Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 60
40 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNB L AÐIÐ i SIGRIÐUR JONSDOTTIR + Sigríður Jóns- dóttir fæddist á Týsgötu 6 í Reykja- vík 6. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Lýðsson, f. 12.5. 1890, d. 14.5. 1974, verkstjóri frá Hjallanesi í Lands- sveit, og Guðrún Gísladóttir, f. 14.5. 1898, d. 2.7. 1984, ættuð úr Borgarfirði en alin að miklu leyti upp að Kiðjabergi í Grímsnesi. Systkini Sigríðar eru Soffía, f. 4.7.1922, d. 3.2. 1998, húsmóðir; Kristinn, f. 13.3. 1924, d. 5.9. 1975, bifreiða- stjóri; Bragi, f. 29.7. 1929, raf- virkjameistari; Árni, f. 10.5.1934, húsgagnabólstrari; og Jóhanna, f. 5.11.1918, sem Jón eignaðist áður en hann kvæntist Guðrúnu. Hinn 10. mars 1951 giftist Sig- ríður Óskari Jónssyni, húsasmíða- meistara, f. 19 júlí 1925. Foreldr- ar hans voru Sigurlaug Þorkelsdóttir, f. 12.3. 1885, d. 24.2.1973, frá Niðurkoti á Kjalar- nesi, og Einar Jónsson, f. 21.11. 1877, d. 21.10.1956, frá lVflóanesi í Þingvallasveit. Sigríður og Óskar eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Guðrún Sigurlaug, menntaskólakennari, f. 25. júlí 1951, gift Sigurgeiri Jónssyni, menntaskólakennara, f. 20. nóvember 1951. Synir þeirra eru Óskar, f. 27. aprfl 1977, og Arnar Jón, f. 14. september 1978. 2) Sólveig, barnalæknir, f. 12. aprfl 1953, gift Hilmari Baldurs- syni, kerfisfræðingi, f. 10. september 1952. Synir þeirra eru Tómas, f. 23. september 1981, Ar- on, f. 23. september 1981, og Stefán, f. 1. júní 1988. Þau eru búsett í Svíþjóð. 3) Gunnar, rekstrarfræðingur, f. 14. ágúst 1954, kvæntur Dagnýju Brynj- ólfsdóttur, viðskiptafræðingi, f. 13. júní 1954. Börn þeirra eru Elv- ar, f. 16. júlí 1982, og Sólrún, f. 6. október 1986. 4) Fanney, lögfræð- ingur, f. 8. febrúar 1958, gift Guð- jóni Erling Friðrikssyni, lögfræð- ingi, f. 29. nóvember 1954. Börn þeirra eru Sigríður Dís, f. 15. jan- úar 1986, Ari, f. 23. október 1988, og Davíð, f. 21. mars 1993. Sigríður lauk prófi frá Verzlun- arskóla íslands árið 1946 og starf- aði við skrifstofustörf í nokkur ár þar til hún giftist og sneri sér að húsmóðurstarfinu. Hún gekk f Kvenfélagið Hringinn árið 1984 og starfaði þar ötullega til dauða- dags. Útför Sigríðar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Komið er að kveðjustund. í dag Jkveðjum við tengdamóður mína, Sig- ríði Jónsdóttur, hinstu kveðju. Á slíkum degi er svo margs að minnast og margt að þakka. Fyrsta heim- sóknin í Grundarlandið fyrir nær 25 árum er mér hugstæð. Þegar ég hitti verðandi tengdaforeldra mína í fyrsta sinn fann ég hve móttökumar voru hlýjar og viðmótið elskulegt. Mér fannst ég vera svo velkominn og það var góð tilfinning. Þannig tók hún Sigga á móti gestum sínum, létt í lund og geislandi af hlýju. Auðvitað galdraði Sigga fram veislu. Hún var snillingur í því eins og svo mörgu öðru. Hún naut þess að taka á móti gestum. Gestrisnin var engu lík. Oft heyrði ég Siggu tala um hve gott og kærleiksríkt uppeldi hún “*hafði fengið í æsku. Á heimili for- eldra hennar á Grettisgötu 73 var mikill gestagangur og oft glatt á hjalla. Þar var sannkölluð fjöl- skyldumiðstöð. Þar fékk hún gott veganesti fyrir lífið. Sigga var mikil fjölskyldumann- eskja. Hún sagði stundum að fjöl- skylda sín væri sinn dýrmætasti fjársjóður. Þennan fjársjóð bar hún á höndum sér og umvafði með ást sinni og einstakri umhyggju. Ailtaf svo áhugasöm og úrræðagóð, hjálp- söm og örlát. Bamabörnin, gim- steinarnir