fyrir fyrst á heimili sínu en síðar á veitingastað og reyndist hún hinum ungu löndum sínum ákaflega vel eða eins og einn þeiira orðaði það seinna: Maður kom þangað svangur og þreyttur en fór saddur og sætkenndur og mun bjartsýnni á framtíðina. Vorið 1956 kom ég til Vínar, ekki til náms heldur í frí í tæpa tvo mán- uði. Að þekkja Hrönn frá fomu fari var eins og gulltrygging varðandi þátttöku í félagslífi landans þetta vor íVín. Svo kom reiðarslagið. Högni fórst af slysföram. Þau höfðu eignast son, Sigurjón Pál, tveimur áram áður og nú dreif Hrönn sig heim með hann. Skömmu seinna fór hún svo til Graz til að freista þess að klára síð- asta hluta námsins, treysti sér ekki tU að vera í Vínarborg. En nú var orð- ið erfiðara um vik, augasteinninn heima hjá ömmu, söknuðurinn sár, nýir prófessorar, aðrar áherslur o.s.frv. Eftir tvo vetur í Graz kom Hrönn svo heim. Hún kynntist seinni manni sínum, Gunnari Bjamasyni, myndlistar- manni og leikmyndateiknara við Þjóðleikhúsið, nokkra eftir heim- komuna og stofnaði með honum heimUi. Þau eignuðust tvö mannvæn- leg böm, Jóranni og Gunnar Snorra, og gekk Gunnar Sigurjóni í fóðurs- tað. Þar með hófst nýr kafli í lífi Hrannar. Mér hefur orðið tíðrætt um Vínar- árin og kynni mín af Hrönn þar í blíðu og stríðu. Það var eins og hún hefði átt þar heima alla tíð og alger- lega á réttri hUlu í sínu námi. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að „flækingurinn“ um landið, tíð bú- staðaskipti á bamsáranum, hafi gert Hrönn víðsýnni og meðvitaðri en gengur og gerist um að fleira er tU í heimi hér en bæjarlækurinn og nán- asta umhverfi, en vissulega þarf að fylgja þessu góð greind, næmi og hæfileikar til að tileinka sér það besta á hverjum stað. Allt þetta hafði Hrönn í ríkum mæli. Hennar er sárt saknað. Bless- uð sé minning hennar. Anna Sigríður Gunnarsdóttir. Allt fram streymir endalaust árogdagarlíða. Nú er komið hrímkalt haust horfínsumarsblíða. (Kristján Jónsson.) í dag er kvödd kær vinkona mín og samstarfsmaður í áraraðir, Hrönn Aðalsteinsdóttir. Starfsvetfyangur okkar var Búnaðarbanki Islands, lánadeild, sem er ein af stærri deUd- umbankans. Ég finn það vel að sorg og tregi verða nú að víkja fyrir minningunum um hana Hrönn, sem bar með sér birtu og gleði hvar sem hún fór og sú mynd nær yfirhöndinni. Ég ætla að festa hér á blað smábrot og sundur- lausa mola af daglegu hfi okkar á vinnustaðnum. Þessi ár vora óþrjótandi umræðu- efni okkar Hrannar eftir að við hætt- um störfum þar. Búnaðarbankinn var mjög góður vinnustaður, samval- ið starfsfólk og yfirmenn skUnings- ríkir. í svona umhverfi rOdr góður andi sem veitir öryggi og þrátt fyrir mannaskipti, sumarfólk og fleiri breytingar hélst þessi háttur á hvað samstarfið varðaði. Vinsældir Hrannar vora ekki bundnar einni deild, heldur teygðu sig yfir allan bankann. Nærvera hennar var sérstaklega eftirsóknar- verð. Hún var uppörvandi og ævin- lega tilbúin að leggja gott til mál- anna. Hún hreif fólk með sínu glaða viðmóti. Þegar svona sterkur hlekkur í vinakeðjunni brestur syrtir að. Við vinnufélagamir voram sam- taka og fundvís á ýmis tUefni tU að lyfta okkur upp. Hugtakið aldurs- munur virtist eldd vera tíl. Ótal góðra stunda væri hægt að minnast, en ég veit hreint ekki hvar skal bera niður. Sumarferðimar, árshátíðir og kaffi- boðin fyrir eldri starfsmenn nú síðari árin. Jafnvel smæstu og einfoldustu atvikin urðu nokkurs konar upplifun hjá okkur - „morgunsopinn" hafði ótrúlega mUdð að segja. Þá var skipt um svið. Á örstuttum, þó vel nýttum, tíma bar margt á góma. Efst á baugi dægurmálin í það og það