Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hér eru þau Sigrún Guðmundsdótitr, Þóra Þorbergsdóttir og Jón Hjálmarsson við bjúgnagerðina Þetta er óskap- lega góður matur Fagradal. ÞÓRA Þorbergsdóttir í Vík í Mýr- ‘ dal er á meðal þeirra er búa til bjúgu á haustin fyrir sig og sína fyrir veturinn. Uppskriftin er fengin frá Gauks- mýri fyrir norðan og ganga bjúgun undir nafninu Gauksmýrarbjúgu í Vík en systursonur Þóru býr á Gauksmýri. Þóra segir bjúgna- gerðina hafa gengið hratt og vel þegar þrír komu að og tókst þeim að úrbeina og hakka niður þrjá kindaskrokka frá hádegi og var bjúgnagerðin búin um klukkan fimm síðdegis. „Þetta voru um þrjátíu kíló af kjöti en við töldum ekki hvað þetta voru mörg bjúgu,“ sagði Þóra. Nú á aðeins eftir að reykja þau en það tekur rúman sólarhring. „Bjúgun eru svo geymd í frosti og það er meira að segja hægt að láta þau frosin beint í pottinn. Þetta er óskaplega góður matur,“ segir Þóra. Sigríður Lárusdóttir á Gauks- mýri féllst fúslega á að gefa les- endum uppskrift að bjúgunum. Gauksmýrarbjúgu 15 kg kindahakk af vetrargömlu eða 2 vetra 600-700 gr kartöflumjöl 250 g salt (40% nítritsalt og 60% fínt salt) _________5 msk, lyftiduft____ 2 lítrar vatn __________1 tsk. pipar_______ 1 bréf kjöt- og grillkrydd (Knorr) 1 bréf aromat-krydd (Knorr) Allt sett út í vatnið og hrært saman og síðan sett út í hakkið í lokin. Hnoðað saman. Sett í hakkavél sem er með sér- stökum stút fyrir gerviefnið sem bjúgun fara í. Bjúgun eru höfð um 20 sm löng og snúið upp á við hvert bjúga. Þá eru bjúgun reykt í rúman sól- arhring. Bjúgun eru fryst en þau eru síðan soðin í tæpan hálftíma ef þau eru ófrosin. Ef þau eru frosin þurfa þau að vera að minnsta kosti tíu mínútur í viðbót í suðu. er norskt fyrsta flokks 15 mm. þykkt gæðaparket. Vefsetrið www.sertilbod.is Morgunblaðið/Ásdís íris Arnlaugsdóttir og Davíð Þórisson standa að baki www.sertilbod.is. Tilboð og útsölur á einum stað ÞANN 15. júh' síðastliðinn var vef- setrið www.sertilbod.is opnað form- lega en þar er að finna upplýsingar um tilboð og útsölur á landinu öllu. „Við seljum ekki neitt af því sem auglýst er á síðunni heldur söfnum við tilboðum og útsöluauglýsingum frá fyrirtækjum hvaðanæva af land- inu og miðlum til neytenda. Þannig geta neytendur á einum stað séð nýjustu tilboðin hverju sinni. Vöru- flokkarnir á síðunni eru sex talsins; bíll, ferðalög, heimili, matur og drykkir, útlit og heilsa og loks þjón- usta. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargir undirflokkar," segir Dav- íð Þórisson, vefstjóri og læknanemi. Að sögn Davíðs er heimasíðan uppfærð daglega og til að afla upp- lýsinga um þau tilboð og þær útsölur sem eru hverju sinni er hann í sam- bandi við ýmis fyrirtæki og þá aflar hann sér upplýsinganna bæði í gegn- um Netið og með lestri blaða. „Ég og kærastan mín, íris Arnlaugsdótt- ir, stöndum að baki síðunni og verkaskiptingin er í raun þannig að ég sé um tölvumálin og hún um hhð- ina sem snýr að fyrirtækjunum." Leituðu að besta pítsutilboðinu Hugmyndin að síðunni vaknaði fyrr á þessu ári þegar Davíð og Iris ætluðu að panta sér pítsu og vildu kanna hvar besta tilboðið væri að finna. „Við fórum að leita að sjón- varpshandbókinni til að sjá hvort þar væri að finna einhver tilboð en fundum hana hvergi og þá kviknaði þessi hugmynd hve gott væri að hafa upplýsingarnar allar á einum vísum stað á Netinu. Síðan þá hefur hug- myndin þróast og nú erum við með upplýsingar yfir flestöll ef ekki öll tilboð og eins allar útsölur á land- inu.“ Alls eru nú tæplega þúsund manns á póstlista síðunnar en þeir fá send nýjustu tilboðin og útsölurnar hverju sinni. „Alls heimsækja siðuna þúsund til fimmtánhundruð manns á dag. Þess má geta að mikil aukning varð á heimsóknum eftir að ég sendi út bréf til ættingja og vina til að segja þeim frá síðunni en bréfið fór óvart út um land allt. Viðtökurnar eftir það hafa verið ótrúlegar." Nýjungar væntanlegar Hvað framtíðaráform síðunnar varðar segist Davíð vera með ýmis vopn í hendi. „Við ætlum að hjálpa neytendum að versla ódýrar jóla- gjafir og erum strax komin með hug- myndir. Þá er fleiri nýjunga að vænta innan skamms.“ Að sögn Davíðs á vefsíðan www.sertilbod.is sér ekki erlenda fyrirmynd heldur er hér um að ræða íslenska hugmynd unna af íslensku hugvitsfólki. Danskir dagar í Nóatúni , Morgunblaðið/Golli I tilefni danskra daga er nú hægt að kaupa nokkrar tegundir af dönskum brauð- salötum og matarsalötum í Nóatúni Morgunblaðið/Golli Nóatún hefur hafið framleiðslu á svínaskinku að danskri fyrir- mynd. í tilefni danskra daga hafa þeir flutt til landsins reyktan ál. Dönsk kalkúnaskinka og áll meðal nýjung’a DAGANA 9.-20. nóvember eru Danskir dagar í Nóatúni og af því til- efni verða á tilboði á þriðja hundrað vörutegundir sem tengjast Dan- mörku. Að sögn Jóns Þorsteins Jónsson- ar, markaðsstjóra hjá Nóatúni, var ákveðið að flytja inn til landsins ýms- ar tegundir af danskri matvöru af þessu tilefni. Þar á meðal er til dæm- is kalkúnabeikon frá danska fyrir- tækinu Harboe Farm. Hún er unnin úr upplæri kalkúna og kílóið af henni er selt á um þúsund krónur. Þá er nú til í Nóatúni lifrarkæfa frá Steff Houlberg sem má hita að dönskum hætti og danskur reyktur áll. Þá hef- ur Nóatún hafið framleiðslu á svína- skinku að danskri fyiirmynd. Um er að ræða saltaðan og pressaðan svínavöðva sem er þó með minna saltmagni en hefðbundin skinka. Að lokum hefur Nóatún hafið inn- flutning á ýmsum brauðsalötum og matarsalötum frá K-Sallat í Dan- mörku eins og t.d. piparrótarsalati, ávaxtasalati, skeldýrasalati og karrí- salati. Á dönskum dögum verður ferskt íslenskt svínakjöt selt á svokölluðu dönsku verði eða með 20-30% af- slætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.