í fjársjóðnum hennar, hændust að ömmu sinni sem aldrei þreyttist á að passa þau, leika við þau eða gera eitthvað skemmtilegt nlieð þeim. Ótrúlegur var dugnaður hennar við að prjóna og sauma á þau föt. Allt var það svo smekklegt og vandað. Hver á nú að bæta buxurnar mínar spurði sá jmgsti þegar hann vissi að amma hans var að deyja. Ég minnist samverustundanna í sumarbústaðnum okkar, Óskalundi. Þær stundir gáfu mér svo mikið. í sumarbústaðnum var Sigga bæði arkítektinn og verkstjórinn. Þar dáðist ég að ótrúlegri hugmynda- auðgi, útsjónarsemi og natni hennar. Hún gerði allt svo vel, listamaður í .imndunum. Þegar komið var í bú- “staðinn skyldi alltaf byrjað á að hita kaffi áður en gengið væri til verka. Og kaffisopinn varð að veislu. Allt varð að veislu í sumarbústaðnum og oft var þröng á þingi þegar fjöl- skyldan, vinir og kunningjar fjöl- menntu á staðinn. Það átti nú við hana Siggu. , Við höfum misst mikið en enginn þó meira en Óskar tengdafaðir minn. Hann syrgir nú elskulega eig- inkonu sem var honum svo ómetan- leg stoð og stytta í tæp 50 ár. Ég bið honum blessunar og vona að minn- ingin um hana Siggu verði honum í framtíðinni jafnmikill styrkur og hún sjálf veitti honum svo dyggilega í blíðu og stríðu. Sigurgeir Jónsson. Hún tengdamóðir mín og amma okkar er dáin. Mikil kona er farin frá okkur og eftir er stórt tóm. Söknuð- urinn er mikill eftir ömmu. Við þökkum Guði fyrir hana, þökkum fyrir þá gjöf að hafa átt hana sem ömmu og tendamömmu og fengið að umgangast hana. Það er erfitt að skilja og samþykkja að svo undur- samleg manneskja er farin frá okk- ur. Mann skortir orð til að lýsa hugs- unum sínum og skilja tilgang alls í lífinu. Á þessari sorgarstund verða orð Jobsbókar til hjálpar: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað verði nafn Drottins“. Það er nánast óskiljanlegt hvað lífið getur breyst á stuttum tíma. Hún amma var hjá okkur í Svíþjóð í júní sl. við stúdentaútskrift okkar. Eins og ávallt var hún á fullu að hjálpa af sinni óvenjulegu snilld. Krafts hennar og útsjónarsemi á öll- um sviðum fengum við að njóta enn einu sinni. Aðeins tveimur mánuðum seinna berast okkur þær fregnir að amma sé með ólæknandi sjúkdóm. Þrátt fyrir þennan erfiða sjúkdóm barðist hún áfram. Fyrir mánuði síð- an vorum við hjá henni og fengum að sjá styrk hennar. Hún mætti örlög- um sínum með æðruleysi. Hún amma átti stórt hjarta. Aðalsmerki hennar var kærleikur- inn. Hið yndislega kærleiksþel henn- ar smitaði út frá sér og hún lýsti upp tilveruna í kringum sig. Amma var vinamörg og var ein af þeim sem ræktaði vináttuböndin með natni. Hvert sem hún kom og hvar sem hún var lýsti kærleikur hennar þeim sem á vegi hennar urðu. Hún hugs- aði alltaf fyrst um aðra sem voru í kringum hana. Hún var nálægt þeim, sem á hjálp þurftu að halda. Þessi stóri kærleikur hennar ömmu náði langt út yfir fjölskylduna henn- ar. Hún vann mikið og göfugt starf í Kvenfélagi Hringsins. Orð Krists eiga vel við hana: „Því hugraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.