skiptið og oft spaugilegu hhðamar, þá kom hinn fíni og létti húmor Hrannar vel í ljós. Alltaf var svo margt að gerast, jafn- vel var pólitíkin inni í myndinni ef kosningar vora yfirvofandi, en sú umræða komst aldrei á flug hjá okk- ur, við voram of sammála í þeim efn- um. Hrönn var mjög góður starfsmað- ur, harðdugleg og glögg að átta sig á margslungnum viðfangsefnum. Henni mátti alltaf treysta, hvert verk var unnið af kostgæfni. Hún var vel menntuð, eftir stúd- entspróf fór hún tU útlanda, Austur- ríkis, Frakklands og Englands, og dvaldi þar við nám og störf. Við vinnufélagamir nutum sannarlega góðs af víðsýni hennar og skemmti- legum frásögnum er hún leiddi okkur um framandi slóðir. Hrönn var fagurkeri, unni góðum bókmenntum og sótti listasöfn og sýningar ásamt eiginmanni sínum. Hún átti góða og umhyggjusama fjöl- skyldu sem var henni allt. Kæri Gunnar og fjölskylda. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur og bið guð að blessa minningu Hrannar Aðalsteinsdóttur. Ragnheiður Jónsdóttir. Vinkvennahópurinn á upptök sín í Reykjavík undir lok síðari heims- styijaldar þegar við voram á þeim aldri sem nú nefnist unglingsárin. Við voram í upphafi fjórtán talsins og bundumst traustum vináttuböndum. Hrönn er sú þriðja úr hópnum sem fellur frá. Vettvangur æskuáranna var Reykjavík, innan Hringbrautar, við gengum um bæinn glaðar í bragði, en telpur og grös hætta fljótt að spretta því: „Hraðfleygast alls var bernskuvorið bjarta". Lítið vissum við þá hve bjartsýni, hugrekki og heilsa era traustir og góðir lífsföra- nautar. Hrönn var önnur tveggja úr hópn- um sem komu utan af landi og hún kom að norðan. Hún og móðir hennar fluttust til Reykjavíkur og Hrönn fór í Landa- kotsskólann. Myndir frá þeim tíma sýna svipfallega stúlku í matrósakjól, brosandi, fulla trúnaðartrausts og festulega á svip. Það eru einkum aug- un sem manni verður starsýnt á, þau voru svo falleg. Þær áttu heima á Víðimelnum í sama húsi og Sólveig móðursystir hennar og fjölskylda hennar. Það er umhugsunarvert að rúmur helmingur mæðra vinkvenn- anna starfaði utan heimilis sem var mjög hátt hlutfall á þeim áram þegar langflestar mæður unnu innan veggja heimilisins. Hrönn átti góða æsku og kom af æskuheimilinu með dýrmætt veganesti. Yfir móður hennar var sérstök reisn og hlýleiki einkenndi allt hennar viðmót. Að stúdentsprófi loknu hélt Hrönn utan ásamt fyrri manni sínum og lagði stund á sálfræði. Sjálf Vínar- borg varð fyrir valinu. Það var ekki algengt á þeim árum að stúlkur færa til framhaldsnáms í beinu framhaldi eftir stúdentspróf sem þá þótti góð menntun - fyrir stúlkur. Það hefur því þurft kjark og hvatningu að fara þessa leið. Enn vora lífseig viðhorf í þjóðfélaginu til skólagöngu kvenna sem ungt fólk nú á dögum á erfitt með að gera sér grein fyrir. Konur áttu að helga sig heimilinu og blóma- tími húsmæðraskólanna var genginn í garð. Aðeins nokkrar konur höfðu lokið prófum frá Háskóla íslands og örfáar lokið langskólanámi erlendis. En Hrönn var einbeitt og stefnuföst og hafa þeir eiginleikar reynst henni vel. Vínardvölin setti mark sitt á hana allt lífið, breytti lífssýn hennar og hún fékk innihaldsríkara verðmæta- mat við að dveljast áram saman í þeim menningarheimi. Hún las alla ævi mikið og var áhugasvið hennar vítt, klassískar bókmenntir jafnt sem nútímaverk vora einatt á hennar les- lista. Eitt af því sem hefur einkennt hana frá unga aldri er meðfæddur frásagnarhæfileiki. Sá hæfileiki hef- ur leitt til þess að við vinkonumar höfum notið frásagna hennar af at- burðum og fólki sem við aldrei hittum en sjáum