Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.2000, Blaðsíða 21
mekkano MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 21 Vegleg afmælisterta var á kaffihlaðborðinu. Loftur Erlingsson og Helga Kolbeinsdóttir sungu nokkur lög. huga fólks til fyrri tíma er kaupfélögin voru stofnuð og þeirrar upp- byggingar sem hófst upp frá því. „Sunnlendingar áttu því láni að fagna að eiga öfluga forystumenn sem leiddu uppbygging- una,“ sagði Erlingur. Hann sagði einnig að stjórn KA hefði ákveðið að efla kaupfélagssafnið á Hvolsvelli og byggja þar upp heilsteypt safn um sögu kaupfélaganna á Suðurlandi. Mun KÁ verja 8 milljónum til þessa verkefnis. Kaffisamsætið var fjölsótt og þar komu fram söngvararnir Loft- ur Erlingsson og Helga Kolbeinsdóttir og sungu nokkur lög við góðar undirtektir gesta. Átak um nýsköpun og atvinnu- þróun Höfn - í dreifbýli Austur-Skafta- fellssýslu, eins og víða í dreifbýli landsins, hefur orðið töluverð fólksfækkun og afkoma þeirra sem eftir eru byggist æ meira á annarri vinnu en hefðbundnum bústörfum. Fyrir um ári var haldin spá- stefna um atvinnu í sveitum sýsl- unnar og í framhaldi af henni var skipaður vinnuhópur sem átti að vinna skýrslu um nýsköpun og at- vinnuþróun í dreifbýlinu. Skýrslan sem unnin var af Ás- mundi Gíslasyni, Arnanesi í Nesj- um, Herborgu Þuríðardóttur, Reyðará í Lóni, Ólafi Sigurðssyni, Svínafelli í Öræfum, Sigurlaugu Gissurardóttur, Árbæ á Mýrum, og Þorbjörgu Arnórsdóttur, Hala í Suðursveit, er komin út og var kynnt á Hrollaugsstöðum í Suður- sveit í vikunni. Að þessari vinnu hafa, auk fyrr- nefndra, komið sveitarfélagið Hornafjörður, Þróunarstofa Aust- urlands og Búnaðarsamband Aust- ur-Skaftafellssýslu. í upphafi verkefnisins var 109 einstaklingum send könnun en ein- ungis 39 svöruðu og var unnið úr þeim hugmyndum sem frá þeim komu. Hugmyndin með verkefninu var að safna sem mestum upplýsingum um nýsköpun og atvinnuþróun, vinna úr þeim gögnum sem söfnuð- ust, gefa út skýrslu um málið og dreifa henni svo inn á hvert heimili í dreifbýlinu og kynna á opinber- um vettvangi, eins og nú hefur verið gert. Vinnuhópurinn hittist aðeins tvisvar sinnum meðan á verkefninu stóð en mest öll samskipti nefndar- manna fór fram í gegnum Netið og í síma. Á fundinum þar sem skýrslan var kynnt kom berlega í ljós að menn voru almennt ánægðir með vinnu nefndarinnar og skýrsluna en töldu samt ekki líklegt að þeir bændur sem nú stýra búum, sem flestir væru komnir yfir miðjan al- dur, myndu söðla um yfir í nýjar greinar. Því væri ráðlegast að reyna að styrkja ferðaþjónustuna enn betur og auka ýmsa afþrey- ingu sem henni tengdist og kæmi þar Vatnajökulsþjóðgarður sterkur inn ef af honum yrði. Ýmis önnur störf þyrfti að skapa í sveitunum sem gætu dregið fleiri að og aukið líkurnar á að unga fólkið fyndi vinnu við sitt hæfi. Margt gæti komið til greina; til dæmis fiskeldi og þá aðallega bleikjueldi, ýmis fjarvinnsla og nytjaskógrækt svo eitthvað sé nefnt. í framhaldi af þessum fundi er meiningin að koma af stað fjórum til fimm vinnuhópum sem halda áfram að vinna úr þeim verkefnum sem talin eru líklegust til að skila fleiri verkefnum í dreifbýlið og að sögn Gunnars Vignissonar, fram- kvæmdastjóra Þróunarstofu Aust- urlands, verður notuð ný aðferð í þessari vinnu þar sem ekki verða kallaðir til einhverjir sérfræðingar heldur verður vinnan í höndum heimamanna með aðstoð Þróunar- stofunnar, búnaðarsambandsins og sveitarfélagsins. Ullarfrakki 9.495 kr Jakkaföt 9.995 kr utlarbianda Skyrtur Buxur ullarblanda HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.