“ Við nutum oft góðs af kærleika og góðsemi ömmu. Hvert skipti er við komum til íslands stóð faðmur og heimili hennar og hans afa opið fyrir okkur. Heimili þeirra er óvenju fal- legt, þar sem kærleikur og um- hyggja ríkir. Við bjuggum oft hjá þeim og nutum gestrisni þeirra. Fyrir það viljum við þakka. Hún amma var dugleg kona. Að loknu námi í Verslunarskóla íslands vann hún við skrifstofustörf. Þar kynntist hún Óskari afa, eftirlifandi eiginmanni sínum. Þau og við öll í fjölskyldunni hlökkuðum til gull- brúðkaupsins í mars á næsta ári. Þegar amma hætti vinnu sinni á skrifstofunni var haft á orði að ráða þyrfti tvær í hennar sess. Við sem þekkjum hana vorum reyndar ekki hissa á að heyra þetta. Við höfum stundum haft að gamni að tvíbura- drengirnir okkar og litli bróðir þeirra ættu ömmu dreka eins og Jón Oddur og Jón Bjarni, því hún var svo dugleg og atorkusöm. Hún dreif í því sem hún vildi og þurfti að gera og var svo ótúlega fljót að vinna verkin og Ijúka þeim. Það er ekki lít- ið til af fallegum fötum sem hún saumaði og prjónaði á börnin og barnabörnin. Margir eiga fallegt bútateppi sem hún saumaði. Á síð- asta ári fengum við hjónin í silfur- brúðkaupsafmælisgjöf bútateppi, sem verður vel varðveitt. Nú minn- umst við hlýju hennar og umhyggju, þegar við hjúfrum okkur undir þessu fallega teppi. Hún amma var besta amma sem hægt er að hugsa sér. Maturinn hennar var sérstaklega góður. Hver máltíð var veislumáltíð. Hún var allt- af tilbúin að gefa sér tíma til að spila og leikaviðokkur. Tengdamamma var ráðagóð kona. Það var gott að geta leitað til hennar í ýmsum málum hins daglega lífs. Hún var ákaflega praktísk og út- sjónarsöm kona. Oft kölluðum við hana „arkitekt“ og „listamann“ fjöl- skyldunnar. Ef leysa þurfti eitthvað í sambandi við teikningu af íbúð eða húsi átti hún auðvelt með að finna góðar lausnir og smekkvísi hennar var mikil. Tengdamamma átti óbilandi traust og trú á Guð sem hjálpaði henni á hinum ýmsu sviðum lífsins og ekki hvað síst í erfiðum veikind- um hennar undanfarnar vikur. Trú hennar gaf henni og okkur styrk í veikindabaráttu hennar. Hún var þess fullviss að: „Dauðinn er upp- svelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn? Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesú Kristr (I.Kor.15) I dag kveðjum við ástkæra ömmu og tengdamömmu. Við söknum hennar mikið en hún lifir hjá okkur í hinum góðu minningum sem við geymum um hana. Hilmar, Tómas, Aron og Stefán. Nú er elsku besta amma mín fallin frá eftir stutta en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún amma var alltaf svo góð, hugulsöm og skemmtileg. Hún var ætíð til staðar bæði í blíðu og stríðu og var tilbúin að gera allt fyrir mig og með mér. Hún huggaði mig ef mér leið illa, hjálpaði mér ef ég var í vandræðum og hafði alltaf rétta svarið handa mér. Hún var líka jákvæð og gleymdi aldrei að hrósa manni fyrir það sem henni þótti vel gert. Hún var svo ráðagóð og dugleg og var til í að taka þátt í öllu sem ég var að gera. Myndarskapur hennar er mér alveg ógleymanlegur. Um hann mun ég eiga minningar hvar sem ég lít í kringum mig heima hjá mér. Hún var til dæmis ótrúlega dugleg að sauma á mig föt. Þær flíkur sem hún hefur saumað á mig gætu fyllt marga fataskápa, svo ekki sé minnst á allt sem hún hefur saumað á mömmu mína og bræður mína. Ef mann vantaði flík að fara í var hún búin að hanna hana og framleiða með glæsibrag með nánast engum fyrirvara. Já, það var alltaf hægt að leita í smiðju til hennar. Það var gaman að koma í heim- sókn til ömmu og afa og þar var allt- af tekið rausnarlega á móti mér. Stundum skyldi ég engan veginn hvernig amma gat galdrað fram veislu á örstuttum tíma. Það voru allir velkomnir til þeirra enda mikill gestagangur á heimilinu. Ég minnist líka jólanna hjá þeim. Þau voru alltaf jafnhátíðleg og -skemmtileg upplif- un. Þegar við komum til þeirra á að- fangadag var amma búin að elda góðan mat og