ljóslifandi fyrir okkur vegna frásagna Hrannar. Og þegar við það bættist annar eiginleiki sem hún var gædd í ríkum mæli, leiftrandi kímnigáfa, gat ekki hjá því farið að gleðin ríkti. Vinkonumar héldu hópinn. Þær giftust og stofnuðu heimili og eignuð- ust börn og urðu því uppeldis- og um- önnunarstörf á heimilum hlutskipti þeirra allra. Þær lögðu rækt við upp- eldi barna sinna og litu á móðurhlut- verkið sem mikilvægast alls. Þær fóra margar í framhaldsnám við breytt viðhorf og hugarfar sem þær sjálfar áttu þátt í að móta. Þær hösl- uðu sér völl í ýmsum atvinnugreinum svo sem kennslu, læknisstörfum, lög- fræðistörfum, sagnfræði, skrifstofu- störfum, blaðamennsku, leikhús- stjórastörfum. Við höfum verið í miðri rás við- burðanna og upplifað gjörbreytta líf- safstöðu, gjörbreytt umhverfi og hugarfar. Sumar okkar hafa ratt brautina og ber þar hæst þegar ein úr hópnum, Vigdís Finnbogadóttir, var kjörin forseti íslands 1980. Þá fannst okkur við vera sjálfstæðar og sterkar saman. Heimili Hrannar og Gunnars á Huldubraut 9 er fallegt. Veggina prýða listaverk eftir húsbóndann og hvergi, sem ég hef komið, hef ég séð jafn mikið af fallegum blómum sem er jafn smekklega komið fyrir og þar, einmitt á hárréttum stöðum. Hvert einasta blóm fékk sína sérmeðferð og árangurinn lét ekki á sér standa. Það er með söknuði og mikilli eftir- sjá sem við kveðjum vinkonu okkar. Við munum hana eins lengi og við lif- um. Hún var traustur og hollur vinur. Við vottum Gunnari, börnunum Sig- urjóni, Jóranni, Gunnari Snorra og öðram ástvinum innilega samúð við fráfall Hrannar. Megi þau sækja styrk í minningarnar um hana. Anna Sigríður Gunnarsdóttir, Bergljót Ingólfsdóttir, Elien Snorra- son, Erla Tryggvadóttir, Halla Þorbjörnsdóttir, Helga Gröndal, Kristín Kjaran, Signý Sen, Sigríður Th. Erlendsdóttir, Sólveig Pálmadóttir og Vigdís Finn- bogadóttir. Hrönn Aðalsteinsdóttir var í fyrsta fámenna hópnum sem fór til náms í Vínarborg eftir stríð. Þegar ég kom þar svo síðar var hún hinn trausti ráðgefandi félagi sem allt vissi, sem hinum nýkomna var ómetanleg hjálp. Hún var húsmóðir, sem auðveldaði aðgengið, bjó þar með manni sínum sem var innritaður í annan skóla og því ekki á sama hátt ráðgæfur og hún um reglur skrifræðisins í háskólan- um. Hún var sérlega lagin við að tala úr manni óttann og feimnina sem m.ö. gerði það að verkum að maður smaug inn í þetta allt á ósköp mjúk- legan hátt sem auðvitað var ekki síð- ur því að þakka að við höfðum notið góðrar þýskukennslu í MR, blessuð sé minning Ingvars Brynjólfssonar. Já, við smullum þarna inn, skildum fyrirlestrana strax þótt við værum óöragg í hversdagslegum hlutum daglegs lífs en grannurinn var þann- ig að það vandamál stóð ekki nema fáa daga. En Vín var auðvitað ekki aðeins háskólinn, Hrönn og maður hennar minntu mann kröftuglega á aðrar stofnanir, leikhús, óperar, söfn og hljómleikasali - því þótt borgin væri grámóskuleg og fátæk, þrúguð af við- urvist fjögurra hernámsvelda sem skipt höfðu henni á milli sín og þar hafði Rauði herinn stærsta hlutann - og þann sem sneri í austur og þau hjón sögðu að það væri til þess að auðvelt væri að loka af enda bakland- ið þar blokkin sjálf, Tékkóslóvakía og Ungverjaland. Já, gætu ef... Það var ekki mikið hugsað um það og til allrar hamingju kom ekki til þess. Við tók- um áhættuna. Manni vora ekki aðeins kynntar frægar listastofnanir, gamlar og virðulegar frá tímum gamla keisara- dæmisins sem fólkið hafði erft og ræktað áfram og notaði óspart til auðgunar lífi sínu, heldur var maður líka boðaður á fund fólks sem tengd- ist liðinni tíð, jafnvel frá því fyrir hran keisaradæmisins. Þar verður fyrsta að telja Ástu von Jaden sem þá mun hafa verið um áttrætt en lét sig ekki muna um að bjóða ungum lönd- um sínum heim síðdegis á sunnudög- um og veita rausnarlega mat og drykk. Það var hlýtt á milli þeirra Ástu og Hrannar enda Hrönn lengi vel eina stúlkan í þessum hópi. Hér má líka nefna atvinnutónlistarmann, fiðluleikara í annarri af hinum stóra hljómsveitum borgarinnar sem hafði dvalið hér fyrir stríð og einnig stutt eftir stríð og náð því að kenna bæði Karli 0. Runólfssyrii og Leifi Þórar- inssyni. Á tali við hann mátti ræða af alvöra um ágæti þeirra stjómenda sem til þeirra komu o.fl. Ég man enn eftir athugasemd hans um söngkonu eina sem hann sagði um: Besta Sal- óme vetrarins! en þá var Ljuba Wel- itsch, sem þau Hrönn og Högni mátu mikils, hætt að syngja þetta óska- hlutverk sitt. Þau töluðu líka oft um skammlífa gióstimið Cebotari sem því miður var horfin þegar ég kom - en ég varð oft vitni að því að fólk fékk annariegan glampa í augun þegar minnst var á söngdísina þá. Maður var líka leiddur á fund konu ágætrar sem hafði þekkt vel meðlimi í nýlendunni fyrir stríð, gat sagt af þeim sögur en vildi nú sjá hina nýju kynslóð stúdenta frá þessu fjarlæga eylandi. Já, með og fyrir lagni Hrannar Að- alsteinsdóttur komst maður nær Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. glóðinni í hjarta þessarar höfuð- menningarborgar Mið-Evrópu og mun ég ævinlega vera henni þakklát- ur fyrir það. * Þorvarður. Kveðja frá samstarfsfólki Fyrir tæpum 30 áram hóf Hrönn Aðalsteinsdóttir störf hjá Búnaðar- banka íslands. Hún starfaði lengst af í lánadeild aðalbanka eða til ársins 1997 þegar hún lét af störfum. Hrönn var glaðiynd kona og skemmtilegur samstarfsfélagi. Alltaf tókst henni að sjá spaugilegar hliðar á hlutum og skipti þá ekki máli hvort hún átti í hlut eða við. Hrönn var óhemju fróð um menn og málefni, las mikið og var því oft leitað til hennar þegar þurfti að útkljá deilumál um bókmenntir og heimsviðburði. Eftir stúdentspróf var Hrönn við nám í Vínarborg og fengum við oft að heyra um skort og skömmtun eftir- striðsáranna í Austurríki, einnig margar sögur um litríkai- persónur sem hún kynntist þar, enda var hún með afbrigðum minnug og kunni að segja frá. Hún var alla tíð áhugasöm við störf sín, samviskusöm og vandvirk. í mörg ár sá hún m.a. um stimpilvél bankans, kom sjaldan fyrir að ekki stemmdi í lok dags. Var oft gert grín að því þegar hún einhvem tímann var ■ spurð álits á sumarstarfsmanni og var svarið „Stimpillinn stemmdi allt- af hjá honum“ sem þýddi að viðkom- andi stóð sig vel og óþarfi að hafa fleiri orð um það. Þegar Hrönn lét af störfum voru tölvur og netvæðing að ryðja sér til rúms og fannst henni lítil bót að þeim og sagði þá sposk á svipinn að þetta væri ekkert fyrir gamlar konur að fást við, en þar sem hún hafði ein- staka hæfileika til að laga sig að breyttum tímum notaði Hrönn seinna tækifærið og fór á tölvunám- skeið sem var haldið fyrir eftirlauna- þega bankans og fannst mjög gaman. Urri leið og við vottum Gunnari, bömum og öðram aðstandendum samúð okkar þökkum við ánægjuleg viðkynni og eftir situr minning um skemmtilega, hlýja og glaðværa konu. Fyrir hönd samstarfsfólks, Jóhanna Finnbogadóttir og Jón Emil Magnússon. jxxjxxxxxxxxxixxr; H H H H H H H H H H H H H Erfísdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 &X X X x x xxxxxxxxxxcfc ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþj ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is \_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.