skreyta húsið svo fal- lega að mér fannst ég fyrst komast í alvöru jólaskap þegar ég kom til þeirra. Það var líka gaman að vera með þeim í sumarbústaðnum og þar var ávallt veisla eins og alls staðar þar sem amma kom nálægt. Þegar ég var lítil passaði amma mig stundum eftir skóla. Þá hjálpuð- umst við að með heimanámið og síð- an fann hún upp á einhverju skemmtilegu sem við gerðum sam- an, eins og að spila, sauma eða hekla og ýmislegt fleira. Hún amma var alltaf svo hress og kát og þegar hún er ekki til staðar virkar allt eitthvað svo tómlegt. Mér leið svo vel í návist hennar. Þar fann ég fyrir hlýju, væntumþykju og vin- áttu. Þar sem hún var ávallt svo glöð hvarflaði ekki að mér að hún væri al- varlega veik þegar leið á sumarið. Amma mín var svo yndisleg og miklu meira en það því það eru ekki til nógu sterk orð yfir það hversu yndisleg hún var. Mér þykir ótrú- lega vænt um hana og ég á aldrei eftir að gleyma hvað ég átti stór- kostlega og frábæra ömmu. Minn- ingin um hana mun alltaf ylja mér um hjartarætur. Nú er amma mín komin til Guðs og ég veit að hann tekur vel á móti henni og lætur henni líða vel. Betri engil er ekki hægt að hugsa sér á himnum. Hvíl þú í friði elsku besta amma. Þín Sigríður Dís. Elsku amma Sigga. Takk fyrir hvað þú varst alltaf góð. Það var svo gott og gaman að vera með þér. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt með manni. Þegar ég var að byrja í golfi komst þú og fórst með mér á æfingavöll. Það var líka gott að koma í heimsókn í Grundó. Þú útbjóst veislu á svo stuttum tíma að mér er það óskiljanlegt og það var líka alltaf til ís handa okkur krökkunum. Síðast þegar ég sá þig varstu mikið veik. Ég mun samt allt- af muna eftir þér hressri og kátri eins og þú varst alltaf. Skemmtilegu „ömmusögurnar“ munu líka gleðja mig í framtíðinni, sögumar sem þú sagðir okkur af þér þegar þú gerðir einhver glappaskot af því þú hafðir svo mikið að gera. Guð blessi þig elsku amma. Þinn Ari. Elsku besta amma mín. Mér fannst þú vera svo góð amma. Þú varst svo góð að fara með mér í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þú varst eiginlega sú eina sem gerði það. Það var líka svo gaman þegar þú spilaðir við mig og fórst með mér í golf. Þegar þú fórst í púttkeppni við mig hittir þú svo oft í holuna að við náðum varla að halda áfram. Og þú varst svo góð þegar þú saumaðir fyr- ir mig hermannabuxurnar. Þú gerð- ir þær alveg eins og ég vildi hafa þær. Þú bættir líka svo margar bux- ur sem ég átti. Hver á nú að gera við öll götin á buxunum mínum, elsku amma mín? Þú varst líka svo dugleg að hlusta á mig lesa og segja mér að æfa mig vel. Ég vona bara að þú heyrir ennþá þegar ég les fyrir þig. Elsku amma. Ég sakna þín þó þú sért í himnaríki hjá Guði. Ég vona bara að Guð taki vel á móti þér. Mér fannst þú vera svo góð amma. Elsku amma mín. Takk fyrir hvað þú varst alltaf góð. Þinn elsku besti, Davíð. Engin veit sína ævi fyrr en öll er. Þetta eru svo sannarlega orð að sönnu í þínu tilfelli, elsku frænka. Ekki óraði okkur fyrir því 19. júlí sl., þegar við hylltum Óskar á 75 ára af- mælinu hans, að það væri í síðasta sinn sem við, ég og fjölskylda mín, nytum gestrisni þinnar. Þú jafn kát og hress eins og ætíð, vissulega lítið „þreytt“ en ekki veik, eftir því sem við best vissum. Elsku Sigga, minn- ingamar um þig eru margar og góð- ar. Þú ert barn þess tíma sem konur, giftar konur alla vega, almennt ekki sinntu launuðum störfum utan heim- ilisins. Og fyrir hartnær 50 árum giftist þú honum Óskari þínum, sem nú á um sárt að binda. Hann hefur ekki bara misst eiginkonu sína og móður barnanna sinna. Hann hefur einnig misst sína stoð og styttu í gegnum árin. Saman eignuðust þið fjögur mannvænleg börn. Þeim fylgduð þið vel úr hlaði og hafið alla tíð stutt þau eftir bestu getu. Þeim hefur öllum vegnað vel og eru ykkar sómi og stolt. Öll eru þau reglusam- ar og duglegar manneskjur hvert á sinu sviði. Barnabörnin þín sem eru orðin tíu talsins eiga nú um sárt að binda þeg- ar þau sjá á eftir sinni elskuðu ömmu. Því amma varstu svo sannar- lega og það alveg fram í fingurgóma. Ég minnist eins sem þú sagðir mér fyrir mörgum, mörgum árum. Þá var hún Sólveig þín í „fríi“ á íslandi og vann einhvern tíma við afleysing- ar og þú passaðir þá Aron og Tómas. Einn morgun segir annar þeirra við þig: ,Amma, það er gott að þú átt enga vinnu eins og allir hinir, þú ert bara heima og passar okkur.“ Já, Sigga mín, þú varst bara heima. En þó þú hafir bara verið heima þá féll þér sjaldan verk úr hendi. Heimili ykkar Óskars bar vott um mikinn myndarbrag. Og ófáar eru stundirnar sem þú hefur setið við saumavélina þína. Þegar einhver dætra þinna „átti ekkert“ til að vera í í kvöld þá dróst þú fram einhverja tuskupjötlu, settist við saumavélina og þar með var það vandamálið úr sögunni. Já, snögg varstu og ekki nóg með það að þú saumaðir á þín eigin börn og síðar barnabörnin, þú áttir það líka til að vera öðrum hjálpleg. Ég minnist þess þegar hún mamma saumaði grænu kápuna á mig, þessa með hettunni og skinnkantinum framan á. Mamma hafði keypt dýrindis ull- arefni í kápuna en treysti sér ekki til að klippa efnið og þá var björgin nærri. Þú komst í Hjálmholtið, ekk- ert mál, klipptir efnið, nældir það saman og síðan tók mamma við. Ur þessu varð fínasta kápa sem var mikið notuð. Hún Sigga Dís var nú ekki lítið ánægð með fermingarkjólinn sinn þegar hún var hér úti í Svíþjóð í vor. Og ekki þurfti að spyrja að því hver hefði saumað hann. Og svo eignaðist þú hlut í prjóna- vél og þá var farið að prjóna eitt og annað. Þegar systkinabörn þín byrj- uðu að eignast börn áttir þú það til að dunda þér við að prjóna eða sauma eitthvað smávegis handa nýj- asta fjölskyldumeðlimnum. Enginn í fjölskyldunni var þér beint óviðkom- andi. Það er alveg ótrúlegt hvað þú varst dugleg við að muna eftir og rækja alla. Um ókomin ár ætla ég og fjöl- skylda mín að minnast þín eins og við munum þig frá því sl. vor þegar þú og Óskar komuð út til Gautaborg- ar til að vera viðstödd þegar þeir Ar- on og Tómas urðu stúdentar. Stolt varstu, og það máttu þú svo sannar- lega vera. Ég veit að þó svo að þú hafir sætt þig við það að hluti af þinni nánustu fjölskyldu bjó svo langt í burtu frá þér þá saknaðir þú þess alla tíð að hafa ekki Sólveigu og hennar fjölskyldu nær þér. En þú lagðir þitt af mörkum til að minnka fjarlægðina. Það kom fyrir, ef á þurfti að halda, að þú lagðir land undir fót og brást þér alla leið til Sví- þjóðar til þess að passa þessa þrjá dóttursyni þína sem hér búa. Elsku Sigga mín! Megi allir Guðs englar halda verndarhendi yfir þér og þínum. Þú varst mikil fjölskyldu- kona og líkaði þér það best þegar all- ir voru innan seilingar. Okkur Magga þykir það því leitt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn, en hugur okkar er engu að síður með þér og þínum. Ég, Maggi, Guðrún og Bragi þökkum þér samfylgdina og óbrigð- ula vináttu í gegnum árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.